Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 15

Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 15 MENNING AÐDÁENDUR ævintýra Tinna, belgíska blaða- mannsins hug- djarfa, eru ótelj- andi en fæstir eiga þeir þó að venjast ævintýr- um eins og birt- ast í spænski út- leggingu á sögunni um Bláa lótusinn. Rétt- hafar sagnanna um Tinna kunnu heldur ekki að meta Bleika lót- usinn, verk Antonios Altarriba, og vegna þrýstings frá þeim hefur bókin nú verið fjarlægð úr versl- unum á Spáni. Eitt lykilatriði Hergés í sköpun Tinna var kynleysið; piltar og stúlkur á öllum aldri gátu sam- samað sig hetjunni. Samkvæmt The Guardian er sá Tinni sem birtist í Bleika lótusnum ástríðufullur elsk- hugi og fullyrt er að opinskáar teikningarnar séu ekki alltaf við hæfi barna. Rétthafar Tinnabók- anna staðhæfa að verk Altarriba, sem kom úr á aldarafmæli Hergés í fyrra, „afbaki kjarnann í persónu- leika“ Tinna. Rétthafarnir kröfðust þess að bókin yrði fjarlægð úr verslunum, en þeir hafa á liðnum áratugum staðið vörð um arfleifð sköpunar Hergés. Margir teiknarar hafa engu að síður freistast til að skapa eigin Tinnasögur, og oft ansi blautlegar. Í Bleika lótusnum birtist Tinni sem slúðurblaðamaður á fertugsaldri, sem má muna fífil sinn fegurri. Alt- arriba segist vera á móti hug- myndaþjófnaði, en að það sé al- þekkt að teiknarar noti þekktar persónur á borð við Tinna. „Ég hef áður notað kunnar persónur í bók- um mínum og aldrei lent í land- ræðum. En eftir þetta mun ég aldr- ei skrifa aftur um Tinna,“ segir hann. efi@mbl.is Nýr Tinni bannaður Bleiki lótusinn tek- inn úr verslunum Íransævintýri Önnur sjóræn- ingjaútgáfa stað- setur Tinna í Íran. TÓNLEIKARÖÐIN Sumartónleikar Sig- urjónssafns heldur áfram í kvöld kl. 20.30 þegar hjónin Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran leika einleiks- og tvíleiksverk fyrir fiðlu og selló. Meistaraverk Jóhanns Sebastians Bachs mynda meginþema efnisskrárinnar. Þá verður hlaupið yf- ir nokkur tímabil tónlistarsögunnar og leikin verk frá 20. og 21. öldinni, meðal annars fjörugt tvíleik- sverk fyrir fiðlu og selló eftir Arthur Honegger og nýtt íslenskt verk, Eintal eftir Karólínu Eiríks- dóttur sem Karólína samdi snemma árs 2008 og tileinkaði Guðnýju í tilefni stórafmælis hennar. Tónlist Gunnar og Guðný í Sigurjónssafni Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir. TVENNIR tónleikar verða í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði í vikunni. Á þeim fyrri, annað kvöld kl. 20.30, koma fram Andrés Þór Gunnlaugsson raf- gítarleikari, Þorgrímur Jóns- son kontrabassaleikari og Ragnheiður Árnadóttir söng- kona og trommuleikarinn Scott McLemore. Þau flytja tónlist eftir franska tónskáldið Michel Legrand. Fimmtudagskvöld kl. 20.30 leika Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari verk Tele- manns, en tónleikaferð þeirra er virðingarvottur við hlutverk kirkna Íslands sem tónleikastaða, nú þegar Tónlistarhús rís hratt í Reykjavík. Tónlist Sumarið kveður í Bláu kirkjunni Bláa kirkjan ÁTTUNDA einkasýning myndhöggvarans Tedda stendur nú yfir í Perl- unni. Teddi hefur að mestu valið tré sem sinn efni- við. Trén koma úr úr öll- um áttum og hafa einnig ólíka áferð, lit og lögun, allt frá rekaviði að afr- ísku íbenholti. Teddi hefur að auki unnið í auknum mæli í málm af ýmsu tagi og má á sýningunni sjá samspil þessara ólíku efna, viðar og málms. Sýningin verður opin út ágúst og er aðgangur ókeypis. Listamaðurinn er alla jafna staddur í Perlunni síðdegis og segir áhugasömum gestum og gangandi sögu verka sinna. Myndlist Málmur og tré í Perlunni Teddi við eitt verka sinna. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VATNSBERI er heiti stórrar myndlistarsýningar sem verður opnuð í Ásmundarsal á föstudag. Þar sýna 11 listamenn tæplega sjötíu verk, og verður þeim stillt upp með sýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar, Lögun línunnar,sem nú stendur yfir í safninu. Sýningarstjóri og viðmælandi okkar er Að- alsteinn Ingólfsson, sem svarar spurningunni um það hver staða vatnslitarins sé í íslenskri myndlist í dag. „Það hefur kannski ekki borið jafn mikið á honum og öðrum greinum myndlistarinnar. Það má samt segja að hver málsmetandi listamaður sem málað hefur í olíu eigi sér sína spretti í vatns- litinum líka, en hafi kannski allt of oft litið á það sem formyndir og undirbúning að „alvöru“ mynd- unum, olíumyndunum, í staðinn fyrir að horfa á hann sem þann sjálfstæða miðil sem hann sann- arlega er. Annars er mikið líf í vatnslitamálun í dag, og þeir sem sýna á þessari sýningu eru toppurinn á ísjakanum og það er mikið lífsmark með henni. Málarar eins og Georg Guðni eiga sér sín vatns- litatímabil, og reyndar flestallir sem eru þekktir fyrir olíumálverk.“ Listsköpun eða föndur Þegar Aðalsteinn er spurður hvers vegna það orðspor loði við vatnslitamálun að hún sé hálfgert föndur; létt verk og auðvelt, sem hver sem er ráði við, segir hann þar ákveðinn vanda á ferðum. „Það er ákveðinn hópur málara sem hefur komið óorði á miðilinn, fólk sem málar mikið, sýnir og selur verk sín sem gjafavörur, og kemst eins létt frá verkinu og mögulega er hægt. Það reynir að telja sínum kaupendum trú um að það sé hin eina sanna vatnslitakúnst. Það er stór hópur sem er að gera vonda hluti í vatnslitum, og það skapar þetta orðspor.“ Listamennirnir ellefu koma úr ólíkum áttum, og eiga mjög ólíkan bakgrunn í myndlistinni. Sumir þeirra, eins og Eiríkur Smith og Hafsteinn Aust- mann eru vel þekktir fyrir vatnslitaverk sín, en hvað með listamenn eins og Guðjón Ketilsson sem þekktastur er að trévinnu á síðustu árum, og Önnu Hallin sem hefur unnið í konseptlist. Að- alsteinn segir eldri málarana hafi átt hugmyndina að því fyrir allnokkru að sýna saman, og þá fá yngra fólkið með til að breikka veröld vatnslit- arins á Íslandi. Aðalsteinn segir hiklaust:, „Ekk- ert“ spurður um hvað þau tvö síðastnefndu eigi sammerkt með þeim tveim fyrrnefndu í vatnslita- málun. „Ekki nokkurn skapaðan hlut nema mið- ilinn. Þetta er spurningin um hvernig þessi gam- algróni miðill, vatnslitamyndin, geti sem best nálgast nútímann. Guðjón málar til dæmis stúdíur af húðmeinum sem hann hefur fundið í gömlum læknisfræðibókum. Ég held að það sé eins langt og hægt sé að komast frá til dæmis, indælum nátt- úrustúdíum Eiríks eða Torfa Jónssonar. Anna Hallin er líka af öðru sauðahúsi og byggir sitt á öðrum hugmyndaheimi. Hún málar prívat tákn og skapnaði með vatnslitum og gvass vatnslitum. Harpa er svo með enn eina tilraun til að reyna á miðilinn. Hún hefur til dæmis málað með vatns- blönduðum litum með striga, sem fólk gerir yf- irleitt ekki. Úr því skapar hún aðrar tilfinningar en ef hún ynni á pappír, og verk hennar eru á stærri skala og fletirnir stærri. Hún kemur þann- ig líka til móts við olíumálverkið.“ Vatnslitirnir verða augljóslega af ýmsum toga á Vatnsbera í Ásmundarsafni. Og vel á minnst, Ás- mundarsalur er ekki oft vettvangur nýrra sýn- inga. „Við vildum prófa þennan stað vegna birt- unnar og til að sýna innanum skúlptúra Ásmundar. Birtan er jú helsti vinur vatnslitanna. Okkur langar að kanna hvort ekki takist að magna upp gott andrúmsloft í þessum hvítu sölum það sem eftir lifir árs. Þetta er kannski það til- raunakenndasta í sýningunni.“ Birtan er vinur vatnslitanna  Ellefu myndlistarmenn sýna vatnslitamyndir í Ásmundarsal við Sigtún  Listamennirnir eru af ólíkum bakgrunni og leiða vatnslitinn á ný mið Skapnaðir „[Anna Hallin] málar prívat tákn og skapnaði með vatnslitum og gvass vatnslitum.“ ÞRIÐJU tónleikar af sjö á vegum nýstofnaðrar Tónlistarhátíðar unga fólksins í Salnum 5.-17. ágúst fóru fram á mánudag við fyrirtaks aðsókn. Var gott að sjá fjölda ókunnugra andlita meðal hlustenda. Enda veitir víst ekki af Aftur á móti kastaði rækilegum tólfum í lokaverki kvöldsins, Klar- ínettkvintetti Mozarts í A-dúr K581 fyrir klar. og strengjakvar- tett. Noblesse oblige! segir franska spakmælið – göfugleikinn útheimtir sömu mynt. Enda var líka sem við manninn mælt, því þetta frægasta og fegursta allra verka fyrir téða áhöfn laðaði sem fyrir galdratilverknað fram alla beztu kosti spilaranna með óhætt að segja dáleiðandi áhrifum. Æðst og bezt í Larghetto-þættinum (II), sem ég fullyrði að hafa aldrei heyrt betur leikinn á þessu landi. um eyrum. Á hinn bóginn var Sarabandan svásnasta sælgæti, og loka-Bourréeið gekk líka vel, þrátt fyrir dýnamíska ekkóeklu. Tvíþætt dúó Heitors Villa– Lobosar (1887-1959) fyrir flautu og fagott, nr. 6 úr fjölhljóð- færaflokki hans Bachianas Brasi- leiras, tjaldaði skemmtilegum hitabeltislitum þrátt fyrir heldur þröngt styrksvið fagottistans. Eins var gaman að fisléttum Flau- tukvartett Mozarts í D K285 (+ fiðla, víóla og selló) – með smáfyr- irvara um fyrrnefndan þykkan flaututón, einkum í bláenda, og staka klessta eða hálffalska fiðlu- tóna. fyrsta framlagi kvöldsins af vörum Stefáns Ragnars Höskulds- sonar, flautuleikara í Metropolit- anóperu Nýju Jórvíkur frá 2004 og flauto primo þar síðan 2007. Í það djobb veljast engir aukvisar, enda var tæknin á hreinu í a-moll- einleikspartítu Bachs, þó svo að upprunakerum hafi getað þótt tónninn fullþykkur og óperulegur à la Galway. Að andanir í Alle- möndunni (I) hafi sumar verkað stirðar var varla undarlegt, enda hvergi í nótum gert ráð fyrir önd- un. Hitt þótti mér kannski lakara hvað stóð oft á alvöruhrífandi hrynsveiflu, og Courantan verkaði sömuleiðis frekar órytmísk í mín- – hermist rétt að nú sé upp komin fyrsta heila kynslóð eftir lýðveld- isstofnun þar sem mikill meiri- hluti þekkir aðeins popp. En eins og langsjóaðir klassíkunnendur vita er óskeikulasta vísbendingin um óvant aðkomufólk þegar klappað er á milli þátta, eins og hér var gert í fyrstu þótt legðist fljótt af. Hljóðfærakennarar á nám- skeiðum hátíðarinnar stóðu að þessu sinni fyrir hljóðfæraleik, og það með ágætum eins og við var að búast af nöfnunum í tónleikaskrá. Nokkrir þeirra starfa erlendis og hafa ekki heyrzt héðra í mörg ár. Var þannig nokkur forvitni að Á dávaldi göfugleikans TÓNLIST Salurinn Verk eftir J.S. Bach, Villa-Lobos og Moz- art. Stefán Ragnar Höskuldsson flauta, Rúnar Óskarsson klarínett, Natalie Pilla fagott, Gerður Gunnarsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Þórunn Ósk Mar- ínósdóttir víóla og Sigurgeir Agnarsson selló. Mánudaginn 11. ágúst kl. 20. Kammertónleikarbbbmn Ríkarður Ö. Pálsson Anna Hallin, Björn Birnir, Daði Guðbjörnsson, Ei- ríkur Smith, Guðjón B. Ketilsson, Hafsteinn Austmann, Harpa Árnadóttir, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Hlíf Ásgrímsdóttir, Torfi Jónsson og Val- garður Gunnarsson. Þau sýna: París kemur til Reykjavíkur á Menningarnótt. Alliance fran- çaise stenduir fyrir dagskránni Undir Parísarhimni í Iðnó, sem hefst kl. 18. Þá stígur á stokk leik- og söngkonan Adeline Mo- reau, sem leikur og sprellar með ástina sem Parísarbúar ku þekkja Öðrum betur. Hörpu- leikarinn Marion Herrera tekur slaginn kl. 19 með spuna- leikkonunni Sólveigu Simha, og ljóðrænt og skáldlegt viðfangs- efni þeirra verður „ölvunin“. Harmónikkuball hefst kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.