Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 18

Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 18
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Eitt af því sem menn verða að hafa íhuga með stafrænar myndavélar er aðá myndflögu vélarinnar sest ryk ogmeð tímanum getur þar safnast svo mikið af slíku að það spillir myndum. Það getur þó verið snúið að hreinsa rykið af og allajafna ekki á færi nema sérfræðinga í slíku, viðgerðar- manna hjá umboði fyrir viðkomandi vél til að mynda, og getur kostað skildinginn. Sumir myndavélaframleiðendur hafa bætt við í nýjustu gerðir véla sinna búnaði sem hristir rykið af flög- unni og það dregur vissulega úr vandanum, en girðir ekki fyrir hann að öllu leyti. Undanfarið hafa komið á markað ýmsar lausnir til að hreinsa myndflöguna í SLR-myndavélum, þar á meðal tól frá Delkin Devices, Sensor Scope, sem tekið var til kosta og reyndist einkar þægi- legt í notkun. Það er áþekkt myndavélarlinsu að sjá, hólkur sem settur er á viðkomandi myndavél eins og linsa, eða kannski réttara að segja að honum sé tyllt á því hann er ekki festur eins og linsa. Í hólknum eru ljós og horft er í gegnum hann til að skoða myndflöguna. Ljósið er sterkt og ekki fer á milli mála ef ryk er á myndflögunni, nú eða hár og þaðan af verra. Í pakkanum er svo lítil ryksuga sem notuð er til að hreinsa ryk og óhreinindi af flögunni, en hún virkar nú ekki nema miðlungi vel. Þá var gott að grípa til hreinsipinna og -vökva sem fylgja í pakkanum og dugðu mjög vel. Sensor Scope fæst í Ormsson. Burt með rykið! Morgunblaðið/Valdís Thor |föstudagur|29. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Þ að er frábært að vera komin aftur á heima- slóðir, hér er takturinn allt annar en í Reykja- vík og það fer ekki óra- tími í að sækja og skutla börnunum alla daga. Í raun hafa tveir klukku- tímar bæst við hvern dag hjá mér í frítíma, eftir að ég flutti hingað,“ segir Kristborg Bóel Steindórs- dóttir. En hún flutti til Reyðar- fjarðar fyrir einu og hálfu ári, þeg- ar hún fékk vinnu hjá Alcoa Fjarða- ál, þar sem hún starfar í upplýs- inga- og samfélagsteymi. „Ég sé um fréttamiðlun innanhúss, gef út fréttablaðið, sé um innanhússvef og síðuna Alcoa.is,“ segir Kristborg sem er grunnskólakennari frá KHÍ og náms- og starfsráðgjafi frá Há- skóla Íslands. Áttu ekki stoðnet í Reykjavík „Ég er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og fór í Menntaskólann á Egilsstöðum á sínum tíma og var þar í heimavist. Þar kynntist ég manninum mínum fyrrverandi og við fluttum í bæinn strax eftir út- skrift. Við eignuðumst þrjú börn og höfðum ekkert stoðnet í kringum okkur í Reykjavík, því við erum bæði héðan frá Austfjörðum. Ömm- ur og afar voru því víðsfjarri til að passa börnin. Mér fannst það svo sem ekkert mál og ég tek fram að mér finnst Reykjavík æðisleg og ég á eflaust eftir að flytja þangað aftur einhvern tímann. Eftir að ég flutti hingað á Reyðarfjörð, þá finn ég hins vegar líka hvað samfélagið hér hefur margt fram yfir það sem er fyrir sunnan.“ Tvö barna hennar eru í grunn- skóla og það yngsta í leikskóla, en það tekur enga stund að sækja þau og fara í búðina og versla í matinn. „Hér geta allir labbað í sínar tóm- stundir og núna hef ég seinnipart- inn sem frítíma, en það er eitthvað sem ég varla þekkti þegar ég bjó í bænum. Lífið er einfaldara og létt- ara á allan hátt.“ Glíma þjóðaríþrótt hér Móðir Kristborgar býr á Stöðvar- firði sem og frændgarðurinn, en þangað er ekki nema 40 mínútna akstur frá Reyðarfirði eftir að göngin komu. „Amma og afi barnanna minna í föðurætt búa hér á Reyðarfirði, svo þau hafa öll meiri samskipti en áður og hafa fengið að kynnast upp á nýtt.“ Hún segir krakkana vera sátta við að hafa flust út á land, þó vissu- lega hafi verið erfitt fyrir elsta son- inn að fara frá vinahópnum, en hann hefur aðlagast vel. „Hann stundar fótbolta og líka glímu sem er nánast þjóðaríþrótt hér. Svo er hann í tónlistarskóla og ég finn mikinn mun á kostnaðinum við tón- listarnám hans. Ég borgaði rúmar 70.000 krónur á ári fyrir tónlistar- nám í Reykjavík, en hér borga ég aðeins brot af þeirri upphæð.“ Væntanleg vinkonunýlenda Kristborg segist líka finna mun á félagslífinu á Reyðarfirði og því sem hún átti að venjast í Reykjavík. „Hér er fólk virkara. Ég hef aldr- ei haft svona mikið að gera í félags- lífinu. Hér er alltaf eitthvað um að vera, menningarviðburðir, blúss- andi matarklúbbamenning, skíða- svæðið í Oddsskarði á veturna og fleira. Fólk er duglegra við að búa sér eitthvað til og það hittist meira heldur en ég átti að venjast þegar ég bjó í bænum. Þetta er einhvern veginn öðruvísi stemning, meiri nánd. Hér er ómetanlegt frjálsræði, bæði fyrir mig og börnin mín. Hingað kemur fólk til dæmis í heimsókn án þess að hringja og bóka það með fyrirvara. Maður lær- ir að meta það og eflaust hefur það eitthvað að gera með það að ég á mínar rætur hér fyrir austan,“ seg- ir Kristborg og bætir við að unga fólkið sé mikið að koma til baka á kjarnasvæðið Eskifjörð og Reyðar- fjörð. „Aftur á móti eru krakkarnir sem ég ólst upp með á Stöðvarfirði kannski síður að koma til baka. Vinkonur mínar í Reykjavík eru alltaf að bíða eftir því að ég flytji aftur suður. En ég er ekkert á leið- inni í havaríið í höfuðborginni. Ég á góðan vinahóp hérna og hef meira að segja íhugað að koma upp vinkvennanýlendu hér fyrir austan. En þær eru frekar tregar í taumi vinkonurnar fyrir sunnan, þær eru ekki mjög áfjáðar að flytja hingað. En ég gefst ekki upp og held áfram að vinna í þessu með nýlenduna,“ segir Kristborg að lokum og hlær. Snúið aftur í heimahagana Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Alsæl Kristborg í náttúrufegurðinni á Reyðarfirði með börnum sínum Almari Blæ, Þór og Bríet. Hún segir lífið vera létt- ara og einfaldara eftir að hún flutti til Reyðarfjarð- ar. Kristín Heiða Krist- insdóttir spjallaði við unga konu sem kann vel við nándina á lands- byggðinni. Ólafur Stefánsson hvatti þjóðina til að sýnahetjuskap og fylgja góðu fordæmi lands- liðsins í handbolta. Skáldið Matthías Jochums- son orðaði hugsunina þannig: Líf er nauðsyn, lát þig hvetja, líkst ei gandi, berstu djarft. Vertu ei sauður heldur hetja hníg ei dauður fyrr en þarft. Öll þjóðin fylgdist með handboltanum. Fyrir utan Sigurð Ingólfsson, sem lét sér nægja að fylgjast með Elvis leika sér í garðinum með tuðruna sína. Og hundurinn sendi Sigurði hug- skeyti, enda „voðalega gáfaður“: Ég vil bara boltann minn bíta og jafnvel sparka á meðan helber heimsbyggðin heimskast við að þjarka. Pétur Þorsteinsson las póst sinn á Hallorms- stað, en Basil og kötturinn sátu við sjónvarpið. Um miðjan síðari hálfleik spurði Pétur hvernig þau hefðu það. Basil svaraði að bragði: Kattarómyndin öskufull ofmetnaðar í hausnum urrar og hvæsir eitthvert bull um algjöran skort á lausnum, en sama er mér um silfur og gull – ég sit hinn prúðasti á dausnum. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af hetju og bolta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.