Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 13
ERLENT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
PERVEZ Musharraf, forseti Pakist-
ans, lét undan miklum þrýstingi í
gær og sagði af sér til að afstýra
málshöfðun á hendur sér fyrir alvar-
leg embættisbrot. Líklegt er að
Musharraf hafi fallist á að segja af
sér eftir að hafa náð samkomulagi
við stjórn landsins fyrir milligöngu
vestrænna ríkja um að hætta við
málshöfðunina gegn því að hann léti
af embætti.
Musharraf voru allar bjargir
bannaðar þar sem nýr yfirhershöfð-
ingi landsins hafði gert forsetanum
grein fyrir því að hann gæti ekki
reitt sig á stuðning hersins ef hann
yrði sóttur til saka fyrir embætt-
isbrot. Herinn hefur stjórnað land-
inu í rúman helming af 61 árs sögu
þess sem sjálfstæðs ríkis en nýi yf-
irhershöfðinginn virðist staðráðinn í
að skipta sér ekki af stjórnmálunum.
Helstu bandamenn Musharrafs
erlendis – ráðamenn í Bandaríkj-
unum, Bretlandi og Sádi-Arabíu –
höfðu einnig gefið til kynna að hon-
um væri ekki lengur stætt á því að
gegna embættinu. Talið er þó að er-
lendu bandamennirnir hafi lagt að
stjórn Pakistans að semja við Mus-
harraf um afsögn hans.
Hrossakaup og valdabarátta
Mikil óvissa er um framhaldið og
þótt afsögn Musharrafs sé álitin
skref í rétta átt er ekki víst að lýð-
ræðið haldi velli í landinu. Búast má
við erfiðum samningaviðræðum,
hrossakaupum og harðri valdabar-
áttu milli tveggja helstu stjórnar-
flokkanna. Gert er ráð fyrir því að
forseti öldungadeildar þingsins verði
skipaður forseti landsins til bráða-
birgða þar til nýr þjóðhöfðingi verð-
ur kjörinn á þinginu og fjórum hér-
aðsþingum. Líklegt er að þingið
breyti stjórnarskránni til að auka
völd forsætisráðherrans á kostnað
forsetaembættisins, sem hafði bæði
tögl og hagldir í stjórnkerfinu eftir
valdarán hersins 1999. Viðræðurnar
gætu tekið margar vikur, jafnvel
mánuði.
Talið er að Asif Ali Zardari, leið-
togi Þjóðarflokks Pakistans og ekkill
Benazir Bhutto, fyrrverandi for-
sætisráðherra, vilji verða forseti
landsins. Ólíklegt er þó að Nawaz
Sharif, leiðtogi annars af stóru
stjórnarflokkunum, samþykki það.
Hugsanlegt er að þeir komi sér nið-
ur á forsetaefni sem báðir flokkarnir
geti sætt sig við, t.a.m. Asfandayr
Wali Khan, leiðtoga eins af minni
stjórnarflokkunum.
Andstaðan við Musharraf er eitt
af því fáa sem hefur sameinað
stjórnarflokkana og nú þegar hann
er á förum er hætta á því að stjórnin
leysist upp í harðri valdabaráttu.
Óvissa er einnig um hvort Mus-
harraf verður sóttur til saka og
hvort hann fær að vera áfram í Pak-
istan. Aðstoðarmenn hans hafa beitt
sér fyrir því að hann fái að dvelja þar
áfram en ekki er víst að stjórnin
samþykki það.
AP
Fögnuður Pakistanskar konur fagna afsögn Musharrafs með því að gefa vegfarendum sælgæti á götu í Multan.
Musharraf allar
bjargir bannaðar
Gat ekki lengur reitt sig á stuðning hersins og erlendra ríkja
Reuters
Kveðjuávarp Musharraf ávarpaði
þjóðina í sjónvarpi í gær.
Á NÍU ára valdatíma sínum eftir valdarán hersins 1999 hamraði Pervez
Musharraf á því að hann væri eini maðurinn sem gæti bjargað Pakistan.
Stjórnmálaskýrandinn Talat Masood, fyrrverandi hershöfðingi, telur að
ofdramb hafi orðið Musharraf að falli. „Allir einræðisherrar telja á endan-
um að þeir séu frelsarar, án þeirra hrynji ríkisvaldið og þeim sé skapað að
gegna því hlutverki,“ sagði Masood. Vandræði Musharrafs hófust í fyrra
þegar hann vék dómurum úr embætti til að greiða fyrir því að hann gæti
haldið forsetaembættinu án þess að segja af sér sem yfirhershöfðingi. Sú
ákvörðun leiddi til fjölmennra mótmæla sem urðu til þess að Musharraf
setti herlög. Hann neyddist að lokum til að segja af sér sem yfirhershöfð-
ingi og flokkur hans beið mikinn ósigur í þingkosningum í febrúar.
Hefnist fyrir hroka og dramb
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
CONDOLEEZZA Rice, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sagði á
blaðamannafundi í gær að Rússland
væri í „hættulegum leik“ við
Bandaríkin og bandamenn þeirra.
Hún varaði jafnframt við því að
NATO myndi ekki leyfa það að
Rússar hefðu betur í átökunum í
Georgíu, settu Evrópu úr jafnvægi
eða drægju á ný járntjald í gegnum
álfuna.
Neyðarfundur NATO
Rice var á leið til neyðarfundar
leiðtoga NATO-ríkjanna í Brüssel
og sagði hún að þar yrði ástandið í
Georgíu rætt. NATO myndi refsa
Rússum fyrir innrásina í Georgíu
og koma í veg fyrir áætlanir þeirra
í landinu með því að styðja við lýð-
ræði og enduruppbyggingu í
Georgíu og öðrum austur-
evrópskum lýðræðislöndum.
„Það er greinilega ætlun Rússa
að grafa undan lýðræði í Georgíu,
nýta hernaðarstyrk sinn til að valda
skemmdum á innviðum landsins og
veikja ríkið,“ sagði Rice. Hún gat
ekki sagt fyrir í hverju refsiaðgerð-
ir NATO-ríkjanna á hendur Rúss-
um myndu felast.
Auk hugsanlegra refsiaðgerða
verður á NATO-fundinum í dag
rætt um stuðning við alþjóðlega eft-
irlitsstarfsemi í Georgíu.
Deildar meiningar eru um hvort
Rússar séu að draga her sinn út úr
Georgíu, en þeir höfðu heitið því að
hefja brottflutninga í gær. Fréttum
frá Moskvu og Tíblisi ber ekki sam-
an. Samkvæmt rússneskum fjöl-
miðlum hófust flutningar herliðs
frá Georgíu í gær. Háttsettur
georgískur embættismaður sagði
hinsvegar engin merki vera um
brottflutning rússnesks herliðs frá
landinu. Samkvæmt upplýsingum
BBC voru rússneskir skriðdrekar
og annar vopnabúnaður enn sýni-
legur aðeins um 35 km frá höf-
uðborginni Tíblisi í gær.
„Rússland í
hættulegum leik“
Rússneskt herlið enn sýnilegt í Georgíu
Herlið Rússneskir hermenn í nánd
við georgísku borgina Gori í gær.
Í HNOTSKURN
»Átök blossuðu upp íGeorgíu fyrir tæpum
tveimur vikum vegna deilna
um yfirráð í Suður-Ossetíu-
héraði.
»Vesturlönd hafa krafistþess að Rússar dragi her-
lið sitt til baka og Frakkar
vilja kalla til sérstaks Evrópu-
sambandsfundar verði Rússar
ekki við kröfunum.
Reuters
anskra kvenna verið beittar of-
beldi, þar af 50% kynferðisofbeldi.
60% voru þvingaðar í hjónaband.
Blaðamaður breska blaðsins The
Independent heimsótti nýlega fang-
elsi í borginni Lashkar Gah í Helm-
and-héraði, þar sem meirihluti
kvenna situr inni fyrir að hafa verið
nauðgað. Hún talaði meðal annars
við Ghulam Ali ofursta, öryggisfull-
trúa á svæðinu. Hann sagði ekkert
rangt við lög sem gera brotaþolann
brotlegan. „Það er glæpur, því ísl-
ömsk lög segja að það sé glæpur.“
Ráðgjafarnefnd, svokallað shura,
sem ætlað er að takast á við vand-
ann var sett á laggirnir í Helmand-
héraði í síðustu viku. Meðlimir ráð-
gjafarnefndarinnar vilja miðla mál-
um með því að útvega sérhúsnæði
fyrir konur sem hafa flúið að heim-
an, í staðinn fyrir að þær fari í
fangelsi. Önnur vonarglæta fyrir
afganskar konur er ráðuneyti mál-
efna kvenna sem stofnað var árið
2001. Réttindi milljóna kvenna eru
þó enn fótum troðin og baráttan er
rétta að byrja. sigrunhlin@mbl.is
Nauðgunarfórnarlömb í fangelsi
AFGÖNSK lög um ólögleg kynferð-
issambönd gera engan greinarmun
á konum sem hefur verið nauðgað
og konum sem stunda kynlíf utan
hjónabands af fúsum og frjálsum
vilja. Konur sem dæmdar eru fyrir
slíkt eru, ásamt konum sem hafa
flúið frá heimilum sínum, stærstu
hópar kvenna sem sitja í afgönsk-
um fangelsum. Viðurlögin við því
fyrrnefnda er 20 ára fangelsi, en 10
ára fangelsi við því síðarnefnda.
Samkvæmt rannsókn samtak-
anna Womankind hafa 87% afg-
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.
Skútuvogi 13 S. 517 1500 www.teknos.com
Pallaolía 3l.
Kr. 1290,-
ÞÝSKA lögreglan hefur gert upp-
tækan skrifstofustól sem líklega er
sá hraðskreiðasti í heimi. Stóllinn
var þróaður af tveimur sautján ára
drengjum í bænum Gross-Zimmern.
Þeir höfðu fest sláttuvélarmótor við
stólinn auk hjólreiðabremsna og
málmramma og á þann hátt breytt
honum í lítið farartæki.
Lögreglan segir drengina aðeins
hafa ekið farartækinu nokkra metra
en vitni segjast þó hafa séð til þess
víða um bæinn.
Uppátæki drengjanna er nú í til
meðferðar hjá lögreglunni og gætu
þeir fundist sekir um akstur án leyf-
is auk þess að aka óskráðu og óvið-
urkenndu ökutæki. Lögreglan gat
þess ekki hversu hratt væri hægt að
þenja stólinn. jmv@mbl.is
Skrifstofustóll ógnar
öryggi bæjarbúa