Morgunblaðið - 11.08.2008, Side 22

Morgunblaðið - 11.08.2008, Side 22
22 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Aðalbjörg Krist-jánsdóttir fædd- ist á Þórshöfn á Langanesi 27. nóv- ember 1945. Hún andaðist á líkn- ardeild LSH í Kópa- vogi að kvöldi 3. ágústs síðastliðins. Foreldrar hennar eru hjónin Kristján Halldórsson, húsa- smíðameistari á Þórshöfn og síðar Akureyri, f. 26.9. 1912 á Svalbarðsseli í Þistilfirði, d. 24.5. 1991, og Stein- unn Kristín Guðmundsdóttir, f. 14.3. 1923 á Hrollaugsstöðum á Langanesi. Aðalbjörg átti átta systkini. Einn bróðirinn lézt óskírður í vöggu, 12.9. 1951, en hin eru: Guðmundur Hólm Kristjánsson, f. 12.8. 1943; Halldór Sigvaldi Kristjánsson, f. 08.8. 1944; Sigrún Björk Kristjáns- dóttir, f. 31.1. 1949; Sigurveig Hall- dóra Kristjánsdóttir, f. 3.10. 1952; Helena Rut Kristjánsdóttir, f. 23.11.1954; Ingibjörg Kristjáns- dóttir, f. 15.10.1957 og Hólmfríður Sigríður Kristjánsdóttir, f. 16.1. 1959. Þrjú elztu systkinin fæddust á Þórshöfn, en hin öll á Akureyri. Aðalbjörg, eða Aja eins og hún var kölluð, ólst upp í foreldrahúsum á Akureyri, lengst af bjuggu þau á Brekkunni. Hér gekk hún í barna- skólann, gagnfræðaskólann og menntaskólann. Hinn 12. október 1963 giftist hún Sigurjóni Norberg Ólafssyni frá um sinnum um hálfs árs skeið bæði í Hamborg og Kaupmannahöfn. Einnig bjó hún eitt misseri á Nýja- Sjálandi. Börnin gengu því í grunn- og menntaskóla bæði í Hamborg, Kaupmannahöfn og Reykjavík. 1991 innritaðist hún í Háskólann í Hamborg og las þar sálfræði. Þýzkuna nam hún og tal- aði og ritaði óaðfinnanlega. Í lok ársins 1973 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og reisti sér fljótlega einbýlishús í Stapaselinu. Þar bjó Aðalbjörg til dauðadags og rækt- aði garð sinn og mannlíf. Hún bar sterkar taugar til Ísafjarðar, þar hafði hún keypt húsnæði og naut dvalar þar með vinum og tengda- fólki. Aðalbjörg var bæði listræn og talnaglögg. Á áttunda áratugn- um starfaði hún í hótelrekstri, meðal annars við eigin rekstur hótels. Útrás fyrir listsköpunina fékk hún við fatahönnun, en hún rak ásamt vinkonu sinni, 1980- 1986, saumastofuna og verzlunina Verkstæðið á Frakkastíg 12. Þar voru hannaðir og saumaðir batik- litaðir kjólar, mussur, slár og pils og flíkurnar skreyttar með appli- keruðum munstrum. 1987 vendir Aðalbjörg kvæði sínu í kross, breytir um starfsvettvang og hef- ur störf í Búnaðarbanka Íslands, er ráðin fulltrúi í innlánadeild Að- albankans 1988. Síðustu árin vann hún á fyrirtækjasviði Kaupþings Banka í höfuðstöðvum bankans við Borgartún. Útför Aðalbjargar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ísafirði. Foreldrar hans voru Ólafur Jón Ólafsson frá Súg- andafirði, f. 16.4. 1913, d. 26.4. 1979 og Sigurbjörg Guðjóns- dóttir frá Tóarseli í Breiðdal, f. 17.4. 1914, d. 29.4. 2008. Stjúpfaðir Norbergs er Guðmundur Fert- ram Sölvason frá Efri-Miðvík í Aðalvík í Sléttuhreppi, f. 24.7. 1922. Á Ak- ureyri fæddist þeim dóttirin Steinunn Björg, 16.1. 1964. Steinunn er gift Guðmundi Hall- dóri Kjærnested, f. 11.8. 1964, og eiga þau þrjú börn, Sigurjón Nor- berg, f. 1.11. 1985, Silvá, f. 20.3. 1989, og Alexöndru Rut, f. 22.4. 2000. Aðalbjörg flutti með manni sínum og dóttur til Hamborgar í Þýzkalandi 1964, þar hófu þau bú- skap og bjuggu til 1973 að und- anskildu einu ári, 1967/1968, á Ísa- firði. Á þessum tíma vann Aðalbjörg bæði við barnagæzlu og verzlunarstörf. Í Hamborg fæddist sonurinn Guðmundur Fertram, 20.10. 1971, í Albertinenkranken- haus, Schnelsen. Fertram er kvæntur Fanneyju Kristínu Her- mannsdóttur, f. 11.1. 1972, og eiga þau fjögur börn, Aðalbjörgu, f. 16.1. 1996, Hermann, f. 31.8. 1999, Sölva, f. 11.4. 2004, og Sig- urbjörgu, f. 3.9. 2007. Ekki hafði Aðalbjörg sagt skilið við meginlandið, því hún dvaldi eft- ir þetta með fjölskyldunni nokkr- Að kvöldi dags 3. ágúst 2008 lagði móðir mín og mín besta vinkona aftur augun í hinsta sinn. Það eru ekki nema tvö ár og fjórir mánuðir síðan mamma greindist með þetta sjald- gæfa krabbamein. Allan tímann barðist hún eins og hetja, það kom aldrei annað til greina en að hafa bet- ur í baráttunni enda mikið reiðarslag fyrir svona unga og hrausta konu að veikjast af svona sjúkdómi. Þá kom í ljós hvaða persónu hún hafði að geyma, alltaf svo sterk, jákvæð og dugleg. Alltaf þegar hún var spurð hvernig hún hefði það var svarið á sama veg, ég hef það bara fínt en hvað er að frétta af ykkur. Stundum var þetta svolítið erfitt fyrir okkur því að við vissum alveg að hún hafði það ekki fínt. Mamma kvartaði aldrei, styrkur- inn var engu líkur. Mamma fór í fimm lyfjameðferðir og áfallið var gríðar- legt þegar hún veiktist aftur og aftur. Lokaorustan var afar erfið og mamma mikið veik. Pabbi hugsaði um hana eins og besta hjúkrunar- kona og var það á vörum lækna og hjúkrunarkvenna að aldrei hefði sést slíkur eiginmaður. Hann hugsaði svo vel um konuna sína og sýndi henni svo mikla ást, hann barðist eins og hetja við að hjálpa henni en orrustan var töpuð, það kom í ljós fyrir um þremur mánuðum. Mamma og pabbi ferðuðust mikið en það voru ótal hlut- ir sem þau ætluðu sér að gera í ell- inni. Það eru mikil forréttindi að hafa átt svona góða mömmu og bestu vin- konu. Það er ekki mikill aldursmunur á okkur mömmu og vorum við mikið tvær einar, það er nú aðallega vegna þess að fyrsta tug ævi minnar bjugg- um við í Þýskalandi. Eftir að við flutt- umst heim ferðuðumst við mikið og dvöldum oft svo mánuðum skipti er- lendis vegna atvinnu föður míns. Ég á mikið eftir að sakna símtalanna frá henni á hverjum degi og stundum oft á dag, og er þá sama hvort ég var hér- lendis eða einhvers staðar annars staðar í heiminum. Svo að ég tali nú ekki um allar kaffihúsaferðirnar og verslunarferðirnar okkar. Mamma var einstaklega fórnfús og hjálpsöm, t.d. þegar ég átti mitt fyrsta barn þá hætti hún að vinna á daginn til þess að passa fyrsta barnabarnið svo að ég gæti haldið áfram í skólanum, enda er hann mikill ömmustrákur enn þann dag í dag og einnig hin börnin mín tvö, þau syrgja ömmu sína sárt og eiga erfitt. Ég sakna mömmu svo óendanlega mikið og ég veit hrein- lega ekki hvernig skal halda áfram – en maður verður. Minningarnar eru margar um gleðilegar samveru- stundir, ferðalög, matarboð og um- ræður um vandamál heimsins þar sem stundum var tekist hressilega á, umræður voru oft líflegar og skoð- anaskipti mikil enda ákveðið fólk í litlu stórfjölskyldunni. Mamma var góður félagi og skilur eftir sig minningar um mannvin, góð- an viðræðufélaga og hjartahlýju sem leitun er að. Hún skilur eftir sig eig- inmann, tvö börn og sjö barnabörn sem greinilega hafa margt frá henni fengið og varðveita hennar sterku lund. Blessuð veri minning þín, elsku mamma. Steinunn Björg Sigurjónsdóttir. Nú fær hún móðir mín loksins að hvíla sig eftir baráttuna við sjúkdóm- inn sem hún greindist með í mars 2006. Hún var orðin þreytt undir lok- in og af henni dregið og það var friður yfir henni þegar guð leyfði henni að koma til sín. Mamma hélt lengi í von- ina og jákvæðar niðurstöður eftir fyrstu lyfjameðferðirnar voru gleði- tími fyrir fjölskylduna – en svo fylgdi alltaf áfallið; krabbinn var byrjaður aftur. Mamma tókst á við sjúkdóm- inn og vonbrigðin af einurð og æðru- leysi; í raun á sama máta og hún tókst á við hið daglega líf, þar sem sérhvert verkefni var leyst fljótt og eins vel og kostur var á. Þetta átti við hvort sem um var að ræða uppvask, aðstoð við heimalærdóm eða önnur verkefni. Æskuheimili mitt í Stapaseli var umvafið ást og umhyggju. Ekkert var til sparað til að ég og systir mín hefðum það sem best. Móður minni þótti vænt um húsið okkar sem var byggt með „íslensku aðferðinni“ – þ.e. með aðstoð vina og ættingja og flutt var inn í áföngum. Ég minnist þess þegar afar okkar og ömmur komu frá Akureyri og Ísafirði og að- stoðuðu við húsbygginguna. Ömm- urnar tvær, mamma og systir mín skófu timbur og naglhreinsuðu. Af- arnir, pabbi, Dóri frændi og fleiri slógu upp og ég sá um að flækjast fyrir. Ég hef samt grun um að mamma hafi oft verið þreytt á bygg- ingarárunum þegar jafnan var unnið fram á nótt við húsbygginguna, að af- loknum fullum vinnudegi. Móður minni þótti mjög vænt um Hamborg í Þýskalandi, þar sem hún stofnaði fyrst heimili með föður mín- um. Hún naut þess ætíð mjög að heimsækja Þýskaland og áttum við nokkrum sinnum kost á að dveljast þar um hálfsárs skeið í tengslum við vinnu föður míns. Mamma naut þess- ara dvala mjög og var ég stundum í vafa um hvort hún væri í raun frekar gestur í Reykjavík en í Hamborg. Það voru sterk bönd sem tengdu hana við borgina sem nýgifta parið flutti til þegar hún var einungis átján ára. Eftir að Aðalbjörg yngri kom í heiminn og ég stofnaði heimili með konu minni var mamma aldrei langt undan. Hún var vakandi yfir velferð barnanna og þótt þúsundir kílómetra aðskildu okkur, fyrst þegar við bjuggum í Danmörku og síðar í Eyja- álfu, fylgist hún með þeim af kost- gæfni og skynjuðu þau vel ást henn- ar; ég er viss um að hún heldur áfram að gæta þeirra núna. Eftir að við fluttum heim á síðasta ári sóttu börn- in mín mjög í nærveru hennar – þrátt fyrir sjúkdóminn hafði mamma alltaf kraft til að sinna þeim, fjölskyldan var henni svo kær. Guð blessi hana móður mína. Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Nú þegar tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim hellist yfir okkur aðstandendur hennar mikill harmur. Um hug okkar renna minningar um Aðalbjörgu og hvaða hlut hún átti í lífi okkar. Aja var kjölfestan í okkar stórfjölskyldu og hugsaði um okkur öll sem eins konar stórmamma. Hún fylgdist grannt með okkur og skipti þá engu þó að heimsálfur skildu þar að. Samskiptin voru dagleg, Aja vildi ætíð fá að vita hvað til stæði og að hún væri höfð með í ráðum. Um- hyggjan var mikil og fundum við öll fyrir hennar mikla verndarvæng. Kona mín og Aja voru ekki bara mæðgur heldur voru þær líka ákaf- lega góðar vinkonur, það sá ég fljót- lega eftir að ég kynntist konu minni. Aldursmunur milli þeirra var ekki mikill og voru þær nánar. Bæjarferð- ir, kaffihúsaferðir og ferðir á listvið- burði voru nokkuð sem þær gerðu mikið af saman. Samskiptin á milli þeirra voru dagleg og oftast mörgum sinnum á dag. Kona mín missir því ekki bara móður sína heldur einnig sína bestu vinkonu. Aja var ákaflega góð amma. Börn- unum mínum þótti ákaflega vænt um ömmu sína og þótti gott að heim- sækja hana í Stapaselið. Ömmumat- ur var umtalaður og sagður sá besti í heimi. Þótt ég leitaði upplýsinga víðs- vegar á veraldarvefnum og í bóka- söfnum um hvernig setja ætti saman gott spaghettí bolognese þá komst ég aldrei með tærnar þar sem hún hafði hælana. Ömmuspaghetti var það besta í heimi. Aja vissi alltaf hvernig mínum börnum leið og hvað þau voru að sýsla. Við áttum oft yndisleg sumarfrí með tengdaforeldrum mínum. Upp úr stendur þegar þau heimsóttu okk- ur til Danmerkur er ég var þar við nám. Með engum fyrirvara var hopp- að upp í vél og flogið til Krítar. Þar mættum við miklum hita, yndislegum heimamönnum og frábærri matar- og vínmenningu. Áttum við þar góðar stundir og nutum þess að vera sam- an. Einnig áttum við skemmtilegar bústaðaferðir saman og stendur þar Þjórsárdalurinn upp úr. Aja var sterk kona og þrátt fyrir að hún gengi í gegnum miklar kvalir vegna þess sjúkdóms er hana hrjáði heyrðist hún aldrei kvarta. Hún hafði meiri áhyggjur af okkur hinum í fjöl- skyldunni og af því smávægilega sem okkur hrjáði. Hún sætti sig ekki við að yfirgefa okkur og reyndi af al- mætti að berjast við sjúkdóminn og hafa þar sigur. Sú varð því miður ekki raunin og þurfum við hin nú að sætta okkur við að hafa hana ekki lengur hjá okkur. Eftir sitja þó sterkar minningar um kröftuga og hlýja konu sem vildi okkur öllum svo vel. Ég kveð þig mín kæra tengdamóð- ir í hinsta sinn. Þinn tengdasonur, Guðmundur H. Kjærnested. Nú er Aja tengdamóðir mín látin. Það er ekki hægt annað en að dást að því hve hetjulega hún barðist við þennan hræðilega sjúkdóm sem krabbamein er. Hún var kjarnorku- kona og var ekki með neina sjálfs- vorkunn heldur bauð sjúkdómnum birginn og bar sig vel. En þegar krabbinn er búinn að ná sér á strik þá er ekki auðvelt að sigra, jafnvel ekki fyrir hana. „Er Guð sterkur?“ sagði litli fjög- urra ára guttinn minn við mig þegar ég var að reyna að útskýra fyrir hon- um að nú væri Guð búinn að taka ömmu upp í himininn til sín. Hvað getur maður sagt við svona spurn- ingu? Það er ekki auðvelt að útskýra fyrir börnunum hluti sem maður skil- ur kannski ekki allt of vel sjálfur. Aja var mikil fjölskyldukona og var alltaf reiðubúin að snúast í kring- um börnin sín og barnabörnin. Hún var alltaf að og ófá voru fjölskyldu- boðin þar sem hún var á hjólum í kringum alla þó svo aðrir væru löngu sestir. Hún náði alltaf mjög vel til barnanna minna og var vel inni í áhugamálum þeirra og þankagangi þó svo að við byggjum oft langt í burtu. Hún á mikið þakklæti skilið fyrir allt það sem hún hefur verið fyr- ir börnin mín og ég veit að hún mun halda áfram að passa þau úr fjarlægð eins og hún hefur alltaf gert. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum, að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Fanney Kr. Hermannsdóttir. Elsku amma okkar. Þú varst alltaf svo ótrúlega góð við okkur og alla þá sem þú umgekkst. Við elskum þig svo mikið. Sú tilhugsun að lifa án þín, að stofna okkar eigin fjölskyldur án þess að hafa þig og allan þann stuðn- ing og ást sem þú veittir hræðir okk- ur. Þegar við hugsum um þig og hversu góð amma þú varst rifjast upp margar yndislegar minningar úr Stapaselinu. Þegar við systkinin fengum að gista hjá ykkur afa dekr- aðir þú við okkur og gerðir allt sem þú gast til að Stapaselið væri okkur sem annað heimili – sem það er og mun alltaf vera. Eins og við sögðum þér svo oft, þá er „ömmuspaghettíið“ uppáhaldsmaturinn okkar. Við mun- um aldrei gleyma þessum stundum. Það skipti engu máli hversu veik þú varst, þú eyddir alltaf meiri tíma í að hafa áhyggjur af okkur heldur en eigin ógæfu. Það er erfitt að sam- þykkja að svona góð og heilbrigð kona eins og þú sé tekin frá okkur á hátindi lífsins. Þið afi voruð svo full- komin hjón, ástfangin alveg fram á síðustu stundu. Með þig sem fyrir- mynd förum við út í lífið fullviss um að okkur muni ganga vel. Við elskum þig ávallt. Þín barnabörn, Sigurjón, Silvá og Alexandra. Elsku systir okkar, Æja, er dáin. Hún var elst af sex systrum, eldri eru tveir bræður, en foreldrar okkar eignuðust dreng sem dó rétt eftir fæðingu. Æja var í orðsins fyllstu merkingu stóra systir okkar. Alltaf gátum við leitað til hennar, bæði þeg- ar hún var heima og eftir að hún flutti að heiman. Faðmurinn og heimilið þeirra hjóna var okkur alltaf opið. Sýndi hún okkur það hversu fjöl- skyldan var mikils virði að hún vildi að við hittumst öll jól og ættum stund saman. Lengi vel bjuggu Æja og Nobbi í Þýskalandi, höfðu þau alltaf sterkar taugar til landsins og talaði hún þýskuna eins og móðurmálið. Allt sitt líf var Æja mjög hraust. Hún kenndi sér aldrei meins, þess vegna kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar hún greindist með illkynja sjúkdóm sem að lokum sigraði hana. Aðdáunarvert var að fylgjast með hversu hetjulega hún barðist í veikindum sínum. Sem dæmi um það var sama hvenær hún var spurð um líðan, alltaf var svarið: „Mér líður ágætlega, ég finn hvergi til.“ Með því að svara okkur svona sýndi hún okkur hinum hversu sterk og dugleg hún var og ekki vildi hún að við hefðum áhyggjur af sér. Allan Aðalbjörg Kristjánsdóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson þýddi.) Elsku amma, við söknum þín svo ægilega mikið. Við munum aldrei gleyma hversu góð þú varst við okk- ur og hversu gott var að koma til ykkar afa í Stapa- selið. Ástarkveðjur, Aðalbjörg, Hermann, Sölvi og Sigurbjörg. HINSTA KVEÐJA Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.