Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 29
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti var í Peking um helgina að fylgj- ast með samlöndum sínum í íþróttum og styðja þá, m.a. körfuboltaliðið. Bush virtist einnig hafa mikinn áhuga á strandblaki kvenna, líkt og margir karlmenn hafa um allan heim, og veitti blakleikmönnunum Kerri Walsh og Misty May-Treanor mikinn stuðning, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Bush sýndi glæsileg tilþrif með blakboltann og var einnig svo elskulegur að dusta sandinn af rassinum á May-Treanor. Ekki fylgir sögunni hvar eiginkona Bush, Laura, var á meðan á þessu stóð. Kannski var hún að fylgjast með strandblaki karla? helgisnaer@mbl.is Þægileg embættisstörf Reuters Sandinn af Bush Bandaríkjaforseti þurrkar sand af bakhluta strand- blakskempunnar Misty May-Treanor og Kerri Walsh fylgist með. May- Treanor mun hafa beðið Bush um þennan greiða. Gangi þér vel Bush faðmar Walsh og óskar gengis í Peking. Sending Bush gefur boltann. Gef mér krumlu Bush og May- Treanor sátt við sitt. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 29 HANN stóð á sviðinu eins og veiði- maður á árbakka, beitti gítarnum í stangar stað og hafði ákveðið að hnýta aðrar og blárri flugur en venjulega. Það beit á, en ekki í hverju kasti. Þeir gestir í Egilshöll sem höfðu gert sér vonir um að sjá og heyra rokkgoð flytja yfirlit yfir smella- feril sinn urðu fyrir vonbrigðum. Smellirnir voru í rauninni aðeins tveir í bláenda tónleikanna. Eric Clapton lét sig hafa það að reyna að grafa eftir gamalli tilfinningu í brúðkaupsballöðunni „Wonderful Tonight“ og finna þungann í „Cocaine“. Fyrir þetta lítilræði voru tólfþúsund gestir þakklátir. En ef við einblínum ekki á það sem tónleikarnir voru ekki, heldur á það sem þeir voru, fengu unn- endur blúsmannsins Erics Clapton sitthvað fyrir sinn snúð. Efnis- skráin var í heild lofgjörð hans til þeirrar tónlistar sem snart hann fyrst sem ungan dreng og hefur síðan verið, með hléum, gangráður hjartans. Þannig átti Robert John- son a.m.k. þrjú lög á efnisskránni. Í vægðarlausri sjálfsævisögu sinni segir hann að þegar hann heyrði blústónlist var það eins og að vera „kynntur að nýju fyrir ein- hverju sem ég þegar þekkti, kannski úr öðru og fyrra lífi“. Blússtandardar eins og „Key To the Highway“ og „Hoochie Coochie Man“ voru tilþrifalítil upphitun, en þegar „Outside Woman Blues“ tók flugið var Clapton orðinn heitur og ákaflega sveittur, eins og almennir gestir í þessum óboðlega tónleika- sal, þar sem allt of seint og illa var brugðist við súrefnisleysi og kæf- andi mollu. Í fimm lögum sat hann á stól, fyrst með kassagítar og síð- an Fenderinn og náði sér á klass- ískt strik með „Driftin’“, „Nobody Knows You“, „Travelling Riverside Blues“ og hið gullfallega „Running On Faith“. Svo stóð hann upp, sló í klárinn og hellti sér í „Motherless Children“, „Little Queen of Spad- es“ og „Before You Accuse Me“. Flutningur þessara laga, og upp- klappslagsins, „Crossroads“, var frekar hefðbundinn, en traustur og innlifaður og á stundum kviknaði galdurinn sem Clapton getur fram- ið. Inni á milli skutust hins vegar frekar flöt og erindislaus rokk- og popplög, sem vel hefði mátt skipta út fyrir fleiri smelli. Clapton virtist í góðu stuði og skemmta sér vel, þótt hann á köfl- um væri þreyttur og dasaður í hit- anum. Hann talar aldrei mikið eða lengi við áhorfendur á tónleikum en þarna var hann blátt áfram, sympatískur, brosmildur og hlýleg- ur. Sama verður ekki sagt um Doyle Bramhall II, sem fékk furðu mikið rými til að leysa hann af í bæði gít- arleik og söng. Hann stóð eins og drumbur með ullarhúfu og gaf lítið af sér. Abe Laboriel jr. er orðinn einn þekktasti trommari heims sem liðsmaður Pauls McCartney. Hann er fyrirferðarmikil mulnings- vél við settið, fimur orkubolti með sterk leiktilþrif en full breikóður fyrir blústónlist. Bestur var sá reyndi píanisti Chris Stainton sem átti afbragðs innkomur, ekki síst í fantasólói í „Cocaine“. Bassaleik- arinn Willie Weeks var þéttur og þokkafullar bakraddasöngkonur augna- og eyrnayndi. Clapton og hljómsveit léku í rúmar 100 mínútur. Af einhverjum ástæðum var lagalistinn styttur um eitt lag, lag sem því miður mátti ekki missa sig, hið magnaða Layla. Þar snuðaði hann tónleikana um hápunktinn sem þeir þörfnuðust svo mjög. Í heild einkenndust þeir af jafnri fagmennsku sem gladdi og skemmti en kom sjaldan á óvart. Fjölmörgum kynslóðum gesta verður þó eflaust minnisstætt að hafa átt stefnumót við stórlaxinn í hvíta blúsnum. Fluguveiðar Eiríks bláa Morgunblaðið/hag Fagmennska Tónleikarnir einkenndust af fagmennsku sem gladdi en kom sjaldan á óvart. Tónleikar Egilshöll Föstudaginn 8. ágúst 2008 kl. 20. Ellen Kristjánsdóttir og stórfjölskyldu- hljómsveit hitaði fallega upp með afar stílblönduðu nýju efni. Eric Clapton og hljómsveit bbbmn Árni Þórarinsson FAST á hæla endurkomu fornleifa- fræðingsins ævintýragjarna, Indiana Jones, fylgir þriðja kvikmyndin í röð- inni um múmíubanann Rick O’Conn- ell (Brendan Fraser) og konu hans Evelyn (leikin hér af Mariu Bello) en nokkuð er um liðið síðan þetta Ind- iana Jones-tilbrigði lét á sér kræla á hvíta tjaldinu (fyrsta og önnur mynd- in komu út árið 1999 og 2001). Líkt og Indiana Jones er í eðli sínu óður Spielbergs til B-ævintýramynda má segja að Múmían: Gröf drekakeis- arans snúi endanlega aftur til upp- runans, enda er hér um að ræða hreinræktaða B-mynd sem hirðir hvorki um söguþráð né röklegt sam- hengi. Málið er einfaldlega að hlaða nógu miklu tíðarandakrydduðu og framandi sjónarspili á skjáinn og halda fjörinu gangandi. Peningana hefur reyndar ekki skort, ólíkt þeim B-myndum sem hugtakið er upprunalega kennt við, og fyrir vikið bregður ýmsum áhuga- verðum kynjaverum fyrir á skjánum. Í miðpunkti er illur keisari sem rís upp frá dauðum eftir 2000 ára svefn, en hann er lauslega byggður á keis- aranum Qin Shi Huang sem lét smíða sér gríðarmikinn leirher sem fór með honum í gröfina, en aðeins hluti hers- ins hefur verið grafinn upp af forn- leifafræðingum. Múmían 3 gerir sér mat úr þessum sögulega efniviði og nýtir sér jafn- framt sjónrænt útlit leirhersins fræga í útfærslu á skrímslum mynd- arinnar. Sú útfærsla er vel heppnuð, líkt og aðrar tæknibrellur og almenn umgjörð ævintýrisins en inni í allri tölvugrafíkinni er talsvert tómahljóð. Myndinni verður reyndar að telj- ast það til tekna að hún tekur sjálfa sig mátulega alvarlega. En söguþráð- urinn minnir fyrir vikið á hraðspilaða teiknimynd og jafnvel rökvísi æv- intýramyndarinnar er ögrað í æði- bunuganginum þar sem O’Connell- fjölskyldan þeytist andstutt á milli staða, frá Sjanghæ til Sjangri-La. KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Leikstjórn: Rob Cohen. Aðalhlutverk: Brendan Fraser, Maria Bello, Jet Li og John Hannah. Bandaríkin, 2008, 112 mín. Múmían: Gröf drekakeisarans (The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor) bbnnn Á stökki Jet Li í loftköstunum, Brendan Fraser fylgist með. Frá Sjanghæ til Sjangri-La Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.