Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞAÐ trúði því enginn að við gætum gert safnið
jafnglæsilegt og raun ber vitni – fyrr en safnið
var opnað. Menn voru orðlausir yfir því sem fyr-
ir augu bar og það var einstaklega gaman að sjá
viðbrögð styrktaraðilana á opnunardaginn,“ seg-
ir Pétur Bjarni Gíslason, safnstjóri Fuglasafns
Sigurgeirs Stefánssonar á Ytri-Neslöndum við
Mývatn.
Safnið var opnað á sunnudag að viðstöddum
250 boðsgestum, þar á meðal Vigdísi Finn-
bogadóttur fyrrverandi forseta Íslands og
verndara safnsins. Minntist hún Sigurgeirs í
ávarpi sínu en safnið er reist í minningu hans. Í
forsetatíð Vigdísar var Sigurgeir bílstjóri henn-
ar á ferð hennar um Suðurbotna og víðar. Sig-
urgeir fórst við þriðja mann í sviplegu slysi á
Mývatni árið 1999, aðeins 37 ára að aldri. Hann
var mikill náttúruunnandi og á lífsleið sinni safn-
aði hann 180 tegundum uppstoppaðra fugla auk
100 tegunda af eggjum. Fuglasafn Sigurgeirs er
talið vera stærsta safn í einkaeigu sem vitað er
um hérlendis.
Árið 1985 kom hann hluta af safninu fyrir í
litlum skúr á Ytri-Neslöndum sem opinn var al-
menningi, en hann átti sér þann draum að reisa
hús sem gæti hýst allt safnið. Fyrir nokkrum ár-
um hófst síðan undirbúningur að hinu veglega
safni með samstilltu átaki ættingja, vina og vel-
unnara. Á safninu er að finna allar tegundir ís-
lenskra varpfugla að undanskildum þórshana.
Safnið verður opið alla daga frá kl. 11–19.
Draumurinn varð að veruleika
Sigurgeir heitinn Stefánsson safnaði uppstoppuðum fuglum af elju og skildi eftir sig stórt safn
sem nú hefur verið sköpuð vegleg umgjörð í nútímalegu safni á Ytri-Neslöndum við Mývatn
Í HNOTSKURN
»Sigurgeir Stefánsson(1962–1999) var mikill
áhugamaður um fugla og
náttúru. Hann byrjaði
snemma að safna eggjum og
síðar komu uppstoppuðu
fuglarnir.
»Árið 1985 gáfu Jón Sig-tryggsson, Syðri-Nes-
löndum, og Guðmundur Ingvi
Gestsson Sigurgeiri gamlan
13 fermetra Kröfluskúr og
hafa fuglarnir og eggin verið
í honum síðan.
»Sigurgeir lést af slysför-um á Mývatni við vinnu
sína í Kísiliðjunni árið 1999.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Fuglalíf Fuglasafn Sigurgeirs er nútímalegt og fellur vel að landslaginu við Neslandavík.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„ÞAÐ er ansi mikið landbrot í Viðey
núna og aðgerðaleysi borgarinnar er
algert,“ segir Örlygur Hálfdánarson
bókaútgefandi. Við austurströnd
Viðeyjar, sem snýr að Gufunesi, hef-
ur brotnað það mikið úr eynni að
svokölluð Grútarstöð, sem stóð inni á
bakkanum og var nokkuð stór, er
horfin með öllu í sjóinn.
Lagðir voru göngustígar á bakk-
ana við Kríusand, sem snýr að
Sundahöfn, og þeir lágu tæpa fimm
metra frá bakkabrúninni. Þeir eru
horfnir í sjóinn. Sandurinn í fjörunni
beggja vegna Þórsness, sem var vin-
sæll baðstaður á fjórða áratug síð-
ustu aldar, er horfinn með öllu.
„Þarna er ekkert nema grjót,“ segir
Örlygur. Byggðir voru miklir hafn-
arbakkar fyrir móttöku skipa á sín-
um tíma. „Þessir bakkar dýpkuðu
sundin fyrir skipum og þeir valda því
að sjólag hefur allt breyst verulega.
Nú deyr aldan ekki úti á söndunum
Reykjavíkurmegin heldur gengur
hún til baka og lemur á eynni,“ segir
Örlygur.
Að sögn Örlygs er alltaf verið að
deila straumnum meira og meira á
eyjuna. „Reykjavíkurborg hafnar
samt landbrotinu og sinnuleysið er
algert,“ segir Örlygur. Að hans sögn
mætti ef til vill fara þá leið sem Dan-
ir hafa farið á Jótlandi og dæla sandi
á strendur Viðeyjar í vetrarlok til að
skapa mótspyrnu, en það sé þó ekki
nóg. Byggja þurfi varnargarða til að
verjast landbrotinu.
Náttúrulegur ferill
„Það landbrot sem hefur átt sér
stað hefur verið að gerast á nokkrum
áratugum, en engar ákvarðanir hafa
verið teknar á þessum tímapunkti
um hvernig eigi að bregðast við,“
segir Þórólfur Jónsson, garðyrkju-
stjóri hjá umhverfissviði Reykjavík-
urborgar.
„Það eru fornleifar við Grútarstöð
en byggð þarna er ekki í hættu. Ef
við förum að grípa til þess úrræðis að
byggja þarna varnargarða þá verð-
um við ekki með náttúrulega strönd.
Við höfum ekkert nákvæmt í hönd-
unum um hvað veldur, en það er
samt klárt mál að þetta er að hluta til
náttúrulegur ferill,“ segir Þórólfur.
Mikið landbrot í Viðey
Ljósmynd/Örlygur Hálfdánarson
Landbrot Torfurnar úr gangstígnum vestast á Kríusandi fallnar í fjöru.
EFNT verður til alþjóðlegrar ráð-
stefnu um olíuleit í Reykjavík í byrj-
un næsta mánaðar. Ráðstefnan ber
heitið Iceland Exploration Confer-
ence 2008 og standa iðnaðarráðu-
neytið og Orkustofnun að henni.
Efnt er til ráðstefnunnar í fram-
haldi af ákvörðun um upphaf útboða
á sérleyfum í janúar 2009 til olíu-
leitar á Drekasvæðinu. Þetta er
fyrsta olíuleitarráðstefnan, sem
haldin er á Íslandi.
Fyrirlesarar verða kunnir sér-
fræðingar frá Norðurlöndunum sem
hafa mikla reynslu í jarðfræði- og ol-
íurannsóknum á Norður-Atlants-
hafi. Ráðstefnan er ætluð jarðfræð-
ingum, oíuleitarsérfæðingum og
stjórnendum hjá olíuleitar- og olíu-
fyrirtækjum, sem annast olíuleit á
nýjum og áður óþekktum svæðum.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að miklar vonir eru bundnar við ol-
íufund á Drekasvæðinu enda bendi
rannsóknir til að þar sé að finna
verðmætar olíulindir.
Ráðstefna
um olíuleit
HARALDUR Þorgeirsson, á Hafsvölu HF 107,
hringir hér inn afla dagsins til fiskmarkaðarins í
Hafnarfirði. Hann landaði þarna ágætum afla,
mest ýsu. „Ég hef lítið verið að í sumar, er bara
rétt að byrja núna,“ segir Haraldur. „Við byrj-
uðum fyrir tíu dögum og þetta er ágætis fiskur.
Verðið fyrir ýsuna er þó heldur lélegt núna.“
Hann segir að á síðustu tveimur árum hafi verið
gott verð á ýsunni á þessum árstíma. „Svo hefur
verðið lækkað eftir því sem líður á tímabilið.“ Á
sama tíma í fyrra segir Haraldur aflann hafa ver-
ið ágætan, þess vegna byrjaði hann nú fyrr en
undanfarin ár, en hann byrjar vanalega í lok sept-
ember. Eftir uppboð á fiskmarkaði er fiskurinn
ýmist seldur utan eða til innlendra fisksala.
Morgunblaðið/G.Rúnar
„Verðið fyrir ýsuna heldur lélegt núna“
HÁSKÓLINN í Reykjavík var
settur í gær. Þar með hefst 11.
starfsár skólans, en hann heldur
upp á 10 afmæli sitt í haust. Alls
hefja tæplega 700 nemendur
grunnnám við skólann á þessu
hausti.
Nemendum er fyrstu tvo daga
skólaársins kynnt starfsemi HR.
Má þar m.a. nefna deildir skól-
ans, alþjóðasvið, atvinnuþjónustu,
siðareglur, þjónustudeild skólans
og stúdentafélög einstakra
deilda, félagslíf, stúdentaþjónustu
HR (námsráðgjöf), rannsókn-
arstarf HR, bókasafn og tölvu- og
tækniþjónustu skólans.
700 í grunn-
námi við HR
LÖGREGLAN á Hvolsvelli vinnur
enn að rannsókn máls er varðar
ólöglegan flutning á farþegum
milli Bakkafjöru í Landeyjum og
Vestmannaeyja um versl-
unarmannahelgina. Búið er að tala
við vitni og munu nokkrir boðaðir
í yfirheyrslur á næstunni.
Lögreglan lítur málið alvar-
legum augum og segir að það
liggi ljóst fyrir að fólk var flutt á
milli án nauðsynlegra leyfa og
hafi það verið lagt í stórfellda
hættu.
Rannsókn á
viðkvæmu stigi