Morgunblaðið - 19.07.2008, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 35
Magnþóra Jakob-
ína Þórarinsdóttir,
móðursystir mín, var kvenskörung-
ur og bar nafn sitt með rentu. Hún
var ekki aðeins dugleg og kröftug
heldur líka fróð, ræðin og
skemmtileg.
Með barnsaugum sá ég Diddu,
eins og hún var oftast kölluð, fyrst
og fremst sem systur móður minn-
ar og sívinnandi móður frænd-
systkina minna.
Henni fannst gott að vinna á
nóttunni þegar börnin hennar níu,
og stundum líka systrabörn úr
Njarðvíkum, voru öll sofnuð eða
áttu að vera það. Þá þreif hún,
þvoði þvotta og bakaði. Ef maður
gat ekki sofið þá var gott að geta
gengið að henni inni í eldhúsi, horft
á hana vinna og átt við hana nokk-
ur orð áður en maður stakk sér aft-
ur upp í rúm. Í minningunni voru
rúmfötin hálfköld enda alltaf ný-
komin af snúrunni.
Þegar ég varð eldri sá ég hana í
víðara samhengi. Hún var sterk
kona með ákveðnar skoðanir. Hún
var einnig full af lífsorku og áhuga
og mjög minnug. Ef maður vildi
forvitnast um eitthvað sem sneri að
ættfræði, þá kom maður ekki að
tómum kofanum hjá Diddu. Inn í
frásagnir hennar fléttuðust manna-
og bæjarnöfn því almenn þekking
Magnþóra
Þórarinsdóttir
✝ Magnþóra Jak-obína Þórarins-
dóttir fæddist á
Húsatóftum í
Gerðahreppi í Gull-
bringusýslu 16.
mars 1926. Hún lést
á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja 11.
júlí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Útskála-
kirkju 17. júlí.
hennar og ekki síst
landafræðiþekking
var umtalsverð. Hið
sama var uppi á ten-
ingnum þegar hún
byrjaði að ferðast er-
lendis. Þá var hún
fljót að kynna sér
staðhætti og leggja
heiti helstu kennileita
á minnið.
Eftir að eiginmaður
hennar, ferðafélagi og
besti vinur, Guðberg-
ur Ingólfsson dó,
hægðist ekkert á
Diddu. Hún hélt áfram að ferðast
og vera virk í eigin lífi og lífi ann-
arra. Fyrir utan fjölmargar minn-
ingar um Diddu og Begga frá
barnsárum mínum eru mér nokkur
nýliðin atvik sérstaklega minnis-
stæð. Fyrir rúmlega áratug á leið-
inni niður hlíðar Snæfellsjökuls í
snjótroðara fræddi Didda mig um
æskuár föður míns á Snæfellsnesi.
Hún vissi á hvaða bæ hann hefði
verið í fóstri, hve lengi hann hafði
dvalið þar, hvað fósturforeldrar
hans hétu og þar fram eftir götum.
Þetta voru kærkomnar upplýsing-
ar því fátt af þessu vissi ég.
Nokkrum árum síðar á siglingu
um Hvalfjörðinn í afmæli systur
minnar sagði Didda okkur á ljóslif-
andi hátt frá því þegar hún, ásamt
föður sínum og bróður, vann á
litlum báti við að flytja vörur og
menn úr herskipum sem lágu við
festar í Hvalfirðinum í herstöðina í
Hvalfirði. Hún hló mikið þegar hún
rifjaði upp að þegar þau fluttu her-
menn þá sendi afi hana alltaf niður
í lúkar til að koma í veg fyrir að
hún umgengist þá. Frásagnargáfa
Diddu var aðeins einn af mörgum
góðum eiginleikum hennar.
Ég var svo lánsöm að heimsækja
Diddu nýlega. Þá eins og alltaf
geislaði af henni lífskraftur og
brennandi áhugi á öllu og öllum.
Fráfall hennar kom mér því í opna
skjöldu því ég hélt hún ætti enn
innistæðu hjá þeim sem öllu ræð-
ur.
Ég votta fjölskyldunni samúð.
Hulda Karen Daníelsdóttir.
Amma var hávaxin glæsileg
kona og vel klædd. Hún var lífs-
glöð, átti auðvelt með að blanda
geði við aðra og oft stutt í dillandi
hláturinn. Hún var yndisleg, og
sýndi fólkinu sínu umhyggju og al-
úð. Afkomendur hennar eru orðnir
margir en þrátt fyrir það lagði hún
sig alla tíð fram um að muna eftir
afmælisdögum sem og merkisdög-
um í lífi hvers og eins. Hún hafði
unun af að ferðast, innanlands sem
utan og það var gaman og fróðlegt
að ræða við hana um hina ýmsu
staði, því hún sagði vel frá og
þekkti fjarlæg lönd eins og lófann
á sér.
Það var oft gestkvæmt hjá
ömmu og afa, en hann lést fyrir 13
árum. Á kvöldin var oft gott að
skreppa í kaffi til þeirra, þar voru
þá oftar en ekki aðrir úr fjölskyld-
unni og margt skrafað. Þessi siður
lagðist síður en svo af eftir að
amma var orðin ein og hún tók vel
á móti sínum. Ég fluttist síðar í
burtu en á milli þess sem við hitt-
umst töluðumst við við í síma.
Margoft hringdi amma og kvartaði
í spaugsömum tón yfir því að ég
væri lítið heima, því hún væri búin
að reyna að ná í mig lengi. Þar var
ömmu vel lýst því hún gerði sér far
um að fylgjast vel með. Hún var
ótrúlega ráðagóð og hægt að leita
til hennar með allt milli himins og
jarðar, enda alið upp 9 börn og því
ýmsu kunnug.
Amma var mér mikils virði og ég
er þakklát fyrir óteljandi samveru-
stundirnar. Hún var og verður
sterk og góð fyrirmynd afkomenda
sinna. Blessuð sé minning þessarar
miklu konu sem lét ætíð gott af sér
leiða.
Ída og fjölskylda.
PÓLVERJINN Andrej Misiuga
vann Hjörvar Stein Grétarsson í
toppuppgjöri annarrar umferðar á
Fiskmarkaðsmótinu sem Taflfélagið
Hellir stendur fyrir. Hjörvar hafði
jafntefli í hendi sér en teygði sig of
langt og tapaði. Tíu skákmenn taka
þátt í þessu móti sem er sett upp til
að gefa möguleika á titiláföngum og
verður ekki betur séð en að þeir
möguleikar séu fyrir hendi. Magnús
Örn Úlfarsson er sem stendur efstur
íslensku skákmannanna með 1½
vinning en þeir Björn Þorfinnsson,
Hjörvar Steinn og Róbert Lagerm-
an eru með 1 vinning.
Þessir fjórir eru líklegir til afreka
ef þeir halda vel á spöðunum. Þannig
hefur Róbert Lagerman bætt sig
verulega undanfarið og hefur greini-
lega náð styrkleika alþjóðlegs meist-
ara þó að lokaáfanganum sé enn ekki
náð. Hann lagði finnska stórmeist-
arann Heikki Westerinen laglega að
velli í 2. umferð:
Fiskmarkaðsmótið 2008:
Heikki – Westerinen – Robert
Lagerman
Spænski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3
d5 8. dxe5 Be6 9. Be3 Be7 10. Rbd2
0-0
Opna afbrigðið er aðalvörn
Róberts gegn kóngspeðinu svo halda
mætti að Heikki hefði eitthvað fram
að færa, 9. Be3 fyrirfinnst í skák
Kasparovs gegn Jusupov á gömlu
sovésku meistaramóti en en sú upp-
skiptahrina sem nú hefst er hvít ekki
hagstæð.
11. Rxe4 dxe4 12. Bxe6 fxe6 13.
Rd2 Dd5!?
Áður hefur verið leikið
13. … Rxe5 en þessi heldur spennu í
stöðunni.
14. Dg4 Rxe5 15. Dxe4 Had8 16.
Dxd5?
Gott dæmi um léleg uppskipti. Nú
hrifsar Róbert til sín frumkvæðið.
Betri leikur var t.d. 16. b3 og halda
þannig valdi á c4 reitnum.
16. … exd5 17. Rb3 Rc4 18. Bc5
Hfe8 19. Hfe1 Bf6!
Sjá stöðumynd
Eftir þennan einfalda leik verður
stöðu hvíts vart bjargað. Róbert tefl-
ir skínandi vel allt til loka.
20. Rd4 Rxb2 21. Rc6 Ha8 22. Be7
Bc3 23. He3 d4 24. Hg3 Kf7 25. bb4
Bxb4 26. Rxb4 c5 27. Rd5 He2 28.
Hf3+ Kg8 29. Hc1 Hae8 30. g3 c4
31. Rf4 He1+ 32. Hxe1 Hxe1+ 33.
Kg2 d3!
Ryður c–peðinu braut.
34. cxd3 c3 35. He3 Hxe3 36. fxe3
c2 37. Re2 Rxd3 38. Kf3 b4
– og hvítur gafst upp.
Magnús Carlssen byrjar á
skákhátíðinni í Biel í dag
Ein þekktasta reglulega skákhá-
tíðin í Biel hefst í dag og er athyglin
svo sem venja er öll á efsta flokknum
þar sem skærasta stjarna skák-
heimsins, norski stórmeistarinn
Magnús Carlsen er meðal þátttak-
enda. Hann sigraði glæsilega á dög-
unum á Aerosvit-mótinu í Úkraínu
og verður fróðlegt að fylgjast með
honum nú en keppendur eru allir
ungir að árum.
Sex skákmenn munu tefla tvöfalda
umferð en þeir eru samkvæmt stiga-
röð:
1. Magnús Carlsen (Noregi)
2. Lenier Dominguez (Kúbu)
3. Evgenij Alekseev (Rússlandi)
4. Etienne Bacrot (Frakklandi)
5. Alexander Onitsjúk (Bandaríkjunum)
6. Yannick Pelletier (Sviss).
Teflt upp á titiláfanga
SKÁK
Húsakynni Skákskóla Íslands
Fiskmarkaðsmót Hellis
17.-26. júlí 2006
Nýr heimsmeistari í skák-hnefaleikum
Fyrir nokkru lauk sérkennilegum bardaga í Berlín er Rússinn Nikolaj
Sazin (t.v. á báðum myndunum) sigraði Þjóðverjann Frank Stoldt í
keppni í léttþungavigt í því sem kallað er skák-hnefaleikar. Keppendur
skiptust á að tefla og berja hvor á öðrum og hafði Rússinn betur eftir
mikla baráttu. Þeir voru báðir með tæp 2.000 Elo-stig sem myndi skipa
þeim á bekk með 150 bestu skákmönnum hér á landi.
Nokkrir af frægustu hnefaleikamönnum í þungavigt eru ágætir skák-
menn. Lennox Lewis hefur löngum verið talinn einn besti skákmaðurinn
meðal þeirra frægu en einnig má nefna úkraínsku bræðurna Vladimir
og Vitalyi Klitschko en sá síðarnefndi getur státað af 92% hlutfalli rot-
högga á ferli sínum sem er það hæsta meðal hnefaleikakappa í þunga-
vigt.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Unna frænka verð-
ur jarðsungin í dag, 14
júlí, eftir langa og erf-
iða sjúkravist. Þegar
ég, bróðursonur
Unnu, lít til baka til þess tíma sem
við áttum saman, var það því miður
stuttur tími frá því ég fer að muna
eftir mér og fram til þess að ég fer al-
farinn af heiman og fer erlendis.
Mínar fyrstu bernskuminningar eru
jólaboðin sem Unna hélt fyrir fjöl-
skyldu okkar. Fyrst í Drápuhlíðinni
og svo í Stóragerðinu, þar sem hún
hélt heimili fyrir afa og ömmu,
Magnús Bergsson og Pálínu Guð-
mundsdóttir. En þau höfðu brugðið
búi og flutt til Reykjavíkur. Það að
Unna hélt heimili fyrir foreldra sína
segir mikla sögu um Unnu. Að ein af
fyrstu bernskuminningunum mínum
voru jólaboðin hjá Unnu er ekki
óeðlilegt. Unna var frábær kokkur
og rausnarleg, já, það voru alltaf
mjög myndarleg jólaboðinn í Stóra-
gerðinu og ég, alyngsti strákurinn í
fjölskyldunni lét ekki eftir mitt
liggja þegar ég fékk smá stríðnisskot
um „hvort ég væri nú örugglega
saddur?“ Unna var líka mjög „flink í
höndunum“ sem ég naut góðs af í
uppvextinum. Það var gott að eiga að
frænku sem vann á saumastofu og
kunni vel til verka.
Ég fór svo til Noregs til náms upp
úr tvítugu og ætlaði að vera þar í tvö
ár. Reyndar eru þau orðin 33 og af
eðlilegum ástæðum náðum við ekki
Björg Unnur
Magnúsdóttir
✝ Björg UnnurMagnúsdóttir
fæddist í Selparti í
Flóahreppi 24. júní
1921. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 3. júlí síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Garðakirkju 14. júlí.
að þróa sambandið
annað en að halda því
við í stuttum heim-
sóknum okkar til Ís-
lands. Þó svo það væru
stutt innlitin, þá var
alltaf sérlega gott að
koma til Unnu. Hún
vissi vel um alla okkar
hagi. Hún hafði alltaf
eitthvað gott upp á að
bjóða og svo kom
spurningin eins og
alltaf með smá kímni,
– „hvort við værum nú
örugglega södd?“ Síð-
ustu ellefu árin hefur Unna háð bar-
áttu við Alzheimer-sjúkdóminn. Við
systkinin, bróðurbörn Unnu, erum
hennar nánustu ættingjar. Það hefur
því mætt á systkinum mínum hér
heima, Bernharði, Margréti og
Kristjáni, að hlúa að Unnu í sjúk-
dómsbaráttu hennar og er ég þeim
mjög þakklátur. Það hefur svo fallið í
hlut Kristjáns bróður og konu hans,
Margrétar Hjaltadóttur, að bera
þungann af umönnun Unnu frænku.
Fyrstu árin að hlúa að henni á heim-
ili hennar í það að veita henni þjón-
ustu og standa að fullu við bakið á
henni á þessum erfiðu árum. Ég vil
þakka þeim fyrir þeirra óeigingjarna
þátt, fyrir allt sem þau hafa gert til
að létta undir með Unnu og þá
hvatningu sem þau gáfu henni með
því að fylgja henni fast eftir á erf-
iðum tíma.
Unna hefur á ferli sínum sem Alz-
heimer-sjúklingur notið einstakrar
umönnunar, fyrst í Hlíðabæ, svo í
Foldabæ og svo síðasta og lengsta
tímabilið í Skógabæ. Ég vil færa, frá
fjölskyldu minni, einlæga þökk fyrir
frábæra þjónustu og hlýhug henni til
handa.
Hvíl í friði, kæra frænka
Þórhallur Guðmundsson
og fjölskyldan í Noregi.