Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500Love Guru kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Hellboy 2 kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ FRÁ VERÐLAUNA-LEIKSTJÓRA PAN´S LABYRINTH. eee - Tommi - kvikmyndir.is eeee - V.J.V./TOPP5.is/FBL650k r. 650kr. Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i.12ára Love Guru kl. 6 - 10:10 B.i.12ára Mamma Mia kl. 8 LEYFÐ 650k r. eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - T.V. - Kvikmyndir.is eee - L.I.B, Topp5.is/FBL 650k r. SÝND SMÁRABÍÓI FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ “…frábær teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. Húmorinn er hárbeittur” – T.K. 24 stundir ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...” “WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...” S.V. Morgunblaðið “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.” “...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið “...skemmtilega skrítin og öðruvísi mynd þar sem manni leiðist aldrei” - S.V., MBL “...fílgúdd mynd. Húmorísk, elskuleg saga með góðum lyktum og breyskum persónum” - P.B.B., FBL BRENDAN FRASER JET LI Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af! STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG! SÝND SMÁRABÍÓISÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „MYNDIN fjallar um fólk sem er að reyna að bjarga sér og sínum, leysa úr sínum málum og mikilvægi þess að halda sínu striki í lífsins ólgusjó,“ segir Didda Jónsdóttir skáld sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skrapp út sem frumsýnd var á föstudagskvöld. Sögð er saga af skáldkonunni Önnu sem hefur aukatekjur af hass- sölu en fer að hugsa sér til hreyfings og ákveður að selja farsímann sinn góða sem allir viðskiptavinirnir hringja í, og reksturinn allan þar með. Babb kemur í bátinn þegar síminn týnist og óþreyjufullir við- skiptavinir fara að tínast heim til Önnu. Laus við predikanir Didda segir áberandi hvað öllum sem að gerð myndarinnar komu var umhugað um verkefnið. „Það er gaman að segja marijuana-sögu líka, því yfir þessum heimi hvílir ákveðin þekkingarleysishula,“ segir Didda. „Og líka gaman að segja sögu þar sem ekki er verið að predika, og enginn deyr.“ Sjálf lánaði hún persónunni mikið af sjálfri sér. „Ég lánaði henni fötin mín, og mig sjálfa, ljóðin mín og hvað sem var til að gera hana sann- færandi og skemmtilega,“ segir Didda sem neitar því þegar blaða- maður spyr hvort hún hafi verið að leika sjálfa sig í myndinni. „Ég vil ekki kannast við ýmislegt sem Anna gerir, og hvernig hún leysir hlutina.“ Didda játar að hún sé ekki hlut- laus þegar hún segir að sér lítist vel á lokaútkomuna og þykir henni vinnugleðin sem einkenndi tökuferl- ið smita út frá sér: „Ég held ég hafi t.d. aldrei séð íslenska bíómynd þar sem leikararnir eru ekki látnir leið- rétta sig. Þau tala alvöru götumál dagsins í dag með öllum hugsan- legum villum,“ segir hún. „Þetta er þess vegna ekki mynd fyrir mjög viðkvæmt fólk, málfræðilega séð.“ Mikil rannsóknarvinna Erpur Eyvindarson lýsir persónu sinni í kvikmyndinni sem slammandi kaffihúsaskáldi. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli, rosalega mikið af skemmtilegu fólki sem kom að verk- efninu. Myndin ber þess glöggt merki hvað var gaman að vinna þetta,“ segir Erpur sem auk þess að leggja kvikmyndinni til leikhæfi- leika sína samdi lítið ljóð fyrir hand- ritið, skrifað út frá persónunni og aðstæðunum í myndinni eins og hann útskýrir það. „Svo þurfti ég að vinna ýmiskonar rannsóknarvinnu fyrir myndina, t.d. baka sveppaböku sem er mun flókn- ara en margan grunar.“ Sólveig er algjör draumur Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur bestu vinkonu hasssalans Önnu: „Hún passar húsið og barnið fyrir hana á meðan hún er í burtu, og býður öllum inn sem bíða eftir henni,“ segir hún. „Þetta var virki- lega skemmtileg vinna. Sólveig var náttúrlega algjör draumur og fólkið sem var þarna að hanga saman mjög skemmtilegt.“ Má líkja við Sódómu Ólafur Darri Ólafsson fer með lít- ið hlutverk í myndinni og hefur svip- aða sögu að segja og hinir leik- ararnir af ferlinu. „Þetta var algjörlega ótrúlega skemmtilegt. Didda er algjör snillingur,“ segir Ólafur Darri sem leikur dýralækni sem stendur frammi fyrir óvenju- legu vandamáli. Aðspurður hvers kvikmyndahúsa- gestir megi vænta segist Ólafur ekki eiga von á öðru en góðri skemmtun og nefnir til sam- anburðar þann blæ sem er yfir Sódómu Reykjavík. Um mikilvægi þess að halda sínu striki Undirbúningur leikara í Skrapp út var margvíslegur, málfræðilega séð … Ólafur Darri Ólafsson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Í bobba Didda Jónsdóttir, Julien Cottereau og Ólafur Darri ásamt fiðruðum leikara í gamanmyndinni Skrapp út. Chihuahua Elva Björk Barkardóttir og Erpur Eyvindarson eiga lítinn chi- huahua-hund sem heitir Mía. Erpur bakaði sveppaböku fyrir Skrapp út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.