Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „ÉG ER glaður með að hafa lifað fram á þennan dag, vegna þess að það eru margir sem fara vel með sig en ná ekki að lifa svo lengi. Ég er ánægður með að vera enn á lífi,“ sagði Nelson Mandela, um leið og hann leit yfir farinn veg á níræðisafmælinu sem haldið var upp á á heimili hans í Suður-Afríku í gær. Þótt Mandela gengi við staf í afmælinu var ekki að sjá á fasi hans að þar færi hrumur öldungur. Þvert á móti komst hann vel að orði og virkaði ákveðinn þeg- ar hann gerði kröpp kjör fátækra Suður-Afríku- manna að umtalsefni í stuttum viðtölum við blaða- menn. Hafði hann á orði að á sama tíma og mörgum íbúum landsins hefði auðnast að efnast vel lifðu margir við fátækt og örbirgð. Um hjónaband sitt við þriðju eiginkonuna, Graca Machel, sagði hann að hún hefði reynst honum góð eiginkona. Mandela varð fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti forseta Suður-Afríku eftir sigur í kosning- um árið 1994. Hann er í augum margra ein mesta frelsishetja Afríku og þótt víðar væri leitað og lýsti forveri hans í embætti, F.W. de Klerk, honum sem einu af stórmennum tuttugustu aldar, en þeir deildu friðarverðlaunum Nóbels árið 1993. Mandela hefur þannig í tímans rás orðið holdgerv- ingur fyrirgefningarinnar og þeirrar dyggðar að taka mannasættir fram yfir klofning og tímabundna einkahagsmuni. Þessir eiginleikar þóttu koma skýrt fram þegar hann leitaðist við sem forseti að leiða þjóðina saman eftir klofning aðskilnaðarstefnunar eftir að hafa varið tuttugu og sjö árum ævi sinnar bak við lás og slá vegna þátttöku sinnar í baráttunni gegn kynþáttaaðskilnaði. Hann lét af embætti forseta árið 1999 og hefur síð- an lagt ýmsum góðum málefnum lið, svo sem barátt- unni gegn eyðni og fátækt, ásamt því að hafa lagt sitt á vogarskálarnar við að tryggja landi sínu réttinn til að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2010. baldura@mbl.is GLAÐUR MEÐ LANGLÍFIÐ Nelson Mandela vekur athygli á bágum kjörum fátækra þegar hann lítur yfir farinn veg á níræðisafmælinu Reuters Kátur í bragði Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, sló á létta strengi á á heimili sínu í þorpinu Qunu í gær, þegar hann fagnaði níræðisafmælinu í faðmi fjölskyldu sinnar. Í dag verður haldin stór veisla. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BÚLGARSKA stjórnkerfið er sýkt af spillingu og tengslum einstakra embættismanna við mafíuna. Svik- semi er útbreidd og því er ekki hægt að treysta á að styrkir Evrópusam- bandsins fari rétta leið og renni til uppbyggingar á innviðum landsins. Á þennan veg hljómar niðurstaða harðorðrar nýrrar skýrslu fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, OLAF-skýrslunnar svonefndu, um þróun mála í Búlgaríu eftir inn- gönguna í Evrópusambandið. Þykir skýrslan einhver hvassasta gagnrýni sem lögð hefur verið fram af hálfu framkvæmdastjórnarinnar á eitt aðildarríkja sambandsins. Fjalla skýrsluhöfundar öðrum þræði um hvernig lokað verður fyrir fjárframlög til fjögurra stofnana, jafnframt því sem styrkir og nið- urgreiðslur fyrir sem svarar tugum milljarða króna verði frystir. Skortir vilja hjá stjórninni Skýrsluhöfundar lýsa yfir miklum vonbrigðum með skort á samstarfs- vilja búlgarskra embættismanna til að takast á við spillingu og skipulega glæpastarfsemi. Grunur leiki á um að mafían hafi komið nærri útboðum á opinberum framkvæmdum. Um mikið fé gæti verið að ræða en á síðustu árum hafa búlgörsk stjórnvöld fengið hundruð milljarða króna í styrki frá ESB, auk þess sem hundruð milljarða munu að óbreyttu renna til landbúnaðarins næstu árin. Umræða um spillingu í búlgarska stjórnkerfinu er ekki ný af nálinni. Dómskerfi landsins hefur legið und- ir ámæli fyrir að starfa ekki sem skyldi og láta ógert að fylgja eftir málum þar sem mafían kemur við sögu. Af þeim hundruðum morða sem framin hafa verið í landinu á undanförnum árum, mörg hver á al- mannafæri um hábjartan dag, hafa sárafá verið upplýst að fullu. Stjórnvöld í Sofíu eru meðvituð um þau neikvæðu áhrif sem umræða um spillingu hefur haft á ímynd landsins og hafa af þeim sökum ráð- ið almannatengslafyrirtæki til að bæta ímyndina út á við. Sú viðleitni gæti hrokkið heldur skammt snúi þau ekki blaðinu við.  ESB endurskoðar fjárframlög til uppbyggingar í Búlgaríu  Ástæðan grunur um stuld og að féð renni svo til mafíunnar Styrkirnir frystir BORGARALEGA klæddir lögreglu- menn í Maryland-ríki í Bandaríkjun- um skráðu sig í þrenn samtök, þ. á m. í samtök friðarsinna, til að njósna um fundi þeirra og skoðanir. Dagblaðið The Washington Times fjallaði um málið á vefsíðu sinni í gær, en þar sagði að lögregluþjón- arnir hefðu blandað sér í raðir frið- arsinna og tveggja hópa sem berjast gegn dauðarefsingum og sent skýrslur um þá til njósnastofnana. Njósnirnar fóru fram á tímabilinu mars 2005 til maí 2006 og notuðust lögreglumennirnir við fölsk nöfn til að vekja ekki grunsemdir. Upp komst um umfang njósnanna vegna lögsóknar samtakanna Amer- ican Civil Rights Union, ACLU, en nöfn fólksins og upplýsingar um það voru færðar inn í gagnagrunn um grunaða hryðjuverkamenn og meinta eiturlyfjasmyglara. David Rocah, lögfræðingur ACLU, sagði lögregluyfirvöld í rík- inu hafa brotið lög með því að koma að gerð gagnagrunns um stjórn- málaskoðanir einstaklinga. „Þetta á ekki að geta gerst í Bandaríkjunum,“ sagði Rocah ómyrkur í máli. baldura@mbl.is Njósnuðu um friðar- sinna Bandarískar löggur villa á sér heimildir AÐEINS tíu til tuttugu prósent bilana í flugvélum eru tilkynnt um leið og þau koma upp. Í rannsókn sem gerð var meðal flugmanna sem fljúga til og frá Bretlandseyj- um kom í ljós að 80 til 90 prósent bilana á borð við leka á hemlavökva og lækkaðan þrýsting í farþegarými eru aðeins tilkynnt þegar flugvélin er komin til Bretlands eða þegar öll- um flugferðum dagsins er lokið. Flugfélögin tapa peningum og tíma í hvert sinn sem þarf að stöðva vélar eða snúa þeim við þegar eitthvað bil- ar. Frank Taylor, sem rannsakar flugslys, segir að fjármál séu svo of- arlega í forgangsröðinni að mögulegt sé að flugfélögin leiði hluti hjá sér sem alls ekki ætti að hunsa. Að sögn flugvirkja bilar eitthvað í einni af hverjum tuttugu flugferðum. Sumar tegundir bilana þarf ekki að lagfæra umsvifalaust. Oft þurfi þó að gera sérstakar ráðstafanir, og það sé ómögulegt ef ekki hefur verið til- kynnt um ástand flugvélarinnar. Eitt mannskæðasta flugslys síðari tíma, þegar Boeing-vél flugfélagsins Helios brotlenti utan í fjallshlíð í Grikklandi og 121 fórst, er rakið til þess að flugmennirnir hafi ekki til- kynnt bilun í loftræstibúnaðinum sem varð til þess að allir um borð misstu meðvitund. sigrunhlin@mbl.is Flugmenn hunsa vél- arbilanir Dýfa B17-vél dýfir sér yfir Skotlandi. Bilanir aðeins til- kynntar þegar hentar EKKI einungis unglingar í rifnum buxum sækja innblástur til rokkar- anna í Metallica. Ítalskur munkur, bróðir Cesar af Capuchin-reglu öðl- aðist uppljómun þegar hann fór á tón- leika Metallica fyrir 15 árum. Nú er hann þungarokksöngvari og gaf á dögunum út aðra plötu sína, Misteri. Tenging rokktónlistar við djöfulinn angrar ekki hinn fróma guðsmann og hann nýtur þess að um- gangast ungt fólk. Rödd hans er gróf og textarnir berorðir en skynsamleg- ir. Einn þeirra fjallar um hvernig áfengi ylji hjartanu, en óhóf valdi lifr- arskemmdum. sigrunhlin@mbl.is Metalmunk- ur snýr aftur KANADÍSKIR humarvinir reyna nú að telja eigendur fiskbúðar í New Brunswick-héraði á að frelsa risa- stórt krabbadýr sem er talið vera meira en einnar aldar gamalt. Dýrið sem er 10 kíló og heitir Big Dee-Dee var fangað fyrr í mánuðinum og verður líklega sett á uppboð inn- an skamms. Yfir þúsund ferðamenn koma daglega til að berja humarinn augum „Helm- ingurinn vill halda veislu og éta hann en hinn helmingurinn vill frelsa hann,“ sagði eigandi fiskmarkaðarins. Tilboð upp á 3.500 Bandaríkjadali barst frá konu í Ontario í gær. Hún vildi greiða 3.500 Bandaríkjadali fyrir að hann yrði frelsaður. jmv@mbl.is Frelsið humarinn! GLÆPAGENGIN sem grunur leikur á að vinni náið með spilltum búlg- örskum embættis- mönnum víla ekkert fyrir sér. Landið er eitt hið fátækasta í Evrópu- sambandinu og þótt hagvöxtur hafi verið góður undanfarin ár lif- ir stór hluti íbúanna, alls hátt í átta milljónir manna, undir fátækar- mörkum. Margir draga fram lífið, staðreynd sem minnt var á fyrir tveimur árum þegar ítalska lög- reglan upprætti glæpahring sem gerði út börn fátækra foreldra í Búlgaríu til hvers kyns þjófnaðar og vændis í stórborgum Evrópu. Á annað hundrað börn voru frels- uð í aðgerðinni, þar á meðal þrett- án ára gömul stúlka sem komin var átta mánuði á leið. Börnin eru líka ódýrt vinnuafl og á myndinni hér til hliðar má sjá ungan pilt sem hefst við í yfirgefnu vatnsröri, skammt frá þar sem hann starfaði á spænskri vínekru. Þessi dæmi eru hluti af stærri heild sem varðar hið mikla svigrúm sem glæpa- klíkur hafa haft til aukinna umsvifa í fyrrum Sovétlýðveld- unum eftir að Sovét- ríkin liðu undir lok. Stjórnkerfið var veikt og víða hafa mansal og önnur óhæfuverk blómstrað í frjóum jarðvegi ör- birgðar, samhliða því sem leitast hefur verið við að innleiða mark- aðsbúskap. Oft hefur minna borið á umræðu um þennan harmleik en já- kvæðri umfjöllun um stigvaxandi hagvaxtartölur hin síðari ár. Má meðal annars rekja umfang mansals í Búlgaríu til þess að karl- ar, konur og börn eru flutt um land- ið frá nágrannaríkjum, á borð við Moldóvu og Armeníu, og áfram til ríkari Evrópuríkja, svo sem Frakk- lands, Austurríkis og Noregs. Mala gull á örbirgðinni Vinnumaður á vínekru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.