Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 16

Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 16
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Svitastorknar runnu þær í mark reið-hjólakempurnar á Íslandsmótinu íhjólreiðum sem fram fór á dögunum. Íkvennaflokki sigraði Karen Axels- dóttir með yfirburðum en sennilega vita ekki allir að sú sama hampaði í fyrra brons- verðlaunapeningi á heimsmeistaramótinu í þrí- þraut. Og þó eru ekki nema tvö ár frá því hún fékk fyrst pata af greininni, þá 31 árs að aldri. „Ég var stödd í boði í maí 2006 þar sem vinur minn sagði mér frá því að hann væri búinn að skrá sig í keppni í þríþraut í Jersey fimm mán- uðum síðar,“ segir Karen þegar hún er spurð hvað leiddi hana út í þríþrautina. „Ég var eins og aðrir að leita að einhverri tilbreytingu frá ræktinni svo ég ákvað að slá til. Til að hætta ekki við daginn eftir fór ég strax út í búð og keypti mér byrjendapakka sem kostaði um 140 þúsund íslenskar krónur og þá varð ekki aftur snúið!“ Keppti fyrir Bretland Karen er búsett í London en hún er við- skiptafræðingur að mennt og lauk síðastliðinn vetur meistaragráðu í mannauðsstjórnun. „Ég æfði frjálsar íþróttir alltaf af og til þar til ég varð 16 ára en stundaði íþróttina fremur illa þótt mér tækist oftast að troða mér á verðlauna- palla. Svo gerði ég ekkert í meira en tíu ár og eignaðist tvö börn en ákvað þá að koma mér aft- ur í form. Það endaði með því að ég tók einka- þjálfarapróf meðan ég var í fæðingarorlofi. Áð- ur en ég byrjaði í þríþrautinni var ég því í góðu líkamsræktarformi en engu hlaupaformi.“ Viðbrigðin voru því töluverð því þríþrautin er sett saman úr sundi, hjólreiðum og hlaupum – greinum sem allar krefjast töluverðs úthalds. Sjö vikum eftir að Karen keypti búnaðinn keppti hún engu að síður á sínu fyrsta þríþraut- armóti í styttri þraut (400 m sund, 10 km hjól og 5 km hlaup) og varð efst af 202 keppendum. Það varð til þess að hún ákvað að stefna á gott sæti í Jersey þar sem hún keppti í ólympískri þríþraut og sigraði. Þá varð ekki aftur snúið. „Breska þríþrautarsambandið hafði þá samband við mig svo þetta vatt upp á sig og ég fór að berjast um sæti í breska liðinu fyrir heimsmeistaramótið í Hamborg.“ Karen hafði reyndar hug á að keppa þar fyrir Íslands hönd en þar sem íslensk þríþrautarfélög eru ekki skráð hjá alþjóðaþríþrautarsamband- inu gekk það ekki eftir. Það var þó meira en að segja það að komast í breska liðið. „Í raun kom- ast bara fjórir efstu af um 1.100 keppendum á fjórum úrtökumótum í liðið en þetta hafðist á endanum hjá mér.“ Brjálæðislega gott form Í Hamborg keppti Karen í sprint-flokki, þ.e. hálfri ólympískri vegalengd, og vann sem fyrr segir brons í sínum aldursflokki. „Við það fór að rigna yfir mig tilboðum, m.a. frá þjálfurum sem vildu taka mig að sér svo í rauninni lá beinast við að ég færi í atvinnumennsku. Ég er hins vegar með tvö börn og fjölskyldu og var því ekki til í að taka næsta skref enda krefst atvinnu- mennskan mikilla ferðalaga og jafnvel búsetu þar sem veðurfar er hentugra fyrir æfingar.“ Í staðinn hefur Karen ákveðið að leggja bankastarfið sem hún sinnti áður á hilluna og snúa sér alfarið að því að þjálfa aðra samhliða eigin þjálfun en hún stefnir á að ná góðum ár- angri fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu á næsta ári. Púslið með fjölskyldu og starf er ærið því Karen æfir sjálf tvisvar á dag, sex daga vik- unnar og þarf þrisvar í viku að vakna klukkan hálfsex til að mæta á sundæfingar. Það þarf ansi mikinn vilja í slíkt svo það liggur beinast við að „Þoli ekki að tapa“ Þegar Íslandsmeistarinn í hjólreiðum, Karen Axelsdóttir, ákvað að byrja að stunda þríþraut fyrir rúmum tveimur árum hafði hún lítinn grun um að hún ætti eftir að standa á verðlaunapalli á heimsmeistaramóti áhuga- manna sem bronshafi í greininni rúmu ári síðar. |þriðjudagur|19. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Morgunblaðið/G.Rúnar Keppnismanneskja Karen Axelsdóttir fór ekki að æfa þríþrautina fyrr en eftir þrítugt. úr bæjarlífinu Á morgun þurfa gæsir landsins að fara að vara sig því þá hefst gæsa- veiðitímabilið. Gæsirnar á Blönduósi vekja alltaf töluverða athygli þegar þær birtast á grónum svæðum bæj- arins með unga sína. Sumir hafa horn í síðu þeirra því þær gera ekki alltaf stykki sín á þeim stöðum sem henta þykir. Ekki er einungis af þessu óþrifnaður heldur tala sumir um að þegar verst lætur myndist af þessum sökum hálkublettir á götum og gangstéttum. Hvað sem því líður þá eru gæsirnar skemmtilega hort- ugar og fara líkt og kötturinn sínar eigin leiðir. Verða menn stundum að stöðva bifreiðar sínar þegar gæs- unum sýnist hentugt að fara yfir veg í leit að betri bithaga.    Miklar framkvæmdir hafa verið í bænum í sumar og er vert að geta þess að hafin er bygging nýrrar sundlaugar sem er eitt stærsta verk- efni sem sveitarfélagið hefur ráðist í hin síðari ár. Það var vel við hæfi að þeir Jón Ísberg, fyrrverandi sýslu- maður, oddviti og heiðursborgari, og Einar Þorláksson, fyrrum sveit- arstjóri, tækju fyrstu skóflustung- una að þessari framkvæmd því þeir voru í fylkingarbrjósti ásamt öðrum á mestu uppgangstímum Blönduóss, m.a. þegar hitaveitu var komið á laggirnar. Það er í raun erfitt að koma auga á að þjóðin sé í efnahags- legri lægð þegar horft er til umsvifa í bænum. Engu er líkara en kreppan hafi farið fram hjá Blönduósi eða í versta falli tafist á leið sinni.    Tjaldsvæðið hefur verið vel nýtt í sumar og oft er nánast hver blettur setinn. Bæði er öll aðstaða fyrir ferðamenn góð og umhverfið aðlað- andi. Það hefur lengi loðað við í um- ræðunni að Blönduós sé bær þar sem lítið er að sjá og einungis til þess fallinn að aka í gegnum á leið sinni um landið. Á þessu er að verða töluverð breyting sem skýrist meðal annars af framanrituðu. Ekki skemmir að gera sér ferð út í Hrút- ey og sjá jökulána Blöndu byltast lokaáfangann til sjávar eða rölta nið- ur að sjó og virða fyrir sér fjölbreytt dýralífið þar. Er nánast hægt að ganga að því vísu að rekast þar á sel og oft má sjá hvali af ýmsum teg- undum bregða fyrir. Bærinn hefur verið óvenju vel hirtur í sumar. Víst er að hin árlega bæj- arhátíð sem hefur verið í nokkur ár hefur aukið með íbúunum samstöðu og keppa bæði einstaklingar og sveitarfélagið að því að fegra sitt umhverfi. Þegar bæjarhátíð er hald- in sameinast íbúar í hverri götu um skreytingar og hefur þetta meira að segja orðið til þess að fólk sem að- eins hefur kinkað kolli í kurteis- isskyni í kaupfélaginu hvað til ann- ars hefur tekið upp létt hjal. BLÖNDUÓS Jón Sigurðsson fréttaritari Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Hjalteyri | Kaffi Lísa heitir lítið, smekklegt og skemmti- legt kaffihús á Hjalteyri í um 20 mínútna fjarlægð frá Akureyri. Kaffihúsið á sér orðið dygga aðdáendur. Kaffi Lísa er rekið af hjónunum Önnu Lísu Kristjáns- dóttur og Gunnbirni Axelssyni: „Maðurinn minn er fæddur og alinn upp á Hjalteyri,“ segir Anna Lísa. „Við byggðum húsið árið 2001 og síðan höfum við rekið kaffi- húsið frá 2002. Þetta er semsagt sjötta sumarið okkar.“ Á Hjalteyri eru fjölmörg gömul hús sem eingöngu eru notuð sem sumarhús. Það sama gildir um Kaffi Lísu, en það er opið yfir sumartímann, eða frá því í maí og fram í september á hverju ári. „Í fyrra var opið fram í sept- ember. Þá var ég reyndar líka að halda námskeið í græn- lenskum perlusaumi, segir Anna Lísa. Það höfðu komið til mín konur og séð handverk sem ég er með í kaffihús- inu og vildu læra það, svo ég hélt námskeið.“ Kvenfélög og mótorhjólamenn venja komur sínar á Kaffi Lísu Anna Lísa lærði perlusauminn í Danmörku þar sem hún fæddist. Þar kynntust þau Gunnbjörn fyrir um 50 árum og fluttust svo saman til Íslands árið 1955. Anna Lísa hefur meira að segja skreytt heilan brúðarkjól með perlusaumi, auk þess sem vöndurinn og brúðguminn voru líka skreytt perlunum. Fastagestir á Kaffi Lísu eru ekki bara kvenfélög og saumaklúbbar sem fýsir að læra perlusaum. Farþegar á bátnum Húna II líta gjarnan við á kaffihúsinu á siglingu um Eyjafjörðinn. Og á kvöldin hefur hópur mótorhjóla- manna vanið komur sínar á kaffihúsið. „Um 17-18 manns,“ segir Anna Lísa. „Þetta er yndislegur hópur. Kurteis og allt gott um þá að segja. Ég hreinlega sakna þeirra, ef þeir koma ekki.“ Anna Lísa segir það kannski vera opnunartímann sem dragi fólk að, en hann nær alveg til kl. 22 á kvöldin. Fastagestirnir leita hins vegar flestir í að koma fyrr, þegar boðið er upp á heimalagaða súpu: „Ég baka allt á staðnum sjálf og bý líka til súpuna. Ég er bæði með kjöt- súpu og sjávarréttarsúpu. Ég hef fengið smá hól fyrir þær og þá reyni ég líka að vanda mig við þær. Svo eru margir ánægðir með heimabakaða skyrbrauðið og rúg- brauðið. Einn var meira að segja svo ánægður að hann vildi koma bara til að kaupa skyrbrauð. Ég seldi honum það, en gaf honum samt ekki uppskriftina, þótt hann vildi,“ segir Anna Lísa og brosir. Skyrbrauð og kjötsúpa trekkja að Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Kaffi Lísa „Við byggðum húsið árið 2001 og höfum rek- ið kaffihúsið frá 2002,“ segir veitingakonan Anna Lísa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.