Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 16
Verðbólga er mælikvarði á hækkun
verðlags frá einum tíma til annars.
Ef ársverðbólga er til að mynda 5%
hefur verðlag almennt hækkað um
það hlutfall.
Verðtrygging er notuð til að tryggja
að sá sem lánar fé tapi ekki á því að
veita lánið og virkar þannig að lánið
hækkar jafnt og þétt sem nemur
verðbólgunni. Hugsunin er sú að sá
sem lánar geti keypt það sama fyrir
þá peninga sem hann lánar þegar
hann fær þá borgaða til baka.
Verðbætur eru sú fjárhæð sem
kemur til vegna verðtrygging-
arinnar.
Gengi er verð á gjaldmiðlum,
skuldabréfum, hlutabréfum og
fleiru. Þegar rætt er um gengi er átt
við það verð sem gjaldmiðill, skulda-
bréf, hlutabréf eða annað kostar.
Dæmi: Ef gengi evru er til að mynda
120 krónur þá kostar ein evra 120
krónur. Að sama skapi kostar einn
hlutur í hlutafélagi 100 krónur ef
gengi hlutabréfanna er 100 krónur.
Skuldabréf er í raun aðferð til að
verða sér úti um lánsfé. Sá sem
skrifar undir (gefur út) skuldabréf
staðfestir þar með að hann skuldi
upphæðina sem á því stendur og
með þeim kjörum sem getið er um í
bréfinu. Sá sem lánar féð kaupir í
raun bréfið af honum og er þar með
kominn með pappír upp á það að lán-
takinn greiði honum lánið síðar til
baka með vöxtum og jafnvel líka
verðbótum. Upphæð skuldabréfsins
getur verið tilgreind í mismunandi
gjaldmiðlum, en algengast er hér-
lendis að íslensk skuldabréf séu í ís-
lenskum krónum.
Krónubréf (einnig nefnd jöklabréf)
eru þau skuldabréf oft nefnd sem er-
lendir aðilar (t.d. bankar) gefa út í ís-
lenskum krónum. Það gera þeir
helst þegar vextir hér eru háir og
þeir eygja von um að græða á því.
Annars virðast krónubréf vera frek-
ar flókið fyrirbrigði og því er
kannski best að brosa bara og kinka
kolli þegar þau ber á góma!
Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni á Ís-
landi er sett saman úr gengi (verði)
hlutabréfa 15 félaga sem eru skráð í
henni. Vísitalan hækkar og lækkar
eftir því hvernig verðið á hlutabréf-
um þessara félaga þróast. Valið er í
úrvalsvísitöluna tvisvar á ári eftir
ákveðnum leiðum.
Hagvöxtur mælir vöxtinn á heildar-
landsframleiðslunni (sem einnig er
kölluð verg landsframleiðsla) frá
einum tíma til annars. Er þá átt við
verð allrar þjónustu og vöru sem
framleidd er hérlendis á ákveðnu
tímabili. Hagvöxturinn er ávallt gef-
inn upp sem prósentutala.
Fjármál fjölskyldunnar
Viðskiptafræði 101 –
fjármálafrasarnir
fyrir okkur hin
Peningar eru hluti af
okkar daglega lífi. Nú
þegar fjármálatal stend-
ur sem hæst er ekki óal-
gengt að fólk heyri löng
og flókin orð en þekki
hreinlega ekki merkingu
þeirra. Engin ástæða er
til að örvænta, því með
dyggri aðstoð viðskipta-
sérfræðinga Morgun-
blaðsins hafa blaðamenn
Daglegs lífs soðið saman
útskýringar á hugtökum
úr viðskiptalífinu.
speki og andlegur lærdómur því.
Við ákváðum að temja okkur
hugarfar Balíbúa sem einkennist af
jákvæðni og þakklæti. Það er eitt-
hvað sem fólk í hinum vestræna
heimi er í auknum mæli að reyna
Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur
gudrunhulda@mbl.is
Guðbjörg Ósk og Daníeleyddu lunganum úr tím-anum í smábænum Ubudá miðri eyjunni. „Ubud
er hálfgerður jóga- og listabær og
er draumastaður til að vera á til að
víkka út hugann,“ segir Daníel en
þau eyddu fyrsta mánuðinum alfar-
ið í líkams- og hugarrækt.
„Við fórum til að læra jóga betur
og æfa það enda fylgir mikil heim-
að temja sér,“ segir Guðbjörg Ósk
og tekur sem dæmi hátíðir og fórn-
ir sem Balíbúar færa fyrir góðum
dögum.
„Við upplifðum Ocho ocho-dag
þar sem hindúar heiðra framliðna
og færa þeim fórnir. Þessar fórnir
eru síðar brenndar sem er tákn-
rænt merki um hreinsun fólksins af
hinu liðna. Daginn eftir er dagur
friðar og hvíldar. Þá taka Balíbúar
sér frí frá öllu, enginn er á ferli,
fólk fastar og hugleiðir framtíðina.“
Andleg þvottavél
Daníel segir margt í hugsunar-
hætti Balíbúa sem Íslendingar geti
tekið sér til fyrirmyndar. „Hug-
leiðsla er iðkuð daglega og jóga er
hluti af eðlilegri hreyfingu þeirra.“
Honum finnst þó jóga hafa færst
nær hinu nútímasamfélagi. „Jóga
snýst ekki um mann sem situr í
lótusstellingu og gerir öndunar-
æfingar heldur er farið að nota
jóga markvisst til streitulosunar og
til þess að efla einbeitingu,“ segir
Daníel og segir námskeiðið sem
þau Guðbjörg Ósk sóttu hafa verið
eins og andleg þvottavél.
Eftir námskeiðið leigðu þau hús í
mánuð og segjast þau þá hafa lifað
hversdagslífi Balíbúa, vaknað með
sólinni og haft það náðugt. „Það
má segja að taugakerfið hafi farið
smám saman á „slow motion.“ Við
urðum svo afslöppuð og okkur leið
svo vel með fólkinu því við treyst-
um því svo vel. Vegna þess hve
mikið Balíbúar trúa á karma er af-
skaplega lítið um þjófnaði eða
glæpi, við fundum aldrei til óörygg-
Uppáklædd Í hindúískum hátíðarbúning í heimsókn hjá skartgripahönn-
uðinum John Hardy ásamt gestgjafanum Yuliu.
Heilög hreinsun Sólbaðsgestum brá í brún er hópur kúa birtist ásamt drengjum sem óðu í sjóinn. Að sögn Guð-
bjargar Óskar var um reglulega baðferð kúnna að ræða.
Í andlegri þvottavél
á draumaeyjunni Balí
„Mig hefur alltaf langað að fara eitthvert sem er svo
langt frá Íslandi að ég geti alveg skilið heimahagana
eftir og notið þess að vera í allt öðru umhverfi,“ segir
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, jógakennari og eigandi
Rope Yoga-stöðvarinnar Ósk.is, sem bjó ásamt sam-
býlismanni sínum Daníel Edelstein á indónesísku eyj-
unni Balí í hálft ár.
daglegtlíf
|mánudagur|11. 8. 2008| mbl.is