Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 13 ERLENT HERSVEITIR Rússa sóttu í gærkvöldi með landher fram í áttina að borginni Gori í Georgíu. Einnig var haldið áfram árásum úr lofti á herbækistöðvar Georgíumanna og sökkt fallbyssubáti á Svartahafi. Fullyrt er að alls 10.000 rússneskir hermenn, studdir skriðdrekum, fall- byssum og herflugvélum, hafi verið sendir til bæði Suður- Ossetíu og annars uppreisnarhéraðs í Georgíu, Abkhazíu. Héraðið er mun stærra og talsvert fjölmennara en Suð- ur-Ossetía, með um 200 þúsund íbúa. Þjóðverjum tókst í gær að koma á fundi með utanrík- isráðherrum Rússlands og Georgíu en ekki er ljóst hver árangur varð af honum. Georgíumenn ítrekuðu í gær til- boð sitt um vopnahlé og sögðust vera að draga her sinn frá Suður-Ossetíu en Rússar sögðu þær fullyrðingar vera blekkingu. Þess má geta að sums staðar er umdeilt hvar söguleg mörk séu á milli S-Ossetíu og Georgíu. Georgía ræður yfir litlum, afmörkuðum svæðum í báðum hér- uðunum, S-Ossetíu og Abkhazíu, og hafa þar aðsetur hér- aðsstjórnir, hollar henni. En leiðtogi uppreisnarstjórn- arinnar í Abkhazíu segir að herliði uppreisnarmanna sé nú beitt til að hrekja Georgíuherliðið á brott frá svæðinu. Einnig hafa margir Abkhazíumenn farið yfir til Suður- Ossetíu til að aðstoða Osseta þar, auk þess sem hundruð manna frá Norður-Ossetíu hafa einnig fengið vopn í hendur. Ætla þeir að berjast með þjóðbræðrum sínum. N-Ossetía er hérað í Rússlandi og margir S-Ossetar vilja sameinast héraðinu sem er nær tíu sinnum fjölmennara. Óljóst um mannfallið Óljóst er um mannfall í átökunum en talið víst að það hafi verið mikið í umsátri Georgíumanna um höfuðstað S-Ossetíu, Tskhinvali, jafnvel hundruð manna. Rússar, sem segja yfir 2000 hafa fallið, aðallega óbreytta borgara, fullyrða að Georgíumenn hafi reynt að fremja þjóðar- morð á S-Ossetum. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að hann teldi „í reynd útilokað“ að S-Ossetía yrði framvegis hluti af Georgíu. Rússar sækja að Gori  Pútín sakar Georgíumenn um að reyna að fremja þjóðarmorð á Suður-Ossetum  Forsætisráðherrann telur nær útilokað að héraðið verði áfram hluti Georgíu Í HNOTSKURN »Georgíumenn hafa variðmiklu fé til að efla varnir sínar síðustu árin. En Rússar verja um 50 sinnum meira fé til varnarmála. »Vopn sín hafa Georgíu-menn einkum keypt frá Úkraínu. Saka Rússar nú Úkraínumenn um að hafa kynt undir átökum með vopnasöl- unni. »Georgía sendi 2000 mannalið til Íraks en hefur nú kallað það heim. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SUÐUR-Ossetar bíða af sér sprengjustorminn í skýli sem innréttað hefur verið í skólakjallara í Tskhinvali. Um 75.000 manns búa í héraðinu, Ossetar og Georgíumenn, og flestir lifa af frum- stæðum landbúnaði. Þeir hafa líka haft tekjur af tolli á umferð í jarðgöngum milli Rússlands og Georgíu sem liggja um svæðið. En Rússar borga þó megnið af héraðsútgjöldum og hafa veitt þorra Ossetanna rússneskan borgararétt. Skjól fyrir sprengjuregninu Reuters ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA fór í gær fram í Bólivíu um það hvort Evo Morales, forseti landsins, og átta hér- aðsstjórar skyldu láta af embætti. Kannanir hafa bent til þess að forsetinn muni halda velli en tveir eða þrír af hér- aðsstjórunum gætu tapað. Boðað var til atkvæðagreiðsl- unnar til að styrkja stöðu héraðsleiðtoganna en hart hefur verið deilt um tilraunir forsetans til að breyta stjórnarskrá landsins. Hefur jafnvel komið til átaka milli fylkinganna og sumir óttast stríð og klofning ríkisins. Ríkir Bólívíumenn eru margir lítt hrifnir af hug- myndum forsetans sem vill m.a. styrkja stöðu kvenna og fátækra og auka miðstýringu. Þá vill hann skipta upp stór- jörðum og berjast landeigendur hatrammlega gegn því. Margir hafa mótmælt hugmyndum Morales sem á hinn bóginn nýtur mikilla vinsælda meðal indíána. Varð forset- inn nýlega að aflýsa tveimur flugferðum er flugvöllum var lokað með mótmælum. Vinstrisinninn Morales er fyrsti forsetinn í sögu lands- ins sem kemur úr röðum innfæddra indíána en þeir eru meirihluti þjóðarinnar. Eru þeir að jafnaði mun fátækari en þeir sem rekja ættir sínar til Evrópu. Forsetinn hefur gagnrýnt forréttindahópa í landinu er berjist gegn breyt- ingum sem geti grafið undan yfirburðastöðu þeirra. Bólivía liggur hvergi að sjó og er eitt fátækasta land Suður-Ameríku en þar eru miklar olíu- og gaslindir og hef- ur hækkandi heimsmarkaðsverð á afurðunum bætt efna- hag landsins. Lindirnar eru aðallega í austurhéruðunum þar sem auðugasti hluti þjóðarinnar býr og myndi það því verða reiðarslag ef austurhéruðin slitu sig laus. kjon@mbl.is Þjóðaratkvæði sem í reynd snýst um Morales Reuters Vinsæll Morales heilsar stuðningsmönnum eftir að hafa greitt atkvæði í heimaborg sinni í Chapare-héraði. ÞJÓÐIR og þjóðarbrot í Kákasus virðast vera nær óteljandi, svæðið minnir á klútateppi – en undir kraum- ar víða gömul tortryggni og hatur. Margir hafa ráðlagt Georgíu að sætta sig einfaldlega við að Suður-Ossetía og Abkhazía verði annaðhvort sjálf- stæð eða hluti Rússlands. Í eyrum Georgíumanna hljómar þetta eins og að segja að rétt sé að leyfa krókódíln- um, Rússlandi, að éta nokkra útlimi. Ekki sé víst að skepnan láti það nægja. Nær þriðjungur íbúa S-Ossetíu er Georgíumenn, hinir flestir Ossetar. Oft eru engin skýr skil á milli þjóð- arbrota, þannig bjó mikið af Georgíu- mönnum í höfuðstaðnum Tskhinvali. Abkhazar, sem eru margir múslímar og tala nokkur tungumál, rifu sig lausa um svipað leyti og S-Ossetar, upp úr 1990. Þá flúðu um 200 þúsund Georgíumenn frá Abkhazíu, þeir krefjast þess að fá að snúa heim. Hver á hvað? Georgíumenn segja, ef til vill með nokkrum rétti, þótt deila megi enda- laust um sögulegu röksemdirnar, að þeir hafi byggt allt svæðið, ekki bara sjálfa Georgíu heldur líka Abkazíu og Suður-Ossetíu, frá alda öðli, hinir hafi komið seinna. En Abkazar voru með- al fórnarlamba Stalíns sem flutti stundum smáþjóðir milli svæða eins og peð í skák og breytti landamærum milli héraða eins og honum þóknaðist hverju sinni. Georgíumenn notuðu tækifærið í byltingu bolsévika 1917 og stofnuðu lýðveldi, urðu loks sjálfstæðir eftir nær tveggja alda rússnesk yfirráð. En sovétstjórnin rauf friðarsamninga eftir nokkur ár og innlimaði landið. Ossetar, sem hröktust fyrir mörgum öldum til svæða sinna undan mong- ólum, njóta sérstakrar sögulegrar velvildar Rússa. Þeir hafa reynst Rússum trúir og studdu bolsévíka gegn Georgíu. kjon@mbl.is Púður- tunna á klútateppi Þjóðir í Kákasus eru margar og víða hatur AP Fundur Liðsmenn uppreisnarsveita S-Osseta í borginni Dzhava í gær. HAMID Shahram Shamimy, afganskur leiðbeinandi í hjólabrettanotkun, kennir ungri stúlku á brettið í Kabúl. Tugir áhugasamra unglinga hafa þeg- ar skráð sig á námskeiðið Skateistan sem er kostað af erlendum aðilum. AP Kynslóðabil í Kabúl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.