Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 11 FRÉTTIR Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „JÁ, MÉR fannst ég finna fyrir nærveru Guð- rúnar. Ég er ekki frá því að hún hafi hreinlega fylgt mér á leiðinni. Ég fann til dæmis bestu gönguleiðirnar fyrir hópinn – eflaust hefur Guðrún leiðbeint mér í þá átt,“ segir Auður Kjartansdóttir fararstjóri. Hún leiddi nýlega hóp á vegum Ferðafélags Íslands í sex klukku- tíma göngu um Hvannadalsskriður. Ætlunin var að endurtaka göngu konu einnar fyrir 150 árum sem neyddist til að sækja eld á næsta bæ. Gangan var ákaflega erfið; klöngrast þurfti í marga klukkutíma í flughálu fjöru- grjóti og vaða sjó upp að mitti. Konan hét Guð- rún Þórarinsdóttir. Hún var barnshafandi og bar auk þess annað ársgamalt barn sitt í fang- inu. Hún komst á leiðarenda að lokum. Guðrún var búsett í Hvanndölum, sem voru meðal afskekktustu byggða á landinu. Eldur kulnaði á bæ hennar og þurfti hún því að gera sér ferð á næsta bæ. Þetta var að vetri til og aðstæður erfiðar. Guðrún komst ekki hefð- bundna leið og þurfti því að fara niður í fjöru og ganga fyrir Hvannadalsskriður. Auður fet- aði nú í fótspor hennar enda komin fimm mán- uði á leið. Góðar aðstæður til göngu Hún segir gönguna hafa gengið vel í alla staði og aðstæður hafa verið góðar. Gangan um Hvannadalsskriður var aðeins einn hluti ferðarinnar sem stóð í nokkra daga. Aðspurð segir Auður, sem er þaulvön fjallamanneskja, að sér hafi liðið vel í göngunni þrátt fyrir að vera komin fimm mánuði á leið. „Ég hefði vel getað hætt við eftir tvo daga. En mér leið bara vel og sá því enga ástæðu til að snúa við.“ 30 manna hópur hélt í gönguna. „Guðrún fylgdi mér“ Auður Kjartansdóttir fararstjóri leiddi hóp um Hvannadalsskriður sömu erfiðu leið og Guðrún Þórarinsdóttir gekk ólétt með ársgamalt barn sitt í fanginu fyrir 150 árum til að sækja eld á næsta bæ Fjallageit Auður í Hvannadalsskriðum. Í HNOTSKURN » Guðrún Þórarinsdóttir varbúsett í Hvanndölum, sem voru meðal afskekktustu byggða á landinu fyrir 150 árum. » Eldur hafði kulnað á bæhennar og þurfti hún því að gera sér ferð á næsta bæ. » Hún var barnshafandi og barauk þess ársgamalt barn sitt í fanginu. » Þetta var að vetri til og að-stæður erfiðar. Hún komst á leiðarenda að lokum. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is OFFITUVANDINN hefur aukist verulega á undanförnum árum á heimsvísu og hefur tvöfaldast frá 1980. Skýringarnar eru taldar liggja í breyttu lífsmynstri, lægra mat- vöruverði, tækniframförum sem hafa gert okkur kleift að auka fram- leiðslu á skyndibitafæði og snakki og hærra verði á tóbaki. Á árunum 1976-1980 þjáðust 15% fullorðinna í Bandaríkjunum af of- fitu, 23% árin 1988-1994 en 32% árin 2003-2004. John Cawley er prófessor í hagfræði við Cornell-háskóla. Hann hefur helgað sig rannsóknum á efna- hagslegum og félagslegum afleiðing- um offituvandans. Hann hélt nýlega fyrirlestur hér á landi á vegum hag- fræðideildar Háskóla Íslands. „Ekki er vitað með vissu nákvæm- lega hvað það var sem leiddi til þess- arar aukningar í offitu. Hins vegar vitum við að aðeins 15 kalóríur auka- lega á dag áttu þátt í því að stuðla að þessu vandamáli. Það er þessi litla viðbót daglega sem skiptir sköpum,“ segir John. Offituvandinn er mun stærri núna meðal ungra barna. Rætt hefur verið um að takmarka auglýsingar á óhollum mat og skyndibita sem beinast sérstaklega gegn börnum. „Sem hagfræðingur spyr maður sig er það yfirleitt hlut- verk ríkisvaldsins að hafa skoðun á því hvað fólk borðar? Það er það í reynd. Því feit börn verða að feitum fullorðnum og feitir kosta heilbrigð- iskerfið mjög mikið,“ segir John. „Svo ríkisvaldið verður að gera eitt- hvað. Vandamálið er að þegar það er engin ein tegund af mat sem veldur offitu, hvernig takmörkum við það að ákveðinn matur sé markaðssettur sérstaklega með börn í huga? Þetta snýst um jafnvægi. Maður í góðu formi fær sér súkkulaði af og til. Þess vegna er það svo erfitt að tak- marka auglýsingar á óhollum mat. Við verðum öll að borða og matur er eitt af því sem gerir lífið gott.“ Margir telja að fólk sem er í góðu formi sé jákvæðara og líti lífið bjart- ari augum en hinir feitu. „Það eru mjög sterk tengsl milli þunglyndis og offitu hjá hvítum konum. Ekki jafnmikil hjá karlmönnum,“ segir John. Hann segir fólk í góðu formi yfirleitt með meira sjálfstraust og því gangi betur í einkalífi og starfi, því sé bein tenging þarna á milli. Mikilvægt að auka upplýsingaflæði Að sögn Johns þarf hið opinbera að efla lagarammann um upplýs- ingagjöf til neytenda. Hægt er að gera þetta til dæmis með því að skylda veitingastaði til þess að hafa upplýsingar um kaloríufjölda á mat- seðlum svo fólk geti þannig tekið upplýsta ákvörðun. „Við þurfum líka að endurskoða mataræðið í skólun- um. Það er hins vegar mun erfiðara að hjálpa fullorðnum. Í ákveðnum tilfellum geta skurðaðgerðir borið árangur en þær hjálpa bara ákveðið mikið og samhliða þeim þarf að fara fram endurskoðun á neyslumynstri til þess að þær beri raunverulegan árangur til lengri tíma.“ Stór biti fyrir skattgreiðendur Offituvandinn er stór biti fyrir heilbrigðiskerfið sem lendir á skatt- greiðendum. Í Evrópu eru 6% af út- gjöldum vegna heilbrigðisþjónustu tilkomin vegna offituvandans og 5,3% í Bandaríkjunum. „Með skír- skotun til þessarar tölfræði vilja menn réttlæta inngrip ríkisvaldsins. Það sé nauðsynlegt því við borgum öll brúsann gegnum skattkerfið á endanum. Við höfum verið að gera rannsóknir sem felast í því hvaða áhrif það hefur að greiða fólki fyrir að grennast. Brottfall var gríðarlegt og þetta var fólk sem bauð sig fram. Við vorum með tvenns konar hópa. Annars vegar fólk sem fékk greitt ársfjórðungslega og hins vegar fólk sem fékk greitt í lok árs. Í lok árs höfðu 82% þátttakenda hætt. Jafnvel þótt fólk í öðrum hópnum hefði að- eins fengið greitt í lok ársins hættu langflestir áður en árið var úti. Mjög stór hluti fólks bætti við sig kílóum og sárafáir grenntust. Þá er álitaefni hvort fólk hafi ekki fengið greitt nægilega mikið. Ég held hins vegar að undirliggjandi vandinn sé miklu stórtækari. Ef til vill er þetta röng leið því ef fólk er aðeins í þessu til að fá greitt þá er það að grennast á röngum forsendum. Það beinir ef til vill athygli fólks frá þeirri staðreynd að það ætti að gera þetta fyrir sjálft sig. Fyrir lífsgæði sín og heilsu, en ekki peninga.“ Árangurslaust að borga fólki fyrir að grennast John Cawley rann- sakar afleiðingar offituvandans Morgunblaðið/G. Rúnar Stór vandi Offituvandinn er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þróuð ríki standa frammi fyrir í dag. John Cawley er prófessor í hagfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og hefur rannsakað offituvandann. Í HNOTSKURN »Offita er tengd við 25%aukningu geðraskana í Bandaríkjunum samkvæmt rannsókn frá 2006. »Offita er tengd við 11%aukningu þunglyndis í Noregi samkvæmt rannsókn sem birt var á þessu ári. »Andleg heilsa batnar eft-ir þyngdartap hjá fólki sem var of feitt fyrir. »Hver stök eining sembætist við BMI-stuðul fólks dregur úr lífsgæðum um 0,24% hjá körlum og 0,34% hjá konum. »Of feitt fólk lifir munfrekar við skömm, sér- staklega konur. Offita dreg- ur jafnframt stórlega úr lík- um þess að táningsstúlkur fari nokkurn tímann á stefnumót. Egilsstaðir | Efnt verður til karni- vals að hætti Íra við setningu menn- ingarhátíðar Fljótsdalshéraðs, Orm- steitis, föstudaginn 15. ágúst nk. Írskir listamenn verða með viku- langt námskeið fyrir karnivalið. Ormsteiti stendur til 24. ágúst. Menningarmiðstöð Fljótsdalshér- aðs er miðstöð sviðslista á Austur- landi. Hún hefur fengið til liðs við sig fjöllistahópinn Nanu-Nanu Interna- tional til þess að vera með skraut- sýningu á Egilsstöðum á setning- arhátíð Ormsteitis og stjórna undirbúningsnámskeiði. Fólki frá öllum sveitarfélögunum á Austur- landi hefur verið boðið á námskeiðið. Gestir koma einnig frá Noregi. Lára Vilbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ormsteitis, segir að karnivalið verði með sínum aust- firsku sérkennum og Lagarfljóts- ormurinn verði í aðalhlutverki í skrúðgöngunni frá Vilhjálmsvelli niður að Lagarfljóti. Seinni helgina verður hreindýra- veisla á Egilsstöðum og dagskrá á Skriðuklaustri. helgi@mbl.is Undirbúa karnival Hátíðin hefst næst- komandi föstudag SNÆFELLSJÖKULL hefur mikið látið á sjá að undanförnu. Ljósmynd- ari sem var á ferð við jökulinn síðast- liðinn föstudag segir hann minna meira á snjóskafl í dag en jökul. Í síðustu viku var kynnt skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreyt- ingar á Íslandi, en þar kom m.a. fram að allir jöklar landsins hafi hopað frá árinu 1995 og muni hopa ört áfram. Fyrir rúmri viku varaði landvörð- ur í þjóðgarðinum Snæfellsjökli við ferðum upp á jökulinn, sem er orðinn mjög sprunginn og blautur. Fyrir- tækið Snjófell hefur hætt við frekari skipulagðar vélsleðaferðir á jökulinn í sumar af þessum sökum. Snæfellsjökull hopar hratt Ljósmynd/Gunnar Örn Arnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.