Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinaugust 2008næsti mánaðurin
    mifrlesu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 235. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu Komdu í leikhús Janis Joplin >> 35 BLAÐAUKI UM GÓÐA HEILSU BETRA ER HEILT EN VEL GRÓIÐ DAGLEGTLÍF 2 aukatímar í sólar- hring úti á landi Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup andaðist í gærmorgun, 97 ára að aldri. Genginn er brautryðjandi og boðberi breytinga í íslensku kirkjulífi að mati guðfræðinga. Sigurbjörn var áhrifamikill guðfræðingur og kennimaður sem miðlaði af fróðleik sínum og persónulegri trú í ræðu og riti. Þegar Sigur- björn talaði hlustaði þjóðin – áhrif hans náðu langt út fyrir hóp hinna kirkju- ræknu. | 8 og forystugrein Morgunblaðið/Golli Brautryðjandi í íslensku kirkjulífi og trúarleiðtogi Sigurbjörn Einarsson biskup látinn VERK Fridu Kahlo verða sýnd í fyrsta skipti á Íslandi í vor þegar Listasafn Íslands heldur stóra yfir- litssýningu á verkum mexíkóskra listamanna. „Þarna verða líka Diego Rivera, Jose Clemente Orozco, David Alfaro Siqueiros og fleiri,“ segir Halldór Björn Runólfs- son safnstjóri, en verkin eru úr frægu listaverkasafni kvikmynda- jöfursins Jacques Gelmans. Nú er það í eigu Metropolitan-safnsins. „Okkur tókst að klófesta það með ótrúlegri lempni.“ Á sama tíma verður sett upp leikverk um ævi listakonunnar í Þjóðleikhúsinu. | 16 Frida í fyrsta sinn á Íslandi Frida Kahlo Sjálfsmynd.  Á fjórða tug fasteignasala hefur skilað inn leyfi sínu til sýslumanns- ins í Hafnarfirði það sem af er ári. Ekki er um að kenna samdrætti í sölu fasteigna, en löggiltir fast- eignasalar sjá ekki ástæðu til þess að greiða eftirlitsgjald á meðan fasteignasölur komast upp með að vera með einn löggiltan fast- eignasala en tugi ófaglærðra sölu- fulltrúa. » 6 Ekki sama löggiltur fast- eignasali og sölufulltrúi Húsnæði Greiða þarf fyrir eftirlit.  Fjórar heim- ildir til her- gagnaflutninga á vegum íslenskra flugrekenda hafa verið gefnar út á síðustu tólf mán- uðum. „En við höfum auðvitað oft heimilað erlendum flugrekendum að fljúga hérna yfir. […] Við gefum í heildina út leyfi svona tvisvar í mánuði,“ segir Val- dís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar Ís- lands. Leyfisveitingar Flugmála- stjórnar eru ekki bornar undir aðrar stofnanir. » 20 Fjórar heimildir til her- gagnaflutninga á einu ári  Reykjavíkurborg tekur yfir verk- efni Straumhvarfa, átaksverkefnis við geðfatlaða á vegum ríkisins, um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis í borginni. Framkvæmdum verður flýtt og lýkur á næsta ári, í stað árs- ins 2010. Með því leysist húsnæð- isvandi 44 geðfatlaðra einstaklinga, sem hafa m.a. búið á stofnunum eða hjá aðstandendum. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, fagnar því að Reykjavíkurborg skuli taka yfir verkefni ríkisins og segir það af- ar mikilvægt skref í baráttunni. » 8 Leyst úr húsnæðisvanda 44 geðfatlaðra árið 2009 „ÞESSUM hlutum hefur ekki miðað nægilega hratt og við þurfum að gera betur,“ segir Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri um frístundastarf skólabarna í borg- inni eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. „Minna skutl“ með börnin var meðal þess sem flokk- arnir sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu á stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar. Stefnt skyldi að því að fella í meira mæli saman skólastarf og tómstundastarf. Í dag er staðan sú að 1.700 börn bíða eft- ir plássi á frístundaheimili. Hanna Birna segir að mönnun heimilanna sé lykilþátt- ur í að hægt sé að bjóða þeim sem það kjósa upp á frístundastarf fyrir börnin í heimahverfi. Hún segir ljóst að leita þurfi fleiri leiða en að auglýsa til þess að fjölga starfsmönnum frístundaheimilanna. Samnýta eða fá aðra til samstarfs Hún hefur boðað sviðsstjóra leikskólasviðs, mennta- sviðs og ÍTR á sinn fund snemma í næstu viku, þar sem nýjar leiðir verða ræddar. „Ein leiðin getur verið sú að skoða möguleika á aukinni samnýtingu eða fá aðra aðila til samstarfs,“ segir borgarstjóri. | 11 „Þurfum að gera betur“  Reyna á nýjar leiðir til að leysa vanda frístundaheimila  „Minna skutl“ með börnin var á stefnuskrá flokkanna Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „MENN eru svartsýnir og telja að þetta sé eitthvað sem haldi áfram inn í haustið,“ segir Gunnar Páll Páls- son, formaður VR. Ístak tilkynnti í gær uppsagnir 300 starfsmanna, sem er þriðjungur starfsmanna fyr- irtækisins. Pósthúsið, sem dreifir Fréttablaðinu, tilkynnti uppsagnir 129 blaðbera. „Þetta er með stærstu uppsögnum sem við sjáum,“ segir Gissur Péturs- son, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er framundan aukning í at- vinnuleysi og ástæðulaust að draga úr því,“ segir Gissur jafnframt. Hann býst því við frekari hópupp- sögnum, öll merki bendi til mikils samdráttar í atvinnulífinu. Það sem koma skal „Þetta er þróunin sem við horfum upp á. Gjaldþrot Mest og Just 4 Kids um síðustu mánaðamót gáfu for- smekkinn,“ segir Gunnar Páll. Einn- ig má minnast á Ræsi, sem hefur hætt starfsemi, en þar var öllum sagt upp í júlí. Sigurður Bessason, for- maður Eflingar, segir að búast megi við frekari uppsögnum hjá bygging- arfyrirtækjum. Svartsýnir og búa sig undir það versta  Búast má við frekari hópuppsögnum  429 sagt upp hjá Ístaki og Pósthúsinu Í HNOTSKURN »Ef erlendum starfs-mönnum Ístaks verður sagt upp mun fyrirtækið greiða fargjöld þeirra sem snúa til síns heima. » Ístak mun draga úr fram-kvæmdum. Forstjóri fé- lagsins segir blikur á lofti um breytta afstöðu til virkjana. » Í kjölfar uppsagna blað-bera mun Íslandspóstur sitja einn að dreifingu mark- pósts á landsbyggðinni.  „Með stærstu“ | 2 „FRAMLEIÐENDURNIR mínir ætluðu varla að trúa þessu, að ég hefði fengið hann,“ segir Baltasar Kormák- ur sem hefur fengið tónskáldið James Newton Howard til þess að semja tónlistina fyrir sína nýjustu mynd, Run For Her Life. Howard er eitt virtasta tónskáldið í Holly- wood, en hann hefur samið tónlist fyrir myndir á borð við Alive, King Kong, The Sixth Sense, The Fugitive og nýjustu Batman-myndina, The Dark Knight. Times velur Mýrina með bestu glæpamyndum Baltasar fær fleiri góðar fréttir þessa dagana því vef- útgáfa breska dagblaðsins The Times hefur valið Mýrina eina af tíu bestu glæpamyndum allra tíma. jbk@mbl.is | 35 James Newton Howard semur tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks Fær Batman-tónskáld Baltasar Kormákur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 235. tölublað (29.08.2008)
https://timarit.is/issue/286907

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

235. tölublað (29.08.2008)

Gongd: