Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 17
Stýrivextir eru þeir vextir sem stjórnvöld nota til að reyna að hafa áhrif á vextina á lánamarkaðinum. Hér á landi eru stýrivextirnir þeir vextir sem Seðlabanki Íslands ákveður af lánum sem bankar geta fengið til skamms tíma hjá Seðla- bankanum. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti hækka bankar því vexti á lánum sínum til fyrirtækja og almennings. Með þessu er Seðla- bankinn að reyna að hafa áhrif á of- þenslu eða verðbólgu í þjóðfélaginu, því þannig gerir hann peninga dýr- ari svo fólk og fyrirtæki dragi sem mest úr lántöku en spari í staðinn. Viðskiptajöfnuður er mismun- urinn á útflutningi á vöru og þjón- ustu og innflutningi. Ef innflutning- urinn er meiri en útflutningurinn er talað um viðskiptahalla. Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi skuldabréfs (þ.e. sá sem skuldar) geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn kemur sem álag ofan á vexti skuldabréfs og er hann almennt tal- inn vera einn besti mælikvarðinn á þau kjör sem bönkum bjóðast á al- þjóðlegum skuldabréfamörkuðum. liljath@mbl.is is þrátt fyrir að húsið væri gler- laust, hleralaust og opið. Það eina sem við höfðum áhyggjur af var rottan sem bjó með okkur en þegar við spurðumst fyrir um hvernig við gætum losað okkur við hana feng- um við þau svör að rottur væru heilagar og bæru góða anda inn á heimilið. Við létum okkur því hafa það að búa með rottu, eðlum og risaköngulóm en það vandist fljótt.“ Úr hópferð í einkaþjálfun Svo heilluð urðu Guðbjörg Ósk og Daníel af eyjunni að þau skipu- lögðu hópferð til Balí frá Íslandi. „Við skipulögðum heilsu- og lúx- usferð sem samanstóð af sjö daga heilsudagskrá þar sem farið var yf- ir mataræði, labbað var á fjöll og farið í jóga á hverjum degi auk þess sem við kynntum menningu og lífsstíl Balíbúa. Síðan var farið í þrjá daga á lúxushótel og slappað af,“ segir Daníel. Í upphafi segir Guðbjörg að 14 manns hafi skráð sig í ferðina en með versnandi efnahagsástandi á Íslandi í vor hefði þátttakendum fækkað jafnt og þétt. „Að lokum komu ein hjón,“ segir Guðbjörg hlæjandi en segist þó þakklát að þau skyldu hafa komið. „Hjónin voru í einkaþjálfun hjá okkur allan tímann og við feng- um að rúlla skipulagðri dagskránni í gegn. Það gekk ljómandi vel og við höfum nú ákveðið að hafa aðra ferð næsta vor.“ Guðbjörg Ósk og Daníel ætla ennfremur að bjóða erlendum ferðamönnum upp á sambærilegar ferðir til Íslands. „Ísland er svo mikil paradís, landið býr yfir svo mikilli fegurð og orku. Á Balí lærð- um við hvernig hægt er að setja upp heilsunámskeið. Við viljum laða erlenda ferðamenn til Íslands í heilsuferðir þar sem ferðamenn myndu læra um næringu, hreyf- ingu, hugarfar í íslensku umhverfi,“ segir Daníel sem segir að með ferðunum fælust tækifæri fyrir orku Íslands að njóta sín án stór- iðju. „Með því að bjóða Íslend- ingum til Balí og erlendum ferða- mönnum til Íslands skapast skemmtileg hringrás,“ segir Guð- björg Ósk. Dans Í bænum Amed voru stúlkur að æfa dans fyrir Ocho ocho-daginn. Friðsælt Daníel við styttu af stórum Garuda-fugli. Á fílsbaki Guðbjörg Ósk og Daníel fá far hjá elskuleg- um fíl sem vinkaði myndavélinni góðlátlega. http://osk.is/ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 17 Guðbjörg Ósk og Daníel segjast hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá samvitund og samhjálp Balíbúa enda leggja eyj- arskeggjar mikið upp úr að hjálpa þeim sem minna mega sín. „Þeir sem starfa í iðnaði á borð við hús- gagnagerð og skartgripahönnun tengja fyr- irtæki sín oft við hjálpastarf og gefa hluta af sínum ágóða til góðgerðarmála. Við sáum fjöl- margar tegundir og útfærslur af þess háttar starfsemi og hugmyndaflugið virtist enda- laust. Okkur langaði að gera eitthvað þessu líkt.“ Þau ákváðu að láta hanna hálsmen til að selja hérlendis. „Háls- menin eru spíral- laga en spírallinn er tákn um hring- rás lífsins, þroska og eilífðina. Við fengum fjölmarga Balíbúa í samstarf við okkur sem bjuggu til háls- menin og pakkn- ingarnar utan um þau. Okkur fannst gaman að geta veitt Balíbúum störf en selja háls- menin á Íslandi og láta ágóð- ann renna til íslenskra barna sem þurfa á því að halda. Þannig náðum við að styrkja bæði á Balí og á Íslandi,“ segir Guðbjörg Ósk sem selur háls- menin gegnum heimasíðu sína og rennur allur ágóði af þeim til „Einstakra barna“ stuðn- ingsfélags barna með sjald- gæfa sjúkdóma. Spírallinn tákn um hringrás lífsins Úti í hinum stóra heimi eruneytendur sífellt að verðameðvitaðri um neysluhætti sína. Samkvæmt vefriti The New York Times sleppir fjöldi fólks í Bandaríkjunum nú svo til alfarið búðarferðum og kaupir sér í stað þess hlutabréf í bóndabýlum. Fólkið fær afurðirnar sendar beint heim að dyrum og fer jafnvel í heimsókn á bæina til að hjálpa til við rekst- urinn. Steve Trisko var nýlega að reita arfa og höggva tré á bóndabýlinu Erehwon, en hann á hlutabréf í býl- inu. „Ég sá mér hag í því að eiga hlut í bóndabýli og stuðla að sjálf- bærri nýtingu þess,“ sagði Trisko. Um 150 manns eiga hlutabréf í bóndabýlinu og eru því í raun búnir að ráða sér sinn persónulega bónda. Verkefnið er ekki nýtt af nálinni en tilraunir voru gerðar með það í Evrópu og Asíu á níunda áratugi 20. aldar. Á síðustu árum hefur fjöldi bóndabýla sem taka þátt í verkefninu margfaldast og eru þau nú um 1.500 talsins. Hluthafar í Erehwon-býlinu eiga greiðan aðgang að landinu og hafa tryggt sér ákveðna prósentu upp- skerunnar. Fólk fær sent heim bæði ávexti og grænmeti auk þess sem afskorin blóm standa þeim til boða. Hluthafar kjósa margir hverjir að líta við og svitna svolítið á ökrunum en það gera þeir af fúsum og frjáls- um vilja. Steve Trisko segir fjöl- skyldu sína vita að erfiðara sé fyrir bóndann að ná endum saman fái hann enga aðstoð. Þetta fyrirkomulag á rekstri bóndabýla verður til þess að af- koma þeirra er ekki eins háð duttl- ungum markaðarins og veðurguð- anna. Erehwon hóf starfsemi sína með einungis tveimur hluthöfum og náði markmiði sínu, 140 hluthöfum, á síðasta ári. Annað bóndabýli ná- lægt Chicago sendir vörur vikulega til um 1.400 fjölskyldna. Cattleana- búgarðurinn í Wisconsin sendir líf- rænt ræktað kjöt til 55 fjölskyldna og sjö mánaða kjötáskrift kostar um 715 dollara. Þó að hægt sé að taka hænur og kindur í fóstur á Íslandi mætti kannski skoða þessa aðferð líka. Blaðamanni þætti að minnsta kosti gaman að eiga hlut í Búkollu, gróð- urhúsaræktun eða kartöflubýli og fá afurðirnar sendar heim að dyr- um, svo mikið er víst. liljath@mbl.is Hlutur í bóndabýli komi í stað búðarferðarinnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlutafé Hvernig væri að eiga hlut í sauðfé á alíslenskum bóndabæ í stað þess að kaupa kindakjötið nafnlaust úti í næsta stórmarkaði? Í HNOTSKURN »Balí er ein af 17.508 eyjumIndónesíu. Á Balí búa rúm- lega þrjár milljónir manna. »Endurreisn ferðamanna-iðnaðar Balí er hæg en stöðug eftir lágdeyðu í kjölfar hryðjuverkanna 2002 og 2005. »Um 93% eyjarskeggja að-hyllast hindúisma en talið er að elsta tegund hindúisma sé á Balí. Íbúar eru sagðir hafa einangrast í trúnni þegar indónesíska þjóðin tók upp múslimatrú. » Í balískum hindúisma erlögð mikil áhersla á hug- leiðslu og jóga auk þess sem trú á karma er í hávegum höfð. »Hinir yfirveguðu og já-kvæðu eyjarskeggjar hafa heillað jógaunnendur um allan heim og má því segja að Balí sé eins konar jógaparadís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.