Morgunblaðið - 19.08.2008, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 35
ÞÓRIR Georg Jónsson sendir frá sér
sína þriðju breiðskífu undir merkjum
My Summer as a Salvation Soldier
en áður hafa komið út I Belive in This
og Anarchistsare Hopless Rom-
antics. Þórir kom fram á sjónarsviðið
ungur að árum en hefur sýnt gríð-
arlega mikla færni
og iðjusemi því
ásamt því að starfa
og stýra MSAASS
þá er hann í að
minnsta kosti fjór-
um öðrum hljóm-
sveitum.
Activism er býsna heilsteypt og
góð plata þar sem Þórir semur öll lög
og texta líkt og í fyrri verkum. Hann
leikur einnig á flest hljóðfærin auk
þess að stýra upptökum og
útsetningum en nýtur þó aðstoðar
Ólafs Arnalds og Þórðar Her-
mannssonar í nokkrum laganna. Tón-
málið hefur tekið breytingum, er orð-
ið ekta dimmt og þjóðlagaskotið
tilraunarokk en textagerðin er á svip-
uðum slóðum og áður fyrr, kannski
dekkri og drungalegri ef eitthvað er
og ekki eins rómantísk og það sama
má segja um naumhyggjulega fram-
setninguna. Þórir ber áhyggjur
heimsins á herðum sér, hann er fullur
efasemda út í lífið og tilveruna en í
gegnum linsu hans má greina þá
staðreynd að angist æskuáranna get-
ur verið mikil og erfið að eiga við. Það
er ekki auðvelt að vera ungur hug-
sjónamaður í veröld sem virðist oft
svo köld og harðneskjuleg.
Hljómagangur og uppbygging lag-
anna í þessu verki Þóris er hæg og
nánast sparsöm því það er mikið rúm í
lögunum – pláss fyrir eitthvað meira
sem fær ekki að hljóma. Þetta er stíll
sem Þórir hefur ágætis tök á, tilrauna-
kenndur og spennandi. Hlustandinn
setur sig í stellingar og reynir að heyra
eitthvað sem er jafnvel ekki til staðar á
meðan hljóðbylgjurnar sem óma
teygja anga sína mjúklega utan um
hann. Stíllinn getur þó orðið yfir-
þyrmandi til lengdar og nánast þreyt-
andi, því þó að tónlistin sé ávallt góð þá
reynir hún töluvert á – sem er bæði
gott og slæmt því staðreyndin er sú að
spennan er svo mikil að manni nánast
verkjar í axlirnar. Stundum virðast
hljómarnir nánast hrasa um hvern
annan, í tilviljanakenndri röð, en þó
þannig að heildarmyndin nær á undra-
verðan hátt að halda sér. Það eru þó
helst textarnir sem fá mann til að
hugsa, efast og velta fyrir sér þeim erf-
iðleikum sem Þórir yrkir um. Sveitir
eins og The Cure og Joy Division
koma upp í hugann en einnig augljós-
ari áhrifavaldar eins og Bonnie
‘Prince’ Billy.
Lögin sem skara fram úr eru nokk-
ur og þau sem hafa fengið að hljóma
hvað oftast af Activism eru hið
skemmtilega og súra „Uh-Oh“, hið
Cure-lega „Jesus Christ!“, síðustu
tvö lögin í lokin og að endingu rokk-
gítarsprengjan geggjaða „How are
You?“ sem brýtur upp plötuna sem
er annars öll á rólegri nótunum. Sem
fyrr, eins og sjá má á lagatitlunum,
syngur og semur Þórir á ensku en
flutningur og framburður er per-
sónulegur og hlýr og blessunarlega
laus við þá tilgerð og vitleysu sem oft
læðist inn í ensku sunginna texta ís-
lenskra hljómsveita. Kenningin um
hina „erfiðu“ þriðju plötu er enn í
gildi og það er enginn vafi á því að
Þórir á mikið inni og ógert. Það er
engu að síður gaman þegar listamenn
taka áhættu og leita nýrra miða í list-
sköpun sinni. Þórir miðlar af reynslu-
heimi sínum og útkoman er metn-
aðarfull plata sem kemur á óvart en á
köflum fer að bera á endurtekningu
og einhæfni. Þetta er útpælt verk
sem verður stundum torskilið og erf-
itt yfirferðar en í heildina góður grip-
ur. Það eru ekki margar sveitir hér á
landi eins og My Summer as a
Salvation Soldier, svo mikið er víst.
Metnaðar-
fullur hug-
sjónamaður
TÓNLIST
Geisladiskur
My Summer as a Salvation Soldier –
Activismbbbmn
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Heilsa og lífstíll
Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 29. ágúst.
Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 25. ágúst.
Ásamt fullt af spennandi efni.
Meðal efnis er:
• Hreyfing og líkamsrækt.
• Heildrænar heilsumeðferðir af ýmsu
tagi.
• Andleg iðkun.
• Slökun og leiðir til þess að slaka á.
• Ofnæmi og aðgerðir gegn því.
• Heilsusamlegar uppskriftir.
• Megrun - hver er skynsamlegasta
leiðin.
• Grænmetisfæði og annað fæði.
• Mataræði barna - hvernig má bæta
það.
• Skaðsemi reykinga.
• Góður svefn.
• Fætur og skór.
Sími 533 4800
Falleg 55,8 fm 2ja herbergja íbúð á 1.hæð í litlum stigagangi
í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í miðjuhol, baðherbergi,
eldhús, stofu og svefnherbergi. Sérgeymsla og sameiginlegt
þvottahús. Íbúðin er laus fljótlega. Verð 19,5 m.
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Njálsgata
- kemur þér við
Sérblað um mat
fylgir blaðinu
Hittumst
á Hellu!
LANDBÚNAÐARSÝNINGIN
HELLU 22.–24. ÁGÚST 2008
www.landbunadarsyning.is
Landsskipulag siglir í
strand í ríkisstjórn
Nýtt fangelsi með
sjúkradeild
Snorri vill fá spari-
baukinn sinn aftur
Kínverjar í kínakálinu
austur í hrepp
SvanasöngurVilhjálms
Vilhjálmssonar
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111