Morgunblaðið - 19.07.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.07.2008, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jósafat Arn-grímsson fædd- ist á Mýrum í Dýrafirði 12. maí, 1933. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu í Dublin á Írlandi sunnudaginn 13. júlí síðastliðinn. Jósafat var sonur hjónanna Arngríms Friðriks Bjarnason- ar, f. 1.10. 1886, d. 17.9. 1962 og Ástu Eggertzdóttur Fjeldsted, f. 16.12. 1900, d. 21.3. 1986. Hann ólst upp á barn- mörgu heimili foreldra sinna á Hafnarstræti 11 á Ísafirði. Systk- in hans samfeðra voru 7 og Arn- grímur og Ásta eignuðust 11 börn. 26.12. 1953 giftist Jósafat Guð- rúnu Júlíu Valgeirsdóttur, fv. verslunareiganda, f. 17.12. 1933. Þau skildu eftir 25 ára hjóna- band. Börn þeirra eru: 1) Arn- hildur Ásta húsmóðir og fyrrver- andi flugfreyja, f. 10.12. 1954, gift Wichert Jan van Aalderink viðskiptafræðingi, f. í Hollandi 26.4. 1963. Tvíburar þeirra eru Eline Júlía og Joël Ríkharður, f. 3.12. 1996. Þau eru búsett í Hol- (Tilly) O’Reily húsmóðir, f. í Dublin á Írlandi 23.6. 1947, d. 30.12. 2007. Tvíburasynir þeirra, f. 23.11. 1978, eru: Philip Antony viðskiptafræðingur, kvæntur Shao Wey, f. í Kína 17.10. 1978, dætur þeirra eru Sophia Wang, f. 18.1. 2005 og Fiona Wang, f. 21.11. 2007, þau búa í Kína, og David John viðskiptafræðingur, búsettur í London. Jósafat lauk prófi frá Sam- vinnuskóla Íslands. Hann kenndi einn vetur í Vélstjóraskóla Ísa- fjarðar. Vann á Keflavíkurflug- velli hjá Metcalf Hamilton and co. Rak fasteignasölu í Keflavík. Jósafat stundaði verslunarrekst- ur, stofnaði Plastgerð Suður- nesja, Flugfélagið Þór, Prent- smiðju Suðurnesja, setti upp fyrstu lágvöruverðsverslun á Suðurnesjum og rak verslunina Kyndil h.f. meðal annars. Hann var formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins í Gullbringu– og Kjósarsýslu, landsforseti Junior Chamber og var einn af stofn- endum Lions í Njarðvík. Síðast liðin 30 ár var hann búsettur á Írlandi og stundaði alþjóðavið- skipti. Útför Jósafats fer fram frá St. Canices Church í Dublin í dag og hefst athöfnin klukkan 11. landi. 2) Valgeir Vé- steinn listamaður, f. 16.11. 1956. Hann á Guðrúnu Yeatzin, f. 4.4. 1994 og Gunnar, f. 20.1. 1996, með fyrri konu sinni, Cit- lali B. Medina San- son, f. 22.7. 1965. Með Yolanda Lopez, f. 21.8. 1976, á hann Davíð Gabriel, f. 11.3. 2000 og Dag- mar Maria, f. 27.9. 2004. Þau eru búsett í Mexíkó. 3) Rík- harður Mar nálastungulæknir, f. 23.7. 1959. Með fyrri konu sinni, Söndru J. Svavarsdóttur, f. 7.6. 1961, á hann Rúnar Bjarka, f. 16.8. 1978 og Svavar Inga, f. 27.6. 1982. Hann er kvæntur Ju- dith Penrod hjúkrunarfræðingi, f. í Bandaríkjunum 26.6. 1966, og eiga þau Adam Emil, f. 9.8. 2002. Þau eru búsett í Reykjavík. 4) Ómar Örn skrúðgarðyrkju- meistari, f. 22.11. 1960, kvæntur Hörpu Guðmundsdóttur við- skiptafræðingi, f. 29.5. 1963). Sonur hennar er Andri Hjartar- son, f. 29.4. 1986. Dóttir þeirra er Dagmar, f. 25.2. 1995. Þau eru búsett í Kaupmannahöfn. Síðar giftist Jósafat Mathilda Fyrir mánuði vorum við á ferða- lagi út í Skálavík að sjá æskuslóðir ömmu Ástu. Við nutum verstfirsku sólarinnar og drukkum ferskt vatn úr bæjarlæknum. Við gengum um Skálavíkina og þú sagðir: „Þetta er eins og endir heimsins,“ en þegar Wichert Jan benti á að þetta væri þá líka eins og byrjun heimsins, fannst þér það vel að orði komist. Þarna byrjaði hluti af þínu lífi og þú varst kominn til að kveðja. Þegar þú sagðir okkur að þú vildir koma til Íslands eftir 29 ára fjarveru túlkaði ég það sem svo að þú vildir fá frið í sálina. Líta yfir farinn veg og ná sátum við sjálfan þig og þinn Guð. Fyrir mig var það mjög heilandi. Ég er svo þakklát að við Wichert Jan fórum með þér til Ísafjarðar. Hví- líkar móttökur, sólin skein og hvar sem við komum tók fólk okkur opn- um örmum. Pabbi var gáfaður, frjálsþenkj- andi maður. Hann þorði að brjótast út úr kassanum, vera öðruvísi. Það kallaði fram sterkar tilfinningar og viðbrögð hjá öðrum. Hann var ýmist dáður eða lastaður, virtur eða öfund- aður. Margir Íslendingar höfðu skoðun á honum, jafnvel þeir sem höfðu aldrei hitt hann. Það tók mig oft sárt að sjá hamaganginn í fólki. Hann sjálfur hélt sínu striki, var trúr sjálfum sér. Hann trúði á til- gang lífs síns og áframhald tilver- unnar. Jarðneskan skóla sem var stundum erfiður, en aldrei bugandi. Hann var stórhuga frumkvöðull. Á tímum gjaldeyris- og innflutnings- hafta stofnaði hann verslun og var með innflutning. Gaf út bækur. Stofnaði flugfélagið Þór og flutti út ferskan fisk. Það væri of langt mál að telja upp allt sem hann kom ná- lægt. Félagsstörf voru pabba mikilvæg. Sem ungur maður gekk hann í Sjálf- stæðisflokkinn. Síðar tók hann þátt í Lions og var landsforseti Junior Chamber. Hann þótti hnyttinn ræðumaður. Heimsmaður var pabbi. Hann hafði ferðast um flest lönd Evrópu, víða í Afríku og Bandaríkj- unum. Það voru ekki margir Íslend- ingar sem höfðu ferðast til Íraks, Tyrklands, Hawaii og Surinam milli 1960 og ’70. Honum var boðið í Hvíta húsið til að vera við innsetningarat- höfn Kennedys forseta. Pabbi hafði gaman af orðum og las íslenskar og enskar orðabækur sér til skemmtunar og leiðrétti þær og bætti. Hann hóf sjálfsnám í kín- versku þegar Philip hálfbróðir flutti til Kína á sl. ári. Pabbi hafði áætlað að fara þangað í september. Áhuga sinn á Íslandi missti pabbi aldrei. Hann sagði oft að á uppvaxtarárum sínum á Ísafirði hefði hann fundið fyrir kristindómi í verki. Þar svalt enginn, hversu harðir sem veturnir voru, samhjálpin var alltaf til staðar. Þegar foreldrar mínir voru með verslunina Kyndil sendi hann gjafir um jólin til þeirra sem höfðu það erf- itt fjárhagslega eða höfðu misst fyr- irvinnuna. Faðir minn var glæsilegur maður, sem hélt sér vel. Honum varð að ósk sinni, að fá að fara fljótt. Ég hafði talað við hann í síma nokkrum klst. áður en hann dó. Hann var jákvæður og fullur áhuga um okkur börnin sín og afkomendur okkar. Hann sagði alltaf: „Ég lifi áfram í ykkur.“ Arnhildur Ásta Jósafatsdóttir- van Aalderink. Pabbi minn var alveg einstakur maður, hann flutti að heiman 16 ára gamall og vann alla sína tíð. Þegar ég ólst upp man ég ekki eftir honum öðruvísi en að vera að vinna. Hann ferðaðist mikið um jörðina okkar og fær nú að ferðast á aðrar slóðir. Hann minntist oft á það að við lifum í afkomendum okkar og mun hann ávallt eiga sinn stað í mínu hjarta. Hann var svo ánægður eftir ferð- ina sína til Íslands í síðasta mánuði og talaði ekki um annað en þær góðu stundir sem við áttum samann. Þótt að hann hafi verið mjög hress vissi ég að hann var að kveðja okkur þeg- ar við ræddum saman um dauðann og andlát konu hans. Hann var sátt- ur við líf sitt og tilbúinn að kveðja þennan heim. Hann mun ávallt veita mér þann andlegan styrk sem ég þarf til að taka næsta skrefið. Ríkharður Mar Jósafatsson Fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við minnumst pabba var nær- vera hans. Hann bar alltaf af, virð- ingafullur, heimsborgari. Ávallt óað- finnanlega klæddur og mjög vel máli farinn. Það var auðvelt að gleyma að enskan var ekki móðurmál hans. Hann hélt uppi skemmtilegum sam- ræðum og var sannur herramaður. Hann var hafsjór fróðleiks, gang- andi fjölfræði- og orðabók. Það var hægt að spyrja pabba um hvað sem var: seinni heimsstyrjöldina, ópíum- stríðin í Kína o.s.frv., hann hafði allt- af áhugaverðar upplýsingar og skoð- anir til að miðla okkur. Það var frábært að geta komist í viskubrunn hans. það mótaði okkur öll, börnin hans til að vera frjálsþenkjandi og hleypidómalaus. Það er ekki hægt að segja um pabba að hann væri latur eða af- slappaður. Satt að segja var hann sennilegast óþolinmóðasti maður í heiminum. Allir sem hafa keyrt með honum hafa orðið vitni af því. Mamma fann líka fyrir óþolinmæð- inni ef hún var of lengi að búa sig. En þetta var hluti af persónuleika hans. Hann hafði alltaf markmið, vildi vera upptekinn og hafa nóg um að hugsa og halda huganum frjóum. Hann var viljasterkur og það smit- aði frá sér í allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var algjör vinnu- þjarkur og kenndi okkur öllum að þú færð ekkert gefið upp í hendurnar. Þegar maður fellur frá er ósjaldan að hann vilji skilja eitthvað eftir sig. Hvað getur verið betra en að skilja eftir sig 6 frábær börn og barnabörn sín. Pabbi var mjög stoltur að vera alþjóðlegur afi, eins og hann nefndi sjálfan sig. Hann var stoltur af því sem hann hafði áorkað um ævina en tíu sinnum stoltari af afrekum barna sinna og barnabarna. Það eru ekki margir sem geta sagt að fjölskylda þeirra búi um allan heim. Frá Mexíkó til Kína, Bandaríkjunum, Ís- landi, Danmörku til Hollands. Við höfum áorkað ýmsu í lífi okkar og við erum þess fullviss að orka hans mun fylgja okkur í framtíðinni eins og óbeisluð orka náttúru föð- urlands hans, Íslands. David og Philip, Írlandi. Jósafat Arngrímsson og ég vorum á ferðalagi í afskekktum hluta Mongólíu fyrir 2 árum. Þar sáum við svæði með litlum steinum. Þegar við spurðum þarlendann ferðafélaga okkar hvers vegna þessir steinar væru þarna var svarið: þetta er til að minnast fólksins sem er ekki lengur hérna, þau eru nú á öðrum stað. Þetta svar snerti Jósafat mjög. Nú er Jósafat ekki lengur hér. Hann trúði því staðfastlega að lífið héldi áfram á öðrum stað. Að hluti af honum lifði áfram í börnum hans og barnabörnum. Í byrjun júní 2008 sneri Jósafat aftur heim til Íslands eftir 29 ára fjarveru. Eiginkona mín, dóttir hans Ásta og ég fylgdum Jósafat á ferð hans um Vestfirði. Hann heimsótti gamla spítalann á Ísafirði, nú nýja bókasafnið. Hann spurðist fyrir um bækur föður síns Arngríms Fr. Bjarnasonar. Þegar bókasafnsfræð- ingurinn tjáði honum að gömlu bæk- urnar væru lesnar og notaðar til heimildaöflunar varð hann einstak- lega ánægður, að fólkið á Ísafirði nyti þeirra. Hann spurði síðan um Prins Valiant-bækurnar. Bækur sem hann hafði einu sinni þýtt fyrir unga Íslendinga. Þessar bækur var líka að finna í þessu glæsilega bóka- safni. Í þessari ferð sinni heimsótti Jósafat æskustöðvar og sagði okkur sögur af fólki, atburðum og stöðum sem skiptu hann máli. Hann bauð okkur upp á Napóleonskökur í Gamla bakaríinu, hvergi í heiminum betri. Þegar við keyrðum út í Skálavík hlustuðum við á geisladisk breska óperusöngvarans Paul Potts. Eitt lagana var „Time to say goodbye“. Í þessari seinustu ferð til Íslands kvaddi Jósafat æskustöðvar sínar, foreldra sína í kirkjugarðinum og þá sem höfðu skipt hann mestu máli í lífinu, naut sjávarrétta og þess að drekka ískalt malt og tæra íslenska fjallavatnið sem hafði gefið honum ómælda orku. Jósafat Arngrímsson var góð- hjartaður, vel lesinn og víðförull maður með frumlegar hugmyndir og styrk, með sterkt ímyndunarafl og mikla frelsisþörf. Líf hans var lit- skrúðugt og ævintýralegt. Con te partiro! Wichert Jan van Aalderink, Hollandi. Við Jósafat hittumst fjórum sinn- um í fjórum mismunandi löndum á þeim sextán árum sem eru liðin frá því við Ómar byrjuðum saman. Það þýðir þó ekki að lítið samband hafi verið, því hann hringdi á næstum því hverjum sunnudegi um fjögurleytið og var nánast hægt að stilla klukk- una eftir því. Hann fylgdist þannig vel með sínum vaxandi afkomenda- hópi, sem býr í þremur heimsálfum og 6 löndum. Það var alltaf gaman að hitta Jósafat, hann var margfróð- ur og þreyttist aldrei á að afla sér nýrrar vitneskju. Einnig sagði hann skemmtilega frá og endaði oft sögur sínar með því að vitna í spakmæli eða vísu. Fyrir nokkrum árum heimsóttum við hann og Tilly í Dublin. Þar kom vel í ljós gestrisni og gjafmildi þeirra beggja og lýsandi dæmi er þegar farið var með Dagmar í stóra leikfangaverslun. Henni var sagt að hún mætti velja sér það sem hún vildi. Hún tók sér smá tíma í það og valdi svo. Þá sagði afi hennar: „Veldu meira“. Hún valdi aftur og sagan endurtók sig. Þetta endaði þannig að ég yggldi mig framan í dóttur mína, um að nú væri nóg komið. Þá var hún komin með stóran stafla af dóti, og alsæl á svipinn. Þegar afi hennar var að borga, kom Tilly svo hlaupandi með meira. Svo mikið er víst, að Dagmar mun aldrei gleyma þessari búðarferð. Það var okkur öllum mikið áfall þegar Tilly lést í desember síðast- liðnum, rétt rúmlega sextug. Eftir það var eins og Jósafat ákvæði að nú væri kominn tími til að ganga frá þeim málum sem honum fundust óafgreidd, eins og að fara til Íslands til að sjá landið sitt aftur. Við fórum til Íslands til að taka þátt í upplifun hans þar og hittist öll fjölskyldan saman eina kvöldstund. Nú er hann svo búinn að kveðja í síðasta sinn og ég er sannfærð um að hann hefur dáið sáttur við sinn Guð og menn. Harpa. Látinn er í Dyflinni Jósafat Arn- grímsson föðurbróðir minn. Við hitt- umst síðast heima hjá honum um jól- in 2006, þar sem við Helgi sonur minn áttum með Jósafat gjöfular og minnisstæðar stundir. Hann kynnti okkur fyrir David og Philip og sagði stoltur að David væri Guðmundur bróðir hans endurborinn og Philip væri Arngrímur faðir hans. Tilly var amman og ástríka eiginkonan – kannski var hún sá klettur sem Jós- afat þekkti Ástu móður sína í, þá stórmerku konu. Það var ekki fyrr en ég frétti að Jósafat væri allur, að mér var sagt að Tilly hefði fyrir skemmstu farið heim á undan honum. Einnig að Jós- afat hefði komið heim til Íslands um daginn, farið vestur á bernskustöðv- arnar og kvatt, þótt hann hafi líklega ekki vitað að hann var að kveðja. Ég minnist manns sem gerði hlut- ina á sinn hátt og tók ágjöfinni, sömuleiðis á sinn hátt. Ég minnist manns sem gagnvart syni mínum tók hlutverk sitt sem tengilið við föð- urfjölskyldu mína alvarlega, en líka á sinn alveg einstaka hátt. Eftir að ísinn var brotinn og búið að biðjast afsökunar á nafni drengsins og útliti mínu, var leiðin greið. Ég minnist manns sem ég er stolt af því að tengjast og fegin að hafa náð að kynnast. Við Helgi kveðjum þig, Jósafat, þökkum þér fyrir dagana í Dyflinni og fyrir að veita okkur inn- sýn í hug og hjarta mannsins sem eftir að hann var orðinn útlagi, setti bræðrum sínum stefnu í Skírisskógi. Í hvert sinn sem þú minntist á bróð- ur þinn, Gumma hvíta, komstu við. Þér var mikið í mun að segja Helga að Guðmundur hefði verið sérfræð- ingur í Shakespeare, svo ég kveð þig með orðum jöfursins: Vertu umfram allt sjálfum þér trúr; því fylgir eins og nóttu dagur nýr, að þú munt aldrei svíkja nokkra sál. Þórdís Bachmann. Jósafat Arngrímsson Afi, þú ert fínn. Það var gam- an að fara í dótabúðina með þér í Dublin. Ég elska þig. Adam Emil. HINSTA KVEÐJA Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Við þökkum af alhug allar vinar- og samúðar- kveðjur vegna andláts elsku móður okkar, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR frá Skagaströnd. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar fyrir frábæra umönnun, hlýhug og virðingu. Sigríður Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson, Soffía Unnur Björnsdóttir, Birna, Tryggvi, Halla og Kristbjörn Helgabörn, Steingerður, Hildur, Pétur og Arnar Þór Ólafsbörn. ✝ Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru ÓLAFAR G. TRAUSTADÓTTUR GERSTACKER, Round Rock, Texas. Lee R. Gerstacker, Agnes Sigurðardóttir, Ástríður Traustadóttir, Óskar Már Ásmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.