Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 2
Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is FRANSKUR ferðamaður á fimm- tugsaldri getur þakkað fyrir að ekki fór verr þegar bifreið sem hann ók lenti út í Jökulsá á Dal um kvöldmatarleytið í gær. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í krappri beygju við brú við bæinn Brú á Jökuldal, með þeim afleiðingum að bifreiðin féll um átta metra niður að vatnsborð- inu og sökk síðan sex til átta metra ofan í hyl. Maðurinn var einn á ferð og náði að brjóta sér leið út úr bílnum og synda að syllu undir brúnni. Þar beið hann þar til hjón sem áttu leið hjá tóku eftir fljótandi bakpokum í ánni. Þegar þau stöns- uðu heyrðu þau hjálparkall manns- ins undan brúnni og komu þau honum á bæinn Brú. Þaðan var hann fluttur til Egilsstaða. Að sögn vakthafandi læknis var líðan hans bærileg eftir atvikum, en hann var orðinn nokkuð kaldur eftir sundsprettinn í ánni. Lögregla kom fljótt á staðinn auk björgunarmanna og hjálpaði fólk sem átti leið um til við að ná farangrinum sem flaut niður ána. Aðstæður á slysstað voru góðar en ekkert sást í bílinn í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöð- um verður að öllum líkindum reynt að ná honum upp í dag. Heyrðu hjálparkall mannsins undan brúnni  Franskur ferðamaður bjargaðist þegar bíll hans lenti í Jökulsá á Dal  Sökk ofan í sex til átta metra djúpan hyl                                           2 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Meðal námsefnis: • Mannleg samskipti. • Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum. • Mismunandi trúarbrögð. • Saga landsins, menning og listir. • Frumbyggjar og saga staðarins. • Þjóðlegir siðir og hefðir. • Leiðsögutækni og ræðumennska. Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan. Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund. Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson, Pétur Björnsson, Jóhanna Kristjónsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Sigurður A. Magnússon, Magnús Björnsson, Pétur Óli Pétursson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Bjarni Karlsson. Fararstjórn erlendis Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is TVEIR menn réðust á karlmann í Lækjargötu í Reykjavík um klukkan fimm aðfaranótt sunnudags. Fórnar- lambið var stungið í hálsinn með brotinni glerflösku. Mikið blæddi úr hálsi mannsins og var í fyrstu óttast að meiðslin væru alvarleg. Var hann fluttur á slysa- deild til aðhlynningar. Betur fór en á horfðist og var hann útskrifaður af sjúkrahúsi í gærmorgun. Lögregla hefur tekið skýrslu af fórnarlamb- inu, en að sögn hennar liggja nánari tildrög ekki fyrir. andresth@mbl.is Stunginn í hálsinn TVEIR ungir menn gerðu sér að leik að henda glerflöskum í átt að sak- lausu fólki sem beið eftir leigubif- reiðum í Fógetagarðinum í Reykja- vík. Atvikið átti sér stað um sjöleytið á sunnudagsmorgun. Karlmaður sneri sér að mönnun- um og reyndi að fá þá til að hætta flöskukastinu. Að launum var hann sleginn í andlitið og hlaut hann sprungna vör. Árásarmennirnir voru handteknir í kjölfarið en sleppt að lokinni skýrslutöku. andresth@mbl.is Hentu flösk- um að biðröð FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is VERÐ á hrávörum, líkt og korni, ol- íu, sykri og hveiti, er farið að lækka nokkuð hratt á heimsmarkaði. Útlit er fyrir að þessar lækkanir skili sér fljótlega inn í matvælaverð og munu Íslendingar þá væntanlega njóta góðs af því. Lækkanirnar eru þó háðar því að íslenska krónan haldist frekar stöðug en hún hefur fallið um 40% síðan um áramótin. Krónan veigamikill þáttur Að sögn Marteins Magnússonar, markaðsstjóra heildsölunnar Egg- erts Kristjánssonar hf., ættu lækk- anirnar á hrávöruverði á heims- markaði að skila sér hratt í matvælaverð og er ekki langt að bíða þar til lækkana verður vart hér á landi. Hins vegar séu margir þættir sem ákvarða matvælaverð og þó hrávöruverð sé veigamikill þáttur skipti máli að olía haldi áfram að lækka þar sem hún vegur þungt í flutnings- og framleiðslukostnaði. Þá hafi það líka mikla þýðingu hvernig íslenska krónan hagar sér á næstunni. Veikist gengi hennar á sama tíma og lækkanirnar verða er- lendis mun verðið lítið breytast hér- lendis þar sem veikingin beinlínis gleypir mismuninn. Því sé heldur erfitt að segja til um áhrifin sem lækkunin mun hafa hér á landi. Lækkun á olíu- og hveitiverði Spurður hvernig standi á þessum lækkunum á hrávöruverði segir Marteinn ýmsar kenningar vera í gangi. Sú algengasta er að þegar illa gekk á hlutabréfamarkaðnum fóru fjárfestar að snúa sér að hrávöru- markaðnum og sprengdu upp verð- ið. Þeir hafa þó nú í auknum mæli snúið sér að öðru þar sem lækkandi olíuverð skilar sér í lækkandi hrá- vöruverði, svo sem á korni og soja- baunum þar sem olían er stór kostn- aðarliður í framleiðslunni. Þá hefur hveitiuppskeran verið góð og það þýðir aukið framboð og verðlækkun en hveiti stýrir að stórum hluta verði á öðrum kornvörum. Gott í verðbólgubaráttunni Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir ljóst að gangi verðbólgan, sem hefur verið bæði á olíu- og matvælamörkuðum undanfarin misseri, til baka megi vænta þess þegar líður á haustið að verð á matvöru lækki hér á landi. Gætu lækkanirnar hjálpað til í bar- áttunni gegn verðbólgu þar sem hluti af aukinni verðbólgu hér á landi hefur stýrst af verðhækkunum á þessum vörum. Gylfi segir ljóst að haldist krónan stöðug myndist gott svigrúm fyrir matvælalækkanir en sökum ójafn- vægis á fjármálamörkuðum sé hún veikari en ella. Mikilvægt sé nú að ríkisstjórnin nái tökum á peninga- málastefnu landsins. Reuters Verðlækkanir í augsýn  Verð á hrávörum hefur lækkað með lækkandi olíuverði  Ætti að skila sér inn á íslenskan matvælamarkað með haustinu  Veltur þó verulega á stöðu krónunnar Í HNOTSKURN »Lækkun á hrávörum er-lendis mun líklega skila sér í lækkuðu matvælaverði hérlendis í haust. »Afar miklu máli skiptir þóað krónan haldist stöðug en veiking hennar gæti komið í veg fyrir verðlækkanir. »Lækkanir hjálpa til í bar-áttunni gegn verðbólgu þar sem hækkanir á mat- vælum hafa átt stóran þátt í aukinni verðbólgu hérlendis. LÆKKUN á hrávöruverði mun ekki aðeins skila sér í lægra verði matvæla fyrir mannfólkið heldur einnig í ódýrari kjarnfóðurblöndum fyrir nautgripi. Að sögn Baldurs Helga Benjamínssonar, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, hefur hveiti og maís lækk- að í verði en það er ein aðaluppistaðan í kjarnfóðri. Verð á heimsmarkaði er byrjað að lækka og má vænta verðlækkana á kjarnfóðri með haustinu. Aðspurður segir hann lækkanirnar ekki munu hafa áhrif á verð á nautakjöti en gætu hins vegar haft áhrif á mjólkurverð. Þar sé opinber verðlagning í gangi, öf- ugt við frjálsa verðlagningu á nautakjöti, og taki hún m.a. mið af þróun á verði aðfanga. Lækki aðfangaverð lækkar mjólk- urverð en afar ósennilegt þykir að verðlækkun á kjarnfóðri vegi upp á móti öðrum aðfangahækkunum sem hafa orðið undanfarin misseri. Verðlækkanir á kjarnfóðri Baldur Helgi Benjamínsson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stóð 16 ára ungling að ofsaakstri eftir Strandgötu í Hafnarfirði klukk- an hálftvö í gærdag. Unglingurinn ók fjórhjóli sínu á 101 km hraða, en leyfilegur hámarkshraði á götunni er 50 km. Er lögregla hugðist stöðva öku- manninn reyndi hann að komast undan með því að taka skarpa beygju inn á göngustíg. Svo illa vildi til að við beygjuna féll félagi hans af hjólinu og slasaðist. Ökumaðurinn lét það þó ekki á sig fá heldur hélt för sinni áfram og stakk lögreglu af. Farþeginn var aftur á móti sendur með sjúkrabíl til aðhlynningar á spít- ala. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Lögregla hafði uppi á öku- manninum og handtók hann síðdegis í gær. Er málið rannsakað sem um- ferðarlagabrot og almannahættu- brot. andresth@mbl.is Ökuníð- ingur á fjórhjóli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.