Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 14
þegar repúblikaninn Ronald Reagan sigraði árið 1980. Kjósendur hafi þá verið búnir að fá nóg af demókrat- anum Jimmy Carter en að sami skapi ekki verið vissir um hvort Reagan væri treystandi. Persónutöfrar Reag- ans hafi hins vegar tryggt að þeirri óvissu var eytt. Valið á varaforsetanum Enn á eftir að koma í ljós hvern Obama velur sér við hlið sem varafor- setaefni demókrata í haust. Spurður hvern hann telji að Obama muni velja sér við hlið segir Gordon að fara megi ýmsar leiðir í því sam- hengi, eftir því til hvaða kjós- endahópa varaforsetaefnið eigi að höfða. Valið sé ekki einfalt. Máli sínu til útskýringar bendir Gordon á að demókratinn Joe Biden gæti reynst flokknum mikill styrkur í fylkjum á borð við Virginíu. Þar fari stjórnmálamaður sem geti staðið uppi í hárinu á McCain og tekið við hann slaginn í utanríkismálum, enda með þrjátíu ára reynslu að baki. Annar kostur sé að velja hinn spænskumælandi Tim Kaine, í því skyni að höfða til hvítra kaþólikka. Slíkt val myndi undirstrika þann boð- skap Obama að hann sé fulltrúi breytinga í stjórnmálunum. Inntur eftir því hvort ekki sé freist- andi fyrir Obama að velja sér eldra varaforsetaefni, í því skyni að vega upp meint reynsluleysi, segir Gordon að sú aðferðafræði geti haft þveröfug áhrif. Ágætt dæmi sé að þegar Mich- ael Dukakis hafi valið öldungadeild- arþingmanninn Lloyd Bentsen frá Texas hafi sá síðarnefndi látið for- setaframbjóðandann líta út sem hann væri reynslulítill. Gordon er sem fyrr segir mjög ná- inn ráðgjafi Obama í utanríkismálum og það er því freistandi að spyrja hann út í manninn að baki því firna- sterka pólitíska vörumerki sem Obama óneitanlega er, hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á honum. Gordon svarar því til að Obama sé mjög fljótur að læra. Skilningur hans á utanríkismálum sé meiri en McCains, sem hafi þá tilhneigingu að greina heimsmálin í tveimur tónum, svörtu og hvítu. Búast megi við því að nái Obama kjöri muni stjórn hans hafa meiri tilhneigingu til að beita öðrum aðferðum en hernaðarlegum í þágu stefnumiða sinna. FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Komandi forsetakosningar ínóvember munu öðrumþræði snúast um persónudemókratans Barack Obama og hvort honum mun takast að sannfæra mikilvæga kjósenda- hópa um að honum sé treystandi til að gegna þessu valdamikla embætti, nú þegar flestir líta svo á að landið sé á rangri braut. Efnahagsmálin munu vega þungt og þráin eftir stefnu- breytingu í Hvíta húsinu hafa meira að segja en staða mála í Írak. Meirihluti kjósenda telur að her- förin hafi verið of dýru verði keypt. Þetta er mat Philip H. Gordon, fræðimanns við Brookings- stofnunina í Washington og höfundar bóka um alþjóðamál, enn hann var nýlega helsti ráðgjafi Obama í umtal- aðri Evrópuför hans. Óhætt er að segja að ræða Obama við Brandenborgarhliðið í Berlín hafi vakið mikla athygli og sú staðreynd að yfir 200.000 manns komu til að hlýða á mann sem alls óvíst er hvort verði nokkru sinni forseti. Aðspurður hvernig slík ræðuhöld falli Bandaríkjamönnum í geð segir Gordon að kosningaráðgjafar Obama hafi veðjað á að löngunin eftir breyt- ingum vægi það þungt að vinsældir frambjóðandans utan landsteinanna yrðu álitnar styrkur. „Almenningur er orðinn þreyttur á óvinsældum Bandaríkjanna utan landsins. Átta af hverjum tíu Banda- ríkjamanna telja að landið sé á rangri braut, hlutfall sem er fordæmislaust síðan kannanir hófust,“ segir Gordon, sem lítur svo á að ræðan hafi styrkt þær hugmyndir, jákvæðar og nei- kvæðar, sem kjósendur hafi haft um Obama. Sigurlíkurnar með Obama John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, geri sér grein fyrir að kosningarnar muni snúast um per- sónu Obama og hvort honum takist á næstu mánuðum að styrkja tengslin við mikilvæga kjósendahópa, svo sem hvíta verkamenn, fyrir kosningarnar í nóvemberbyrjun. Þetta skýri hvers vegna framboð McCain reyni nú að útmála Obama á þann veg að hann sé ekki „einn af okkur“, með þeim orð- um að þar fari fulltrúi hinnar mennt- uðu, frjálslyndu elítu, fyrrverandi kennari við Harvard-háskóla, sem sé ekki í tengslum við þorra kjósenda. Að mati Gordon er hér á ferð svip- uð aðferðafræði og þegar reynt var að sannfæra kjósendur um að demó- kratinn John Kerry, forsetafram- bjóðandi demókrata 2004, væri ekki nógu mikill ættjarðarvinur og úr takti við þorra Bandaríkjamanna. Á þessari stundu megi líta svo á að Obama þurfi að tapa kosningunum, enda hafi hann haft forskot, að vísu mikmikið, í nær öllum könnunum. Obama hafi yfirhöndina í ýmsum mikilvægum fylkjum, svo sem í Penn- sylvaníu, Ohio og Michigan, auk þess að eiga góða möguleika í Virginíu og Colorado. Þá megi í þessu samhengi benda á ýmis líkindi með kosningunum nú og Forsetakosningarnar munu snúast um persónu Obama Morgunblaðið/Kristinn Ráðgjafi Philip H. Gordon er náinn ráðgjafi Baracks Obama í utanríkismálum. Gordon, sem heldur erindi í Háskóla Íslands í dag, ítrekar að hann sé hér að viðra eigin sjónarmið, enda ekki beinn þátttakandi í framboði Obama. 14 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Spurður hvort ef til vill sé að vænta minni breytinga með nýj- um forseta en einhverjir kynnu að ætla leggur Gordon áherslu á að núverandi Bandaríkjaforseti og Barack Obama sjái heiminn gerólíkum augum. Hitt sé þó rétt að stjórn George W. Bush hafi fært sig inn á miðjuna á síðara kjörtímabili sínu. Stefnubreyting stjórnarinnar í málefnum Írans sé þar eitt margra dæma. Mörg aðkallandi vandamál, svo sem losun gróðurhúsa- lofttegunda og útbreiðsla kjarnavopna, kalli á nýjar áherslur í utanríkismálum sem koma muni fram í stefnu Obama, nái hann kjöri í haust. Færst til miðjunnar Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is GENGI krónunnar heldur áfram að sveiflast í takt við fréttir af alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengisvísitalan fór yfir 162 stig síðasta föstudag en endaði daginn í 159,7 stigum og hafði þá styrkst um 0,55%. Lægsta gildi vikunnar var nálægt 155 stig- um og búist er við því að krónan verði áfram veik og sveiflukennd. „Við eigum von á því að krónan haldi áfram að sveiflast mikið og gengisvísitalan komi til með að sveiflast í kringum 155 stig, fram á næsta ár.“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans. Gæti létt á krónu upp úr áramótum Bráðabirgðatölur frá Hagstofu Íslands, sem birt- ar voru í síðustu viku, sýndu 18,2 milljarða við- skiptahalla í júlí og hann hefur að sjálfsögðu áhrif á krónuna. „Það eru erfiðleikar við að fjármagna bæði hall- ann og bankana og þess vegna er svo mikilvægt að vöruskiptin snúist við. Og við vonumst til að sjá það um áramótin, sem er þá mjög hraður viðsnúningur og kemur til með að létta mjög þrýstinginn á krón- una.“ Úrvalsvísitalan hefur gjarnan fylgt krónunni eft- ir í gegnum súrt og sætt en hefur nú verið á uppleið. Edda Rós segir uppgjör yfirleitt hafa staðist vænt- ingar auk þess sem búið sé að vinda töluvert ofan af skuldsetningu sem var á bak við hlutabréfin. „Sumir þurftu einfaldlega að selja þegar krónan féll, til að uppfylla kröfur um eigin fé. Ég held þetta sýni bara merki þess að sú fylgni sé að verða búin.“ Torfær leið að jafnvægi „Það hefur orðið eðlisbreyting á stöðu alþjóð- legra efnahagsmála. Nú erum við í auknum mæli að takast á áhrif lausfjárkreppunnar á raunhagkerfið. Það sama mun gerast hér. Ég geri ráð að krónan sé komin út úr þessum veikingarfasa, þó ég ætli ekki að gefa út vottorð á heilsufar krónunnar,“ segir Edda Rós. Hún segir hilla undir jafnvægi, en leiðin þangað sé torfær. Edda Rós segir erfitt að spá um framtíðina þegar við erum jafnháð því hvernig alþjóðlegir vindar blása. Þar séu bankar enn að draga vandamál upp úr koffortunum sem valdi almennum titringi og vandræðum á fjármálamörkuðum og nær ómögu- legt að sjá það fyrir. Krónubréf fyrir 15 milljarða voru á gjalddaga á föstudaginn og eins eru 5 milljarðar á gjalddaga í dag. Krónan að komast út úr veikingarfasa Morgunblaðið/Kristinn ● HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR í Banda- ríkjunum náðu sér vel á strik síðast- liðinn föstudag í kjölfar lækkunar á olíuverði. Þannig hækkaði til að mynda Dow Jones-vísitalan um tæp 2,7% og fór þar með langleiðina í að vinna upp þá lækkun sem orðið hafði í vikunni. Bæði S&P og Nasdaq-vísitalan hækkuðu svipað. Olíuverð hefur haldið áfram að lækka á heimsmarkaði, m.a. vegna styrkingar dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum. gretar@mbl.is Jákvætt fyrir hluta- bréfamarkaðinn ● HAGVÖXTUR á Ítalíu var neikvæð- ur um 0,3% á öðrum fjórðungi þessa árs, sem er versta þriggja mánaða útkoman þar í landi í fimm ár. Er þetta í annað skiptið á síðustu níu mánuðum sem þriggja mánaða hag- vöxtur er neikvæður á Ítalíu. Í frétt á fréttavef BBC-fréttastof- unnar segir að hagfræðingar segi að þessi þróun á Ítalíu sé í samræmi við það sem sé að gerast í hagkerfum heimsins, jafnt í Evrópu sem vest- anhafs og víðar. Tölur um hagvöxt á evrusvæðinu verða birtar í vikunni. gretar@mbl.is Ítalskt efnahagslíf á leið í lægð á ný ERLENT Reuters Áhætta Demókratinn Barack Obama fékk konunglegar viðtökur í Berlín á dögunum. Með ræðu sinni þar tók frambjóðandinn töluverða áhættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.