Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 21 MINNINGAR ✝ Magnús Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 26. ágúst 1949. Hann lést á Landspít- alanum 2. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Rafn Ein- arsson eirsmiður, f. 21.9. 1925, d. 8.6. 1995, og Guðný Sig- urrós Sigurðardóttir húsmóðir, f. 24.11. 1928, d. 7.2. 2007. Magnús var elstur sex systkina, hin eru Svanhildur, f. 2.3. 1951, Sigurður Þór, f. 31.12. 1952, Þorvaldur, f. 8.10. 1958, Ingi- björg, f. 13.7. 1960, og Einar Ingv- ar, f. 22.12. 1966. Hinn 3. febrúar 1972 giftist Magnús Þuríði Pétursdóttur, f. 10.11. 1951. Foreldrar hennar eru Pétur Filippusson, f. 20.11. 1926, og Guðjóna Guðjónsdóttir, f. 25.7. 1927. Magnús og Þuríður eign- þeirra síðustu þrjú árin var á Jörfa- bakka 16. Magnús byrjaði ungur á sjó, aðeins 14 ára gamall, sem messagutti og litlu síðar sem annar kokkur á skipum Sambandsins. Ár- ið 1969 var Magnús kokkur á Jóni Finnssyni en hóf nám í Hótel- og veitingaskólanum ári síðar. Sam- fara námi í skólanum var Magnús á námssamningi hjá Óðali og Sælker- anum í Reykjavík. Magnús lauk sveinsprófi í apríl 1974 og meist- araprófi í Stykkishólmi 1984. Á námsárunum starfaði hann á sumr- in sem matsveinn á skipum Eim- skipafélags Íslands. Að námi loknu starfaði Magnús til að byrja með áfram á farskipum en fór fljótlega yfir á skuttogarana, fyrst á Drang- ey SK en í desember 1977 fór hann til Flekkefjörd í Noregi að sækja togarann Ásgeir RE 60. Magnús var lengstan sinn starfsferil á sjó en starfaði líka um árabil á hót- elinu í Stykkishólmi og í Borg- arnesi. Síðustu árin var Magnús matsveinn á sanddæluskipinu Perlu. Magnús verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. uðust þrjú börn, þau eru: 1) Pétur, f. 25.8. 1970. 2) Eva Björk, f. 26.11. 1978, börn hennar eru Aron Bjarki, f. 11.5. 2001, og Anja Sigurrós, f. 20.10. 2007. 3) Guð- jón, f. 15.11. 1985. Magnús bjó fyrstu uppvaxtarár sín í Há- túni 9 í Reykjavík, síðan á Hrísateig og Skálagerði. Hann kynntist eiginkonu sinni Þuríði 1966 og trúlofuðu þau sig ári síðar. Þau bjuggu fyrst um sinn hjá foreldrum Þuríðar á Bugðulæk. Árið 1970 fluttu þau í sína fyrsu íbúð í Gyðu- felli 6 í Breiðholti þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili, sama ár eignuðust þau sitt fyrsta barn. Þau fluttu síðan í Hraunbæ 102h og voru í Stykkishólmi um tveggja ára skeið en lengst áttu þau heima í Heiðnabergi 6 í Reykjavík. Heimili Hann Maggi bróðir er dáinn. Hann lést á Landspítalanum 2. ágúst eftir harða en skamma baráttu við illvígan sjúkdóm. Við Maggi vorum saman til sjós í talsverðan tíma og á nokkrum skipum en þó hvað lengst á togaran- um Ásgeiri Re 60. Mig langar að minnast þess tíma hér í fáum orðum. Það var afskaplega gott að vera á skipi með honum Magga, ekki bara vegna þess hversu frábær kokkur hann var heldur líka vegna þess hvað hann var alltaf einstaklega geðgóður og góður félagi. Ég held að flestum sem hafa verið með Magga á sjó hafi líkað vel við hann og beri honum vel söguna, allir höfðu á honum matarást, annað var ekki hægt. Þá fór hann líka mjög vel með og nýtti allt hráefni vel og hélt því kostnaði í lágmarki, sem er mjög mikilvægt, sérstaklega á fiski- skipum þar sem áhöfnin greiðir fæð- ið. Maggi vann um árabil á veitinga- húsum og hótelum og átti þar vel- gengni að fagna en sjórinn togaði allt- af í hann og var hann því aldrei lengi í landi. Hann var bara einfaldlega gegnheill sjóari og líkaði það best. Við Maggi vorum góðir vinir og átt- um margar góðar stundir saman á sjó sem og í landi sem ég mun geyma í minningunni. Ég mun líka sakna sím- talanna okkar því við töluðum oft saman í síma og héldum góðu sam- bandi þótt stundum væri langt á milli okkar. Far þú í friði minn elsku bróðir og vinur. Elsku Þurý, Pétur, Eva og Guðjón. Megi minningin um góðan dreng vera ykkur sáluhjálp í ykkar miklu sorg. Þorvaldur Guðmundsson. Þú vilt minn faðir vera, þú vilt mig barn þitt gera, minn gæskuríki Guð, að sanna sælu finni mín sál í elsku þinni og verði frjáls og fullkomnuð. (Brynjólfur Jónsson) Ég vel að sjá þig í ljósinu umvafinn kærleika ástvina sem gengnir eru af okkar lífsins braut kæri bróðir. Við sem eftir sitjum og syrgjum er- um djúpt snortin yfir þeim gífurlega baráttuvilja, þrautseigju og dugnaði sem þú sýndir í veikindum þínum. Ábyrgðarkenndin, lífsviljinn og ástin til fjölskyldunnar er trúlega yfirskrift þeirrar baráttu. Þín systir, Ingibjörg. Stóri bróðir minn Magnús lést 2. ágúst á Landspítalanum við Hring- braut, eftir erfið veikindi. Margar eru góðu minningarnar frá æsku okkar í Laugarnesinu. Við bjuggum rétt hjá gömlu sundlaugunum og lærðum snemma að synda, enda vorum við þar næstum daglega. Ekki tók margar mínútur að ganga framhjá fiskverkun Tryggva Ófeigssonar og niður í fjöru. Maggi stundaði þaðan veiðimennsku og kepptist við að koma með heim í soðið, marhnút og kola, sem mest veiddist þar, mömmu ekki alltaf til jafn mikillar ánægju. 1962 flutti fjöl- skyldan í Bústaðahverfið og áttum við þar ánægjuleg unglingsár. Í Réttó var oft mikið fjör. Tvö skólaár eru á milli okkar og vinahópurinn var stór á þess- um tíma. 14 ára tilkynnti Maggi for- eldrum sínum að hann væri búinn að munstra sig hjá Eimskipi sem messa- gutti, og færi eftir þrjá daga í siglingu. Dugnaður hans kom snemma í ljós. Á þessum tíma var ekki hægt að kaupa allt af öllu. Hann keypti sjónvarps- tæki, til að horfa á Keflavíkursjón- varpið frá Vellinum. Yngri systkinin fengu eitthvað í hverri ferð hans frá útlöndum. Þegar hann hafði aldur til keypti hann sér Honda, létthjól sem var nú eitthvað annað en þessar venju- legu skellinöðrur sem brunuðu um bæinn. Eftir siglingar í nokkur ár kom hann í land og lærði matreiðslu hjá Sælkeranum, í Hafnarstrætinu. Mat- reiðslumeistari varð hann nokkrum árum síðar. Mestan hluta eftir það vann hann hjá Eimskipi, Samskipum, Ísbirninum o.fl. útgerðarfélögum. Síð- ustu árinn var hann matsveinn á skip- um Björgunar í Reykjavík. Dugnaður Magga og snyrtimennska var öllum sem honum kynntust augljós. Hann var einstakt ljúfmenni og vildi öllum vel. Hans er nú sárt saknað. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunnur.) Þin systir, Svanhildur. Góður vinur minn Magnús Guð- mundsson er fallinn frá. Það er erfitt að þurfa að kveðja vin sinn svona snemma. Maggi eins og hann var kall- aður barðist eins og hetja, hann ætlaði að sigra sjúkdóminn en því miður fór það á annan veg. Magga kynntist ég í gegnum æskuvinkonu mína Þuríði Pétursdóttur sem tók mér svo vel þeg- ar ég flutti ný í Laugarneshverfið og þekkti engan. Þá kynnti hún mig fyrir vinum sínum og þar á meðal Magga sem varð svo eiginmaður hennar. Við Maggi unnum lengi saman bæði á Sælkeranum og Halta hananum, það var gott að vinna með Magga. Hann var ljúfur og glaður og hafði góðan húmor. Maggi var matreiðslumaður að mennt og galdraði fram glæsilega rétti. Oft hringdi ég í hann og fékk leiðsögn og uppskriftir hjá honum, það var sko ekkert mál. Elsku Maggi, takk fyrir öll árin með þér og fjöldskyldu þinni. Guð veri með þér. Elsku Þyrí, Pétur, Eva, Guðjón og barnabörn, innilegar samúðarkveðjur. Margrét Davíðsdóttir og fjölskylda. Magnús Guðmundsson ✝ Ásgerður Júl-íusdóttir fæddist í Skógargerði við Húsavík 20. júlí 1926. Hún lést á sjúkrahús- inu á Húsavík aðfara- nótt föstudagsins 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Júlíus Sigfússon, bátasmiður á Húsavík, f. 24.5. 1875, d. 6.2. 1941, og kona hans Helga Egg- ertsdóttir, f. 18. sept- ember 1883, d. 30.8. 1941. Ásgerður bjó í Skógargerði til 5 ára aldurs en þá fluttist hún ásamt foreldrum sínum og systk- inum að Brún á Húsavík og bjó þar stærstan hluta ævi sinnar. Ásgerð- ur var yngst 6 systkina. Hin voru: Katrín, húsfreyja á Húsavík, f. 29.1. 1905, d. 19.5. 1997, gift Stef- áni Péturssyni sem er látinn; Krist- ján, trésmiður og verkamaður, f. 25.12. 1905, d. 25.8. 1988, sambýlis- kona hans Bjarnfríður Pálsdóttir sem er látin; Guðrún húsfreyja á Húsavík, f. 6.5. 1913, d. 21.4. 1988, gift Jóhannesi Helgasyni sem er látinn; Sveinn, hafnarverkstjóri á Húsavík, f. 20.2. 1916, d. 28.4. 1969, kvæntur Magneu Ingigerði Guð- Húsavík, kvæntur Huldu Sigríði Ingadóttur. Börn: a) Ólafur Jón, b) Guðrún Björg, c) Ingunn Ólína og d) Ásgerður Heba, 4) Andrés Júl- íus, háskólanemi, búsettur á Bif- röst, f. 13.9. 1960, kvæntur Guð- rúnu Helgu Sigurðardóttur lyfjatækni. Börn: a) Sigurður Brynjar, b) Ríkey og c) Ásgeir Jarl, 5) Rannveig húsfreyja og klæð- skeri í Hvammi í Þistilfirði, f. 9.3. 1962, gift Sigurði Jens Sverrissyni bónda. Börn: a) Margrét Jensína, b) Halldóra Sif, c) Ólafur Aðalsteinn og d) Ásgerður. Afkomendur Ás- gerðar eru nú 46 talsins: 5 börn, 17 barnabörn og 24 barnabarnabörn. Ásgerður naut hefðbundinnar skólagöngu þess tíma en auk þess lærði hún fatasaum á 16. árinu og saumaði síðar allan fatnað á sín börn. Á unglingsárunum vann Ás- gerður í síld og fór eina vertíð í Flatey á Skjálfanda. Ásgerður og Ólafur Jón hófu búskap á æsku- heimili hennar að Brún á Húsavík. Árið 1974 fluttu Ásgerður og Ólaf- ur á Baughól 14 á Húsavík. Árið 1981 missti Ásgerður eiginmann sinn en bjó áfram á Baughólnum nokkur ár, flutti síðan í blokk á Garðarsbraut. Þaðan flutti hún í Miðhvamm, Vallholtsvegi 17 á Húsavík, þar sem hún bjó til síðasta dags. Útför Ásgerðar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. laugsdóttur sem er látin; Rannveig, húsfreyja á Húsa- vík, f. 30.4. 1923, d. 15.12. 1955, gift Jónasi Sigurjóns- syni sem er látinn; einnig tvö til við- bótar sem dóu í æsku, Rannveig (eldri), f. 31.8. 1913, d. 22.10. 1914 og Eggert, f. 17.8. 1917, d. 12.5. 1922. Hinn 29.12. 1946 giftist Ásgerður Ólafi Jóni Aðalsteinssyni sjómanni og hafnarverði á Húsavík, f. 17.6. 1919, d. 18.12. 1981, syni hjónanna Aðalsteins Halldórssonar og Ólínu Guðrúnar Ólafsdóttur frá Sól- heimum á Svalbarðsströnd. Börn: 1) Helga Kristjana, húsfreyja í Krossdal í Kelduhverfi, f. 9.12. 1944, gift Sveini Þórarinssyni land- græðsluverði. Börn þeirra eru a) Ólöf, b) Ingveldur Guðný og c) Þór- arinn. 2) Ólína Eygló, f. 4.5. 1946, búsett á Egilsstöðum, gift Erni Jó- hannssyni (skilin), sambýlismaður Indriði Júlíus Geirsson múrari. Börn: a) Ingólfur Hákon, b) Ás- gerður og c) Esther Guðný, 3) Að- alsteinn, f. 31.3. 1953, sjómaður á Fjölskyldan var helsta áhugamál ömmu Gerðu og fylgdist hún alla tíð vel með afkomendum sínum, hvað þeir voru að sýsla og hvar þeir voru staddir. Hún var mikil hannyrða- og saumakona og útbjó flestar afmælis- og jólagjafir sjálf allt til dauðadags. Hún hélt vel utan um afmælisdaga og sendi börnum og barnabörnum gjarnan glaðning við það tækifæri. Hún var stolt af fólkinu sínu og minnist ég þess hve gaman var að koma til hennar á Hvamm og „lesa“ hillurnar með myndunum og hún sagði frá, alltaf voru nýjar og nýjar myndir og skemmtilegar sögur sem þeim fylgdu. Ég minnist þess einnig þegar ég var sjálf á unglingsárum og fékk að gista hjá afa og ömmu og seinna ömmu, hve þau snerust í kringum mig, afi fór með okkur krakkana í bíltúr niður að höfn, sem var hans líf og yndi, eða út á Bakka og við gengum saman. Þegar til baka var komið beið amma með kræsingar og spilastokkinn gjarnan tilbúinn enda var mjög gaman að spila við hana rommý nú eða vist ef fleiri voru. Ég man ekki eftir mörg- um heimsóknum ömmu Gerðu til mín í Fljótshlíðina öðruvísi en gripið væri í spil og þá jafnvel hringt á næstu bæi eftir fjórða manni ef með þurfti. Eftir að amma komst á efri ár var hún dugleg að taka þátt í félagslífi aldraðra á Húsavík, var virkur vist- spilari og keppti í bocchia eins og herforingi. Í bocchia hampaði hún mörgum bikurum, þar á meðal Ís- landsmeistaratitlinum, og man ég að synir mínir horfðu með lotningu á hilluna með öllum bikurunum. Amma Gerða var ákveðin og þraut- seig kona. Til merkis um það má nefna að þegar afi dó fór hún sjálf að keyra bíl en hafði ekki gert það áður. Henni fannst nauðsynlegt að geta farið um og heimsótt afkom- endurna, það þótti merkilegt í Fljótshlíðinni þegar hún kom ein keyrandi frá Húsavík rúmlega sjö- tug. Við viljum kveðja ömmu Gerðu með þessum spakmælum eftir Paul C. Brownlow: Engan muntu finna blíðari eða betri en móðurina smávöxnu, fíngerðu og þolinmóðu; hvergi hér á jörðu er kærleikur meiri en hennar. Við sendum öllum aðstandendum koss og knús og kveðjur í minning- unni um ömmu. Ingveldur og fjölskylda. Elsku besta amma Gerða, nú hef- ur þú kvatt þennan heim og ert far- in á vit nýrra ævintýra. Ég minnist þess þegar ég var lítil, svona fjög- urra til fimm ára eða svo, þá fórum við Óli bróðir alltaf í pössun til afa og ömmu á hólnum. Það var alltaf gaman og við höfðum ávallt eitthvað fyrir stafni. Mér skilst þó að það hafi ekki alltaf þurft mikið, stundum hafi verið nóg fyrir þig að rétta mér einn gúmmíhanska og þá gat ég set- ið og leikið mér við að snúa honum við aftur og aftur. En skemmtileg- ast var þó að fá lánaða rauðu peys- una þína, silfurskóna, leðurhanska og handtösku. Ég klæddi mig marg- sinnis í þetta og fannst ég vera al- veg svakaleg pæja og alltaf tókuð þið þátt í leiknum með mér, dáðust að dömunni og ég fékk að vera stjarna um stund. Þegar ég fullorðnaðist héldum við áfram að eiga góðar stundir saman og mér fannst alltaf gott að koma í heimsókn til þín amma mín, drekka með þér kaffi, spila og spjalla um daginn og veginn. Ég hef oft hlegið að því að þú bauðst mér kaffi í hvert skipti sem ég kom í heimsókn þótt þú vissir vel að ég drykki það ekki, ég held að þér hafi bara fundist að allt fullorðið fólk ætti að drekka kaffi. Eitt sinn tók ég viðtal við þig og skrifaði heila ritgerð um barn- æsku þína og uppvaxtarár og naut þar með þeirra forréttinda að fá að fræðast um það hvað þú þurftir að leggja á þig, varst til að mynda farin að vinna fullorðinna manna vinnu strax níu ára gömul og misstir for- eldra þína bara 15 ára. Ég verð að viðurkenna að mér er þetta viðtal og þessi ritgerðarsmíð einnig minnis- stæð fyrir þær sakir að þegar ég hafði lokið við að skrifa ritgerðina þá týndi ég henni úr tölvunni, ohh, þessi nútímatækni, ég mátti skrifa ritgerðina alla uppá nýtt eftir minni. Í mínum huga elsku amma varstu þessi litla, sæta kona, með falleg- asta gráa hárið í heiminum, alltaf svo vel til höfð og með allt þitt á hreinu. Ég held að við höfum verið um margt líkar og ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki hringt í hana ömmu mína og heyra þessa einföldu setningu: „Nei ert þetta þú Gudda mín.“ Mér þykir innilega vænt um þá stund sem við áttum saman á Mærudögum heima á Húsavík, bara örfáum dögum áður en ég fékk þær fréttir að þú hefðir lagt í þína hinstu ferð. Ég mun ávallt verða þakklát fyrir að hafa fengið að taka utan um þig og leyfa þér að vita hversu vænt mér þótti um þig. Elsku amma, ég sakna þín sárt en minnist þín með gleði í hjarta, að ei- lífu. Þín, Guðrún Björg. Ásgerður Júlíusdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar og bróðir, PÁLL JÓHANN EINARSSON, flugmaður, andaðist aðfaranótt laugardagsins 2. ágúst á líknardeild Landakots. Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Carolin Einarsson Pálsdóttir, Kristín Einarsson Pálsdóttir, Birgir Davidsen Pálsson, Páll Ástþór Jónsson Pálsson, Stefán (Norman) Mink Pálsson, systkini og afkomendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.