Morgunblaðið - 19.08.2008, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hún er með mjög skemmti-legan bakgrunn, byrjaðiseint að æfa, hún var 16ára þegar hún byrjaði og
er ekki nema 21 árs í dag. En hún er
alveg með bakgrunn í módern, fim-
leikum, samkvæmisdönsum og hvað-
eina,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri DanceCenter
Reykjavík og skipuleggjandi Dans-
festivals, um dansarann Sabra John-
son. Johnson þessi fór með sigur af
hólmi eftir geysiharða útslátt-
arkeppni í einum
vinsælasta sjón-
varpsþætti heims,
So You Think
You Can Dance, í
fyrra.
„Ástæðan fyrir
því að hún vann
þessa keppni er
að hún getur gert
hvað sem er,
dansað alla stíla,“
segir Nanna. Mik-
ið sé lagt á keppendur, bæði lík-
amlega og í lærdómi, þ.e. að læra
dansverk og dansspor með hraði, í
mikilli tímaþröng og með dans-
félaga sem þeir hafa ekki unnið með
áður. Nanna hefur fengið dansara
úr þættinum til kennslu á Íslandi áð-
ur, danshöfundana Dan Karaty og
Shane Sparks nú síðast,sem gegnt
hafa hlutverkum dómara og dans-
höfunda í þættinum.
Johnson kemur í næstu viku og
segir Nanna að til standi að fá annan
fyrrverandi keppanda, Danny Tid-
well, sem lenti í öðru sæti í þáttaröð-
inni sem Johnson sigraði í. Það er
því ástæða fyrir dansiðkendur og
-unnendur að hlakka til.
Fjölbreytt kennsla
„Þetta er náttúrlega fólk með því-
líkan metnað og bakgrunn og finnst
gaman að geta miðlað sinni reynslu
til annarra dansiðkenda í heim-
inum,“ segir Nanna. Johnson kennir
jazzfunk, street, djassballett og
modern/lyrical dans, dagana 28.-31.
ágúst. Nanna segir mjög fjöl-
breyttan hóp eiga eftir að sækja
Dansfestival að þessu sinni þar sem
ólíkar danstegundir verði teknar
fyrir.
„Það hefur verið alveg uppselt,“
segir Nanna um gengi þessara nám-
skeiða eða hátíða, en Dansfestivalið
verður haldið fjórða sinni nú undir
lok mánaðarins. Nanna segist hafa
þurft að vísa fólki frá þegar Dan Ka-
raty kom til landsins í fyrsta skiptið,
slík hafi verið ásóknin á námskeið
hátíðarinnar. Í seinna skiptið kom
Karaty með Shane Sparks. „Þeir eru
vanir að kenna allt að 500 manns í
einu og þetta snýst alfarið um hæfni
kennara í að skipta í hópa og skipta
röðum þannig að allir fái að njóta
sín,“ segir Nanna.
Sviti og tár
Spurð að því hvort ekki sé erftt að
fá þetta fólk til landsins vegna vin-
sælda þáttarins svarar Nanna því að
það sé vissulega „sviti og tár“ en hún
hafi náð að mynda góð sambönd við
þekkta dansara og danshöfunda
vestanhafs undanfarin sex ár. „Ef
þetta væri fótbolti þá væri Beckham
á leiðinni hingað,“ segir Nanna til
samlíkingar. Þótt þetta fólk sé vel
launað sé það allt af vilja gert að
koma og kenna Íslendingum.
Sabra Johnson á Dansfestivali
Sigurvegari úr þættinum So You Think You Can Dance? í fyrra kennir Íslend-
ingum að dansa „Getur gert hvað sem er,“ segir skipuleggjandi danshátíðar
AP
Í sjónvarpinu Johnson með dansaranum Dominic Sandoval.
Nanna Ósk
Jónsdóttir
Johnson Alsæl eftir að úrslit lágu
fyrir í fyrra í sjónvarpsþættinum So
You Think You Can Dance?
Shane Sparks Dan Karaty
Hvar fer Dansfestival fram?
Í DanceCenter Reykjavík í nýrri við-
byggingu Laugardalshallar.
Hvernig skráir maður sig?
Skráning fer fram á vefsíðu Dance-
Center, www.dancecenter.is. Dag-
skrá er einnig að finna þar sem og
upplýsingar um námskeið almennt.
Hvað er DanceCenter Reykjavík?
DanceCenter Reykjavík er dansskóli
fyrir alla þá sem hafa ástríðu fyrir
dansi, byrjendur sem lengra komna.
Á vefsíðu skólans segir að kennarar
á hátíðunum séu með virtustu dans-
höfundum í heiminum.
Hver er Sabra Johnson?
Hún heitir fullu nafni Sabra Elise
Johnson, fædd 29. júlí 1987. John-
son er sigurvegari þriðju þáttaraðar
So You Think You Can Dance?. Hún
fæddist í Hollandi, bjó í níu ár í
Þýskalandi og svo níu í Utah. Hún
býr nú og starfar í New York sem
dansari.
Hvenær byrjaði hún að æfa dans?
Þegar hún var 16 ára, í skólanum
Dance Impressions í bænum Bounti-
ful í Utah. Johnson hefur æft ólíkar
tegundir dans, m.a. djass, ballett og
nútímadans en auk þess æfði hún
fimleika, þ.e. áður en hún hóf dans-
nám.
S & S
Menningarnótt verður haldin á
laugardaginn og er niðurtaln-
ingin hafin. Prjónaskapur kem-
ur við sögu á hátíðinni því
„Menningarnæturtrefillinn“
verður prjónaður líkt og í fyrra,
frá kl. 10-23 og stefnt að því að
hafa hann enn lengri en þann
sem prjónaður var í fyrra. Til
þess þarf margar hendur og
marga prjóna. Prjónaskapurinn
fer fram í hannyrðaversluninni
Nálinni þar sem gestum verður
einnig boðið að sauma út
„Menningarnæturmyndina“.
TROMMARINN og söngvarinn Phil
Collins skildi á dögunum við eig-
inkonu sína Orianne Cevey og þurfti
að greiða henni rúma 3,8 milljarða
króna af því tilefni. Reiknast mönn-
um til að hann hafi þar með slegið
met meðal frægðarmanna Bretlands
og má í því samhengi nefna að
Heather Mills fékk aðeins 3,7 millj-
arða þegar hún skildi við Paul
McCartney.
Collins og Cevey eiga tvö börn,
átta og fjögurra ára. Þau hafa verið
saman í tólf ár og kynntust þegar
hún var 22 ára og hann 44 ára og
giftur fyrri konu sinni Jill Tavelman.
Skilnaðurinn við þá eiginkonu var
heldur ekki ódýr, þá varð Collins 2,6
milljörðum fátækari, en átti það ef
til vill skilið þar sem hann sleit sam-
bandinu við Tavelman, móður
þriggja barna sinna, með því að
senda henni fax.
Betri tímar Phil Collins og eig-
inkona hans á brúðkaupsdaginn.
3,8 milljörð-
um fátækari
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
WALL• E m/ensku tali kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 LEYFÐ
LOVE GURU kl. 10:30 B.i. 12 ára
KUNG FU PANDA kl. 1:30 - 3:40 m/ísl. tali LEYFÐ
GET SMART kl. 1:30 - 3:50 - 5:50D - 8D - 10:30D LEYFÐ DIGITAL
THE MUMMY 3 kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
MAMMA MIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ
GET SMART kl. 3:30D - 5:40D - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL
X-FILES 2 kl. 8D - 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL
THE MUMMY 3 kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tal kl. 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL
DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára
KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 3:40 LEYFÐ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda
mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd
og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.”
“...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”.
- L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið
...umhugsunar- og athyglisverðasta
teiknimynd í áratugi...”
“WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum
almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...”
S.V. MorgunblaðiðSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI
Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem
fór beint á toppinn í USA.
Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart.
"ÓBORGANLEG SKEMMTUN SEM ÆTTI AÐ
HALDA ÞÉR BROSANDI ALLANTÍMANN."
-TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
„Duchovny og Anderson
sýna gamla takta”
-Þ.Þ. - DV