Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 11
FRÉTTIR
TVEIR suður-afrískir ráðherrar eru
nú í heimsókn á Íslandi, þau Mart-
inus van Schalkwyk, umhverfisráð-
herra, og Buyelwa Patience Sonjica,
orku- og námumálaráðherra. Þau
funduðu í gær með Þórunni Svein-
bjarnardóttur, umhverfisráðherra.
Þau ræddu samskipti Suður-Afr-
íkumanna og Íslendinga og mögu-
legt samstarf á sviði umhverfismála.
Þau ræddu einnig um tilraunir þró-
unarlanda og þróaðri landa til að ná
samkomulagi um loftslagsmál og los-
un gróðurhúsalofttegunda.
Sonjica sagði brýnt að stuðla að
góðu sambandi milli þjóðanna. Hún
sagði að Suður-Afríkumenn hefðu
margt að læra af Íslendingum, og að
þeim væri mikið kappsmál að koma á
notkun endurnýjanlegrar orku, þar
sem 90% raforku sem notuð er í Suð-
ur-Afríku eru framleidd með kolum,
og losun koltvísýrings því mikil.
Ábyrgðin líka þróunarlanda
Schalkwyk sagði að Suður-Afríku-
menn þyrftu að beisla sólar- og vind-
orku og jafnvel jarðvarma. Þar gætu
Íslendingar meðal annars leiðbeint
þeim. Íslendingar hefðu einnig tekið
mikilvæga afstöðu í loftslagssamn-
ingum sem milligöngumenn þróun-
arlanda og þróaðra landa.
Hann sagði mikilvægt að þróun-
arlöndin legðu sitt af mörkum til um-
hverfisverndar, einnig þótt þróuðu
löndin gerðu allt sem í þeirra valdi
stæði. Hann lagði mikla áherslu á að
Bandaríkjamenn þyrftu að leggja
meira á sig, og að samkomulag um
loftslagsmál væri ómögulegt án
þeirra, þeir væru 4% íbúa heims en
losuðu 25% gróðurhúsalofttegunda.
Schalkwyk sagði að Balí-vegvísirinn,
sem samþykktur var í desember,
ætti að tryggja skuldbindingu bæði
þróunarlanda og þróaðra landa til að
beita aðgerðum sem væri hægt að
mæla, gera grein fyrir og staðfesta.
Aðspurður sagðist Schalkwyk
bjartsýnn á að samkomulag næðist
um stjórn í Simbabve. Hins vegar
sagði hann reynslu Suður-Afríku-
manna sýna að deiluaðilarnir þyrftu
að finna sína eigin lausn. Lausn sem
þröngvað væri upp á þá myndi ekki
endast lengi. sigrunhlin@mbl.is
Ráðherrar frá Suður-
Afríku í heimsókn
Ráðherrar Buyelwa Patience Sonjica, orku- og námumálaráðherra, Þórunn
Sveinbjarnardóttir og Marthinus van Schalkwyk, bæði umhverfisráðherrar.
Í HNOTSKURN
»Umhverfisráðherra ogorku- og námumálaráð-
herra Suður-Afríku eru í
heimsókn á Íslandi.
»Þau funduðu í gær meðÞórunni Sveinbjarnar-
dóttur, umhverfisráðherra.
»UmhverfisráðherrannSchalkwyk sagði þróun-
arlönd líka ábyrg í loftslags-
málum en var harðorður í
garð Bandaríkjamanna.
Íslendingar geti leiðbeint um notkun endurnýjanlegrar orku
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Ástand ferða-
mannavega þeirra sem ekki eru
með bundnu slitlagi hefur aldrei
verið verra segja þeir frændur
Gísli Rafn Jónsson og Gísli Árna-
son en þeir fara daglega um sum-
artímann í Öskju á vegum fyr-
irtækis Jóns Árna og Gísla Rafns.
Karl Viðar sem rekur vöruflutn-
inga undir eigin nafni og sækir
gjarnan bilaða bíla inn á fjallvegi
hefur svipaða sögu að segja. Hann
fór af stað áleiðis í Herðubreiðar-
lindar í gær til að sækja bilaðan
bíl en sneri við eftir hálftíma akst-
ur þar sem hann taldi hvorki sér
né bíl sínum bjóðandi að fara
þessa leið. Vegurinn er nú eitt
þvottabretti enda verið mikil um-
ferð á sólríku sumri.
Sömu sögu er að segja af
Grjótagjárvegi og Hverfellsvegi,
þeir eru orðnir þannig að engum
er bjóðandi, hvorki fólki né far-
artækjum vegna þvottabretta og
ryks. Ekki verða hér orð höfð um
Dettifossveg í þjóðgarðinum stóra.
Það er til mikils vansa fyrir
samgönguyfirvöld að bjóða slíka
óvegi ár eftir ár, þrátt fyrir marg-
falda aukningu á umferð. Löngu
er orðin knýjandi nauðsyn að
leggja þessar fjölförnu leiðir með
bundnu slitlagi. Annað er ekki
boðlegt. Nútímaumferð kallar á
slíkt.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson
Torfærur Gísli Árnason var nýkominn úr Öskjuferð með fjölda útlendinga
og hreinsar hér framrúðuna fyrir næsta dag. Fyrirtækið hefur verið með
skipulagðar Öskjuferðir frá árinu 1979 og alla tíð verið farsælt.
Fjölfarnar ferðamanna-
leiðir eru nánast ófærar
ÍS
LE
N
S
ÍS
LE
ÍS
LE
ÍS
LE
K
A
SI
AA.
IS
M
S
ISI
A
40
989
4
8
05
/0
8
05
/0
8
05
/0
8
05
/
8