Morgunblaðið - 19.07.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
B
ubbi Morthens nýtur lífs-
ins í Kjósinni þar sem
hann býr ásamt eiginkonu
sinni Hrafnhildi Hafsteins-
dóttur. Þarna hefur hann
búið síðan í maí en faðir
hans bjó þar áður. Bubbi
segir stórkostlegt að búa í
sveitinni þar sem hann nýtir dagana til að
semja lög og texta, auk þess sem hann er að
leggja drög að veiðibók og smásögum sem
byggðar eru á sögu fjölskyldu hans. Hann
sinnir einnig garðrækt af miklum áhuga, en
garðurinn við hús hans er stór og mikill.
„Það er auður í náttúrunni,“ segir Bubbi
þegar hann er spurður af hverju hann hafi
valið að búa uppi í sveit. „Það er auður í því
næsta sem gerist er að maður er aftur kom-
inn niður. Sjólagið er misjafnt hjá fólki. Sum-
ir virðast sigla átakalítið í gegnum lífið. Öf-
unda ég þá? Ég held ekki.“
Mjög gamaldags maður
Er þessi ást öðruvísi en hinar?
„Ást, kærleikur og það að vera ástfanginn
– allt eru þetta mismunandi rósir með mis-
munandi ilm og mismunandi litabrigði. Ég
trúi því að Guð gefi manninum hæfleikann til
að velja og hafna. Sem betur fer er mann-
skepnan þannig að hún glatar ekki hæfileik-
anum til að elska og hún glatar heldur ekki
hæfileikanum til að hrífast.
Stundum er maður á þeim tímapunkti að
maður heldur að allt sé óumbreytanlegt. Al-
veg eins og maður trúir því að fjallið sem er
fyrir augum manns sé óhagganlegt. Maður
tekur ekki eftir því að það tekur breytingum
hvern einasta dag. Steinar molna úr því, það
fýkur úr því og þar spretta ný blóm. Fjallið
er lifandi og síbreytilegt þótt maður upplifi
það sem óhagganlegt. Það sama má segja um
ástina. Hún er síbreytileg.
Það er ekki til ein algild ást. Ástin er
miklu margslungnari en það, sem gerir að
sinni áður í lífi mínu. Hvað eftir annað hafa
orðið kaflaskil í lífi mínu. Hvað segir það? Ég
held að þetta sé dæmi um aðlögunarhæfni
manneskjunnar. Milli tvítugs og fertugs trúa
margir því að eitthvað eitt sé algilt. Svo kom-
ast flestir að því að enginn alsannleikur er
til.
Lífið er öldudalur. Stundum er maður hátt
uppi og finnst að lífið hafi aldrei verið stór-
kostlegra. Í næstu andrá trúir maður því að
maður sé að fara að sökkva. Svo er maður
kominn aftur á toppinn og hugsar: Hvernig
datt mér í hug að hugsa á þennan hátt? Það
að vakna við fuglasöng. Það er auður að hafa
vatn fyrir framan sig og fjall á bak við sig og
vera girtur af með gróðri. Og auðvitað er
auður að búa með fallegri, ungri konu og
börnum á svona stað.“
Þú talar eins og rómantíker.
„Ég er forfallinn rómantíker. Rómantík er
stemning í hjartanu. Hæfileikinn til að hríf-
ast. Það er rómantík að bíða spenntur eftir
því að fyrstu rósirnar í garðinum blómstri
svo maður geti farið út snemma morguns og
lagt eina þeirra á koddann hjá konunni
sinni.“
Gerirðu það?
„Að sjálfsögðu þegar fyrstu rósirnar
springa út. Það er líka rómantík að hafa ekki
reglu á því hvenær maður sendir henni blóm
þannig að hún geti ekki kortlagt það. Það er
líka rómantík að planta blómum. Allar rós-
irnar mínar set ég niður með það í huga að
gleðja konuna mína og hjartað í sjálfum
mér.“
Það er ekki langt síðan þú giftir þig. Ein-
hvern tímann sagðirðu mér að líf þitt væri
mjög kaflaskipt. Eru þetta enn ein kafla-
skilin?
„Þetta er sterkari samlíking en nokkru
Heppnasti maður
Gamaldags maður „Mér finnst skipta máli að vera í hjónabandi.“
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
»Hvar liggja áherslurnar?Hvort er meiri þörf á því
að mótmæla byggingu álvera
eða kjörum almennings? Ég
hefði viljað sjá Björk og Sigur
Rós halda tónleika til að vekja
athygli á fátækt á Íslandi.