Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 23

Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 23 Við kveðjum nú afa okkar Eirík Guð- mundsson sem náði 99 ára aldri. Afi var hlýr og skemmtilegur, gerði oft að gamni sínu enda fáir með jafngott skop- skyn og hann. Alltaf var notalegt að koma á Árveginn til þeirra ömmu Eiríkur Guðmundsson ✝ Eiríkur Guð-mundsson fædd- ist á Egilsstöðum í Villingaholtshreppi 17. júlí 1909. Hann lést á Kumbaravogi 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfoss- kirkju 9. ágúst. og ekki breyttist það eftir að þau fluttu á Grænumörkina. Dóta- kassinn með kubbun- um var dreginn fram fyrir barnabörn og barnabarnabörn og var gott að upplifa ró og frið heimilisins. Þegar við hugsum til baka hlýja ljúfar minningar okkur um hjartaræturnar. Það var í anda afa að kveðja þetta jarðlíf með kyrrlátum dauð- daga. Við búum að þeim góðu stundum sem við áttum með honum í áranna rás. Margrét og Ragnheiður. Góður vinur og skólabróðir, Steinn Hermann, er látinn. Við kynntumst fyrst á Skógaskóla árið 1960. Ég minnist hans sem mikils prakkara sem naut þess að stríða okkur stelpunum. Það ástand stóð þó ekki lengi, því fljótlega var hann orðinn frábær félagi og vinur og stórskemmtilegur. Steini var myndarlegur, dökkhærður með hrokkið hár, með spékoppa og skemmtilegt prakkarabros. Við vorum margar sem áttum hann að trúnaðarvini. Eftir Skógaskóladvölina fórum við skólafélagarnir hver í sína átt- ina og hittumst við því ekki mikið fyrstu árin. Nokkrum árum síðar hittumst við Steini aftur þegar hann var að vinna hjá Guðmundi Jónassyni, m.a. við að aka flug- farþegum til Keflavíkur en ég vann þá í flugafgreiðslu Loftleiða. Þarna endurnýjuðum við vinskap- inn. Hann var alltaf hress og kátur með bros og glens á vör þótt hann væri að mæta í vinnuna um miðjar nætur. Það voru skemmtileg ár. Það hefur komist á sú hefð hjá okkur Skógaskólanemendum að hittast nokkuð reglulega. Í þessum ferðum hefur Steini verið sjálf- sagður fararstjóri og hrókur alls fagnaðar. Hann útvegaði rúturnar og bílstjórana eða ók bara sjálfur. Hann sagði skemmtilegar sögur af sveitungum sínum þegar ekið var austur Eyjafjöllin að Skógum. Hann hafði gott skopskyn og naut þess að segja frá. Í einni ferð okk- ar að austan bauð hann öllum hópnum heim, þar sem hann og Guðný kona hans tóku höfðinglega á móti okkur. Hann bauð Jóni Hjálmarssyni fyrrverandi skóla- ✝ Steinn HermannSigurðsson fæddist í Reykjavík 9. september 1946. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 31. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. stjóra á Skógum og konu hans Guðrúnu að vera með okkur sem gerði boðið enn eftirminnilegra. Þessar ferðir okkar hafa verið einstak- lega vel heppnaðar og átti Steini stóran þátt í því. Tilviljanir í lífinu eru oft skemmtileg- ar. Ég kenni í grunn- skóla og var að kenna 1. bekk er ný stúlka kom í bekkinn fyrir nokkrum árum. Það var Auð- ur Sif og fljótlega komst ég að því að afi hennar var enginn annar en Steinn Hermann. Börnunum í bekknum fannst mjög fyndið þeg- ar ég bað Auði um að skila kveðju til afa eða þegar ég fékk kveðju til baka frá afa! Nú er Pétur Guð- björn í bekk hjá mér og höfum við haft sama háttinn á með kveðj- urnar. Tvö önnur barnabörn hans hafa verið hjá okkur í skólanum, Steinn Hermann og Fjóla María. Öll eru þessi börn mjög efnileg og dugleg eins og þau eiga kyn til og var Steini mjög stoltur af þeim. Það hefur verið ánægjulegt að fá að kynnast börnum hans og barna- börnum á þennan hátt. Við Steini ræddum oft saman í síma og töluðum um gömlu góðu dagana en núna síðustu árin voru börnin okkar og barnabörnin oftar á dagskrá. Steini háði mjög erfiða baráttu við Bakkus sem rýrði lífs- gæði hans síðustu árin og ræddi hann það opinskátt. Við finnum það vel þegar árin fara að færast yfir hve mikilvægt er að rækta gömul kynni. Skóga- skólahópurinn á eftir að koma oft- ar saman en það verður ekki eins þegar Steina vantar. Hann hafði gott lag á að hrista upp í mann- skapnum og halda uppi glensi og gamni. Hans mun verða saknað. Innilegar samúðarkveðjur til barna, barnabarna og annarra ást- vina. Minningin um góðan dreng lifir. Hrefna Jónsdóttir. Steinn Hermann Sigurðsson Halldórssyni, undirleikara sínum, fyrir héraðsmót framsóknarmanna þá um kvöldið. Þetta er fyrsta hér- aðsmótið okkar þetta sumar og þarf að renna aðeins í nokkur lög áður. Húsfreyjan á bænum, sem borið hef- ur fram góðar veitingar, hefur læðst úr eldhúsinu að baðstofudyrunum og stendur þar sem lömuð með tárin rennandi niður vangana þegar hinir ljúfu sænsku tónar flæða um þessi vinalegu húsakynni og fylla þau un- aði. Stundum verða svona „litlar“ stundir þær ógleymanlegustu í líf- inu. Þessi sveitakona lyftist upp úr hversdagsstritinu í þröngum vest- firskum fjalladal til að njóta erlendra menningarstrauma. Á þessum árum var Árni Jónsson nýkominn úr söng- námi í Svíþjóð og þótti komast næst Stefáni Íslandi að raddfegurð á háu tónunum á þeim tíma sem Íslending- ar miðuðu allan tenórsöng við Stef- án. Svo fögur var túlkun Árna á sænsku lögunum að maður gleymdi því hvílík dirfska það var hjá honum að syngja sömu lög og Jussi Björl- ing, líklegast annar af tveimur bestu tenórsöngvurum allra tíma. Her- mann Jónasson sat með mér í bað- stofunni og við ræddum eftir á um það að aldrei hefði flutningur þess- ara tveggja sænsku laga notið sín betur en undir táraflóði menningar- þyrstu og hrifnæmu húsfreyjunnar á Kirkjubóli með þverhnípt fjallið gnæfandi yfir söngfuglana innan og utan dyra. Ég kynntist ljúflingnum Árna býsna vel á héraðsmótaferðum okk- ar um landið þessi sumur. Það var líka gantast með margt og þurfti ekki mikið til. Hann vann hjá SÍS og ég man til dæmis hve hann skemmti sér eitt sinn vel yfir því að hafa ásamt nokkrum gárungum breytt nokkrum skiltum á hurðum í Sam- bandshúsinu. Þar sem staðið hafði „Gjaldkeri“ á skilti stóð nú „Sjald- keri“ og á skiltinu með orðinu „Ís- lendingasagnaútgáfan“ stóð „Sís- lendingasagnaútgáfan.“ Annað var eftir þessu. Þetta voru góðar og glað- ar stundir og að ferðalokum stendur aðeins eftir tóm hamingja í formi ógleymanlegra minninga og þakkir til Árna fyrir þessi kynni okkar. Ég sé hann og grátandi húsfreyjuna í baðstofudyrunum enn fyrir mér þeg- ar lokatónar lagsins hljóma í minn- ingunni og túlka hinstu kveðju mína til hans: „Seg mig god natt – farvel, vi ses igen.“ Ómar Ragnarsson. Elskulegi vinur, hér sitjum við Soffía og hlustum á dásamlegan söng þinn af diskinum þínum sem þú færðir okkur á sínum tíma. Tárin renna. Ég kynntist þér árið 1976 þegar ég var ráðinn til þess að veita Herra- húsinu á Snorrabraut forstöðu, sem þá var í eigu SÍS. Þú varst gjaldkeri Iðnaðardeildar og því vorum við nánast í daglegu sambandi. „Hver var salan í gær, elsku vinur?“ Var oftar en ekki byrj- un á samtali okkar. Sem betur fer gekk verslunar- reksturinn vel og samtölin okkar eft- ir því ánægjuleg. Við urðum góðir vinir í gegnum störf okkar ásamt Ormari Skeggja- syni, sem veitti verslun Torgsins í Austurstræti forstöðu. Þessi vinátta hefur haldist í gegnum tíðina og við höfum oft hist undanfarin ár. Ekki skemmdi það fyrir þegar þú kynntist konunni minni henni Soffíu söngfugli af Guðs náð eins og þú. Ófáar ánægjustundir höfum við átt saman við gítarspil og söng. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því þegar þið Soffía hittust fyrst. Þið „sungust á“ að þvílíkum krafti að það gleymist aldrei. Elsku Árni minn, ræktunarsemi þín var aðdáunar- verð í okkar garð og ég skammast mín fyrir að hafa verið eftirbátur þinn á því sviði. Mörg yndisleg símtöl sitja eftir í minninu og lýsa upp minningu þína. Elsku Eyja mín og fjölskylda, við Soffía og dætur sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa ykkur styrk á erfiðum tímamótum. Sverrir Bergmann og Soffía Guðmundsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, AÐALBJÖRN BENEDIKTSSON frá Grundarási, sem lést 13. ágúst á Landspítalanum verður jarðsunginn fimmtudaginn 21. ágúst frá Fossvogs- kirkju kl. 13.00. Guðrún Benediktsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Þórólfur Ólafsson, Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir, Helgi Jón Jónsson, Aldís Aðalbjarnardóttir, Páll Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN HADDA EGILSDÓTTIR, Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 12. ágúst,verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 22. ágúst kl.13:00. Ingiberg Þ. Halldórsson, Katrín Ingibergsdóttir, Jóhann A. Guðmundsson, Bergþór Ingibergsson, Sirivan Khongjamroen, Egill Ingibergsson, Anna María Sveinbjörnsdóttir, Guðbjörg Ingibergsdóttir, Ólafur Haukdal Bergsson, Halldór Ingibergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar JÓNÍNU S. SNORRADÓTTUR verður lokað eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 19. ágúst. Heildverslun Eggerts Kristjánssonar hf. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, GUÐFINNU BJARNADÓTTUR frá Gerðisstekk við Norðfjörð Hraunbúðum, áður Hrauntúni 11, er andaðist föstudaginnn 1. ágúst. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Gísli Einarsson, Ellý Gísladóttir, Kristbjörg Einarsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkar samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður okkar og ömmu, ALBÍNU ELÍSU ÓSKARSDÓTTUR, Efstahjalla 1A, Huginn Sveinbjörnsson, Oddný Huginsdóttir, Óskar Sigmundsson, Viðar Huginsson, Ester Kjartansdóttir, Elísa Birkisdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, KARL ADOLFSSON húsgagnabólstrari og tónlistamaður, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt mánudagsins 18. ágúst. Útförin auglýst síðar. Ásdís Árnadóttir, Árni H. Karlsson, Sigurður G. Karlsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Davíð K. Karlsson, Kolbrún Júlínusardóttir, Gauja S. Karlsdóttir, Björgvin Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. SENDUM MYNDALISTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.