Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 19
Einbeitt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður hennar, báru tákn samfélags samkynhneigðra á laugardag.
Júlíus Blog.is
Ágúst H Bjarnason | 9. ágúst 2008
Líkur minni en
1:600.000
Ekki eru miklar líkur á að
fá allar tölurnar í Lottóinu
réttar. Líkurnar eru að-
eins 1:658.008.
Við getum reiknað
þetta út á eftirfarandi
hátt:
Í íslenska lottóinu eru í dag 40 kúlur
með númerum frá 1 upp í 40. Það skiptir
ekki máli í hvaða röð kúlurnar …
Meira: agbjarn.blog.is
Kolbrún Baldursdóttir | 9. ágúst 2008
Lík óskast...
Að segja ef þú ert á graf-
arbakkanum hljómar eins
og verið sé að gera hreint
og klárt grín. Betra hefði
verið að mínu mati að
segja t.d: ef þú ert deyj-
andi.
Einnig orðalag eins og þarf á nokkrum
líkum að halda liggur við að dragi upp
mynd í huga manns af líkhrúgu. Svo er...
Meira: kolbrunb.blog.is
Helgi Jóhann Hauksson | 10. ágúst
2008
Fórnarlambið
burðast með ótta
Að fá að njóta réttmætrar
öryggistilfinningar eru
svo miklir hagsmunir
hverrar manneskju að
óskiljanlegt er þegar tveir
dómarar hæstaréttar
telja það meiri hagsmuni, að ribbaldi
sem...
Meira: hehau.blog.is
Lissabonsáttmáli
Evrópusambandsins
tryggir fullveldi aðild-
arríkja. Í 50. gr. nýs
heildartexta aðalsátt-
mála ESB er fortaks-
laust ákvæði um ein-
hliða úrsagnarrétt
aðildarríkis. Úrsagn-
arferlið tekur tvö ár ef
ekki verður sam-
komulag. Þetta ákvæði
eyðir efasemdum um fullveldismál í
tengslum við Evrópusambandið.
Ýmis ákvæði Lissabonsáttmálans
eru umdeild, en sammæli er um
einhliða úrsagnarrétt.
Samstarf fullvalda
ríkja getur skilað
ávinningi til allra.
Náið samstarf ríkja
er óhjákvæmilegt og
felur jafnan í sér
samþættingu ákvarð-
ana sem áður voru
hluti fullveld-
isstjórnar hvers rík-
is. Innan ESB eru
reyndar mörg dæmi
um sérstök samn-
ingsákvæði til að
tryggja sérstöðu, t.d.
á Möltu, Azoreyjum, Álandseyjum
og víðar.
Margföld reynsla er fyrir því að
slík samþætting eflir fullveldi þátt-
tökuríkja, ekki síst smáríkja sem
öðrum kosti hefðu setið í horni. Að
nokkru leyti eru EES-ríkin slíkar
hornrekur nú, með annars flokks
aðild að ESB.
Umsvif Evrópusambandsins geta
að hámarki orðið 1,24 % af vergri
þjóðarframleiðslu aðildarríkja.
Þetta er ,,ofurveldi“ ESB. Umsvifin
nema nú um 1 % og tæpur helm-
ingur sameiginlegra fjárlaga er
greiddur beint út til aðildarþjóð-
anna. Alls nema umsvif stofnana
ESB nú um 235 evrum á mann á
ári.
Um árabil hefur verið rætt um
breytingar á stjórnarskrá Íslands
vegna fullveldisframsals í fjölþjóða-
samstarfi. Þessar umræður hófust
löngu áður en aðild að ESB kom á
dagskrá. Ástæður eru meðal ann-
ars aðild okkar að Evrópuráðinu,
Atlantshafsbandalaginu, Norð-
urlandaráði, EFTA, EES og stofn-
unum Sameinuðu þjóðanna. Jafnvel
þótt áhrif Íslendinga verði mjög lít-
il mun full aðild að ESB styrkja
stöðu okkar frá því sem nú er. Við
erum nú þegar háð stofnunum Evr-
ópusambandsins, en án aðildar að
málum. Innan ESB mun norrænt
samstarf stóreflast og við getum
líka myndað bandalög við aðra, t.d.
eyþjóðir og þjóðarbrot. Þá losna Ís-
lendingar með fullri aðild að ESB
úr þeirri úlfakreppu sem orðin er í
gjaldmiðils- og peningamálum.
Sameiginlegur gjaldmiðill verður
ekki leiksoppur spákaupmanna.
Varnarsamningur Íslendinga og
Bandaríkjamanna og Mannrétt-
indadómstóll Evrópuráðsins eru
dæmi um framsal fullveldisþátta
sem hafa skilað þjóðinni árangri.
Fleiri dæmi má nefna sem stað-
festa að samstarf þjóða og sam-
þætting þátta fullveldis efla sjálf-
stæði þjóðar. En hér er um
vandasöm mál að fjalla og söguleg
dæmi eru líka til varnaðar.
Allt bendir til að aðild að Evr-
ópusambandinu og upptaka evru
treysti fullveldi Íslands.
Eftir
Jón Sigurðsson » Aðalsáttmáli Evr-
ópusambandsins
tryggir fullveldi aðild-
arríkja. Í 50. gr. er for-
takslaust ákvæði um
einhliða úrsagnarrétt.
Jón Sigurðsson
Höf. er fyrrv. formaður
Framsóknarflokksins.
Fortakslaus einhliða úrsagnarréttur
HERNAÐARÁTÖKIN
í Kákasus eru hörmuleg
eins og stríðsrekstur æv-
inlega er. Það eru saklaus-
ir borgarar sem líða og
falla fyrir sprengjum og
skotárásum á báða bóga.
Það er því brýnt að stöðva
átökin milli Georgíu og
Rússlands og koma á
vopnahléi til að unnt verði
að leita pólitískra lausna á
deilunni.
Skyggnst í söguna
Á Vesturlöndum er sú skoðun al-
menn að hér séu Rússar með enn
einn yfirganginn gegn litlu ríki,
Georgíu, sem vill treysta sjálfstæði
sitt í sessi. Það er líka sú mynd sem
stjórnvöld hér vestra og fjölmiðlar
draga gjarnan upp, það er jú ósköp
þægilegt að hafa óvin eins og Rússa
til að benda á og gera að blóraböggli.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins er
hér engin undantekning.
En það getur verið hollt
að skyggnast bak við tjöld-
in, skoða söguna og bera
saman við önnur dæmi
sem geta haft þýðingu
gagnvart þeirri deilu sem
uppi er í Kákasus. Vita-
skuld er unnt að setja
þessa deilu í það samhengi
að hún snúist um hugs-
anlega aðild Georgíu að
NATO og hernaðarlegar
afleiðingar þess fyrir
Rússa, það er hægt að
nefna olíuna sem leidd er í
gegnum þetta svæði o.fl. Átökin á
Balkanskaga snerust á sinn hátt líka
um yfirráð stórvelda, stöðu þeirra í
alþjóðastjórnmálum og viðskiptum.
Stríðsreksturinn í Írak nú og fyrr
sömuleiðis. Og því miður hneigjast
menn til að horfa eingöngu á þetta
yfirborð.
Arfleifð Stalíns
Sjálfsstjórnarhéruðin Suður-
Ossetía og Abkhasía liggja innan
landamæra Georgíu eins og þau eru
viðurkennd af alþjóðasamfélaginu.
Þess er nú krafist að þau landamæri
séu virt. Á hitt er að líta að þarna
búa þjóðir sem vilja sjálfstæði, hafa
eigin menningu, sögu og tungumál.
Og þær hafa verið þvingaðar undir
georgísk yfirráð. Barátta þeirra fyr-
ir því að ráða sér sjálfar er ekki ný af
nálinni. Rússeska keisaradæmið fór
með hernaði gegn þeim á 19. öld. Í
kjölfar rússnesku byltingarinnar
stofnuðu Menshevíkar sjálfstætt ríki
Georgíu þar sem Abkhazía var hluti
en áttu í miklum erjum við íbúana
sem kærðu sig ekkert um þá til-
högun. Þegar Georgía samdi um að-
ild sína að Sovétríkjunum varð t.d.
Abkhazía sjálfstætti lýðveldi í
tengslum við Georgíu. Það var hins
vegar ákvörðun Jósefs Stalíns að
þessi sjálfsstjórnarhéruð yrðu hluti
af Sovétlýðveldinu Georgíu. Og í
kjölfarið hóf sá illræmdi Lavrentíj
Bería, yfirmaður KGB, að skipu-
leggja fólksflutninga, m.a. að flytja
Georgíumenn til héraðanna. Það er
við þessa arfleifð stjórnar Stalíns
sem þjóðirnar eru m.a. að berjast í
dag. Og það er í raun skömm að því
að Vesturlönd skuli ekki sýna þess-
um þjóðum stuðning við að brjótast
undan stalínismanum ef svo má að
orði komast.
Sjálfsákvörðunarréttur –
sjálfsögð mannréttindi
Ossetar og Abkhasar eru ekki
Georgíumenn. Eiga raunar lítið sam-
eiginlegt með þeim nema hin form-
legu landamæri. Suður-Ossetar eru
hluti af stærri þjóð, þar sem meiri-
hlutinn býr í Norður-Ossetíu sem til-
heyrir Rússlandi. Meirihluti þessara
þjóða ber rússneskt ríkisfang. Það
er hægt að gera lítið úr því og segja
að Rússar hafi útbýtt vegabréfum til
þeirra sem það vildu hafa. Hin hliðin
á þeim peningi er auðvitað spurn-
ingin hvers vegna Georgíustjórn
hefur ekki veitt þessum þjóðum
sjálfsögð borgaraleg réttindi eins og
ríkisfang? (Ég hef hér ekkert minnst
á þriðja sjálfsstjórnarhéraðið í
Georgíu, Adjaríu, þar sem það hefur
ekki dregist inn í þessi átök.)
Burtséð frá því hvar menn kunna
að standa í deilum stórveldanna,
með eða móti NATO eða ESB
o.s.frv., þá stendur í mínum huga eft-
ir spurningin um sjálfsákvörð-
unarrétt ossetísku og abkhösku
þjóðanna. Er réttur þeirra annar og
minni en til dæmis Albana í Kosovo?
Eða hver yrði afstaða okkar ef Fær-
eyingar lýstu yfir sjálfstæði? Það er
fyrst og fremst vanvirða og lítilsvirð-
ing við þessar þjóðir að horfa fram
hjá áralangri baráttu þeirra fyrir
sjálfsákvörðunarrétti en beina sjón-
um þess í stað aðallega að átökum
stjórveldanna, framferði Rússa,
hagsmunum NATO og Bandaríkj-
anna. Um það allt má vissulega
margt segja og flest heldur miður.
En eftir standa hagsmunir þjóða,
sem eiga sína djúpu og ríku sögu og
menningu, og sem vilja berjast fyrir
sjálfstæði sínu. Það myndi sæma
betur öllum þeim sem vilja berjast
fyrir mannréttindum og lýðræði að
taka málstað þessara þjóða og leita
pólitískra lausna sem tryggja rétt
þeirra til að ráða málum sínum sjálf-
ar.
Eftir Árna Þór
Sigurðsson
» Það sæmir betur
þeim sem vilja berj-
ast fyrir mannrétt-
indum að taka málstað
þessara þjóða og
tryggja rétt þeirra
til að ráða málum
sínum sjálfar.
Árni Þór
Sigurðsson
Höfundur er þingmaður
VG og áhugamaður um málefni
Kákasusþjóða.
Átökin í Kákasus