Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 25 Atvinnuauglýsingar Smiðir og handlagnir einstaklingar óskast nú þegar í tímabundið verkefni í Bolungarvík. Uppl. Í síma 862 222. Raðauglýsingar Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. Hörgárdalsvegur (815), Skriða - Björg. Arnarneshreppi og Hörgárbyggð. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn- unar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 11. september 2008. Smáauglýsingar 569 1100 Húsnæði í boði Til leigu í Reykjavík Glæsileg 3ja herbergja íbúð til af- hendingar strax. Sérinngangur, bílageymsla og lyfta í húsinu. Langtímaleigusamningur, sjá www.leigulidar.is eða 517-3440. Glæsiíbúð í miðbænum til leigu Glæsileg 140 fm íbúð í lyftuhúsi með útsýni yfir sjóinn og gamla bæinn til leigu. Íbúðin er 140 fm að stærð með suðursvölum og bílskýli í kjallara. Laus strax. Uppl. í síma 892 8308. Sumarhús Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Microsoft kerfisstjóranám MCSA kerfisstjóranámið hefst 1. sep- tember. Nýr Windows Vista-áfangi. Einstakir áfangar í boði. Bættu Microsoft í ferilskrána. Rafiðnaðar- skólinn, www.raf.is, 863 2186. Til sölu Mjúkir og þægilegir herrasanda- lar úr leðri. Mikið úrval. Verð 6.970.-, 8.985.- og 9.950. Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf Skattframtöl Framtöl - bókhald - uppgjör - stofnun ehf. o.fl. Fékkstu áætlun? Gleymdist að telja fram? Framtals- þjónusta - skjót og örugg þjónusta. Uppl. í síma 517 3977. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt teg. 81103 - léttfylltur og sléttur í BC skálum á kr. 2.950, buxur í stíl á kr. 1.450. teg. 711002 - mjög fínlegur og fallegur í BC skálum á kr. 2.950, buxur í stíl á kr. 1.450. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18. Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Nýjar skolplagnir! Endurnýjum lagnir með nýrri tækni! Enginn uppgröftur, lágmarks truflanir, auknir rennslis eiginleikar. Fullkomin röramyndavél. Ástandskoðum lagnakerfi. Allar pípulagnir ehf. Uppl. í síma 564-2100. Bílar Ford, árg. ‘07, ek. 25 þús. km. Frábær bíll. Ásett verð 4.350. Ath. skipti í ódýrari. Uppl. í s. 893 9110. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. visku og þekkingu Bjössi hafði. Hann var umburðarlyndur og víðsýnn, mikill listunnandi, sögumaður og hafði frábært minni. Við Bjössi ræddum oft um listir, menningu og þjóðfélagsmál, svo ekki sé minnst á sögur frá Miklabæ í Skagafirði. Bjössi hafði einstaklega góðan húm- or. Það var oft sem við hlógum saman og rifjuðum upp ýmsar uppákomur hjá okkur systkinunum frá því við vorum börn á Bárugötunni. Að leiðarlokum vil ég þakka Bjössa samfylgdina og blessuð sé minning hans. Guðrún Lára Halldórsdóttir. Björn Stefán Lárusson, bróðir tengdapabba míns og vinur, er lát- inn. Það var sár en ógleymanleg stund að vera hjá honum á Landspít- alanum við Hringbraut ásamt hans nánustu ættingjum og tengslafólki þegar hann kvaddi eftir erfið veik- indi. Bjössi frændi, eins og hann var ávallt kallaður á mínu heimili, var heill og traustur vinur. Það var ánægja og heiður að kynnast honum og eiga með honum eftirminnilegar og uppbyggilegar samverustundir um árabil. Um margt var Bjössi í mínum huga einstakur maður og trygglyndur. Hann var víðlesinn og vafalítið með fróðari mönnum um mörg málefni, sér í lagi hvað varðar sögu lands og þjóðar, ættfræði, stjórnmál, listasöguna, menningu og íþróttir svo fátt eitt sé nefnt. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa’ í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. Í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. (Einar Benediktsson) Nú kveð ég þig, kæri vinur, í hinsta sinn með virðingu, þökk og eftirsjá. Hvíl í friði. Stefáni, eftirlifandi bróður Björns, votta ég samúð við fráfall hans, svo og öðrum sem nærri standa. Óðinn Helgi Jónsson. Elsku Bjössi frændi er farinn. Þegar ég hugsa um liðna tíð er margt sem kemur í hugann. Hann var mikið inni á heimili mínu í bernsku, hann og amma Guðrún komu alltaf í mat á sunnudögum og öll jól. Einnig fór ég alltaf með Bjössa í sveitina á sumrin í Odda í Rangárvallasýslu, þar áttum við góðar stundir með heimilisfólk- inu. Í seinni tíð hafa samverustund- irnar ekki verið síðri, öll samtölin um heima og geima í matarboðum og í Suðurhólunum. Bjössi fylgdist með öllu og virtist hafa áhuga og skoðun á ótrúlegustu hlutum, hann vissi svo margt og hafði mikinn áhuga á klassískri tónlist og var mikill listunnandi, hann var ótrú- lega vel lesinn maður enda með gíf- urlega stórt bókasafn. En það sem stóð alltaf upp úr var húmorinn, hann var mikill húmoristi og það var alltaf hægt að gantast með honum. Ef eitt- hvað bar út af var samt stutt í brosið og við gátum fíflast með hlutina eftir á. Hann var ótrúlega þakklátur fyrir það sem var gert fyrir hann og hann var óspar á hlý orð um alla í kringum sig. Enda held ég að öllum hafi líkað vel við Bjössa, það var svo sérstak- lega gaman að spjalla við hann. Ég hef alltaf verið afar stolt af frænda mínum og er stolt af því þeg- ar hann gekk með mig upp að alt- arinu þegar við Hafsteinn giftum okkur fyrir rúmum tveimur árum. Bjössi á sérstakan stað í hjarta mínu þar sem einungis góðar minningar verða geymdar um góðan mann. Elsku Stefán og Ólöf, ég votta ykk- ur samúð mína og megi Guð styrkja okkur í sorginni, en við vitum að núna er hann kominn til ömmu Guð- rúnar og hinna englanna. Kolbrún Birna Halldórsdóttir. Við andlát föðurbróður okkar, Björns S. Lárussonar, er margs að minnast. Björn var maður fríður sýn- um og hlýr í viðmóti. Hann var fróður um margt enda víðlesinn, sögumaður góður og sagði skemmtilega frá mönnum og málefnum. Björn fylgd- ist vel með þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálaum- ræðu líðandi stundar. Oft urðu um- ræðurnar fjörugar og lifandi og ekki voru menn alltaf sammála. Björn var áhugamaður um sagnfræði og kynnti sér sérstaklega heimastjórnarárin og var manna fróðastur um það tíma- skeið. Hann tók þátt í frægum spurn- ingaþætti Ríkisútvarpsins, Vogun vinnur, vogun tapar, sem öll þjóðin fylgdist með á sínum tíma, og stóð sig með prýði. Margs er að minnast frá æskuárunum þegar Björn og Lárus afi komu til Siglufjarðar eða þegar við fórum í heimsókn að Miklabæ í Skagafirði. Þá var glatt á hjalla og líf í tuskunum. Björn gaf sér alltaf tóm til að spjalla við okkur krakkana og hafði gaman af því að segja okkur sögur, ekki síst með dulrænu yfir- bragði. Minnisstæð er sagan af séra Oddi og Miklabæjar-Solveigu sem Björn sagði með miklum tilþrifum og kryddaði með dramatískum flutningi á ljóði Einars Ben um hvarf séra Odds. Björn átti við heilsubrest að stríða frá unga aldri sem setti mark sitt á allt hans líf. Þrátt fyrir veik- indin var Björn sáttur við sitt hlut- skipti og hafði uppörvandi áhrif á aðra með jákvæðu viðhorfi sínu og þakklæti fyrir hvaðeina. Hin seinni ár hrakaði heilsu Björns enn, en allt- af bar hann sig vel og var hinn hress- asti þegar stungið var upp á bæjar- ferð, annaðhvort í heimahús eða á veitingastað. Slíkar samverustundir urðu fastur punktur í tilverunni síð- ustu æviár Björns. Þá ríkti sami and- blær og forðum, við nutum frásagn- argleði þessa viðmótshlýja manns enn um sinn og öðluðumst glögga og skemmtilega sýn inn í horfinn menn- ingarheim. Björn var á ný hrókur alls fagnaðar, glettinn og gamansamur, knúsaði okkur systurnar og kallaði okkur elskurnar sínar. Þannig minn- umst við Björns frænda í hjörtum okkar. Blessuð sé minning hans. Systkinin Auðarstræti 19, Guðrún, Þórsteinn, Helga, Lár- us, Ragnheiður og Halldóra. Nú er Bjössi farinn. Ég kynntist Bjössa fyrir u.þ.b. 18 árum eða fljót- lega eftir að ég kynntist konunni minni, Kolbrúnu Birnu. Bjössi hafði gaman af því að mæta í matarboð og aðrar veislur sem stórfjölskyldan hélt. Hann var mikið fyrir það að borða góðan mat og spjalla um allt milli himins og jarðar. Það var hægt að ræða við hann um pólitík, íþróttir, tónlist og nánast hvað sem er. Ég hef ekki kynnst eins vellesnum manni á minni ævi. Bjössi átti ógrynni af blöðum og bókum sem hann var fús til að lána þegar maður leitaði til hans til að afla sér fróðleiks. Bjössi var yndislega góður maður sem börnin okkar Kollu hændust að. Þetta blíða viðmót og húmor hans hafði svo jákvæð áhrif á alla sem voru í kringum hann. Ég kveð þig Bjössi með söknuði. Stefáni og öðrum að- standendum votta ég samúð mína. Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber, Guð í alheims geimi Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Thorsteinsson) Við hjónin viljum minnast vinar okkar og samstarfsmanns til margra ára með virðingu og þökk. Kynni okkar Björns urðu fyrst árið 1963-64 þegar hann byrjaði sem starfsmaður í málningarverksmiðju Slippfélags- ins í Reykjavík og vann þar allan sinn starfsaldur eftir það. Þá þegar hafði hann unnið við málningarverksmiðj- una Hörpu í nokkur ár áður, var því vanur og liðtækur strax. Ekki er að orðlengja það að þessi starfsmaður var góður og fylginn sér, kannski ekki sá fljótasti, en allt var öruggt og vel framkvæmt og honum treyst í hvívetna. Ekki bara það, maðurinn var svo vel lesinn og fróður að unun var að. Aldrei varð honum svara vant. Við flettum oft bara upp í Bjössa ef eitthvað var sem við vissum ekki. Alls staðar var Bjössi heima í hlutunum, sama hvort var pólitík, skák eða íþróttir. Allt vissi Björn, en minni hans var ótrúlegt. Þetta segi ég fyrir hönd allra sem með honum störfuðu. Söknuðurinn er mikill, ekki síður fyrir það að millum fjölskyldna okkar mynduðust mikil samskipti og kærleikur. Traustari vin áttum við ekki að, söknuður okkar er mikill. Haraldur og Elísabet.  Fleiri minningargreinar um Björn Stefán Lárusson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.