Morgunblaðið - 19.08.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 33
Góður straumur af mergjuðumleikjaseríum hefur glatttölvuleikjaunnendur í sum-
ar. Fjórði leikurinn í Grand Theft
Auto-línunni kom sá og sigraði, og
Metal Gear Solid 4 sömuleiðis. Nú er
hann svo kominn, fjórði leikurinn í
Soulcalibur seríunni og gagnrýn-
endur jafnt sem almennir spilarar
fagna.
Það er margt sem gagnrýnendurlofa við þessa fjórðu viðbót við
seríuna. Þær fjöldamörgu persónur
sem spilarinn getur fengið að stýra
eru t.d. allar nokkurn veginn jafn-
sterkar, sumsé enginn áberandi
betri eða lélegri bardagakappi en
hinir. Þá er búið að eiga við spil-
unina til að gera atburðarásina æsi-
legri og dugar það mönnum t.d.
skammt í nýja leiknum að ætla að
„blokka“ sig í gegnum heilu bardag-
ana.
Þá býður Soulcalibur IV upp á
mergjaða grafík, áferð og hreyf-
ingar söguhetjanna eru sláandi og
nýja leikinn prýðir einnig netspil-
unarmöguleiki, svo að hægt er að
hakka í spað ókunnuga tölvunörda
hinum megin á hnettinum.
Hvað mest spennandi er kannskisá möguleiki að hægt er að
breyta söguhetjunum og jafnvel búa
til nýja söguhetju n.v. frá grunni.
Stýra má kyni, stærð, lögun og lit,
og svo klæða söguhetjuna í hvers
kyns búninga og barefli. Undirrit-
aður er t.d. búinn að búa sér til hina
miklu bardagahetju Ásgeir-san,
sem líkist menningarblaðamann-
inum töluvert í sjón þó aðfinnslu-
samir leiðindapúkar vilji meina að
skorið og hrikalegt vaxtarlagið
stemmi ekki við fyrirmyndina.
Svo birtast Yoda og Darth Vader
eins og skrattinn úr sauðarleggn-
um! Já, mikið rétt, Star Wars hetj-
urnar mæta til leiks og það hvín í
þegar geislasverð mæta miðalda-
legum vopnum hefðbundnari So-
ulcalibur hetja.
Eins og vera ber hafa höfundar
leiksins búið til litla sögu utan um
stóra svarta og litla græna, sem
skynja úr hinum enda geimsins þau
miklu öfl sem eru að hrærast í hin-
um ægilega heimi Soulcalibur. Yoda
er hægt að spila í Xbox 360 útgáf-
unni og Darth Vader í PS3, en á
báðum tölvunum má einnig bregða
sér í gervi „lærlingsins“ sem síðan
fær sinn eigin tölvuleik seinna á
árinu, Star Wars: The Force Unleas-
hed.
Heildarpakkinn er skemmti-legur leikur sem er mikið
meira en venjulegur skylminga-
leikur. Það dregur ekki úr upplif-
uninni þó persónurnar séu frekar
grunnar og barnalegar í tilsvörum,
og kvenhetjurnar með afskaplega
mikla barma og úr hófi erótískan
fatasmekk.
Dýptin felst bæði í því hvað So-
ulcalibur er orðið mikill bálkur, og
svo líka í því að geta skapað sína
eigin hetju sem getur sannað sig á
þeim Iðavöllum sem internetið er.
Bardagi eða tölvuballett?
» Svo birtast Yoda ogDarth Vader eins og
skrattinn úr sauð-
arleggnum!
Fallegar hreyfingar Af stökum þokka og fótafimi sveiflar Darth gamli Vader geislasverði sínu. Svússj …
AF LISTUM
Ásgeir Ingvarsson
Nokkrir dómar
GameShark A
GameSpy 4,5 af 5
IGN 8,7 af 10
GameSpot 8,5 af 10
Game Rankings.com meðaltal
86% (PS3)
SKRAPP út fékk Variety Piazza Grande verðlaunin á kvik-
myndahátíðinni Locarno sem lauk um helgina. Þar kepptu
myndir sem sýndar voru á Piazza Grande torginu, en þar er
stærsta útibíó veraldar sem tekur rúmlega áttaþúsund manns í
sæti. Verðlaunin eru veitt fyrir þá mynd sem sameinar best list-
rænt gildi og möguleika á vinsældum, en það eru gagnrýnendur
helsta bransablaðs Hollywood, Variety, sem veita verðlaunin og
sú staðreynd að gagnrýnendur þar á bæ virðast vilhallir mynd-
inni gæti orðið henni drjúgt veganesti á vegferð sinni um bíóhá-
tíðir heimsins.
Meðal mynda sem Skrapp út lagði að velli eru kvikmynda-
gerð sögunnar Brideshead Revisited, víkingageimverumyndin
Outlander (þar sem Ármann Jakobsson kennir geimverunum
forn-íslensku), breska Rambó-nostalgíutrippið Son of Rambo
og Choke, sem gerð er eftir sögu Chuck Palahniuk (Fight
Club). asgeirhi@mbl.is Verðlaunin Sólveig Anspach tekur við verðlaunum í Locarno.
Bíóregn Það er ekki hægt að treysta á gott veður í bíósal sem
er undir berum himni, en það má alltaf bjarga sér.
Tvöfaldur friður Stjarna myndarinnar, Didda, pósar í Loc-
arno. Hún leikur marijúanasala í Reykjavík í myndinni.
Skrapp út hlaut
verðlaun á Locarno
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
GET SMART kl. 6 - 8 - 10:20 LEYFÐ
THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
THE DARK KNIGHT kl. 10:20 B.i. 12 ára
GET SMART kl. 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ
THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tali kl. 5:45 LEYFÐ
THE STRANGERS kl. 10:20 B.i. 16 ára
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSIVIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
THE DARK KNIGHT ER KOMINN Í EFSTA SÆTI Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF
HEIMS,IMDB.COM, YFIR BESTU KVIKMYNDIR ALLRA TÍMA!
-ÁSGEIR J. - DV
-T.S.K - 24 STUNDIR
"ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA
MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BEST
MYND ÁRSINS..."
-L.I.B.TOPP5.IS
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR.
61.000 MANNS Á 25 DÖGUM.
EIN BESTA MYND ÁRSINS!
BRENDAN FRASER JET LI
STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG!
Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af!
GET SMART kl. 8 - 10:20 LEYFÐ
LOVE GURU kl. 8 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 10 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ
MAMMA MIA Síðustu sýningar kl. 5:40 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
Stærsta mynd ársins 2008
74.000 manns.