Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 2
eftir yfirlýsingar Marsibil á
fimmtudaginn var þegar þau Ósk-
ar og Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir, verðandi borgarstjóri, ákváðu
að ganga til samstarfs í borgar-
stjórn Reykjavíkur. Óskar kvaðst
hafa fengið tilboð sjálfstæðis-
manna um hádegi á fimmtudag.
Þau Marsibil hafi bæði ræðst við
og hist á fimmtudag en þeir fundir
reynst vera árangurslausir.
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Meðal námsefnis:
• Mannleg samskipti.
• Helstu áfangastaðir
erlendis í máli og
myndum.
• Mismunandi
trúarbrögð.
• Saga landsins,
menning og listir.
• Frumbyggjar og saga
staðarins.
• Þjóðlegir siðir og hefðir.
• Leiðsögutækni og ræðumennska.
Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan.
Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra
í leiðsögn á erlendri grund.
Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson, Pétur Björnsson, Jóhanna
Kristjónsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Sigurður A. Magnússon, Magnús
Björnsson, Pétur Óli Pétursson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Bjarni Karlsson.
Fararstjórn erlendis
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanes | Sólin er áberandi á sýn-
ingunni Orkuverið Jörð í Reykjanes-
virkjun eins og í lífi jarðarbúa sem
hún gerir mögulegt. Sýningin er hluti
af þemagarði um sögu og náttúru
Reykjaness, Bláa demantinum.
Þegar stöðvarhús Reykjanesvirkj-
unar var byggt var gert ráð fyrir að-
stöðu fyrir fræðslu um starfsemi
Hitaveitu Suðurnesja. Hugmyndin
þróaðist út í það að ákveðið var að
setja upp metnaðarfulla orkusýningu.
Hún var opnuð í sumar.
Nýr kostur í ferðaþjónustu
„Við sem höfum unnið við kynn-
ingu á Íslandi vitum að hér hefur
vantað afþreyingu fyrir ferðafólk.
Fólk vill upplifa það sem Ísland hefur
upp á að bjóða en fá um leið fræðslu.
Þessi sýning er nýr möguleiki, hún er
hluti af ferðaþjónustunni og fræðandi
um leið,“ segir Haukur Birgisson ráð-
gjafi, einn af þeim sem taka á móti
gestum í Orkuverinu Jörð.
Hann hefur lengi unnið að ferða-
málum, var meðal annars forstöðu-
maður landkynningarskrifstofu
Ferðamálastofu í Frankfurt í sex ár.
Hann vinnur að kynningu og mark-
aðsmálum fyrir Orkuverið Jörð og
Bláa demantinn.
Hitaveita Suðurnesja kom sýning-
unni upp en þeir sem standa að hug-
myndinni um Bláa demantinn reka
hana í samvinnu við Hitaveituna.
Haukur segir að erlendir ferða-
menn hafi ekki einungis áhuga á fal-
legri náttúru landsins. Þeir vilji vita
út á hvað lífið hér gengur. Orkan sem
felist í jarðhitanum veki sérstakan
áhuga þeirra og hvernig hún er nýtt.
Hverflarnir vekja athygli
Sýningin er ekki síður hugsuð fyrir
Íslendinga og telur Haukur að hún sé
áhugaverð fyrir skólahópa. Mikið er
af upplýsingum almenns eðlis um
orkuna og nýtingu hennar. Sýningin
hefst með kenningunni um mikla-
hvell, uppruna alheimsins. Þaðan
liggur leiðin um alheiminn, inn í okk-
ar vetrarbraut, okkar sólkerfi og svo
er jörðin allsráðandi. Þar er fjallað
um hvernig maðurinn hefur nýtt
orkuna á margvíslegan hátt; sól-
arorku, vindorku, kjarnorku, allt að
virkjun jarðvarma á Reykjanesi.
Reykjanesvirkjun er nýjasta gufu-
aflsvirkjun landsins. Hverflar virkj-
unarinnar eru stærsti sýningargrip-
urinn því gestir geta séð yfir þá úr
sýningarsalnum og segir Haukur að
gestum þyki það áhugavert.
Sólarlíkan hefur verið sett upp fyr-
ir utan Reykjanesvirkjun og fyrir-
hugað er að setja líkön af plánetum
upp á nokkrum stöðum þannig að
með því að ferðast um Reykjanesið
geti gestir séð smækkaða mynd af
sólkerfinu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kynning Haukur Birgisson vinnur að kynningu á orkusýningu í Reykjanesvirkjun.
Sólin skín í Orkuverinu Jörð
TALSMAÐUR neytenda, Gísli
Tryggvason, hefur sett fram tillögu
sem er ætlað að „draga úr umsýslu-
kostnaði neytenda á Íslandi sem
panta smáar vörusendingar beint
með pósti að utan – einkum óhag-
kvæmum umsýslukostnaði sem býr
fyrst og fremst til múra en skilar í
raun litlu í þjóðarbúið“ að því er segir
í frétt á vef talsmanns neytenda.
Gjöld ekki í
samræmi við kostnað
Á vefnum kemur fram að ef neyt-
andi kaupir bækur, geisladiska eða
annað í smáum stíl að utan bætist við
virðisaukaskattur og í öðrum tilvikum
tollur. Umsýsla við að reikna virðis-
aukaskatt kostar 450 kr. Úr þessu vill
talsmaður neytenda bæta þannig að
heim kominn pakki verði mun ódýrari
en nú er.
Í tillögunni, sem beint er að fjár-
málaráðherra, er bent á að Ísland sé
eina landið á Evrópska efnahags-
svæðinu sem er ekki með slíka reglu
um niðurfellingu opinberra gjalda af
smápökkum, svo sem bókum og
geisladiskum. Gjöldin, sem innheimt
eru, eru í mörgum tilvikum ekki í
samræmi við kostnaðinn og umstang-
ið við að reikna og innheimta þau.
Gísli rökstyður tillögu sína með
dæmi um bók sem kostar 300 kr. og
sendingarkostnaður nemur 540 kr.
Þá bætist virðisaukaskattur við sem
er 0,07 x (540 + 300) = 59 kr., alls 899
kr. Við bætist umsýslugjald, nú 450
kr. hjá Íslandspósti, samtals 1.349 kr.
Ef virðisaukaskatturinn væri enginn
myndi ríkissjóður tapa 59 kr. brúttó-
tekjum en bókin hefði í staðinn kostað
840 kr. eða 62% af því sem hún kostar
neytanda í dag. Mismunurinn, 509 kr.
er nær níföld fjárhæð virðisauka-
skattsins.
Vill lækka „bókamúra“
Hvað er Blái demanturinn?
Blái demanturinn er merki sameig-
inlegrar markaðssetningar á söfn-
um, sýningum og ýmsum ferða-
mannastöðum á Reykjanesi.
Áherslan er á sögu svæðisins,
orkuna og náttúruna.
Hvaða staðir tilheyra
Bláa demantinum?
Orkuverið Jörð er einn af segl-
unum á þessum ferðamannahring,
einnig víkingaskipið Íslendingur en
verið er að reisa Naust Íslendings
sem verður hluti af svonefndum
Víkingaheimi á Njarðvíkurfitjum.
Einnig Saltfisksetrið í Grindavík,
Brúin milli heimsálfa við Sandvík á
Reykjanesi, Fræðasetrið í Sand-
gerði, Flösin í Garði og söfnin í
Duus-húsum í Keflavík. Svo er
Bláa lónið vitaskuld helsti ferða-
mannastaðurinn.
S&S
MARSIBIL Sæmundar-
dóttir, varaborgar-
fulltrúi Framsóknar-
flokksins í Reykjavík,
hefur sagt sig úr Fram-
sóknarflokknum. Hún
kveðst ætla að starfa
áfram að borgarmálum
sem óháð og þá með
minnihlutanum í borg-
arstjórn. Þrátt fyrir
þessa ákvörðun ætlar
hún ekki að fella ný-
stofnaðan meirihluta
Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í
borgarstjórn komi til
þess að Óskar Bergsson borgarfulltrúi framsókn-
armanna forfallist tímabundið.
Marsibil birti í gær yfirlýsingu á bloggsíðu
sinni (marsibil.blog.is) þar sem þetta kemur fram.
„Það var ekki á dagskrá hjá mér í síðustu viku
að hætta í Framsóknarflokknum né að hætta í
pólitík. Mínar pólitísku áherslur hafa ekkert
breyst en aðstæður hafa hins vegar breyst þann-
ig að mína pólitík get ég ekki lengur rekið í
Framsóknarflokknum,“ segir m.a. í yfirlýsing-
unni.
Þá kveðst Marsibil þegar hafa tilkynnt Óskari
Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokks og
verðandi formanni borgarráðs, og skrifstofu
Framsóknarflokksins þessa ákvörðun. Þá ítrekar
Marsibil að hún muni ekki fella nýjan meirihluta
komi til þess að Óskar Bergsson forfallist tíma-
bundið.
Marsibil farin
úr Framsóknar-
flokknum
Marsibil
Sæmundardóttir
Óskar Bergsson segir að vel
gangi að fá fólk í nefndir og
ráð. „Ég er með öflugt fólk
bæði af framboðslistanum
og úr flokknum. Það er sá
mannskapur sem ég mun
byggja á. Mér finnst að
mörgu leyti betra að þetta
með Marsibil skyldi koma
upp strax heldur en ef það
hefði komið upp eftir að við
vorum lögð af stað í þá
mikilvægu vinnu sem er
framundan. Engin keðja er
sterkari en veikasti hlekk-
urinn.“
Með öflugt fólk
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ÚRSÖGN Marsibil Sæmundar-
dóttur, varaborgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins, og ákvörðun
hennar um að starfa með minni-
hlutanum í borgarstjórn „kemur
ekki í veg fyrir að sterkur og
starfhæfur meirihluti verði mynd-
aður í borgarstjórn Reykjavíkur á
fimmtudaginn kemur,“ segir Ósk-
ar Bergsson, verðandi formaður
borgarráðs Reykjavíkur. Hann
kveðst hafa fundið fyrir miklum
stuðningi við sig í Framsóknar-
flokknum. Sá stuðningur hafi
bæði komið fram í einkasamtölum
við flokksmenn og eins í yfirlýs-
ingum flokksfélaga. Þá sýni skoð-
anakönnun að stuðningur fram-
sóknarmanna við hinn nýja
meirihluta í borginni sé yfir 90%.
„Ég finn það alls staðar frá að
framsóknarmenn eru ánægðir
með þessa ákvörðun mína,“ segir
Óskar.
Fulltrúalisti Framsóknar-
flokksins í Reykjavík hefur grisj-
ast mikið frá því í síðustu sveit-
arstjórnarkosningum. Óskar
kveðst telja það hafa gerst vegna
sig upp úr þeirri lægð sem hann
hefur verið í.“
– En eru það ekki vonbrigði að
Marsibil skuli yfirgefa Framsókn-
arflokkinn?
„Kveðjustundir geta verið mis-
jafnlega erfiðar, eins og gengur.
Þetta er hennar ákvörðun,“ sagði
Óskar. Hann sagði að ákvörðun
Marsibil hafi í raun ekki komið sér
á óvart. Við henni hafi mátt búast
langvarandi innanhússátaka í
Framsóknarflokknum. Þau hafi
ekki farið framhjá neinum sem
fylgst hefur með fréttum. „Þetta
er frekar arfleifð sem ég sit uppi
með heldur en eitthvað sem er að
koma upp skyndilega núna,“ sagði
Óskar. „Ég lít svo á að með þess-
ari úrsögn sé þessum átökum lok-
ið og að Framsóknarflokkurinn
taki nú höndum saman og vinni
Endalok átaka
Óskar Bergsson segir að afsögn Marsibil Sæmundardóttur komi ekki í veg
fyrir sterkan og starfhæfan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur
Meirihluti Óskar Bergsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir kynntu
nýtt samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.