Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Nú er bara að sjá hvað liðið tollir lengi á baki, gamli framsóknargráni hefur nú átt það til
að taka hliðarspor bæði til hægri og vinstri.
VEÐUR
Það er ekki alltaf auðvelt fyrir fólkað vera samkvæmt sjálfu sér í
sumum álitamálum. Jakob Björns-
son fyrrverandi orkumálastjóri
sýndi fram á það í Morgunblaðinu í
gær.
Jakob bendir á að söngkonan Björksé á móti álverum. Samt byggist
vinna hennar meðal annars á því að
ferðast á milli
landa með flug-
vélum, sem eru
smíðaðar úr áli,
og syngja fyrir
fólk.
Það eru ekkibara flugvél-
arnar sem eru
smíðaðar úr áli
heldur einnig
geisladiskarnir sem Björk setur tón-
list sína á og selur í bílförmum um
allan heim.
Tölvur, speglar og farsímar eruallt nauðsynleg tæki á nútíma
heimilum. Varla komast andstæð-
ingar álvera hjá því að nota slíka
hluti þrátt fyrir að ál komi við sögu
við framleiðslu þeirra.
Ál er líka mikilvægt efni í smíðibíla sem flytja þekkta jafnt sem
óþekkta einstaklinga milli staða. Er
ekki léttur málmur betri í þá vinnslu
til að minnka eldsneytisnotkun? Það
er í þágu umhverfisins.
Jafnvel tjaldsúlurnar, pönnurnarog pottarnir sem Saving Iceland
fólkið sauð núðlusúpu í í tjaldbúðum
uppi á Hellisheiði eru búin til úr áli.
Eru allir meðvitaðir um það?
Ál kemur víða við í daglegu lífi.Málmurinn er ódýr og léttur,
hefur lækkað vöruverð og gert fólki
kleift að ferðast ódýrar en ella.
Eru allir andstæðingar álvera sam-kvæmir sjálfum sér?
STAKSTEINAR
Björk
Guðmundsdóttir
Álvershræsnin
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
! *!
$$B *!
! " #$
$"$
%
&
<2
<! <2
<! <2
!%#$'()$*+,
DB
E
<7
"
#
$
<
% & #
'
& # (
) -.
$ $//
$ $0
+ $'(
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
Mosfellsbær hef-
ur tekið í notkun
íbúagátt, sem eru
rafrænar dyr að
stjórnsýslu Mos-
fellsbæjar. Með
þjónustunni hef-
ur Mosfellsbær
þar með stigið
enn eitt skrefið í
að gera stjórn-
sýsluna aðgengi-
legri og auðveldar um leið íbúum
bæjarins að nálgast þjónustu á veg-
um sveitarfélagsins.
Mikilvægt skref
Haft er eftir Haraldi Sverrissyni
bæjarstjóra í tilkynningu að með til-
komu íbúagáttarinnar hafi Mosfells-
bær „stigið mikilvægt skref í átt að
markmiðum sínum um skilvirka og
ábyrga stjórnsýslu“. Þá segir Har-
aldur að með íbúagáttinni séu bæj-
arbúar komnir í beint samband við
bæinn sinn því nú geta þeir með raf-
rænum hætti sótt um þjónustu til
sveitarfélagsins, sent inn formleg er-
indi, fylgst með framgangi sinna
mála, skoðað greiðslustöðu, komið
ábendingum á framfæri og ýmislegt
fleira.
Íbúagátt
opnuð í
bænum
Stjórnsýslan gerð
rafræn og aðgengileg
Haraldur
Sverrisson
SVO virðist sem mjög stór klettur hafi fallið úr
Ingólfsfjalli fyrir stuttu. Grjóthrunið varð í fjallinu
gegnt gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskups-
tungnabrautar. Ekki er ljóst hvenær kletturinn
féll, en þó er öruggt að það var nokkru eftir að
jarðskjálftinn varð í maí.
Jóhann Þorvaldsson á bænum Rein segist sjá
klettinn vel frá heimili sínu. „Þetta er svolítið stór
klettur sem hefur dottið niður núna,“ segir Jó-
hann, sem útskýrir að auðvelt sé að sjá hvaðan
steinar hafi fallið því öðruvísi litur sé í fjallinu þar
sem þeir sátu.
„Mér finnst þetta vera það stærsta sem ég hef
séð,“ segir hann, og kveðst hafa talað við fleiri sem
ekki segjast hafa séð annað eins áður. Þeirra á
meðal er eiginkona Jóhanns, sem búið hefur á
svæðinu á þriðja áratug.
Engin byggð er nálægt grjóthruninu þannig að
enginn hefur verið í hættu. Í jarðskjálftanum fyrr
í sumar féllu nokkur stór björg úr Ingólfsfjalli. Þá
reyndist það stærsta 50 rúmmetrar og hafði
skoppað 370 metra. Lögreglan á Selfossi hafði
ekki upplýsingar um hvenær grjóthrunið átti sér
stað, en taldi fáeinar vikur síðan, hið minnsta.
Stór klettur hrundi úr Ingólfsfjalli
Óljóst hvenær hann féll en öruggt að það var eftir jarðskjálftann í maílok
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Hrun Bjarg sem hrundi úr Ingólfsfjalli í vor.
NIÐURSTÖÐUR liggja fyrir í
blaðberakapphlaupi júlímánaðar.
Að þessu sinni varð Lilja Björk
Sigurdórsdóttir hlutskörpust og
hlýtur hún stafræna myndavél frá
Olympus í viðurkenningarskyni
fyrir framúrskarandi blaðburð í
júlí. Lilja Björk ber út blöðin í
Teigaseli og Ystaseli í Breiðholti.
Í júlí- og ágústmánuði hefur
dreifingardeild Árvakurs verið í
samstarfi við BT með sumarkapp-
hlaup hjá blaðberum sínum.
Í hverri viku í þessum mán-
uðum hljóta sex kvartanalausir
og stundvísir blaðberar ýmsa
vinninga og einn blaðberi hvorn
mánuð fær veglega viðurkenn-
ingu fyrir framúrskarandi árang-
ur.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Sigurvegari Lilja Björk t.v. og Snjólaug Gunnarsdóttir frá dreifingardeild.
Blaðberi í Breiðholti
bar sigur úr býtum
Í HNOTSKURN
»Til að blaðberi eigi mögu-leika á að vinna í kapp-
hlaupi Morgunblaðsins þarf
hann að vera kvartanalaus og
stundvís.
»Þá á hann von á ýmsumvinningum og einn slíkur
fær vegleg verðlaun.