Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
EVRÓVISJÓN, 24. maí 2008.
Keppnin er haldin í Belgrad, Serbíu,
í þetta sinnið og hefur rúllað sína
leið tiltölulega hefðbundið, ætt-
bálkateknó í bland við ofurballöður
er uppistaðan í matseðlinum í ár eins
og hin síðustu.
En hvað gerist? Kemur ekki vel
skeggjaður maður, íklæddur silf-
urgráum jakka og hvítum buxum inn
á svið – akandi á golfbíl. Hann held-
ur á uppblásnu hnattlíkani og að
baki honum eru kvenkyns bakradda-
söngkonur með gerviskegg. Hann
syngur sig með glæsibrag í gegnum
ljúft, rafskotið og dægimelódískt
popplag, „Divine“, og maður áttar
sig ekki fyllilega á því hvort mann-
inum sé dauðans alvara eða hvort
þetta sé súrrealískt sprell út í gegn.
Það eina sem maður veit með vissu
er að innkoma hins franska Sebasti-
ens Telliers í Evróvisjónkeppnina
var hreinasta snilld og með þeim eft-
irminnilegri í keppninni. Aldrei hef-
ur utangarðsnálgun við poppformið
verið pakkað svona listavel inn.
„Ég ætlaði að koma inn á risastór-
um bíl,“ sagðir Tellier síðar í viðtali.
„En hann komst ekki fyrir á sviðinu
þannig að ég valdi minnsta bíl sem
mér datt í hug.“
Íslendingar, sem ávallt eru þokka-
lega hallir undir netta sýru og ær-
ingjahátt, launuðu Tellier með átta
stigum í undanúrslitunum og lögðu
sitt af mörkum svo að Tellier gæti
brunað á golfbílnum góða alla leið í
úrslit. Smekkur annarra Evr-
ópuríkja var öllu hófstilltari og hefð-
bundnari og snillingurinn skegg-
prúði varð að láta sér nægja átjánda
sætið.
Ástaratlot í 11 þáttum
Það þótti merkilegt þegar tilkynnt
var um þátttöku þessa sérlundaða
listamanns í Evróvisjón en hann
hafði þá þegar náð að skapa sér orð
fyrir glúrna popptónlist. Menn fóru
þegar að spá og spekúlera í því
hverju hann tæki upp á og segja má
að þar hafi hann í engu valdið von-
brigðum. Síðasta plata Telliers, Sex-
uality, kom út í febrúar á þessu ári
og var unnin með Guy-Manuel de
Homem-Christo, öðrum helmingi
hins vinsæla franska dúetts Daft
Punk. Tellier lýsir plötunni sem
hugleiðingu um ástaratlot í ellefu
þáttum. Hinir framsýnu menn í við-
burðafyrirtækinu Jóni Jónssyni
standa fyrir innflutningi á Frakk-
anum undurfurðulega hingað til
lands en Tellier kemur hingað með
hljómsveit sína – og vonandi golfbíl.
Æringi og ugluspegill
Það styttist í tón-
leika Sebastiens Tell-
ier Innslag hans í
síðustu Evróvisjón-
keppni var með mikl-
um ólíkindum
Tónleikarnir fara fram fimmtu-
dagskvöldið 28. ágúst í Rúbín,
Öskjuhlið. Miða má nálgast á
midi.is.
Hugsandi Það er ekki ofsögum sagt að Tellier fari eigin leiðir í lífi sínu og list. Flottur Tellier á golfbílnum góða á sviðinu í Belgrad.
Tellier fæddist árið 1975 í París
og syngur á frönsku, ítölsku og
ensku. Allt varð brjálað í heima-
landinu er hann ákvað að syngja
lag sitt, „Divine“, á ensku. Endaði
rimman á því að Tellier dró í land
að mestu.
Fyrsta plata Telliers kom út
2001 og kallast L’incroyable Vé-
rité eða Hinn ótrúlegi sannleikur.
Með plötunni fylgir skýr tilskipun
um að plötuna eigi aðeins að
hlusta á við kertaljós. Sofia Cop-
pola notaði lag af gripnum í
mynd sína Lost in Translation og
Tellier fór í tónleikaferðalag með
hinni þekktu frönsku sveit Air til
að kynna plötuna.
Engar ljósmyndir eru til af Se-
bastien Tellier skegglausum en
hann hefur sagt í viðtali að án
þess líti hann nákvæmlega eins
út og hin fornfræga þýska tenn-
isstjarna Steffi Graf.
Talandi um Tellier
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í BorgarbíóSími 462 3500Love Guru kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Hellboy 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
FRÁ VERÐLAUNA-LEIKSTJÓRA
PAN´S LABYRINTH.
eee
- Tommi - kvikmyndir.is
eeee
- V.J.V./TOPP5.is/FBL650k
r.
SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI650kr
.
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
“Svona á að gera hrollvekjur!”
- Stephen King
X-Files kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
X-Files kl. 6 - 8 - 10 B.i.16ára
Skrapp út kl. 10:10 B.i.12ára
Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ
650k
r.
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
650k
r.
“...fílgúdd mynd. Húmorísk, elskuleg saga með
góðum lyktum og breyskum persónum”
- P.B.B., FBL
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
“...skemmtilega skrítin og
öðruvísi mynd þar sem
manni leiðist aldrei”
- S.V., MBL
“Fínasta skemmtun. Myndin
er skemmtileg og notaleg.”
- Mannlíf
“Vel gerð, vel leikin...
og Didda Jónsdóttir er
frábær”
- J.V.J., DV
Stærsta mynd ársins 2008
74.000 manns.
Stærsta mynd ársins 2008
74.000 manns.
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- T.V. - Kvikmyndir.is
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
-Kvikmyndir.is
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
„Duchovny og Anderson
sýna gamla takta”
-Þ.Þ. - DV
- Ó.H.T., RÁS 2