Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Morgun-blaðiðsagði frá því í gær að ís- lenzkur þorskur hefði horfið úr hillum sviss- neskra stórmarkaða, nánast eins og hendi væri veifað, eftir áralangt markaðsstarf. Ástæðan er sú að fiskurinn hefur enga vottun um að hann sé veiddur með sjálfbærum hætti. Hilma Sveinsdóttir, sem rekur Ice-co GmbH og hefur byggt upp markaðinn fyrir ís- lenzkan þorsk í Sviss, segir að þessi þróun hafi ekki verið óvænt. Neytendur og stór- markaðakeðjur hafi um árabil viljað fá umhverfisvottaða vöru. Fyrirtækið hafi reynt að þrýsta á íslenzk stjórnvöld og hagsmunaaðila í sjávarútvegi að fá vottun á vöruna, en án árangurs. Svisslendingar taka nú um- hverfisvottaðan þorsk fram yf- ir þann íslenzka, t.d. vöru vott- aða af Sjávarnytjaráðinu (Marine Stewardship Council, MSC) eða kaupa einfaldlega eldisþorsk. Hilma bendir á að miklir hagsmunir séu í húfi. „Og það er ekki góð þróun að á þessum kröfuharða markaði, þar sem greitt er hátt verð, skuli íslenzkur þorskur vera orðinn annars flokks vara.“ Umræður um nauðsyn umhverfisvottunar fyrir ís- lenzkar sjávarafurðir hafa nú staðið í meira en áratug, en slík vottun er enn ekki orðin að veru- leika. Málið hefur tekið alltof langan tíma og getur stefnt íslenzkum hagsmunum í hættu. MSC hefur boðið íslenzkum stjórnvöldum, hagsmuna- aðilum og fyrirtækjum upp á vottun en af samstarfi hefur ekki orðið, ekki sízt vegna tor- tryggni í garð tengsla MSC við umhverfisverndarsamtök. Þess í stað hafa stjórnvöld og hagsmunasamtök viljað búa til séríslenzka umhverfisvottun. Fyrir skömmu kom fram í Morgunblaðinu að norskar út- gerðir væru búnar að semja við MSC um að fá að nota um- hverfismerki ráðsins á ufsa. Þá kom jafnframt fram að ver- ið væri að búa til íslenzkt um- hverfismerki, en það væri ekki tilbúið. Kynna ætti undirbún- ingsvinnuna í október. Hve- nær merkið kemur er óvíst. Ef setja á séríslenzka um- hverfisvottun á sjávarafurðir þarf að hyggja að tvennu. Í fyrsta lagi þarf merkið að njóta sambærilegs trúverð- ugleika meðal neytenda og smásölufyrirtækja og merki MSC. Til þess þarf umfangs- mikla og væntanlega dýra kynningu. Í öðru lagi verður slíkt merki að fara að komast á markað. Annars öðlast keppi- nautar íslenzkra fyrirtækja, til dæmis norskar útgerðir, for- skot. Málið hefur tekið alltof langan tíma}Kemur vottun of seint? Nánara sam-starf for- ystumanna vinnu- markaðarins yrði jákvætt skref úr þeim efnahagsvanda sem Ís- lendingar glíma við. For- sendur fyrir slíku samstarfi eru fyrir hendi eins og kom fram í Morgunblaðinu á laug- ardaginn. Þar tóku þeir Vilhjálmur Egilsson og Ögmundur Jón- asson vel í hugmynd Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra Alþýðu- sambands Íslands, um að menn vinni saman að mögu- legum lausnum. Í þessari umræðu hefur stjórn peningamála verið í brennidepli. Flókið verður að vinna úr þeim vanda og ljóst að engin ein allsherjarlausn er til. Við slíkar aðstæður reynir einmitt á samvinnu manna og þá þarf ekki endilega alltaf ríkisvaldið að koma til. Það hafa forystumenn atvinnu- lífsins sýnt áður þegar blásið hefur á þjóðarskútuna. Eins og við gerð þjóðarsáttarinnar árið 1990 verða menn að læra af reynslunni og meta aðgerðir eft- ir árangri fyrri ára. Biðin eftir erlendri lántöku ríkisins til að styrkja gjaldeyr- isforða Seðlabankans má ekki draga úr mönnum frumkvæðið í þessum efnum. Árni Mathie- sen fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að skilmálar fyrir lántöku séu óviðunandi að sinni. Við slíkar aðstæður sé skynsamlegt að bíða. Það var mikilvægt að fjármálaráð- herra upplýsti um stöðu mála. Gylfi bendir á að lausn vand- ans felist ekki endilega í stórri lántöku ríkissjóðs. Í svipaðan streng tóku bankastjórar Glitnis og Kaupþings í fréttum Sjónvarpsins í síðustu viku. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, sagði að at- vinnulífið ætti líka að byrja á að taka til í sinum eigin garði. Frumkvæði forystumanna vinnumarkaðarins er skref í þá átt. Aðgerðir ríkisvaldsins eru ekki upphaf og endir alls. Ríkisvaldið er ekki upphaf og endir alls}Nánara samstarf L ögreglan gerir athugasemd við störf fullorðins karlmanns, sem þverbrýtur öryggisreglur með því að vinna uppi á þaki húss án þess að vera festur í öryggislínu. Mað- urinn bregst hinn versti við afskiptunum og þegar lögreglan spyr hann að nafni og kenni- tölu neitar hann að veita þær upplýsingar. Og hreykir sér af því í fjölmiðli, þar sem frásögn af atburðinum er sett fram á þann hátt að enginn á að velkjast í vafa um að nú hafi lögreglan farið offari. Enn einu sinni. Lögregluþjónar, sem eru á vakt í Reykjavík að næturlagi um helgar, lenda oft í því að fólk reynir að koma í veg fyrir að þeir geti sinnt störfum sínum. Þeir þurfa að þola háðsglósur og dónaskap og stundum veitist einhver kapp- inn að þeim með höggum og spörkum. Virðingarleysið gagnvart lögreglunni er ekkert einka- mál pirraða verktakans á þakinu eða misdrukkinna ein- staklinga í miðborginni. Það smitar út frá sér og nú er svo komið að hið ólíklegasta fólk sér tilefni til að hæða lögregl- una og spotta. Slíkt virðingarleysi grefur smám saman undan lögreglunni og afleiðingarnar eru ófyrirséðar. Í Morgunblaðinu í gær skrifaði Ómar Smárason grein um lögregluþjóna. „Neikvætt viðhorf fólks gagnvart lög- reglunni veldur mér áhyggjum. Það hlakkar jafnvel í fólki þegar lögregluþjónn gerir mistök sem verða þess valdandi að honum er vísað frá starfi tímabundið, eins og gerðist í frægu atviki sem átti sér stað í verslun 10-11,“ skrifar Óm- ar. Hann bendir á að lögregluþjónar gegni lyk- ilhlutverki í því að gæta öryggis okkar borg- aranna og barna okkar. Við verðum að gæta að viðhorfi okkar gagn- vart lögreglunni. Auðvitað er hún ekki yfir gagnrýni hafin. En sú gagnrýni verður að vera málefnaleg hverju sinni, en ekki ráðast af pirr- ingi misviturra manna. Við höfum aldrei haft vopnað lögreglulið. Nú eru glæpir orðnir harðari en áður og glæpa- hópar vígbúast. Því heyrast þær raddir, að lög- reglan verði að vopnast, ella sé öryggi hennar og borgaranna ógnað. Besta vopnið í fórum lögreglunnar er stuðn- ingur almennings. Flest fullorðið fólk hlýtur að sjá nauðsyn þess að lögreglan geti unnið starf sitt og fylgt eftir þeim reglum sem þjóðfélagið hefur sett sér. Virðingarleysið gagnvart lög- reglunni byrjar kannski í smáu; með dónalegum köllum þegar einhver áflogaseggur er handtekinn í miðborginni. En ef virðingarleysið fær að vaxa og dafna óáreitt, þá missir lögreglan helsta vopn sitt. Lögreglulið, sem ekki nýtur stuðnings almennings, endar áreiðanlega með að búast raunverulegum vopnum. Þeir góðborgarar, sem hreykja sér af því að hafa gert lögreglunni lífið leitt, ættu að leiða hugann að því að þeir eru að grafa undan henni og um leið auka líkurnar á að börn þeirra njóti ekki sömu forréttinda og þeir: Að alast upp í samfélagi þar sem lögreglan á almennan stuðning og þarf ekki að bera vopn við dagleg störf sín. rsv@mbl.is Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Í liði með lögreglunni Soltinn og grimmur björn úr híðinu FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is H vers vegna er Rússum svo mjög í mun að knésetja Georgíu? Ef til vill vilja þeir tryggja að ekki verði neitt af því að vestræn fyrirtæki leggi olíuleiðslu frá Kaspíahafi um landið til að gera Vestur-Evrópu óháða leiðslum um rússneskt land, nokkru norðar. Eða að um er að ræða lið í út- þenslustefnu sem sumir segja að verði af sögulegum ástæðum alltaf eins og partur af pólitísku erfðaefni ráðamanna í Moskvu. Nú eigi að end- urreisa heimsveldið og berja niður óþægasta grannann, öðrum til við- vörunar. Eða allt þetta í senn. Sumir stjórn- málaskýrendur fullyrða að Vest- urveldin geti fáu svarað. Bandaríkja- menn þurfi t.d. svo mikið á Rússum að halda í deilunum við Írana um kjarnorkuvopnatilraunir hinna síð- astnefndu og á fleiri sviðum að þeir geti í reynd ekki gert neitt til að stöðva Rússa. Ef til vill hugðust Georgíumenn koma rússneska birninum að óvörum og leggja Suður-Ossetíu undir sig á svo skömmum tíma að Rússar gætu engu svarað. En Mikhail Saakashvili forseti hlýtur að hafa vitað að staðan væri þröng fyrir Vesturveldin. Ráða- menn í Tbilisi hafa viðurkennt að þeir hafi ekki gert ráð fyrir svo sterkum viðbrögðum í Moskvu. En hvað átti að gera, sætta sig við að Rússland nagaði svæðin tvö af Georgíu? Rússar hafa á síðustu árum gert allt sem í þeirra valdi stendur til að grafa undan einingu Georgíu, kynt undir óstöðugleikanum. Þeir hafa veitt Abkhözum og Suður-Ossetum ríkisborgararétt og stutt þá með pen- ingum, stöðvað öll viðskipti við Georgíu sem missti þannig í einni svipan sinn stærsta markað fyrir ávexti, vín og aðrar mikilvægar út- flutningsvörur. Pútín notaði líka tækifærið og lét skrúfa fyrir gassölu um miðjan vetur. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hindra Georgíu í að ganga í NATO,“ sagði utanrík- isráðherra Rússlands, Sergei Lavr- ov, eitt sinn. Georgíumenn segja að vestrænar þjóðir sofi á verðinum ef þær átti sig ekki á því hve hættulegt Rússland sé orðið. Pútín og menn hans séu af gamla kaldastríðsskólanum, þeir ráði yfir næst-öflugasta vopnabúri heims og hafi nóg fé handa milli vegna hækkandi olíuverðs. Þeir séu stað- ráðnir í að hefna fyrir auðmýkinguna sem Rússar hafi orðið fyrir við upp- lausn Sovétríkjanna. Eitt af nauðsyn- legu skrefunum sé að endurheimta töpuð áhrifasvæði í Kákasus. Friðkaupastefna og München Ef þeim takist að knésetja Georgíu án þess að umheimurinn hreyfi legg eða lið muni eftirleikurinn verða auð- veldur, á sama hátt og Hitler gat far- ið sínu fram í Tékkóslóvakíu eftir að menn reyndu að kaupa frið í Mün- chen 1938. „Þá munuð þið á endanum sjá rússneska skriðdreka á götum allrar Evrópu,“ segir einn af ráða- mönnum Georgíumanna og sparar ekki dramatíkina. Vitað er að forsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum, John McCain, er á því að setja verði Rússum skorður, stefna þeirra sé þess eðlis að hún geti á endanum stefnt heimsfriði í hættu. Og Michael McFaul, Rússlands- sérfræðingur við Stanford-háskóla, sem er meðal ráðgjafa Baracks Obama, tekur undir og segir Pútín og menn hans berjast gegn stækkun NATO vegna þess að þeir séu steypt- ir í mót kalda stríðsins. Þumalputta- regla þeirra sé: „Allt sem við getum gert til að veikja Bandaríkin er gott fyrir Rússland.“ Reuters Liðskönnun Mikhail Saakashvili (t.v.) Georgíuforseti og fleiri ráðamenn ræddu í gær við hermenn í grennd við Tskhinvali, höfuðstað S-Ossetíu. GEORGÍUMENN líta á Rússa sem frumstæða valdafauta, sjálfan erfðaóvininn, en eru sjálfir í augum smáþjóða eins og Abkhaza og Osseta jafn miklir kúgarar. Rússar náðu Kákasus undir sig á 18. og 19. öld, oft með klækjum en víða með dæmalausri hörku, á svipaðan hátt og Bandaríkjamenn beittu gegn indíánum um sama leyti. Georgíu- mönnum hefur löngum sviðið að þeir skyldu, sem kristin smáþjóð, leita skjóls hjá Rússum gegn Írön- um, þar sem íslam var við völd. En Rússar neyttu færis snemma á 19. öld og innlimuðu Georgíu. Og nú finnst Georgíumönnum að annað stórveldi, vinaþjóðin í vestri, sé að bregðast. „Við litum á Bandaríkin sem bandamann og georgískir hermenn hafa látið lífið í Írak til að tryggja öryggi í heiminum. En Vestur- veldin hafa nú sýnt að þeim er sama þótt Rússar ráðist inn í önnur lönd,“ sagði Sandro, háskólanemi í Tbilisi, í gær. „ÞEIM ER SAMA“ ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.