Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 27
UNDANFARIÐ hafa verið mörg falleg sólsetur eins og gjarnan er á þess- um árstíma. Hér hefur ljósmyndari smellt einni mynd af rjóðum himninum hjá Reykjavíkurtjörn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sólsetur við tjörnina MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 27 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ GAFSTU KONUNNI ÞINNI Á VALENTÍNUSAR- DAGINN? VÖND AF DAUÐUM FLUGUM HANN HLÝTUR AÐ HAFA VERIÐ DÝR! HANN VAR ÞAÐ HANN KOSTAÐI MIG EINN HANDLEGG OG FJÓRA FÆTUR SYSTIR MÍN SLÓ MIG HÚN SLÆR MIG MEÐ ÓÞÆGILEGA STUTTU MILLIBILI SLÆR HÚN ÞIG OFT? „OFT“ ER EKKI RÉTTA ORÐIÐ ÞAÐ ER AÐ KOMA NÝTT ÁR TÍMINN LÍÐUR SVO HRATT HVAR ERU ALLAR ELDFLAUGARNAR? HVAR ERU GEISLABYSSURNAR? HVAR ERU SKÝJA- BORGIRNAR? ÉG HELD AÐ FÓLK Í DAG RÁÐI EKKI EINU SINNI VIÐ TÆKNINA SEM ÞAÐ HEFUR VIÐ GETUM EKKI EINU SINNI STJÓRNAÐ VEÐRINU? HVAÐ ER Í GANGI? HVAR ERU FLJÚGANDI BÍLARNIR? HVAR ERU NÝLENDURNAR Á TUNGLINU? HVAR ERU VÉLMENNIN? HVAÐ VARÐ UM FRAMTÍÐINA? HVAÐ VARÐ UM ALLA TÆKNINA? ÞAÐ STENDUR HÉRNA AÐ VIÐ MEGUM EKKI HENDA NEINU RUSLI Á GRASIÐ, ANNARS VERÐUR OKKUR REFSAÐ AF NÁGRANNAVAKTINNI KORT VIÐ ÆTTUM KANNSKI AÐ KAUPA OKKUR NÝJAN BÍL NÚ? VIÐ ERUM BARA BÚIN AÐ EIGA HANN Í FIMM ÁR NÁKVÆMLEGA! VILTU VIRKILEGA KEYRA UM Á FIMM ÁRA GÖMLUM BÍL? AF HVERJU EKKI? ÞAÐ ER EKKERT AÐ HONUM EN FÓLK HELDUR AÐ VIÐ SÉUM BLÖNK SKRÍTIÐ... VIÐ SEM VORUM AÐ KLÁRA AÐ BORGA AF HONUM DARA, HVERNIG ER AÐ VERA GIFT KÓNGULÓARMANNINUM? ÞAÐ ER FRÁBÆRT! ÉG ER MJÖG STOLT AF MANNINUM MÍNUM! EN HANN GERIR EKKI ANNAÐ EN AÐ SVEIFLA SÉR UM BORGINA. HVERNIG FÆR HANN PENING? ER HANN KANNSKI MEÐ VINNU? JAMESON ER AÐ KOMAST OF NÁLÆGT SANNLEIKANUM Velvakandi Tökum Svía til fyrirmyndar MÉR finnst að við ætt- um að taka Svía til fyr- irmyndar og banna spilakassa. Fólk hefur misst íbúðir og bíla út af spilakössum. Sjálfur er ég spilafíkill og oft hef ég ekki getað borg- að húsaleigu. Ég er andlega fatlaður og all- ir mínir peningar fara í spilakassa, mér finnst skrítið að líknafélög misnoti sér aðstöðu annarra. Jónas. Margir metrar MARGIR metrar af sígar- ettustubbum og öðru rusli hafa safn- ast upp á umferðareyju við gatna- mót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Oft sést til bíl- stjóra, sem bíða þarna eftir grænu ljósi, kasta alls konar rusli út um bíl- gluggann, s.s. sígarettum, gosdós- um, lyfjaumbúðum o.fl. o.fl. Stund- um eru börnin þeirra með í för og þau læra þá þessa fyrirmynd- arframkomu við nátt- úruna og umhverfið. Undrandi öldungur. Léleg þjónusta hjá Nettó á Salavegi MIG langar að greina frá viðskiptum mínum við Nettó á Salavegi. Um daginn var ég að versla og keypti m.a. camenbert-ost sem samkvæmt hillumerk- ingu átti að kosta 263 krónur stykkið. Við kassann tek ég eftir því að osturinn hefur hækkað upp í 279 krónur, eða um tæp 6%. Ég benti aðstoðarverslunarstjór- anum á þetta misræmi. Tveimur dögum síðar á ég leið um sömu búð og kaupi aftur camenbert-ost og sé að hilluverðið er enn hið sama eða 263 krónur stykkið. Við kassann kemur í ljós að enn ætlar verslunin að rukka mig um 279 krónur fyrir ostinn. Engin leiðrétting hafði verið gerð á verði ostsins á þessum tveim- ur dögum. Hvers konar við- skiptahættir eru þetta? Finnst for- ráðamönnum Nettó þetta vera góðir viðskiptahættir? Mér finnst þetta vera a.m.k. óboðleg þjónusta og því er mínum viðskiptum við þetta fyr- irtæki lokið. Jafnframt hvet ég alla sem versla hjá Nettó að bera saman verð í hillum og á kassakvittuninni. Með kveðju, Gunnar Alexander Ólafsson.            Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og blöð kl. 9- 10.30, vinnustofa kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30-16. Árskógar 4 | Bað kl. 9-16, handavinna kl. 9-12, smíði/útskurður kl. 9-16.30, fé- lagsvist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Söguklúbbur kl. 13.30, gátur og gamansögur. Almenn handavinna, kaffi/dagblöð, fótaaðgerðir, matur, ódýrt með kaffinu, slökunarnudd. Föstudaginn 15. ágúst kl. 12.30 verður farið frá Bólstaðarhlíð 43 í dagsferð í Viðey. Staðarleiðsögn og kaffihlaðborð. Verð 2.200 kr. Skráning í s.535-2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa FEBK í Gullsmára 9 er opin mánu- daga og miðvikudaga kl. 10-11.30, s. 554-1226, og í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 15-16, s. 554-3438. Fé- lagsvist er spiluð í Gullsmára á mánu- dögum kl. 20.30 og í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Stjórn FEBK. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi verður við til hádegis, lomber og canasta kl. 13 og heitt á könnunni til kl.15.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10, hádeg- isverður kl. 11.40 handavinna kl.13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, hádegismatur, síð- degiskaffi, Jónshús opið til kl. 16. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Pútttími við Hlaðhamra á föstudögum og mánudögum kl. 14. Áhöld lánuð á staðnum. Uppl. í síma 586-8014 eftir há- degi. Félagsstarf Gerðubergs | Á morgun kl. 9 verður opnað að afloknu sumarleyfi starfsfólks, m.a. opnar vinnustofur og spilasalur, létt ganga um nágrennið kl. 10.30. Föstud. 15. ágúst kl. 10 er prjóna- kaffi. Hæðargarður 31 | Munið Gáfumanna- kaffið virka daga kl. 14.30-15.30 í ágúst. Engin inngönguskilyrði. Hugmyndabank- inn opinn. Ertu með hugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd í félagsstarfinu í vetur? Skráning á námskeið frá 25. ágúst til 29. ágúst. Haustfagnaður 5. september. Uppl. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund og spjall kl.10.30, handverks- og bókastofa opin kl.11.30, kaffiveitingar kl. 14.30, söng- og samverustund kl. 15, hár- greiðslustofa opin, s. 862-7097, fótaað- gerðastofa opin, s. 552-7522. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9.15- 15.30, matur og kaffi. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-22. Kvöldbænir kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í s. 858- 7282. Komdu og eigðu notalega stund í kirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.