Morgunblaðið - 19.08.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.08.2008, Qupperneq 4
Sýninga- og geymslurými Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka skemmd- ist töluvert í skjálftanum. Viðgerðum á því er að mestu lokið ef frá eru taldar frá skemmdir á innréttingum þjónusturýmis safnsins. Húsin sjálf sluppu að mestu við skemmdir. Meðal þeirra muna sem skemmdust eru bollar úr hinu svokallaða Gull- fossstelli, vínglas Brynjúlfs á Minnanúpi og peli Þorleifs ríka. Enn hefur ekki verið gert við þá en það stendur til í haust. Engir gripir skemmdust svo að ekki verði við þá gert. Sumir munanna eru enn til sýnis á safninu þrátt fyrir að vera laskaðir og segir Lýður Pálsson safnstjóri þá hafa vak- ið mikla athygli erlendra gesta. Í skjálftanum mikla varð mest tjón í hinu svokallaða Assistentahúsi en þar sprungu átta glerskápar sem innihéldu sýningargripi. Til að varðveita betur gripi safnins eru skáparnir nú búnir plexigleri og fargi í sökklum sínum. „Þeir eru mun stöðugri núna og eiga að þola mikið sterkari skjálfta en þann sem varð í maí,“ segir Lýður. Viðgerð nánast lokið 4 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÚSSAR eru sýnilega ekkert á för- um. Þeir áttu að fara í dag [gær, mánudag] samkvæmt friðar- og vopnahléssamningum sem þeir höfðu undirritað. Þeir eru hins veg- ar um 14 km utan við Tblisi og sitja sem fastast,“ segir Ólöf Magnús- dóttir sem komin er til Tblisi, höf- uðborgar Georgíu, sem íslenskur friðargæsluliði á vegum utanríkis- ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur jafnframt lagt 3 milljónir til Rauða krossins vegna neyðarástands í landinu sem skapaðist í kjölfar átakanna sem brutust út nýlega. Gert er ráð fyrir að Ólöf verði við störf í Georgíu í einn mánuð. Hún segir að fjölmiðlafólki hafi verið meinaður aðgangur að helstu átakasvæðunum en ekki sé mikið um ofbeldi. „Það er hinsvegar gífurleg spenna og tortryggni gagnvart Rússum hérna í Georgíu,“ segir hún. Hætta vegna jarðsprengna „Allt sunnan og austan við Tblisi er opið en norðan og vestan við borgina er hætta vegna jarð- sprengna og þar hafa Rússar sett upp vegatálma við helstu vegi. Það er því erfitt að komast að þeim svæðum sem virkilega þurfa hjálp og það er helsta áskorunin sem hjálparsamtök standa frammi fyrir, þ.e. hvernig í ósköpunum á að koma hjálpargögnum til fólks án þess að Rússar komi í veg fyrir það.“ Ólöf segist ekki hafa orðið vör við sært fólk eða neyð innan sjálfr- ar Tblisi en allt aðra sögu er að segja um svæðið í Suður-Ossetíu, norðan við borgina. „Fólk fær ekki mat og vatn, búið er að loka öllum búðum og heilsu- gæsla er ekki í boði. Þungaðar kon- ur hafa miklar áhyggjur og hafast við í skólum. Hreinlæti og vatn er ekki til staðar og ástandið er því virkilega slæmt, þótt ég hafi ekki séð það með eigin augum.“ Ólöf er kynningarfulltrúi Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna UNI- CEF á Íslandi og mun starfa á skrif- stofu Barnahjálparinnar í Tblisi, vinna úr upplýsingum sem berast frá staðarráðnum starfsmönnum og miðla til höfuðstöðva UNICEF og framlagsþjóða. Í samstarfi við Barnahjálp SÞ hefur verið unnið að skipulagningu viðbragðslista fjölmiðlafólks sem hægt er að kalla til með skömmum fyrirvara í styttri verkefni þegar neyðarástand skapast eða þegar sérstakur skortur er á starfsfólki á sviði upplýsingamála. „Gífurleg tortryggni gagnvart Rússum“ Ólöf Magnúsdóttir friðargæsluliði í Georgíu segir ástandið alvarlegt utan við höfuðborgina Tblisi Friðargæsla Ólöf Magnúsdóttir hóf sinn fyrsta starfsdag í gær. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is AF ÞEIM íbúðarhúsum sem urðu fyrir tjóni í Suðurlandsskjálftanum í maí eru 24 svo mikið skemmd að vá- tryggingafé dugar ekki fyrir við- gerðum. Ekki borgar sig að gera við þau miðað við matsverð þeirra. Verða þau bætt að fullu og að öllum líkindum rifin að sögn Ásgeirs Ás- geirssonar, framkvæmdastjóra Við- lagatrygginga Íslands. Tilkynnt hefur verið um tjón á yfir 2000 íbúðarhúsum eftir skjálftann og stendur skoðun þeirra enn yfir. Þónokkur útihús og sumarbústaðir skemmdust einnig í skjálftanum. Um 750 húsanna hafa verið könnuð en vonast er til að tjónaskoðun ljúki fyrir lok árs. „Þetta er gríðarleg vinna, mikið verk og kostnaðarsamt og þessu fylgja útreikningar og fleira. Maður verður að vona það besta og reyna að láta þetta ganga sem hraðast,“ segir Ásgeir. Ekki allir komnir heim „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða niðurrif og förgun á húsum sem þarf að rífa,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, verkefnisstjóri Rauða krossins yfir þjónustumiðstöðvum vegna Suðurlandsskjálftanna. Segir hann þetta vera mjög þarfan og veg- legan styrk. Ríkissjóður stendur einnig straum af kostnaði við húsnæði sem sveitarfélögin hafa útvegað þeim sem ekki geta snúið til síns heima eftir skjálftann. Ólafur segir tölu- verðan fjölda fólks ennþá búa í slíku húsnæði vegna skemmda eða við- gerða heima fyrir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kraftmikill Suðurlandsskjálftinn 29. maí síðastliðinn var 6,3 á Richter. Skjálftinn árið 2000 mældist 6,6 á kvarðanum. Fjöldi húsa rifinn Ríkið greiðir niðurrif 24 húsa sem skemmdust í skjálftanum og ekki borgar sig að gera við miðað við matsverð þeirra Á tjá og tundri Aðkoman á Byggðasafninu var ófögur eftir skjálftann. Átta glerskápar með sýningargripum sprungu og þónokkrir munir skemmdust. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GÆSASTOFNAR sem verpa hér eða hafa viðdvöl eru sterkir, að undanteknum blesgæsastofninum, að sögn dr. Arnórs Þ. Sigfússonar fuglafræðings. Stofnar grágæsa, heiðagæsa og helsingja hafa allir vaxið frá síðustu aldamótum. Arn- ór telur að gott viðurværi á vetrar- stöðvum geti skýrt þennan vöxt. Hann telur að gæsavarp hafi geng- ið vel í ár. Stofnmatið á gæsastofnunum er byggt á talningu frá því í fyrra og frá í vor. Helsingjastofninn er tal- inn á fimm ára fresti og talning síð- asta vor bendir til þess að hann hafi stækkað um fjórðung á fimm árum og telji nú yfir 70 þúsund fugla. Heiðagæsastofninn er áætl- aður vera 290–300 þúsund fuglar og áætlar Arnór að grágæsastofn- inn geti verið 150–160 þúsund fugl- ar. Þessar tölur varðandi grágæsa- stofninn eru talsvert hærri en áður var talið. Arnór telur að fjöldi grá- gæsa hafi verið vanmetinn, m.a. vegna þess að vetrarstöðvar ís- lensku grágæsanna séu víðar en í Bretlandi. Einnig að þær hafi fund- ið sér nýja nátttstaði á vetrar- stöðvum í Bretlandi þar sem gæsir eru ekki taldar. Varp helsingja breiðist út Flestir helsingjar hafa hér við- dvöl á leið sinni milli vetrarstöðva á Bretlandseyjum og varpstöðva í Grænlandi. Nokkrir fuglar hófu varp í Skaftafellssýslum upp úr 1990 og hefur það vaxið, að sögn Arnórs. Hann telur að helsingjar hafi orpið víðar hér á landi, t.d. í Skagafirði og jafnvel víðar, þar sem þeir halda sig innan um heiða- gæsir. Það kemur heim og saman við þá þróun sem hefur orðið vart hjá helsingjastofnum sem hafa varpstöðvar á Svalbarða eða í Síb- eríu. Það færist í vöxt að fuglar úr þeim stofnum fari að verpa á far- leiðinni. Arnór segir ekki ljóst hvað það er sem stuðlar að mikilli fjölgun helsingja og annarra gæsa. „Ef til vill að þær hafi það betra yfir vet- urinn og eins geta aðstæður á varpslóðunum haft sín áhrif,“ sagði Arnór. Veiðimenn skili vængjum Veiðitímabil grágæsa og heiða- gæsa hefst á morgun, 20. ágúst. Veiðar á helsingja eru leyfðar frá 1. september, nema í Skaftafells- sýslum þar sem veiðar mega hefj- ast 25. september. Blesgæsin er al- friðuð og eru veiðimenn hvattir til að kynna sér hljóð hennar og ein- kenni til að greina hana frá öðrum gæsum. Arnór hefur safnað vængjum af veiddum gæsum undanfarin haust til rannsókna og mun einnig gera það í haust. Hann fékk styrk út Veiðikortasjóði til þeirra rann- sókna. Gæsaveiðimenn eru hvattir til að senda Arnóri gæsavængi. Þeir geta hringt í síma 843 4924 til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að skila vængjunum. Einnig eru upplýsingar þar að lút- andi í Veiðidagbók 2008 frá Um- hverfisstofnun, sem allir handhafar veiðikorta hafa undir höndum. Gæsastofnar hér á landi hafa flest- ir vaxið mikið Gæsavarp virðist hafa heppnast vel Morgunblaðið/Ásdís Fjölgun Grágæsum, heiðagæsum og helsingjum hefur fjölgað mikið. Í HNOTSKURN »Heiðagæsastofninn semverpir hér er nú talinn vera 290–300 þúsund fuglar. Árlega eru veiddar um 15 þús- und heiðagæsir hér á landi og 20–25 þúsund á vetrar- stöðvum. » Íslenski grágæsastofninner nú talinn 150–160 þús- und fuglar. Um 35–40 þúsund grágæsir eru veiddar hér á hverju ári og um 20 þúsund úr sama stofni á Bretlandi. Veið- in er talið vera við þolmörk grágæsastofnsins »Helsingjastofninn sem hef-ur hér viðdvöl vor og haust er talinn um 70 þúsund fuglar. Hér eru veiddir um tvö þúsund helsingjar á ári en nær engir erlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.