Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 25
Atvinnuauglýsingar
Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú
getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem
þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag.
Besta aukavinna sem þú getur fundið
og góð hreyfing í þokkabót!
Hringdu núna og sæktu um
í síma 569 1440 eða á mbl.is!
Sæktu um blaðberastarf
– alvörupeningar í boði!
Saumastofa ÖBÍ
Klæðskerar ofl.
Klæðskeri, kjólasveinn, kjólameistari eða
starfskraftur með reynslu af sniðagerð og
almennum saumaskap óskast til starfa hjá
Saumastofu ÖBÍ í Hátúni 10. Áhugi á
sölumennsku er einnig góður kostur í þessu
starfi. Hjá Saumastofu ÖBÍ starfa saman 12
starfsmenn, fatlaðir og ófatlaðir, við fram-
leiðslu á léttum vinnufatnaði, þar sem lögð er
áhersla á vandaða vöru og góða þjónustu.
Í boði er fjölbreytt starf og góð vinnuaðstaða á
þægilegum vinnustað. Áhugasamir sæki um í
tölvupósti: vinnustadir@obi.is eða í síma.
552 6800, Harpa eða Þorsteinn.
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
við Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 520-1600, fax 565-1957
vefslóð: http:www.fg.is, netfang: fg@fg.is
Fjarnám: fg.is
Öflugt og gott fjarnám í boði.
Hagstætt verð.
Endurgreiðslur til þeirra
sem ljúka prófum!
Þarft þú hjálp við að skipuleggja nám þitt til
stúdentsprófs?
Hefur þú lokið einhverjum áföngum í framhaldsskóla?
Átt þú fáa áfanga eftir til að ljúka stúdentsprófi eða
öðru réttindanámi?
Skoðið heimasíðuna: www.fg.is
Umsóknarfrestur er til 29. ágúst nk.
Skólameistari.
Mat á umhverfisáhrifum -
álit Skipulagsstofnunar
Breikkun Reykjanesbrautar
um Hafnarfjörð
Frá Strandgötu að Krýsuvíkurvegi
í Hafnarfirði
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á
umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr.
106/2000 m.s.b. Niðurstaða Skipulagsstofnunar
er að ofangreindar framkvæmdir séu ásættan-
legar en stofnunin hvetur til þess að
framkvæmdaleyfi verði skilyrt aðgerðum til að
draga úr rykmengun á framkvæmdatíma.
Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrslu Vega-
gerðarinnar er einnig að finna á heimasíðu
stofnunarinnar: www.skipulag.is.
Skipulagsstofnun
Ýmislegt
Verður ættarsilfri sóað?
Víst eru söfn fornmuna og lista og menningar-
hús verð opinbers fjárstuðnings til fræðslu,
skemmtunar og þjónustu.Til upplyftingar, vitja
þó flestir, innlendir sem erlendir, lítt snortinnar
náttúru landsins, þótt oft skorti hana
upplýsinga- og viðvaranaskilti og sæmandi
salerni. Hún hefur þjónað ókeypis,(???), sem
orkulind stóriðju, til að ,,bjarga” þjóðarhag og
enn á hún að ,,bjarga” þjóðarhag og raunar
bönkunum líka? Er ekki ráð opinberir valdhafar
létti leynd af þjóðhagslegum hagnaði eða tapi
og sóun af opinberri orkusölu til stóriðju
síðustu áratuga, áður en frekari náttúrufórnir
verða færðar risaálverum?
Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti.
Auglýsing
um breytingu á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 og tillögu að deiliskipulagi
hesthúsahverfis, Ólafsfirði.
1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 – Hesthús og æfingasvæði hesta-
manna.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum 13. ágúst 2008 að auglýsa tillögu að breytingu
á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 og auglýsist hún hér með. skv. 18. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar leggur til að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010
á svæði sunnan við þjóðveg um Héðinsfjarðargöng, Ólafsfjarðarmegin. Í gildandi aðalskipulagi er
svæðið sem tillagan tekur til skilgreint sem Opið svæði, óbyggt en verði samkvæmt tillögunni
skilgreint sem Opið svæði til sérstakra nota og nánar skilgreint sem hesthús og æfingasvæði
hestamanna.
2. Tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis, Ólafsfirði.
Samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br., er hér með auglýst tillaga að
deiliskipulagi hesthúsahverfis í Ólafsfirði sem bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum
08. júlí 2008.
Skipulagssvæðið afmarkast við nýjan veg að Héðinsfjarðargöngum í Ólafsfirði í norðri og
Ólafsfjarðarvatni í austri og er um 7 ha. að stærð. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir
hesthúsahverfi, reiðskemmu og æfingasvæði hestamanna.
Skipulagstillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði
og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði, alla virka daga frá 20. ágúst 2008 til 1. október 2008.
Þeir sem vilja gera athugasemd við tillögurnar skulu gera það með skriflegum hætti í síðasta lagi
fyrir kl: 16:00 miðvikudaginn 1. október 2008. Hægt er að skoða skipulagstillögurnar á vefsíðunni
www.fjallabyggd.is. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögur þessar innan tilskilins frests
telst samþykkur þeim.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Fjallabyggðar
Tilboð/Útboð