Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 235. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu Komdu í leikhús Janis Joplin >> 35 BLAÐAUKI UM GÓÐA HEILSU BETRA ER HEILT EN VEL GRÓIÐ DAGLEGTLÍF 2 aukatímar í sólar- hring úti á landi Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup andaðist í gærmorgun, 97 ára að aldri. Genginn er brautryðjandi og boðberi breytinga í íslensku kirkjulífi að mati guðfræðinga. Sigurbjörn var áhrifamikill guðfræðingur og kennimaður sem miðlaði af fróðleik sínum og persónulegri trú í ræðu og riti. Þegar Sigur- björn talaði hlustaði þjóðin – áhrif hans náðu langt út fyrir hóp hinna kirkju- ræknu. | 8 og forystugrein Morgunblaðið/Golli Brautryðjandi í íslensku kirkjulífi og trúarleiðtogi Sigurbjörn Einarsson biskup látinn VERK Fridu Kahlo verða sýnd í fyrsta skipti á Íslandi í vor þegar Listasafn Íslands heldur stóra yfir- litssýningu á verkum mexíkóskra listamanna. „Þarna verða líka Diego Rivera, Jose Clemente Orozco, David Alfaro Siqueiros og fleiri,“ segir Halldór Björn Runólfs- son safnstjóri, en verkin eru úr frægu listaverkasafni kvikmynda- jöfursins Jacques Gelmans. Nú er það í eigu Metropolitan-safnsins. „Okkur tókst að klófesta það með ótrúlegri lempni.“ Á sama tíma verður sett upp leikverk um ævi listakonunnar í Þjóðleikhúsinu. | 16 Frida í fyrsta sinn á Íslandi Frida Kahlo Sjálfsmynd.  Á fjórða tug fasteignasala hefur skilað inn leyfi sínu til sýslumanns- ins í Hafnarfirði það sem af er ári. Ekki er um að kenna samdrætti í sölu fasteigna, en löggiltir fast- eignasalar sjá ekki ástæðu til þess að greiða eftirlitsgjald á meðan fasteignasölur komast upp með að vera með einn löggiltan fast- eignasala en tugi ófaglærðra sölu- fulltrúa. » 6 Ekki sama löggiltur fast- eignasali og sölufulltrúi Húsnæði Greiða þarf fyrir eftirlit.  Fjórar heim- ildir til her- gagnaflutninga á vegum íslenskra flugrekenda hafa verið gefnar út á síðustu tólf mán- uðum. „En við höfum auðvitað oft heimilað erlendum flugrekendum að fljúga hérna yfir. […] Við gefum í heildina út leyfi svona tvisvar í mánuði,“ segir Val- dís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar Ís- lands. Leyfisveitingar Flugmála- stjórnar eru ekki bornar undir aðrar stofnanir. » 20 Fjórar heimildir til her- gagnaflutninga á einu ári  Reykjavíkurborg tekur yfir verk- efni Straumhvarfa, átaksverkefnis við geðfatlaða á vegum ríkisins, um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis í borginni. Framkvæmdum verður flýtt og lýkur á næsta ári, í stað árs- ins 2010. Með því leysist húsnæð- isvandi 44 geðfatlaðra einstaklinga, sem hafa m.a. búið á stofnunum eða hjá aðstandendum. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, fagnar því að Reykjavíkurborg skuli taka yfir verkefni ríkisins og segir það af- ar mikilvægt skref í baráttunni. » 8 Leyst úr húsnæðisvanda 44 geðfatlaðra árið 2009 „ÞESSUM hlutum hefur ekki miðað nægilega hratt og við þurfum að gera betur,“ segir Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri um frístundastarf skólabarna í borg- inni eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. „Minna skutl“ með börnin var meðal þess sem flokk- arnir sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu á stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar. Stefnt skyldi að því að fella í meira mæli saman skólastarf og tómstundastarf. Í dag er staðan sú að 1.700 börn bíða eft- ir plássi á frístundaheimili. Hanna Birna segir að mönnun heimilanna sé lykilþátt- ur í að hægt sé að bjóða þeim sem það kjósa upp á frístundastarf fyrir börnin í heimahverfi. Hún segir ljóst að leita þurfi fleiri leiða en að auglýsa til þess að fjölga starfsmönnum frístundaheimilanna. Samnýta eða fá aðra til samstarfs Hún hefur boðað sviðsstjóra leikskólasviðs, mennta- sviðs og ÍTR á sinn fund snemma í næstu viku, þar sem nýjar leiðir verða ræddar. „Ein leiðin getur verið sú að skoða möguleika á aukinni samnýtingu eða fá aðra aðila til samstarfs,“ segir borgarstjóri. | 11 „Þurfum að gera betur“  Reyna á nýjar leiðir til að leysa vanda frístundaheimila  „Minna skutl“ með börnin var á stefnuskrá flokkanna Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „MENN eru svartsýnir og telja að þetta sé eitthvað sem haldi áfram inn í haustið,“ segir Gunnar Páll Páls- son, formaður VR. Ístak tilkynnti í gær uppsagnir 300 starfsmanna, sem er þriðjungur starfsmanna fyr- irtækisins. Pósthúsið, sem dreifir Fréttablaðinu, tilkynnti uppsagnir 129 blaðbera. „Þetta er með stærstu uppsögnum sem við sjáum,“ segir Gissur Péturs- son, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er framundan aukning í at- vinnuleysi og ástæðulaust að draga úr því,“ segir Gissur jafnframt. Hann býst því við frekari hópupp- sögnum, öll merki bendi til mikils samdráttar í atvinnulífinu. Það sem koma skal „Þetta er þróunin sem við horfum upp á. Gjaldþrot Mest og Just 4 Kids um síðustu mánaðamót gáfu for- smekkinn,“ segir Gunnar Páll. Einn- ig má minnast á Ræsi, sem hefur hætt starfsemi, en þar var öllum sagt upp í júlí. Sigurður Bessason, for- maður Eflingar, segir að búast megi við frekari uppsögnum hjá bygging- arfyrirtækjum. Svartsýnir og búa sig undir það versta  Búast má við frekari hópuppsögnum  429 sagt upp hjá Ístaki og Pósthúsinu Í HNOTSKURN »Ef erlendum starfs-mönnum Ístaks verður sagt upp mun fyrirtækið greiða fargjöld þeirra sem snúa til síns heima. » Ístak mun draga úr fram-kvæmdum. Forstjóri fé- lagsins segir blikur á lofti um breytta afstöðu til virkjana. » Í kjölfar uppsagna blað-bera mun Íslandspóstur sitja einn að dreifingu mark- pósts á landsbyggðinni.  „Með stærstu“ | 2 „FRAMLEIÐENDURNIR mínir ætluðu varla að trúa þessu, að ég hefði fengið hann,“ segir Baltasar Kormák- ur sem hefur fengið tónskáldið James Newton Howard til þess að semja tónlistina fyrir sína nýjustu mynd, Run For Her Life. Howard er eitt virtasta tónskáldið í Holly- wood, en hann hefur samið tónlist fyrir myndir á borð við Alive, King Kong, The Sixth Sense, The Fugitive og nýjustu Batman-myndina, The Dark Knight. Times velur Mýrina með bestu glæpamyndum Baltasar fær fleiri góðar fréttir þessa dagana því vef- útgáfa breska dagblaðsins The Times hefur valið Mýrina eina af tíu bestu glæpamyndum allra tíma. jbk@mbl.is | 35 James Newton Howard semur tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks Fær Batman-tónskáld Baltasar Kormákur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.