Morgunblaðið - 11.08.2008, Page 8

Morgunblaðið - 11.08.2008, Page 8
8 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ VAFALÍTIÐ eru merkilegustu ummerki jarðskjálftanna í maí í norðurhluta Hvera- gerðis þar sem nýtt hverasvæði hefur mynd- aðist í kjölfar skjálftans. Hverirnir hafa feng- ið hljómmikil nöfn, s.s. Leirgerður, Skjálfti, Hrifla og fleiri. Angi af svæðinu hefur teygt sig inn í nálægan garð hjá hjónunum Sabine Sandholdt og Úlfi Óskarssyni, sem búa á Fíf- ilbrekku í starfsmannabústað Garðyrkjuskóla ríkisins. Þótt Sabine sé mátulega hrifin af nálægð hveranna, upp á öryggi sonarins Sindra að gera, tók hún sig samt til og fór að baka hverabrauð. Sabine tók fyrst eftir breytingum skömmu eftir skjálftann þegar hún sá hvar gufa var farin að þrýstast upp úr göngustíg rétt hjá húsinu. „Síðan færðist gufusvæðið sífellt nær húsinu,“ segir hún og nú er svo komið að hverasvæðið er í um 20 skrefa fjarlægð frá húsinu. „Við Sindri reyndum fyrst að sjóða egg í hvernum og í framhaldinu kviknaði hugmynd um að baka brauð. Maðurinn minn tók sér skóflu í hönd og gróf holu í heitan jarðveginn og ég aflaði mér upplýsinga um hverabakstur og hóf baksturinn.“ Það tekur um 12 tíma að baka eitt brauð og er það skorið niður í búta og sett á sölu- borð skammt frá hvernum þar sem ferða- menn geta keypt nýbakað hverabrauðið og skilið pening eftir í bauk. „Fyrst tók það átta tíma að baka hvert brauð en mér sýnist nú að holan sé að kólna þannig að bökunartíminn hefur lengst upp í 12 tíma.“ Eins og að framan gat finnst Sabine hver- irnir of nálægt íbúðarhúsinu og ekki síst er hún uggandi yfir því hvort þeir taki upp á að færa sig enn nær. „Fyrir um tveim vikum kom eftirskjálfti upp á rúmlega þrjá á Rich- ter og þá fórum við strax út til að athuga hvort hverirnir hefðu jafnvel færst enn nær húsinu,“ segir hún. Þeir héldu sig á mottunni í það skiptið. Leirgerður og Hrifla ný í bænum Morgunblaðið/Frikki Hver í bakgarði Sabine Sandholdt vaknaði einn morguninn með nýjan hver nánast í bakgarðinum. Hann hefur komið að góðum notum. Í HINUM fimm ára gamla matsölustað Kjöt&kúnst, sem rekið er af hjónunum Ólafi Inga Reynissyni og Önnu Maríu Eyjólfs- dóttur, fór allt á hvolf í skjálftanum, en starfs- fólkið einhenti sér í að koma öllu í samt lag. Þetta kostaði mikla vinnu en gekk mjög hratt fyrir sig. „Þrýstingurinn á að opna fyrirtækið daginn eftir var svo mikill að það var útilokað að láta það bíða,“ segir Ólafur. „Starfsfólkið bretti upp ermarnar og vann fram á nótt og við fengum líka hjálp frá vinum og ætt- ingjum.“ Þörfin fyrir þjónustuna var mikil, á annað hundrað manns kom í mat strax daginn eftir skjálftann, fjöldinn allur af björgunarsveit- armönnum og heimafólki sem gat ekki eldað heima hjá sér vegna skemmda. „Það var því mjög mikilvægt að hafa einhverja þjónustu í boði. Og það fóru allir í gírinn þegar þeir sáu að fyrirtækin í bænum voru harðákveðin í að koma sér í gang svo fljótt sem auðið varð,“ segir hann. „Maður hafði ekki mikinn tíma til að upplifa áfallið vegna skjálftans þar sem allur tíminn fór í að hreinsa til og koma húsinu í stand. Síð- an þegar maður kom heim til sín og sá íbúðar- húsið í jafnvel verra ástandi en vinnustaðinn fékk maður annað áfall. Þar var allt í rúst svo manni var ekki annað fært en að fara á skón- um upp í hjónarúmið. Við ákváðum að geyma tiltektirnar því við höfðum fengið alveg meira en nóg þann daginn og fórum beint að sofa.“ Löggan á leið í mat Þeim hjónum var þó ekki ætlað að gefa sér tíma fyrir endurreisn heimilisins því strax morguninn eftir hringdi lögreglan á Selfossi í leit að mat fyrir 30 manns. Þörfin fyrir þjón- ustu var með öðrum orðum svo aðkallandi að ekki þýddi annað en að setja hana í forgang og bíða með persónuleg mál. Og það var ekki fyrr en viku síðar að sjálft áfallið vegna skjálftans fór að gera vart við sig, segir Ólafur. Fyrstu vikuna var hann einfaldlega of önnum kafinn til að hafa svigrúm til að upplifa hið andlega áfall. Hann segir einkenni þess hafa komið fram í því að nótt eina var hann andvaka og á hann leituðu alls kyns hugsanir um hvernig hann hefði brugðist við ef starfsfólkið hans hefði slasast eða jafnvel farist í skjálftanum. Segist hann hafa fundið fyrir hinum dæmi- gerðu áfallaeinkennum á borð við þreytu og slen auk þess sem kveikiþráðurinn í honum var fremur stuttur á þessu tímabili. En burtséð frá þessu er sumarið 2008 búið að vera albesta sumar fyrir viðskiptin á Kjöt&kúnst og svo mun vera um flesta ef ekki alla rekstraraðila í Hveragerði. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þakka það skjálftanum en kannski höfðu þessir atburðir þau áhrif að fólk var meira á ferðinni hér en áður, bendir hann á. „Mér heyrist vera jákvætt hljóðið í þeim sem eru með rekstur hér og þeir eru til- tölulega sáttir við útkomu sumarsins.“ Í Lyfju í Hveragerði segist starfsfólkið merkja meiri umferð fólks í bænum og í versluninni hefur verið mjög mikið að gera í sumar. Þau slá því ekki föstu en nefna það sem hugsanlega ástæðu að ummerki skjálftans hafi dregið fólk að. „Starfsfólkið bretti upp ermarnar“ Í samt horf Ólafur Ingi Reynisson veitingamaður fann fyrir áfallaeinkennum eftir skjálftann. Í BÆJARRÁÐI Hveragerðisbæjar voru á fimmtudag samþykktar leiðbeiningar fyrir starfsmenn bæjarins um viðbrögð við nátt- úruhamförum. Aldís Hafsteinsdóttir bæj- arstjóri segir að í kjölfar skjálftans hafi þessi vinna verið sett af stað til að starfs- menn sveitarfélagsins hefðu nákvæma gát- lista til að fylgja í kjölfar náttúruhamfara og annarra áfalla. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur nú skoðað um 80 hús í sveitarfélaginu en eitt hús þarf að rífa auk þess sem um 10 eru þó- nokkuð skemmd og þurfa nánari skoðun. „Það má segja að hús hér hafi staðið vel af sér skjálftann og það eitt og sér er gæða- stimpill á þau,“ segir Aldís. „En það eru tals- verðar skemmdir á nokkrum húsum og tvær fjölskyldur eru nú búsettar annars staðar vegna þess að þær geta ekki verið í húsum sínum.“ Starfshópur frá Viðlagatryggingu vinnur að úttekt á húsum en verkið er tímafrekt að sögn Aldísar og segist hún merkja óþreyju meðal fólks. „Nú þegar fer að líða að hausti vill fólk fara að sjá hlutina ganga hraðar en við hvetjum alla til að sýna þolinmæði.“ Aldís segir að í heildina hafi Hver- gerðingar verið mjög fljótir að ná áttum eft- ir skjálftann. „Ég var afar stolt af bæjar- búum fyrir yfirvegun þeirra og dugnað. Það hófst gríðarlegt átak strax eftir skjálftann svo að veitingastaðirnir og fyrirtækin voru opnuð mjög fljótt, mörg hver strax daginn eftir skjálftann,“ segir hún. „Við ákváðum að sækja fram og láta eng- an bilbug á okkur finna. Það hefur verið ráð- ist í mikil umhverfisverkefni og öllum ber saman um að bærinn sé mjög fallegur. Komur ferðamanna hafa aukist umtalsvert í sumar og við hikum ekki við að segja að Hveragerði sé besti bærinn á landinu.“ Gæðastimpill á húsin Bæjarstjóri Aldís Hafsteinsdóttir er stolt af bæjarbúum fyrir yfirvegun og dugnað. Bæjarlífið í Hveragerði er að komast í samt horf eftir jarðskjálftana sem skóku Suðurland 29. maí sl. Skjálftarnir eru þó öllum í fersku minni. Enn hafa nokkrar fjölskyldur ekki getað flutt inn í hús sem skemmdust og aðrar óttast að hverasvæðið teygi sig nær byggðinni. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Friðrik Tryggvason heimsóttu Hveragerði – tíu vikum eftir skjálfta. Hveragerði tíu vikum eftir jarðskjálftana AÐSÓKN að Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði hefur minnkað um 20% vegna ótta sem skapaðist í kjölfar stóra jarðskjálftans í maí. Hefur fólk sem átti pantað pláss á HNLFÍ veigrað sér við að mæta og afpantað af þeim sökum. Ólafur Sigurðsson framkvæmda- stjóri HNLFÍ segist nokkuð undrandi á þessu því í raun sé ástæðulaust með öllu að óttast jarðskjálfta lengur. Hveragerði sé að hans mati þvert á móti einn öruggasti stað- urinn á stóru svæði sunnanlands. „Það er mjög ólíklegt að það komi jarðskjálfti hér næstu áratugina, þannig að fólk ætti ekki að hafa áhyggjur,“ segir hann. „Við erum nokkuð undrandi á því að Íslendingar, eins kjarkaðir og þeir eru og vanir jarð- skjálftum, skuli hræðast að koma hingað.“ Enn eru þó biðlistar eftir dvöl á HNLFÍ og starfsemin hefur aldrei verið í meiri blóma en nú að sögn Ólafs. Nú dvelja um 100 manns innan veggja HNLFÍ en Ólafur segir að vanalega sé fjöldinn 120. „Við erum síður en svo að kvarta,“ tekur hann fram. Fælingarmáttur jarðskjálftanna virðist eigi að síður staðreynd – nokkuð sem Ólafur bjóst alls ekki við. „En það er alveg ástæðulaust að óttast. Hveragerði er ekkert hættusvæði og það er aðalatriðið.“ „Fólk ætti ekki að hafa áhyggjur“ Heilsustofnun Ólafur Sigurðsson undrast samdrátt í aðsókn eftir skjálftana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.