Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 32
SÓLIN skein á samkynhneigða og stuðningsmenn þeirra í
miðbæ Reykjavíkur í fyrradag. Gleðigangan hófst upp úr kl.
14, stærri og litskrúðugri en nokkru sinni. Það var vart auð-
an blett að sjá á gangstéttum Laugavegar, slíkt var fjöl-
mennið, og minnti á 17. júní eða Menningarnótt.
Skemmtiatriðin í göngunni voru afar frumleg líkt og endra-
nær, m.a. vagn með taílenskum dönsurum, sjóliðar klæddust sínu
fínasta pússi, drottningar stigu dans í himinháum hælum og margar hverjar all-
vígalegar að sjá.
Þá ók Ómar Ragnarsson einhverjum minnsta bíl landsins niður Laugaveginn og lék á bílflautu en líkt og oft áður stal Páll Óskar
Hjálmtýsson senunni á bleikum vagni, söng eigin diskóslagara og hreif mannfjöldann með sér í lófatak og fjöldasöng.
Fjörið var ekki á enda þegar göngunni lauk því tónleikar tóku við hjá Arnarhóli þar sem fjöldi tónlistarmanna tók lagið, m.a.
Haffi Haff, fransk-þýska poppbandið alræmda Stereo Total, kanadíska söngstjarnan Carole Pope og bandaríska sveitin Swivel.
Páll Óskar batt svo litskrúðugan lokahnút á daginn með dansleik Hinsegin daga á NASA. helgisnaer@mbl.isMorgunblaðið/Júlíus
Par Beggi og Pacas, innblástur sóttur í Rómaveldi og Ríó.
Morgunblaðið/Júlíus
Sítt að aftan Tíska og tónlist níunda áratugar síðustu aldar, herðapúðar og ennisbönd.
Morgunblaðið/Kristinn
Ómar Og draggkóngur Íslands.
Morgunblaðið/Júlíus
Mótorhjólafylking Regnbogafáninn blakti um allan miðbæ.
Morgunblaðið/Kristinn
Herþema Þó þessi hópur væri í felulitum hafði hann ekkert að fela. Bleikur Ökumaður Páls Óskars.
32 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS
STÆRSTU OG BESTU
ÆVINTÝRIN ERU EINFALD-
LEGA ÓDAUÐLEG!
BRENDAN FRASER JET LI
“...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda
mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd
og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.”
“...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”.
- L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30D - 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
KUNG FU PANDA kl. 1:30 - 3:40 m/ísl. tali LEYFÐ
THE MUMMY 3 kl. 5:50D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL
THE LOVE GURU kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tal kl. 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL
DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 10:50 POWERSÝNING B.i. 12 ára
KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 4 LEYFÐ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Stórbrotin
ævintýramynd
sem allir ættu að
hafa gaman af!
“…einhver besta teiknimynd sem ég
hef séð.” – kvikmyndir.is
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“
...umhugsunar- og athyglisverðasta
teiknimynd í áratugi...”
“WallE er aftur á móti frábær afþreying
ætluð hinum almenna bíógesti, þá
einkum stórfjölskyldunni...”
S.V. Morgunblaðið
THE MUMMY 3 kl. 1:30 - 3:40 - 6 - 8D - 10:30D B.i. 12 ára
THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP
THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 8:20 - 10:50 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 LÚXUS VIP
MAMMA MIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Gleðiganga Hinsegin daga, Gay Pride, var stærri en nokkru sinni í ár og sannkölluð karnivalstemning í miðbænum
Epli Vonda
drottningin
kannski? Í öllum regn-
bogans litum
Morgunblaðið/Júlíus
Stolt Gönguhópur Félags samkynhneigðra foreldra.