Morgunblaðið - 19.07.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.07.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Egill Jónsson, elsku afi okkar, er lát- inn. Orð geta vart lýst sorginni og söknuðinum sem tók sér bólfestu í huga okkar þegar afi lagði upp í ferðalag það sem bíður okkar allra. Baráttugleði, væntumþykja, vinnusemi og metnaður einkenndi afa okkar hvívetna, enda var hann einstakur maður bæði gáfum gædd- ur og góðhjartaður. Heimili afa og ömmu var afar hlýlegt og alltaf tók afi á móti öllum opnum örmum. Við systur vorum ávallt velkomnar í heimsókn, jafn- vel þótt gestagangur væri mikill. Þá var nærvera okkar honum kærkom- in og alltaf hafði afi lag á að kæta okkur með söng, sögum, góðum ráðum eða léttu gríni. Góðu minningarnar eru ótal margar og vart hægt að taka eina fram yfir aðra, nema þá þessa: Ég sat í fanginu á afa, við héld- umst í hendur og vögguðum fram og aftur, líkt og við værum stödd í litlum árabát og sungum saman: Ró, ró á selabát, fyrst við erum fjórir. Það eru bæði þú og ég, stýrimaður og stjóri. Þó að fimm ára aldursmunur sé á okkur systrum er þetta sameigin- lega fyrsta minningin, sú ljúfsá- rasta um hann afa okkar Egil sem nú er búin að kveðja þessa veröld- ina. Hans verður sárt saknað og mun hann alltaf eiga sitt pláss í hjörtum okkar systra. Elsku amma, hugur okkar dvelur hjá þér á þessum erfiðu tímum. Guð geymi þig og gefi þér allan þann styrk sem þú þarfnast. Blessuð sé minning afa. Fjóla Dögg Hjaltadóttir og Halldóra Hjaltadóttir. Látinn er eftir erfið og ströng veikindi og góður vinur, Egill á Seljavöllum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um 35 árum þegar við Anna vorum að draga okkur saman. Egill spurði auðvitað strax „Hvar er hann í pólitík?“ og sýndi enginn merkjanleg svipbrigði við „röngu“ svari en hefur sennilega lagt strax á ráðin hvernig snúa mætti piltinum frá villu síns vegar. Á Seljavöllum fékk ég einhverjar þær bestu móttökur sem ég hef upplifað og fólkið hreint yndislegt. Þá strax myndaðist mikill vinskap- ur við fólkið á Seljavöllum sem hef- ur haldið æ síðan. Ég hef alltaf litið á Egil sem einn af mínum bestu vinum. Það breyttist ekkert þrátt fyrir sambúðarslit okkar Önnur. Egill var mikill mannvinur. Ráða- og bóngóður og alltaf reiðubúinn til hjálpar ef þörf var á. Þannig var Egill. Fjölskyldan var alltaf í önd- vegi hjá Agli. Hann fylgdist vel með, spurði mikið um hagi og heilsu fjölskyldunnar svo og alls sam- ferðafólks. Þá var uppgræðsla landsins og sandanna honum mikið kappsmál. Þar var hann einn af framsýnustu og ötulustu mönnum landsins. Otaði sínum tota, dreif menn áfram og kom sínu fram hægt og bítandi. Það ber að þakka. Pólitíkin var honum í blóð borin en ég trúi því að aðrir muni gera henni skil. Aldrei var lagt á mig með orðum að betri væri ein stefna í pólitík en önnur, það skýrðist bara sjálfkrafa. Þannig var Egill. Það vantaði aldrei neitt upp á vinskap okkar Egils. Ætíð trúr og sannur. Jafnvel í sínum erfiðu veikindum sló hann á þráðinn. Hvernig ég hefði það í mínum veikindum. Egill Jónsson ✝ Egill Jónssonfæddist í Hof- felli í Nesjum hinn 14. desember 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- austurlands hinn 12. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bjarnaneskirkju 18. júlí. Hvort heilsan væri að batna og hvernig lífið gengi. Svona var Eg- ill. Á kveðjustundu vil ég þakka fyrrverandi tengdaföður mínum samfylgdina, vinátt- una og góðmennsk- una í gegnum árin. Þá bið ég góðan Guð að styrkja Dóru og fjöl- skyldu hennar á erf- iðri stund. Blessuð sé minning Egils á Seljavöllum. Vignir Hjaltason. Þegar minnst er Egils Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns frá Seljavöllum, er það krafturinn og athafnasemin sem fyrst kemur upp í hugann. Ég var á unglingsárum þegar ég kynntist Agli fyrst. Þá var það ekki pólitíski áhuginn sem dró mig til hans heldur þekking hans og reynsla af hornfirskum hestum, sérstaklega Árnaneskyninu. Það var ógleymanlegt að fara með Agli í Árnanes, hitta þá Palla og Dúa, og kaupa þar af þeim veturgamlan fola af hinu margfræga kyni. Það sér reyndar ekki fyrir endann á áhrif- um þeirrar ferðar á mína hesta- mennku því enn á ég reiðhesta og hryssu út af þeim hesti. Það var hinsvegar á vettvangi stjórnmálanna sem við Egill áttum mest samstarf. Eitt af mínum fyrstu verkefnum sem alþingismað- ur var að taka sæti í landbúnaðar- nefnd Alþingis undir formennsku Egils. Þar markaði Egill djúp spor, bæði með breyttu vinnulagi nefnd- arinnar en einnig vegna þeirra mik- ilvægu málefna sem unnið var að undir stjórn hans. Þar bara einna hæst bæði löggjöf í tengslum við EES-samninginn og GATT-samn- inga. Í báðu tilfellum þurfti að gæta vel að hagsmunum Íslands og ís- lensks landbúnaðar. Þó að Agli væri að sjálfsögðu ekkert óviðkomandi á Alþingi voru það málefni landbúnaðarins og landsbyggðarinnar sem hann lagði mesta áherslu á. Þar naut Egill bæði menntunar sinnar og reynslu sem bóndi og ráðunautur en einnig þekkingar sinnar af málefnum kjör- dæmis síns og landsbyggðarinnar allrar. Góð tækifæri gáfust til þess að láta til sín taka bæði sem for- maður landbúnaðarnefndar, fjár- laganefndarmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar og voru þau tækifæri vel nýtt. Kosningarnar 1979 voru um margt merkilegar en ég minnist þess að hafa fagnað sérstaklega kjöri Egils til Alþingis. Það var naumt þá og einnig síðar. Haft var á orði að alltaf kæmist Egill inn, sama hvað á gengi. Það var ekki að ástæðulausu, hann átti víða hauka í horni langt út fyrir flokksraðir og kjósendur kunnu að meta störf hans. Þegar menn eins Egill hverfa af sjónarsviðinu veltir maður því fyrir sér hvað það var sem gerði þá að því sem þeir voru. Í tilfelli Egils er ljóst að sterkir stofnar stóðu að honum og hann óx upp í umhverfi sem hafði mikil áhrif á hann. Skrið- jöklarnir, vatnsföllin og sandurinn, allt skildi þetta eftir sig spor. Það leiddi einnig til þess að Egill vildi hafa áhrif á hvernig umhverfi hans þróaðist, bæði hið náttúrlega og hið samfélagslega. Þar skildi svo Egill eftir sig sín spor. Það er ekki hægt að fjalla um Egil án þess að minnast á Dóru, Halldóru Hjaltadóttur, eiginkonu hans. Saman byggðu þau upp sitt stórbú á Seljavöllum, ólu þar upp fjögur börn. Dóra og börnin hafa alltaf staðið við bakið á Agli í öllu því sem hann hefur staðið fyrir í gegnum árin. Ávallt hefur verið gott að koma að Seljavöllum og Dóra staðið þar fyrir veislu og hlýj- um móttökum í hvert skipti. Það hlýtur líka að hafa verið þeim báð- um ánægjuefni að sjá að mynd- arbúskap er þar framhaldið um ókomna tíð af afkomendum þeirra. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar votta Dóru og fjölskyldu þeirra okkar dýpstu samúð og fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna í suður- kjördæmi þakka Agli ómetanleg störf í okkar þágu. Árni M. Mathiesen. Mikill höfðingi og baráttumaður er fallinn fyrir manninum með ljá- inn. Eftir erfiða sjúkdómslegu kvaddi hann í faðmi sinnar sam- heldnu fjölskyldu. Egill er minn- isstæður fyrir margra hluta sakir. Störf hans að stjórnmálum bæði á sviði sveitarstjórnarmála og lands- mála mörkuðu djúp spor, en einnig að málefnum landbúnaðarins sem ráðunautur og búnaðarþingsfulltrúi. Eftir að Egill hætti beinum afskipt- um af stjórnmálum sinnti hann áfram hugðarefnum, s.s. rannsókn- um á Vatnajökli og mannlífi í návígi hans. Egill var höfðingi í sinni sveit en hann var einnig höfðingi í lund og skaphöfn. Hann var laginn við leysa mál, en hafði sterkar skoðanir á flestum málum. Egill var þekkur fyrir áhuga og vinnu að hagsmuna- málum landbúnaðarins. Þegar hann settist á Alþingi lá beint við að hann settist í landbúnaðarnefnd og var hann um tíma formaður hennar. Byggðamál voru honum hugleikin og seta hans í stjórn og formennska í Byggðastofnun var farsæl þó að stundum gustaði um hann þar eins og víðar. Einn af bestu kostum Eg- ils var að hann var óragur við að kalla til ráðgjafar við sig allra bestu vísinda- og fræðimenn. Það var honum kappsmál að byggja skoð- anir og ákvarðanir á bestu fáanlegu þekkingu í hverjum málaflokki. Hann beitti sér af mikilli einurð í samgöngumálum. Við fluttum m.a. saman þingmál sem við vorum bæði stolt af og gleði okkar var einlæg þegar við fögnuðum því að Fá- skrúðsfjarðargöng voru orðin að veruleika. Egill var mikill fjölskyldumaður. Frá fyrstu tíð var hann alltaf hugs- unarsamur um börn sín og sjaldan hefur maður orðið vitni að eins samheldinni fjölskyldu og á Selja- völlum. Hans elskulega kona Hall- dóra Hjaltadóttir eða „Dóra mín“ eins og Egill sagði alltaf, var stoð hans og stytta. Engan stað var betra heim að sækja en í Seljavelli. Heilu hóparnir hafa í gegnum tíðina verið boðnir heim í mat og kaffi. Þingflokkur sjálfstæðismanna var á ferð fyrir ári í Hornafirði og var ekki að sökum að spyrja að boð kom frá Seljavöllum. Veitingar að venju glæsilegar og gestir leiddir um til að skoða búskapinn sem nú er orðinn stórfyrirtæki í mjólkur- og kartöfluframleiðslu. Ég kynntist Agli þegar ég fór að sinna sveitarstjórnarmálum á Seyð- isfirði 1986 og síðar störfuðum við saman sem alþingismenn Austur- landskjördæmis í eitt kjörtímabil. Það var lærdómsríkur tími fyrir mig, sem kom ný inn á þennan vett- vang. Minnisstæð eru ferðalög um kjördæmið og nákvæmar frásagnir Egils af mönnum og málefnum. Það var helst að efasemdir vöknuðu um bjartsýni hans í atkvæðatalningu þegar ekið var um sveitir Austur- lands og litið heim til bæja. Þegar Egill hætti þingstörfum tók hann fullan þátt í kosningabaráttunni. Það verður að teljast óvenjulegt að stjórnmálamenn sem eru að hverfa af vettvangi leggi svo mikið til bar- áttunar, en það gerði Egill af ein- lægni. Að leiðarlokum þakka ég Agli all- an hans stuðning, umhyggju og óeigingjarnt starf fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Halldóru, fjölskyldunni á Seljavöllum og öðrum aðstandend- um færum við hjónin okkar sam- úðarkveðjur. Arnbjörg Sveinsdóttir. Fallinn er öflugur foringi úr sveit þeirra sem vilja hlut íslensks land- búnaðar og bænda sem mestan. Agli voru einnig einkar hugstæð málefni gróðurverndar og gróður- bóta. Vegna starfa minna í landbún- aðarráðuneytinu með sín margvís- legu viðfangsefni áður en því var sundrað átti ég langt samstarf og samskipti af margvíslegum toga við Egil. Hann var mikill málafylgju- maður, en þrátt fyrir að hann mætti stundum andstæðum sjónarmiðum náðist jafnan friður um lokaniður- stöður. Eftir þjóðarvakningu 1974 um stóraðgerðir til gróðurverndar og gróðurbóta skv. fyrstu land- græðsluáætluninni féll það í minn hlut að koma saman tveimur næstu 5 ára landgræðsluáætlunum með einvalaliði alþingismanna. Þeir voru Árni Gunnarsson, Egill Jónsson, Geir Gunnarsson og Þórarinn Sig- urjónsson. Mikil samstaða ríkti með nefndarmönnum um verkefnið. Nefndin ferðaðist til svæða, sem þurftu hjúkrunar við og átti fundi með forstöðumönnum stofnana, sem höfðu með gróðurrannsóknir, gróðurvernd og gróðurbætur að gera. Mjög komu þar við sögu öfl- ugir forstöðumenn sinna stofnana, þeir Sigurður Blöndal og Sveinn Runólfsson. Á fundum okkar kom fram ein- lægur áhugi Egils á viðfangsefninu og hans hlutur var stór í að ná sam- stöðu um tillögur nefndarinnar til Alþingis. Við meðferð þingsins á til- lögum nefndarinnar vakti þessi öfl- uga breiðfylking þingmanna yfir því að tillögurnar fengju farsæla af- greiðslu. Á heimaslóð vann Egill öflugt starf í þágu gróðurbóta í mörg ár. Mestur mun þar árangur í upp- græðslu Skógeyjar, en þaðan komu miklir sandbyljir í þurrum hvass- viðrum. Í dag er Skógey yndisauki nálægra byggða. Egill var mikill höfðingi heim að sækja, studdur af sinni mætu konu Halldóru Hjaltadóttur. Margir fengu notið gestrisni þeirra og skipti þá ekki máli þó stórir hópar væru á ferð. Ég kveð Egil með virðingu og þakklæti fyrir gott samstarf. Sveinbjörn Dagfinnsson. Látinn er skólabróðir minn, flokksbróðir og vinur, Egill Jónsson á Seljavöllum. Ég nefni hann sömu orðum og hann notaði þegar hann kynnti mig fyrir bændunum í um- dæmi sínu í Hornafirði og öllum sveitunum vestur að Skaftafelli, þegar hann fór þar um með mig í fyrsta skipti. En kynni okkar voru miklu eldri. Vinátta okkar hófst á Hvanneyri um miðbik síðustu aldar þegar Egill var að ljúka kandídats- prófi í búfræði og ég var í Bænda- deild að ljúka búfræðingsprófi. Við áttum saman mörg áhugamál sem bundust ekki öll bara búfræði og pólitík, heldur sömdum við saman leikrit og settum á svið og fjölmargt annað. Þegar ég sneri heim eftir ára- langa dvöl erlendis var það mér mikill styrkur að kynnast Agli aftur og finna eldmóðinn í honum og óbil- andi trú á mikilvægi og framtíð landbúnaðarins og bændasam- félagsins. Lykilhlutverk landbúnað- arins og matvælaframleiðslu hefur aldrei verið augljósara en einmitt nú þegar eftirspurn eftir matvælum er að fara fram úr framleiðsluget- unni um víða veröld. Kunnátta í bú- vísindum sem Egill miðlaði sveit- ungum sínum og nýttist honum í stjórnmálastörfum hans verður enn brýnni í framtíðinni til að tryggja ört vaxandi mannkyni næg matvæli. Það á að sjálfsögðu jafnt við um framtíðarvelgengni okkar Íslend- inga. Það sem mér fannst einkenna lífsstarf Egils í þágu landbúnaðar- ins var áhugi hans og umhyggja fyrir verndun náttúrunnar og auð- æva hennar. Framlag Egils til landverndar- starfa gegn sandfoki, uppblæstri og ágangi fallvatna er ómetanlegt – bæði störf hans á þessu sviði og ekki síður sú hvatning og styrkur sem hann veitti okkur hinum sem störfuðum á þessu sviði. Fyrir nokkrum dögum vorum við Anna á ferðinni eystra með viðkomu á Seljavöllum. Þá var sveitahöfðing- inn nýlagstur í sína hinstu legu, en sendi okkur kveðjur sínar. Í Horna- firðinum minnti allt umhverfið á Egil og ótrúleg er sú breyting sem orðið hefur á því landi sem jök- ulsáin áður beljaði um, Skógeyjunni bjargað, og svo öll ræktunin: kart- öflugarðarnir risastóru sem gefa ávexti sem smakkast jafnvel í sept- ember sem í maí. Þar er að baki kunnátta í búvísindum, áræðni og elja. Það var alltaf gaman og upplífg- andi að hitta Egil og lán að hafa átt hann að vini. Hugur okkar Önnu er hjá Dóru og fjölskyldu Egils. Björn Sigurbjörnsson. Kær vinur, félagi og samstarfs- maður er látinn. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar Oddnýjar við þau sómahjón Dóru og Egil á Seljavöllum. Við minn- umst þeirra samverustunda með virðingu og gleði. Þau hjónin voru einstaklega gestrisin og höfðingjar heim að sækja. Heimilishættir þeirra hjóna voru rómaðir eins og mætur maður skrifaði: „Allir, sem sóttu þau hjón heim, hafa góðar minningar frá heimili þeirra.“ Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir ára- langa vináttu og heilladrjúgt sam- starf og samskipti. Egill var gæddur miklum mann- kostum, góðum gáfum og vinafast- ur, sannur Íslendingur. Hann kom til dyranna nákvæmlega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust. Kjarkur og orka geislaði af honum, hvar sem hann fór og hann var höfðingi í sínu hér- aði. Líf og starf Egils tengdist með afgerandi hætti, stjórnmálum, land- búnaði og ekki síður landgræðslu, sem var eitt af hans aðaláhuga- málum í hálfa öld. Árið 2000 var þeim hjónum verðskuldað veitt landgræðsluverðlaun fyrir fjölþætt störf í þágu landgræðslu og land- bóta. Sem héraðsráðunautur í Aust- ur-Skaftafellssýslu barðist hann öt- ullega við að bæta gróðurástand heimalanda bænda. Hann hafði for- göngu um túnræktun á Jökulárs- löndunum en þær framkvæmdir leiddu til byltingar á gróðurástandi og búfjárrækt í sýslunni. Sem þing- maður beitti hann sér fyrir marg- víslegum framfaramálum á sviði landgræðslu og sat í landgræðslu- nefndum vegna landgræðsluáætl- ana. Til dæmis beitti hann sér fyrir fjárveitingu til kaupa á fyrstu gervitunglamyndunum af Íslandi, sem voru afar verðmæt gögn. Þá átti hann stærstan þátt í tilurð landgræðsluátaks á Skógeyjar- svæðinu í Hornafirði sem var stórt sandsvæði en er nú eitt glæsileg- asta landgræðslusvæði landsins. Fyrir atbeina Egils, á einn eða ann- an hátt, hafa sennilega orðið meiri gróðurframfarir í Austur-Skafta- fellsýslu en annars staðar á landinu. Egill var fyrsti og eini formaður fagráðs Landgræðslu ríkisins, auk þess gegndi hann fjölda trúnaðar- starfa á öðrum vettvangi. Hann sagði skoðanir sínar umbúðalaust og var samur við háa sem lága. Eg- ill var hafsjór af fróðleik um sögu héraðsins, ógnarvald jöklanna og baráttuna við sandinn, hinn lands- ins forna fjanda. Egill er einn minnisstæðasti per- sónuleiki sem ég hef kynnst og það var mér heiður að fá að starfa með honum og eiga við hann samskipti. Öll voru þau á einn veg, hann var traustur félagi, hreinn og beinn og vildi hvers manns vanda leysa. Minnisstætt er samstarf okkar og Helga Björnssonar við bókarskrif Jöklaveraldar. Það voru forréttindi að kynnast honum og minningin um góðan dreng lifir. Dóra, fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Ég bið þeim Guðs bless- unar og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina, kæri vinur. Sveinn í Gunnarsholti.  Fleiri minningargreinar um Egil Jónsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.