Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 24

Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla Au pair óskast til Hollands Íslensk fjölskylda óskar eftir au pair til að gæta tveggja stuð systra; 2ja og 4ra ára. Verður að vera reykaus. Upplýsingar veitir Olga í síma 0031648262436 eða olgahrafnsdot- tir@gmail.com Bækur Enska með gátum og skrýtlum Skemmtilegar verkefnabækur handa byrjendum í enskunámi. Pantanir: barnabokautgafan@hive.is eða í síma 862 2077. Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum. LR- kúrinn er ótrúlega einfaldur og öflugur. Uppl. hjá Dóru 869-2024 www.dietkur.is GRUNNNÁMSKEIÐ Í EFT (Emotional Freedom Techniques) Námskeið verða: Helgarnar 13.–14. sept., 4 –5. okt, 1.–2. nóv. í Rvk., 11.–12. okt. á Ísafirði. EFT er árangursrík leið til sjálfsstyrk- ingar. Hentar leikum sem lærðum sem vilja styrkja og vinna að betri líðan hjá sér og öðrum. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT www.theta.is. sími 694 5494. Húsnæði í boði Íbúð til leigu í Grjótaþorpi (101) Falleg og hlýleg íbúð í hjarta bæjar- ins til leigu frá 1. september til 1. júní (húsgögn geta fylgt). Verð 155 þús- und á mánuði. Upplýsingar í síma: 822 3539. Íbúð í Lautasmára 97 fm, 3 herb. íbúð til leigu. Leigutími 1-2 ár. Þvotta- hús innan íbúðar. Laus frá 1. sept. Nánari uppl. veitir Garðar í síma 856- 2204 og gardar01@ru.is Leigan er 150.000 á mán. Íbúðaskipti 1 ár Okkar íbúð er fullbúin og á besta stað í Albufeira. Óskum eftir 3-4 herb. íbúð (ekki leigu íbúð) á stór RVK svæðinu. S:00351- 968569300 og 00354-8687722. 3.herb. í 111, 3. herb. björt og nýlega tekinn í gegn íbúð í 111 á 3 hæð í fjölb. með lyftu. Laus strax eða frá og með 1. sept. 130 þ. á mánuði hiti og rafmagn innifalið, upplýsingar í s. 690 5812 eftir kl. 16.00. Sumarhús Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Glæsilegt sumarhús til leigu Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25 fm milliloft. Húsið er staðsett í Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur frá Laugarvatni. Heitur pottur. Upplýsingar í síma 841 0265. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Microsoft kerfisstjóranám MCSA kerfisstjóranámið hefst 1. sep- tember. Nýr Windows Vista-áfangi. Einstakir áfangar í boði. Bættu Microsoft í ferilskrána. Rafiðnaðar- skólinn, www.raf.is, 863 2186. Til sölu Ævintýralega létt stígvél Aðeins 440 g parið. Stærðir 38-46. S - XL Einstaklega þægileg til að hafa í bílnum, sumarbústaðnum eða í útileguna. Verð 3.710 kr. Jón Bergsson ehf. Kletthálsi 15, 110 Rvk. Sími. 588 8881. Skattframtöl Framtöl - bókhald - uppgjör - stofnun ehf. o.fl. Fékkstu áætlun? Gleymdist að telja fram? Framtals- þjónusta - skjót og örugg þjónusta. Uppl. í síma 517 3977. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Bílar VW Golf station ´98 ek. 126 þús. ssk. Vel með farinn bíll í góðu ásigkomulagi. Verð 300þús. stgr. S: 691 1777. VW Golf 4motion árg ´03 ek.82 þús. bsk. nýskoðaður ´09. Topplúga, álfelgur, sumar og vetrar- dekk. Mjög vel með farinn bíll. Verð 1150þús. áhv c.a. 890þús. afb.25þús. S: 691 1777. Námsmannabílinn Nissan Almera, árg'99. ek.128 þús km. Beinskiptur. Vetrar-og sumardekk fylgja. Sparneytinn eðalkaggi í skólann. Verð 300 þús. Nánari upplýsingar í síma 696-0915. Gullmoli til sölu - VW Bora High- line árg. 2002, ekinn 47þ km. Sjálfsk., topplúga, álfelgur. Bíll í toppstandi. Upplýsingar í s: 8929350. Mótorhjól Til sölu KXF-450 2008 Flott hjól, ekið ca. 20 tíma. Fatbar-stýri og fleiri aukahlutir. Verð 690 þús. Uppl. í s. 866 0532. Einkamál Stefnumót.is Kynntu þér vandaðan stefnumóta- og samskiptavef fyrir fólk sem gerir kröfur. Þjónustuauglýsingar 5691100 Til sölu Hyundai Santa Fe árg ´06. Ekinn 23.000 þús. Sjálfskiptur, með leðuráklæði. Dísell. Staðgreiðsluverð 2,8 millj. Upplýsingar í síma: 581 4629, og 846 4666. 106 fm íbúð á Skólavörðustíg Björt og falleg 4 herb, 106 fm íbúð á Skólavörðustíg til leigu. 180 þús/mán. Uppl. 899 8433 eða elindres@gmail.com ✝ Jónína SesseljaSnorradóttir fæddist á Eskifirði 26. júní 1921. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 9. ágúst síð- astliðinn. Hún var dóttir Snorra Jóns- sonar kaupmanns, f. 2.7. 1885, d. 8.1. 1959, og Stefaníu G. Stefánsdóttur hús- móður, f. 14.9. 1891, d. 4.2. 1981. Systk- ini Jónínu eru: Mar- grét, f. 1914, d. 1977, Hrafnhild- ur, f. 1915, d. 1991, Haukur, f. 1917, d. 2004, Stefán, f. 1923, d. 1947, Bergljót, f. 1925, d. 1982, og Snorri, f. 1928. Jónína giftist hinn 29. október 1955 Aðalsteini Eggertssyni, f. 22.8. 1925, d. 14.10. 1998. Hann var sonur hjónanna Eggerts Kristjánssonar, f. 6.10. 1897, d. 28.9. 1966, og Guðrúnar Þórð- ardóttur, f. 29.5. 1901, d. 8.4. 1987. Synir Jónínu og Aðalsteins eru: 1) Snorri, f. 1.11. 1956, kvæntur Mörthu Sverrisdóttur, f. 6.4. 1955. Börn þeirra Jökull Þor- leifsson, f. 1981, Dofri, f. 1990, og Selja Ósk, f. 1992. 2) Eggert, f. 18.1. 1960, kvæntur Guðrúnu E. Bjarna- dóttur, f. 14.5. 1962. Synir þeirra Að- alsteinn, f. 1988, Daníel, f. 1994, og Stefán, f. 1996. 3) Gunnar, f. 5.3. 1962, sambýliskona Guð- björg Guðmunds- dóttir, f. 28.10. 1962. Árið 1935 fluttist Jónína með for- eldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur og bjó hún þar síðan. Jónína lauk gagnfræðaprófi frá Ágústarskóla í Vonarstræti. Hún vann um skeið í Félagsprent- smiðjunni, í herrafataversluninni Vöruhúsinu og við skrifstofustörf í kexverksmiðjunni Frón. Með húsmóðurstörfunum starf- aði Jónína um áratuga skeið sem sjálfboðaliði hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands við bókasafn Borgarspítalans og var einn af frumkvöðlum innanhússútvarps sem um skeið var rekið á spít- alanum. Útför Jónínu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hinn 9. ágúst sl. lést Jónína Sess- elja Snorradóttir, eða Didda eins og hún var alltaf kölluð. Didda var fædd á Eskifirði og þó svo að hún hafi flutt þaðan aðeins 14 ára gömul taldi hún sig alltaf vera Eskfirðing, bar ríkar tilfinningar til staðarins og hélt alla tíð sambandi við austfirska vini sína. Lengstan hluta ævi sinnar bjó hún á Bauganesi 14 í Reykjavík, þar sem hún og Aðalsteinn byggðu sér og sonunum framtíðarheimili. Eftir aldarfjórðungs samferð með konu með jafn fjölbreytt áhugasvið og sterkan persónuleika rifjast upp ótal minningar sem óneitanlega hafa gætt lífið lit og veitt manni aukinn þroska. Hún var lipur og létt á fæti og hreyfing var eitt af því sem hún vissi að var til heilsubóta, enda leið ekki sá dagur að hún færi ekki í lengri eða skemmri göngutúra og varð Skerjafjörðurinn þá oft fyrir valinu. Didda og Addi byggðu sér sum- arbústað í Kjósinni sem þau tóku í notkun árið 1969 og naut hún þess að vera þar. Það eru mörg sporin sem liggja eftir Diddu, um móa og mela, eftir bökkum Skorár, þar sem hún leitaði að hreiðrum og beið blómanna sem sprungu út hvert af öðru og miðlaði til sona sinna nöfn- um fugla og plantna. Hún var ekki að víla fyrir sér að vera ein uppi í bústað á meðan Aðalsteinn var að vinna, ef hana vanhagaði um eitt- hvað bara gekk hún á næstu bæi og fékk að hringja. Diddu var margt til lista lagt. Hún var góður kokkur, frábær föndrari, vel drátthög og svona mætti lengi telja, en það sem mér finnst hvað eftirminnilegast er víð- tæk þekking hennar á bókmenntum. Hún var vel lesin, það var í rauninni sama hvaða höfundur var nefndur, hvort sem var innlendur eða erlend- ur að oft á tíðum hafði hún lesið eitt- hvað eftir viðkomandi og skipti þá ekki máli hvort það var í lausu máli eða bundnu. Hún las alla bók- mennta- og leikhúsgagnrýni sem birtist í blöðunum, en lét það ekki hafa áhrif á sig, hún varð að inn- byrða sjálf verkið áður en hún dæmdi það. Það var alltaf fjör í kringum Diddu, enda hændi hún að sér fólk með léttleika og glaðværð sinni. Hún átti marga vini og aldur skipti ekki máli, því voru vinirnir á öllum aldri, vinir sonanna urðu hennar vinir. Hún lagði mikla áherslu á að halda tengslum við fólkið sitt og vildi fá fréttir að börnum og barna- börnum ættingja og vina, hvað þau væru að gera, hvaða skóla eða vinnu þau stunduðu. Að rækta samband við fólk var henni í blóð borið og hún uppskar eins og hún sáði, því margt af þessu fólki hefur reynst henni af- ar vel, bæði skylt og óskylt. Didda vildi að öll dýrin í skóg- inum væru vinir og lagði sitt af mörkum til að svo mætti vera. Að eiga vinkonu og tengdamóður í sömu manneskjunni er mikill kost- ur. Við rökræddum hlutina og skipt- umst á skoðunum um menn og mál- efni. Þó svo að við værum ekki alltaf sammála um leiðina að markinu vor- um við alltaf sáttar og aldrei bar skugga á vináttu okkar. Seinustu árin hafa verið Diddu erfið vegna veikinda, en oft birtist bros og stutt var í glettnina. Laufin brustu ei grösin dóu ei sandurinn missti ei purpuralitinn ljóma slær af laufunum skuggar flökta á veginum geislum stafar gegnum runnann yfir mér er dagur og fugl eða himinninn enn logar á sólinni Með þessu litla ljóði eftir Einar Braga vil ég kveðja hana Diddu mína og þakka henni samfylgdina. Martha Sverrisdóttir. Elsku amma, takk fyrir öll árin sem við fengum að njóta með þér. Þú vildir alltaf aðeins það besta handa okkur sem og öllum sem þekktu þig. Minningarnar um þig og allar góðu stundirnar sem við áttum með ykkur afa munu aldrei hverfa. Þín verður sárt saknað. Í sólhvítu ljósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn (Steinn Steinarr.) Jökull, Dofri og Selja Ósk. Mig langar með örfáum orðum að minnast góðrar konu. Jónína Snorradóttir reyndist mér vel á þeim tíma sem komur mínar voru nokkuð tíðar á heimili hennar. Samband okkar helgaðist af kunn- ingsskap mínum við son hennar, Snorra. Snorri er meðal hinna dyggu vina sem láta böndin ei trosna þrátt fyrir mismunandi að- stöðu á hverjum tíma. Jónína átti fallegt og menningarlegt heimili við Bauganes í Skerjafirði með sínum ágæta eiginmanni Aðalsteini Egg- ertssyni heildsala. Þangað kom ég oft á þessum árum og þáði velvild og góðar veitingar, hvort sem var and- leg næring, matur eða drykkur. Þessir vinir mínir voru alþýðlegt fólk sem litu á lífshlaupið sem spennandi áskorun til handa hverj- um einstaklingi. Þau hjón voru að sínu leyti áhugasöm um útivist og hvers konar ferðalög innan lands sem utan voru þeim hugleikin. Þau áttu sumarhús í Kjós sem var góður griðastaður. Jónína kunni af mörgu að segja þegar þessi mál voru reif- uð. Hún hafði góða kímnigáfu og kannski smávegis stríðni til að bera sem stundum kom fram þegar næt- urrölt ungra manna var afhjúpað við sunnudagssteikina. Þetta var mér ljúft leiðarljós fyrir komandi tíð. Hún var orðin nokkuð öldruð þegar yfir lauk og síðustu árin var næsta umhverfi henni að lokast hérna megin, en hún hélt virðingu sem fyrr. Benedikt Björnsson Bjarman. Jónína S. Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.