Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Vonandi dettur ekki neinum í hug að láta banna pólitískar rassskellingar.
Samgöngunefnd Alþingis hefuropnað nýja vídd í starfsháttum.
Í liðinni viku gistu allir nefndar-
menn samgöngunefndar Alþingis
nema tveir á hótelinu Kríunesi við
Elliðavatn á kostnað þingsins eftir
að hafa farið ferð um höfuðborgar-
svæðið til að skoða umferðarmann-
virki.
Þingmennirnirí nefndinni
eru frá höfuð-
borgarsvæðinu
og utan af landi
og fá þeir síð-
arnefndu styrk
til að halda heim-
ili í Reykjavík
haldi þeir heimili
úti á landi.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,formaður samgöngunefndar
(sem reyndar gisti ekki í á Kríu-
nesi), var spurð að því í Morgun-
blaðinu í gær hvort ekki hefði mátt
spara ríkinu peninga með því að
nefndarmennirnir hefðu gist heima
hjá sér: „Það má kannski til sanns
vegar færa í þessu tilfelli, en þarna
vorum við með fund um kvöldið og
strax morguninn eftir og tókum
einfaldlega þá ákvörðun að vera
þarna á staðnum líkt og við værum
í ferð annars staðar.“
Líkt og við værum í ferð annarsstaðar?
Þetta er vitaskuld gríðarlegvinnuhagræðing. Með sama
hætti mætti hagræða þegar fundir
Alþingis standa fram á kvöld og
hefjast aftur að morgni með því að
láta þingmenn gista á Hótel Borg.
Ef einhver gerir athugasemd væri
hægt að segja að ákveðið hefði ver-
ið að láta líkt og Alþingi væri ann-
ars staðar en það er.
Hið óheppilega í þeirri röksemda-færslu er að Alþingi er því mið-
ur þar sem það er og Elliðavatn er
ekki annars staðar.
STAKSTEINAR
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Að vera annars staðar
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
!
""# $$%
#$ $#"" &"
&
#$ $#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
& &
& & & & & &
& &
&
*$BC
! "
#"$
%
&
*!
$$B *!
'( ) " "( " *
<2
<! <2
<! <2
') $#"+ $%,"-#$.
CDB
E
'(!)
*+
+,- *
"2
.
"( /
% 0
#
%
/
"
%
*+
1!
1
#
%
2
*+!) /0##""11 $#""2 "+ $%
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur
hækkað afurðaverð til bænda um
16,5% frá verðskrá fyrirtækisins
2007. Auk þess var gerð sérstök
17,8% hækkun á R3-matsflokki á
dilkakjöti.
Ákvörðun um hækkun var tekin á
stjórnarfundi SS á þriðjudag og er
ástæðan sögð mikil hækkun fram-
leiðslukostnaðar milli ára. Miðað við
flokkun SS í september og október
2007 er vegið meðalverð 427,3 kr/kg
sem er 16,9% hækkun frá fyrra ári.
SS segir að afurðalán og vaxtagjöld
standi ekki undir staðgreiðslu og ef
borinn er saman kostnaður við stað-
greiðslu og það fyrirkomulag sem
vaxtagjöld miðast við er ávinningur
bænda að jafnaði rúmlega 2% af
staðgreiðslu og verði að hafa það í
huga er samanburður er gerður við
verðskrá LS. Sauðfjárbændur settu í
sumar fram kröfu um 27% hækkun.
Þeir telja að þær hækkanir sem slát-
urleyfishafar hafa ákveðið nú leiði til
þess að forsendur fyrir rekstri bú-
anna séu brostnar.
Á vef Búnaðarsambands Íslands
segir að verð á R3 í viðmiðunar-
verðskrá LS sé 458 kr. en 423 kr. í
verðskrá SS.
Afurða-
verðið
hækkað
Allt að 17,8% hækkun
til bænda frá í fyrra
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að
heimila veitingahúsunum Óðali og Vegas að bjóða
upp á nektardans innan sinna vébanda. Borgar-
ráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar
lögðu fram tillögu að umsögn sem var felld.
Samkvæmt upplýsingum frá Svandísi Svavars-
dóttur, borgarfulltrúa VG, var lögð fram sameig-
inleg ályktunartillaga borgarráðs þar sem skorað
er á Alþingi að gera þær breytingar sem þarf á
lagaumhverfinu til að koma megi í veg fyrir starf-
semi af þessu tagi.
Segir Svandís þetta vera stórtíðindi ef marka
megi fyrri umræðu hægrimanna um nektardans
og meint atvinnufrelsi tengt slíkri starfsemi.
Ályktunin er eftirfarandi:
„Nýlegur úrskurður dómsmálaráðuneytisins
varðandi nektardans á veitingastaðnum Goldfing-
er í Kópavogi vekur áleitnar spurningar um hvort
4. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2007, sem kveður á um
bann við slíkri starfsemi, sé gagnslítil.
Í borgarstjórn ríkir þverpólitísk samstaða um
að vinna beri gegn klámvæðingu, því skorar
borgarráð á Alþingi Íslendinga að breyta lögum
þannig að sem fyrst fáist skýrar lagaheimildir til
að koma í veg fyrir starfsemi nektardansstaða.“
Í umræddum úrskurði dómsmálaráðuneytisins
var talið ósannað að fullyrðingar lögreglustjóra
LRH þess efnis að nektardansmeyjar væru oftast
þolendur misneytingar, mansals og glæpa, ættu
við um starfsemi Goldfinger. Þess vegna felldi
ráðuneytið úr gildi ákvörðun sýslumannsins í
Kópavogi um að synja Baltik ehf. um heimild í
rekstrarleyfi til þess að fram fari nektardans í at-
vinnuskyni á Goldfinger. Lögreglustjóri LRH var
umsagnaraðili vegna leyfisumsóknar Goldfingers
fyrir nektardansi.
Leyft að bjóða upp á nektardans
Óðal og Vegas fá grænt ljós en borgarráð skorar á Alþingi að breyta lögum
Eftir Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður | „Við höfum þetta ár
sem ég hef verið formaður ráðsins
lagt mikla vinnu í að vekja athygli á
því að markvisst verði hugað að
þeirri vá sem hugsanlega getur
hlotist af stöðugt vaxandi skipaum-
ferð um norðurhöfin þ.e í kringum
löndin sem skipa vestnorræna ráð-
ið,“ segir Karl V. Matthíasson.
Menn verða að vera undir það búnir
í björgunarmálum ef til slyss kæmi
á þessum slóðum, bætir Karl við.
Ársfundur Vestnorræna ráðsins
hefur staðið í Grundarfirði í vikunni.
Karl V. Matthíasson kvað fund-
armenn, sem voru um 30 talsins,
hafa verið ánægða með veru sína í
Grundarfirði og alla aðstöðu þar.
Vestnorræna ráðið skipa þingmenn
frá Færeyjum, Grænlandi og Ís-
landi, 6 frá hverju landi, en auk
þeirra mæta á ársfundinn fulltrúar
frá hinum Norðurlöndunum auk
fulltrúa frá norðurlandaráði. Karl
sagði að allar samþykktir ársfund-
arins færu síðan fyrir lögþing þjóð-
anna til að öðlast staðfestingu. Með-
al þess sem ársfundurinn samþykkti
að þessu sinni var tillaga um sam-
eiginlegan hátíðisdag vestnorrænu
þjóðanna í ágústmánuði ár hvert. Þá
var einnig að sögn Karls samþykkt
tillaga um stuðning við uppbygg-
ingu björgunarsveita í Grænlandi
auk ályktunar um að opnaðar verði
vestnorrænar kynningarskrifstofur
í aðildarlöndunum sem hefðu dipló-
matíska stöðu. Á ársfundinum lét
Karl af formennsku en ársfund-
urinn kaus Færeyinginn Kára P.
Højgaard sem formann næsta
starfsár, en formennskan færist
milli þjóðanna og gegnir hver for-
mennsku í eitt ár.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Björgunarmál í norður-
höfum efst á baugi