Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
EKKI hafa náðst samningar við
Grænlendinga, Færeyinga og veiði-
þjóðir á alþjóðlegu hafsvæði um
stjórnun veiða á djúpkarfa, úthafs-
karfa og grálúðu. Viðræður hafa ver-
ið milli þjóðanna um karfastofnana
án þess að það hafi skilað niðurstöðu
en nú verður lögð áhersla á að reyna
að semja um grálúðustofninn sem er
mikið ofveiddur. Samkomulag er í
gildi um aðra íslenska deilistofna,
vitaskuld fyrir utan makrílinn sem
hefur komið sterkur inn í ár.
Íslendingar hafa ekki fengið aðild
að ákvörðunum annarra strandþjóða
um heildarkvóta á makríl og skipt-
ingu hans á milli þjóðanna og hafa
mótmælt þeim. Fulltrúar strand-
þjóðanna hittast í október til að ræða
stjórnun makrílkvótans á næsta ári.
Þótt veiðar Íslendinga skipti aug-
ljóslega miklu máli hefur fulltrúum
héðan ekki verið boðið að samninga-
borðinu og engar vísbendingar um
að slíkt boð komi.
Grálúðan ofveidd
Stjórnun fleiri íslenskra deili-
stofna er í uppnámi. Grálúðustofninn
við Austur-Grænland, Ísland og
Færeyjar er mikið ofveiddur og hef-
ur minnkað á undanförnum árum.
Ekki hefur tekist samkomulag um
sameiginlega stjórnun.
Um 10 þúsund tonn veiddust á Ís-
landsmiðum á síðasta ári, svipað við
Grænland, aðallega af fiskiskipum
ríkja Evrópusambandsins, og að
auki um þúsund tonn við Færeyjar.
Hafrannsóknastofnunin lagði til í
sumar að veiðar á næsta ári yrðu
minnkaðar niður í fjórðung af þessu,
eða 5 þúsund tonn samtals á öllu
svæðinu. Sjávarútvegsráðherra hélt
sig við 15 þúsund tonn fyrir Íslands-
mið þótt sá kvóti hafi ekki náðst og
ekki útlit fyrir að hann náist á næsta
ári. Var það gert til að tryggja rétt-
indi Íslendinga á meðan ekki semst.
Jafnframt var ákveðið að reyna til
þrautar að ná samkomulagi við
Grænlendinga og Færeyinga um
stjórnun veiðanna.
Ekki virðist hafa verið lögð áhersla
á þessa samninga á undanförnum
misserum heldur hafa karfastofnarn-
ir sem eru mun flóknara viðfangsefni
og erfiðara verið í forgrunni án þess
að nægilegur árangur hafði náðst.
Óformlegar viðræður eru hafnar
um lúðuna og málið var rætt í op-
inberri heimsókn Finn Karlsen, sjáv-
arútvegs-, veiðimála- og landbúnað-
arráðherra Grænlands hingað til
lands í síðustu viku. Við það tækifæri
var ákveðið að skipa nefnd embættis-
manna frá þjóðunum til að fara ofan í
málið.
Flóknir samningar um karfa
Ekki hefur heldur náðst sam-
komulag um stjórnun veiða úr
karfastofnun sem halda sig í ís-
lensku, grænlensku og færeysku
lögsögunni og veiðast einnig á al-
þjóðlegu hafsvæði. Djúpkarfinn á
landgrunni og landgrunnshlíðum
Grænlands, Íslands og Færeyja er
talinn af sama stofni en er aðallega
veiddur á Íslandsmiðum. Veiðar á
úthafskarfa eru hins vegar mest
stundaðar á alþjóðlegum hluta
Grænlandshafs og í fiskveiðilög-
sögum Grænlands og Íslands.
Þjóðirnar sem stunda veiðarnar
hafa ekki náð samkomulagi og út-
hluta aflamarki einhliða svo það er
langt umfram ráðleggingar Norð-
austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd-
arinnar.
Flókið er að ná samkomulagi um
karfastofnana vegna þess að hluti
þeirra veiðist á alþjóðlegu haf-
svæði, auk þess sem smám saman
hefur verið að koma í ljós að um
mismunandi stofna er að ræða.
Nágrannar deila um deilistofna
Ósamið um
stjórnun grálúðu
og karfastofna
!
"
# $
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÞESSI umræða hefur komið upp
áður og Jóhann Geirdal, sem var
formaður framkvæmdastjórnar á
þessum tíma, gaf út yfirlýsingu um
að ekkert aðfinnsluvert væri við
fjármál Alþýðubandalagsins,“ segir
Einar Karl Haraldsson sem var
framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins frá 1993 til 1996.
Matthías Johannessen, fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins, hef-
ur birt nýja hluta úr dagbókum sín-
um á vef sínum, matthias.is. Þar
grípur hann niður í einkasamtal
sem hann átti við Svavar Gestsson
árið 1998.
Svavar talar um að fjár-
málaóreiða hafi ríkt í formannstíð
Ólafs Ragnars Grímssonar, núver-
andi forseta Íslands, sem var for-
maður Alþýðubandalagsins. Í dag-
bókarfærslu frá 2. apríl 1998 segir
m.a. „Hann [Svavar] segir að Ólaf-
ur hafi verið slæmur í peninga-
málum þegar hann var formaður
Alþýðubandalagsins. Þá hafi hann
haft Einar Karl Haraldsson að
hjálparkokki. Hann hafi komið sér
upp Visa-gullkorti í nafni Alþýðu-
bandalagsins og notað það óspart.
Þegar Margrét Frímannsdóttir
tók við flokknum bárust henni
reikningar eins og skæðadrífa og
hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Það
var viðskilnaður Ólafs Ragnars.
Þegar Margrét tók við af honum
skuldaði Alþýðubandalagið 53
milljónir króna! segir Svavar. Ólaf-
ur Ragnar gerði þá samning við
Landsbankann um að Alþýðu-
bandalagið fengi 107 milljón króna
lán og greiddi það með þeim 20
milljón króna árlegum afborgunum
sem það fékk í blaðstyrki frá Al-
þingi ár hvert. Þar var tekið fram
að Alþýðubandalagið greiddi þetta
meðan Þjóðviljinn kæmi út, en
hann dó drottni sínum einu og hálfu
ári síðar, svo að Landsbankinn varð
að afskrifa skuldina sem eftir var!,“
segir m.a. í dagbók Matthíasar.
Einar Karl segir bókhald flokks-
ins hafa verið afar ófullkomið á
þessum tíma, eins algengt hafi
verið með félagsmálahreyfingar á
síðustu öld. „Ég hef ekki heildar-
yfirlit yfir þetta frekar en aðrir og
veit ekki hvort Ólafur Ragnar
hafði umrætt greiðslukort undir
höndum, það sem skipti máli var
að fylgiskjöl og reikningar væru í
lagi, sem þeir voru. Þetta er bara
slúður enda held ég ekki að nokk-
ur maður hafi grætt á því fjár-
hagslega að vinna fyrir Alþýðu-
bandalagið,“ segir Einar Karl.
„Þetta er kannski helst merki um
hversu slæmt ástandið var orðið í
Alþýðubandalaginu og við þekkj-
um svona lagað líka úr öðrum
flokkum, þegar menn fara að nota
bókhald sem bitbein í innanflokks-
átökum,“ segir Einar.
Varðandi 107 milljóna króna
lánið sem Ólafur hafi átt að hafa
tekið til að rétta af stöðu flokksins
segir Einar greinilegt að verið sé
að rugla saman málum. Það lán
hafi tengst stöðu Þjóðviljans á
þessum tíma. Margrét Frímanns-
dóttir, sem tók við formennsku af
Ólafi Ragnari, hafi svo samið um
lán til greiða upp skuldir flokks-
ins.
Ekkert fjármálamisferli
innan Alþýðubandalagsins
Matthías
Johannessen
Ólafur Ragnar
Grímsson
HJÓN með þrjú
börn reyndust hafa
unnið sjöfaldan
lottóvinning um síð-
ustu helgi, tæpar 66
milljónir. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Íslenskri
getspá eru hjónin frá Taílandi. Þau
búa í Fellahverfi í Breiðholti.
Konan, sem keypti miðann, er ís-
lenskur ríkisborgari sem hefur búið
hér í 10 ár og eiginmaður hennar
hefur búið hér í 5 ár.
Íslensk getspá segir, að hjónin
hafi bæði stundað meira en eina
vinnu til að ná endum saman.
Hjón með þrjú
börn fengu stóra
vinninginn
BÁTURINN Hafdís NK-50, 17
brúttótonna stálbátur, sem lá við
flotbryggju í smábátahöfninni í Nes-
kaupstað, sökk aðfaranótt sunnu-
dags og tók flotbryggjuna með sér.
Gísli S. Gíslason, hafnarstjóri á
Neskaupstað, segir að reynt verði að
ná bátnum upp.
Ekki er vitað hvers vegna bát-
urinn sökk. „Það kemur ekki í ljós
fyrr en hann verður tekinn upp,
væntanlega vitum við meira á morg-
un,“ segir Gísli en báturinn verður
sennilega hífður upp með krana eða
dreginn upp á bryggju.
Sökk í
Norðfjarðarhöfn
ÍSLENSKIR út-
gerðarmenn og
sjómenn eru með
stuðningi stjórn-
valda að reyna
að búa sér til
veiðireynslu og
þar með kvóta í
makríl, með
veiðum sem eru í
óþökk annarra
þjóða. Finna má ýmsar hliðstæður
í sögunni. Nefna má þorskinn í
Barentshafi, kolmunnann og
norsk-íslensku síldina.
Ekkert þessara mála er þó bein
fyrirmynd makrílmálsins þar sem
Íslendingar fá ekki aðild að
ákvörðunum um heildarafla og
skiptingu hans, þótt fiskurinn
gangi inn í fiskveiðilögsögu lands-
ins og veiðist þar.
Stjórnun ýmissa deilistofna sem
veiðast í íslenskri fiskveiðilögsögu
er í betri farvegi en grálúðu og
karfa. Þar má nefna kolmunna og
norsk-íslenska vorgotssíld þar sem
samningar eru í gildi.
Þannig náðist samkomulag um
stjórnun kolmunnaveiða fyrir
þremur árum. Úthlutaður kvóti er
að vísu enn töluvert yfir ráðlegg-
ingum vísindamanna en málið er í
formlegum farvegi.
Sömu sögu er að segja um
norsk-íslensku vorgotssíldina.
Samkomulag hefur verið um
stjórnun veiða á henni í tæp tvö
ár, eftir óvissuár vegna uppsagnar
Norðmanna á eldri samningi.
Íslendingar hafa þorskkvóta í
Barentshafi sem fékkst með samn-
ingum við Norðmenn og Rússa eft-
ir umdeildar veiðar íslenskra skipa
í Smugunni svokölluðu. Íslend-
ingar eiga víðar hagsmuna að
gæta á úthafinu, meðal annars í
Barentshafi. Íslensk stjórnvöld
mótmæltu breytingum sem gerðar
voru á fyrirkomulagi stjórnunar
úthafsrækjuveiðanna á Flæmingja-
grunni.
Afla sér
veiðireynslu
og kvóta
Hvað er deilistofn?
Fiskistofnar sem ekki veiðast
eingöngu í fiskveiðilögsögu eins
ríkis. Dæmi um íslenska deili-
stofna er norsk-íslenska vorgots-
síldin, kolmunni, makríll, úthafs-
og djúpkarfi.
Hvað er flökkustofn?
Fiskur sem syndir hafa í milli, t.d.
bláuggatúnfiskur sem er í Mið-
jarðarhafi og Atlantshafi allt til
Íslands.
S&S
Í dagbókum
Matthíasar
Johannessen er
einnig að finna
umfjöllun um
ræðu Ólafs Ragn-
ars Grímssonar
forseta sem hann
hélt á Hólahátíð í
ágúst árið 1998.
Þar ræddi forset-
inn um miðlægan erfðagagnagrunn
og erfðavísindi og hvatti til þess að
varlega yrði farið hér á landi, hvorki
mætti láta þröngsýni né hagn-
aðarvonir blinda sýn. Matthías Jo-
hannessen ræddi við Kára Stef-
ánsson, forstjóra Íslenskrar
erfðagreiningar, daginn eftir að for-
setinn flutti ræðuna. „Hann segir að
ræða forsetans sé þegar farin að
hafa neikvæð áhrif í útlöndum, hún
sé skaðvænleg. Hann á ekki orð yfir
þá framkomu að flytja ræðu á
kirkjuhátíð til að skaða íslensk raun-
vísindi; gera unga íslenzka vís-
indamenn, sem hafa hlotið al-
þjóðlega menntun, að einhvers
konar viðundrum. Það geti vart verið
hlutverk forsetaembættisins.
Lagafrumvarp um miðlægan
gagnagrunn lá fyrir Alþingi á þessum
tíma og voru skiptar skoðanir meðal
stjórnmála- og fræðimanna um hvort
forsetinn hefði farið út fyrir valdsvið
sitt með efni ræðunnar.
Forseti ræddi erfða-
vísindi á Hólahátíð
Kári Stefánsson