Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 19

Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 19 Aftur á skólabekk Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, sátu saman í barnaskóla í bekk hjá Skeggja Ásbjarnarsyni. Í gær sátu þeir aftur saman á skólabekk þegar þeir hlýddu á fyrirlestur dr. Jóns Steinssonar um efnahagsmál í Háskóla Íslands. Ómar Blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 18. ágúst „Bloggarar eru ábyrgðarlaust fólk“ ... ... sagði Þorbjörn Brodd- son fjölmiðlafræðingur í útvarpsviðtali á RÚV í morgun. Í viðtalinu var Þorbjörn að útskýra það hvers vegna fjölmiðla- umræðan hefur verið svo óvægin og nærgöngul gagnvart Ólafi F. Magnússyni sem raun ber vitni. Hann var spurður um ástæður þess að fjölmiðlar hafa að undanförnu farið með dylgjur um einkalíf fráfarandi borgarstjóra og taldi hann helst að um væri að kenna æsingi og samkeppni við bloggheiminn. Ég fór að rifja upp hvar ég hefði fyrst heyrt eða séð dylgjur um einkalíf fráfar- andi borgarstjóra. Það var í Kastljóss viðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir nokkrum dögum. Um svipað leyti rakst ég á klausu í einhverju dagblað- anna. Ég hef ekki séð orð um þetta á blogginu. Meira: olinathorv.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 18. ágúst Er lífið með lottóvinn- ingi eintóm himnasæla? Sterkar taugar þarf til að þola heppnina eins og óheppnina. Væntanlega breytir það lífi hvers ein- staklings mjög að auðg- ast á einni nóttu, eins og t.d. lottómilljónamær- ingar. Sumir ná að höndla pressuna sem því fylgir en öðrum verður á og misstíga sig jafnvel svo mikið að þeir sólunda peningunum á skömmum tíma. Hef heyrt sögur af báðum tilfellum og það mjög svæsna sögu um hið síðarnefnda þar sem stór lottóvinningur fór úr hönd- unum á vinningshafa á skömmum tíma. Auðvitað er ánægjulegt að fólk sé heppið og fái tækifæri til auðfengins gróða með því að spila upp á heppnina. Meira: stebbifr.blog.is Jón Bjarnason | 18. ágúst Heim að Hólum – Hólahátíð Hin árlega „Hólahátíð“ fór fram um síðustu helgi við mikinn hátíðleik að viðstöddu fjölmenni í blíðskaparveðri. Há- punktur hátíðarinnar var vígsla á nýrri, forkunnarfagurri kant- arakápu sem er nákvæm eftirgerð af einni kápu Jóns Arasonar biskups. Kápan er gjöf vígslubiskupshjónanna, herra Jóns Aðalsteins Baldvinssonar og Margrétar Sigtryggsdóttur, til Hóladóm- kirkju. Vel fer á að þessi höfðinglega gjöf er til minningar um hugljúfa dóttur þeirra biskupshjóna, Sigrúnu, skóla- stjóra Tónlistarskólans í Stykkishólmi. Fráfall Sigrúnar var þeim sem þekktu til mannkosta hennar mikil harmafregn. Meira: jonbjarnason.blog.is LÍFIÐ er margskonar og það er ekki alltaf auðvelt að vera sam- kvæmur sjálfum sér, þetta á jafn- mikið við einstaklinga sem þjóð. Náttúra landsins er þéttofin sjálfs- mynd okkar og þjóðernisvitund, en samt eru ekki nema rétt rúm tíu ár síðan markaðsdeild Iðnarráðuneytis og Landsvirkjunar gáfu út bækling á ensku, Lowest energy price (Lægsta orkuverðið), til að lokka stóriðjur til landsins. Hér væri nefnilega, stóð þar meðal annars, lægst launaða vinnuaflið í Evrópu og starfsleyfi fyrir stóriðju iðu- lega samþykkt með lágmarkskröfum til umhverf- ismála. Þarna var talað grímulaust, og líklega um of, því bæklingurinn hvarf fljótlega og er nú sjald- séður. Ísland er auðugt af ósnortinni náttúru, en slík svæði verða sífellt sjaldgæfari í veröldinni, og þar með dýrmætari. Samt erum við ennþá reiðubúin að samþykkja starfsleyfi til stóriðju með litlum kröf- um til umhverfismála, þau virðast ævinlega í auka- hlutverki; umhverfismat eins og ósvífin boðflenna og veisluspillir. Og nú vinna sumir ötullega að því að koma á fót olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, í Arnarfirði, stóriðju upp á 500 störf með umtals- verðri mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Það verður gul mengunarslikja yfir Arnarfirði næstu áratugi – og blekið varla þornað á þeirri yf- irlýsingu vestfirskra sveitarstjórnarmanna, að Vestfirðir skuli vera stóriðjulausir. En lítum á nokkrar staðreyndir. Sveitarstjóri Vesturbyggðar sagði nýlega að það væru 99,9% líkur á að olíuhreinsunarstöðin risi í Arnarfirði. Rússneska fyrirtækið sem stendur á bak við þessar áætlanir, og nefnist Katamak-Nafta, segist meðal annars hafa valið Ísland vegna þess að ákvörðunarferlið gangi hér hratt fyrir sig. Með öðr- um orðum, hér eru litlar fyrirstöður. Réttara sagt: hér eru gerðar litlar kröfur. Eins og kom fram í bæklingnum Lægsta orkuverðið. Þessi olíuhreinsunarstöð yrði engin smásmíði, losun gróðurhúslofttegunda 50 prósentum meiri en samanlögð losun frá vegasamgöngum og um 100 risaskip sigla inn Arnarfjörðinn á ári; 100 skips- farmar af hráolíu og kringum 80 þúsund tonn í hverju skipi. Síðan þarf að flytja olíuna út aftur, lík- lega í fleiri og smærri skipum. Það er mikil umferð. Fulltrúar Íslensks hátækniiðnar, en svo nefnist ís- lenski afleggjari rússneska fyrirtækisins, benda á siglingaleiðin sé að opnast norður um vegna bráðn- unar heimskautaíssins, hér sé því lag. Gott vel. „Á þessari stundu,“ skrifar Sölvi Sólbergsson varabæjarfulltrúi í Bol- ungarvík „er mikilvægt að málið sé unnið áfram án fordóma þannig að hægt sé að taka ákvörðun sem byggi á faglegum forsendum.“ Næsta skref er umhverfismat, seg- ir Ólafur Egilsson, stjórnarformaður Íslensks hátækniiðnaðar. Það er 99,9 prósent öruggt að stöð- in rísi, segir sveitarstjóri Vest- urbyggðar, og er augljóslega búinn að taka ákvörðun, umhverfismatið skipt- ir engu máli. Eru það faglegar forsendur? Olíuhreinsunarstöðin yrði með stærstu og dýrustu framkvæmdum Íslandssögunar – maður skyldi nú ætla að þá þyrfti að vanda sig. Maður skyldi ætla að frumskilyrði væri að vita hvaða fyrirtæki stæði á bak við stöðina. Fyrirtækið heitir Katamak-Nafta, segja forstöðumenn Íslensks hátækniiðnar. En Katamak- Nafta virðist bara hvergi vera til; á heimasíðu þess eru nákvæmlega engar upplýsingar um það. Þegar gengið er á forstöðumenn Íslensks hátækniiðnaðar segja þeir að um viðskiptaleyndarmál sé að ræða. Ein mesta framkvæmd Íslandssögunar og hefði því mikil áhrif á efnahagslíf landsins, myndi umbylta Vestfjörðum, en við höfum ekki hugmynd um hverjir standa á bak við hana; og er það bara allt í þessu fína? Skiptir engu máli hverjir koma á fót risafyrirtæki hér á landi, hund- ingjar eða heilagt fólk, svo lengi sem við græðum á því – helgar tilgangurinn meðalið? Forstöðumenn Íslensks hátækniiðnaðar gera lít- ið úr mengun, gróðurhúsáhrifum, og hættu á meng- unarslysum. Það er talað um sérstyrkt skip, full- komna tækni; og samt eru varla nema tvö ár síðan rekís fór utan í 50 þúsund tonna olíuskip fyrir vest- an, það leitaði inn á Þingeyri þar sem það var lag- fært, sigldi svo laskað áfram til Bandaríkjanna. Of- urmagn náttúrunnar er mikið þarna á hafinu, ölduhæðin getur verið 25 metrar, brotsjóir ban- vænir, engin tækni breytir því, og þó heimskautaís- inn hopi brotna miklir borgarísjakar af Grænlands- jökli. Hvernig færi ef 80 þúsund tonna skip með fullfermi af hráolíu fengi borgarísjaka á sig í slíku veðri? Ekki miklar líkur, nei: en samt líkur. Og hrá- olía eyðist ekki, hvorki í sjó eða á landi; það þarf að moka henni upp með handafli. Það eru ekki mörg ár síðan olíuskip fórst við strendur Alaska, 49 þús- und lítrar af hráolíu fóru í sjóinn, um 11 þúsund manns unnu við hreinsun, landhelgisgæsla Banda- ríkjanna stjórnaði aðgerðum, en fjárhagslegt tjón var ofboðslegt, um 400 milljarðar íslenska króna, tjón á lífríki ómetanlegt og ferðamannaþjónusta hrundi. Eitt svona slys myndi ekki bara eyðileggja Vestfirði, öll Íslandsbyggð myndi kikna. Olíuhreinsunarstöð mengar mikið, sama hversu nútímaleg hún verður, framleiðslan er blátt áfram þess eðlis. Hilmar Foss, talsmaður Íslensks há- tækniiðnaðar hefur þó ekki áhyggjur af því, og alls engar áhyggjur af losunarkvóta Kyoto. Bókunin, segir hann, fellur úr gildi árið 2012 – áður en stöðin tekur til starfa. Menn sem tala svona gera sjálfsagt ráð fyrir því að hundalógík gangi allstaðar upp; þeir vita það sem kæra sig um að vita að eftir 2012 verða losunarkvótarnir talsvert minni. Það búa rúmlega sjö þúsund manns á Vest- fjörðum, og skiljanlegt að 500 störf lokki, það yrði mikil innspýting í ekki stærra samfélag, mikil um- svif, og mikil hreyfing. Olíuhreinsunarstöðin á eftir að breyta, sjálfsagt umbylta samfélaginu á Vest- fjörðum, og það hratt. Fimmhundruð störf, ætli það sé ekki uppundir 30 prósent af vinnuafli Vestfjarða; og hér er ekkert atvinnuleysi, segir bæjarstjóri Ísa- fjarðar í blöðunum. Hún er varasöm þessi árátta okkar að setja allt á eitt spil, eitt tromp. Það vantar fleiri tækifæri á Vestfjörðum, fleiri möguleika, svo ungt fjöl- skyldufólk, menntað sem ómenntað, vilji búa áfram innan um svimandi fjöll og bláa fegurð. En þeir sem ætla að leysa þann vanda með risavaxinni verk- smiðju, sem mengar langt umfram það sem við höf- um samið um á alþjóðavettvangi, leggur algjörlega undir sig heilan fjörð, býður hættunni heim með hamfaraslys og óhreinkar stórlega þá hreinu ímynd sem Vestfirðir hafa á sér, og gera út á – þeir eru á varasömum slóðum. Olíuhreinsunarstöðin myndi drepa niður frumkvæði og hugmyndakraft á öðrum sviðum, vestfirskt samfélag yrði einhæfara, og þar með síður lokkandi til búsetu. Það sem hamlar Vestfjörðum eru slæmir vegir, því erfiðar flutningaleiðir skerða samkeppnishæfni. Það sem hamlar Vestfjörðum er mjög ótryggt net- samband, ótryggt raforkukerfi sem verður til þess að iðn- og tæknifyrirtæki hika við að koma upp starfsemi þarna. Þetta þarf einfaldlega að laga. Þjóð sem vill kalla sig sjálfstæða getur ekki leyft sér að hafa heilan landshluta afskiptan í þessum at- riðum, það er ófyrirgefanlegt, og býður hættunni heim. Það býður þeirri hættu heim að alls óþekktir aðilar, dularfull peningaöfl, setji niður risavaxna ol- íuhreinsunarstöð, án þess að 99,9 prósent þjóð- arinnar hafi nokkuð um það að segja. Eftir Jón Kalman Stefánsson » Olíuhreinsunarstöð mengar mikið, sama hversu nútíma- leg hún verður, framleiðslan er blátt áfram þess eðlis. Jón Kalman Stefánsson Höfundur er rithöfundur. Olíuhreinsunarstöð – og er það bara allt í þessu fína? Baldur Kristjánsson | 18. ágúst Setjum okkur mark- mið í íþróttum! Okkur vantar afreksfólk í hinum ýmsu greinum. Við eigum engan íþróttamann á heimsmælikvarða. Við áttum strák sem var góð- ur í tugþraut og tvær kon- ur sem voru framúrskarandi í stang- arstökki en þau eru öll hætt. Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar eiga öll fólk í fremstu röð í mörgum greinum kvenna og karla: spjótkasti, skotfimi, hástökki. Bretar hirða nú gull, silfur og brons eins og aldrei fyrr. Voru áður fyrr með fáeinar medalíur en nú skipta þær tugum. Þeir hafa líka margfaldað framlög sín til íþrótta og telja sjálfir að þeir séu að upp- skera eins og til var sáð. Það er engin aukning í þessu hjá okkur. Síðan Vil- hjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun sín hefur þetta legið heldur niður á við. Bjarni júdómaður og Vala Flosadóttir þó staðið upp úr meðlalmennskunni og fært okkur silfur og brons. Við Íslendingar ættum að setja okkur það markmið að vinna bæði gull, silfur og brons á Olymp- íuleikum eftir svona átta til tólf ár. Meira: baldurkr.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.