Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðný GrendalMagnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. september 1947.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 19. ágúst sl.
Foreldrar hennar
eru Magnús Bald-
vinsson, f. 4. janúar
1913, og Bjarney
Jóna Finnboga-
dóttir, f. 12. ágúst
1922, d. 26. janúar
2004. Systkini Guð-
nýjar eru Arndís, f.
28. apríl 1943, Benjamín Grendal,
f. 18. ágúst 1944, Sæunn Grendal,
f. 23. febrúar 1946, Sigrún Gren-
dal, f. 15. september 1947, d. 24.
apríl 1948, Sigrún Grendal, f. 15.
apríl 1953, og Sigurður Grendal,
f. 25. júní 1959.
Hinn 10. mars 1967 giftist
Helen Eðvarðsdóttir, f. 19. ágúst
1968. Börn þeirra eru Róbert Eð-
varð, f. 1. ágúst 2000, Ríkharður
Leó, f. 3. september 2002, og
Agla Rún, f. 2. október 2006. Jó-
hann á einnig Hafstein, f. 31. maí
2000. 3) Sigrún Grendal, f. 15.
mars 1970, hún á tvo syni, Sölva
Grendal, f. 22. nóvember 2005, og
Stíg Grendal, f. 16. desember
2006. 4) Magnús, f. 18. september
1972, hann á þrjú börn, Bryndísi
Svenju, f. 3. nóvember 1995,
Andra Pétur, f. 24. júlí 1997, og
Guðnýju Ósk, f. 21. mars 1999.
Magnús á einnig uppeldisdóttur,
Alexöndru Jóhönnu Osorno, f. 13.
desember 1993. 5) Sonur, lést við
fæðingu, f. 8. apríl 1977. 6) Þor-
steinn, f. 25. febrúar 1979. 7)
Bjarney Grendal, f. 18. júní 1980,
maður hennar er Andrew Gosl-
ing, f. 17. apríl 1962.
Guðný kom að Krossnesi árið
1966 og bjó þar alla tíð síðan með
Jóhannesi Magnúsi.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Jarðsett verður í Borgarnes-
kirkjugarði.
Guðný Jóhannesi
Magnúsi Þórðarsyni,
Krossnesi í Álftanes-
hreppi, f. 3. mars
1938. Foreldrar
hans eru Þórður
Jónsson, f. 17. októ-
ber 1893, d. 23. apríl
1985, og Kolfinna
Jóhannesdóttir, f.
20. júní 1905, d. 25.
desember 1991.
Börn Guðnýjar og
Jóhannesar Magn-
úsar eru: 1) Kol-
finna, f. 21. október
1967, maður hennar er Magnús
Skúlason, f. 3. október 1967.
Börn þeirra eru Skúli, f. 21. júní
1988, Guðný, f. 4. júlí 1989, d. 6.
júlí 1989, Magnús, f. 22. júní
1991, og Jóhannes, f. 4. júlí 1994.
2) Jóhann Helgi, f. 31. október
1968, kona hans er Ragnheiður
Elsku mamma. Mikið er skrítið að
þú skulir vera farin frá okkur og
mikið söknum við þín sárt. Við sökn-
um þín sem móður en ekki síður sem
okkar traustasta og besta vinar.
Til þín gátum við komið með öll
okkar hugðarefni, hvort sem við
leituðum huggunar eða góðra ráða.
Við höfum alltaf dáðst að dugnaði
þínum og persónustyrk og þú hefur
verið okkur góð fyrirmynd í hví-
vetna. Kjarkur þinn og styrkur var
ótrúlegur í gegnum allt sem þú
þurftir að þola í veikindum þínum og
þú kvaddir með yfirvegun. Við erum
þakklátir fyrir þá kveðjustund sem
við áttum saman.
Elsku mamma, við erum vissir um
að þér líður vel núna og að þú hefur
fundið frið. Við munum heiðra minn-
ingu þína um ókomna tíð. Þínir syn-
ir,
Þorsteinn Jóhannesson,
Magnús Jóhannesson og
Jóhann Helgi Jóhannesson.
Þegar ég hugsa um mömmu kem-
ur hlátur hennar mér fyrst í hug.
Þegar mamma hló var ekki um ann-
að að ræða en að hlæja með henni.
Mamma hló innilega og það gat ekki
nokkur maður í 500 metra radíus
komist hjá því að verða var við
ósköpin. Hún gat snúið depurð yfir í
gleði á augabragði og alltaf tókst
okkur að finna spaugilegu hliðarnar
á öllu. Það segir kannski allt sem
segja þarf að þegar mamma kallaði
barnabörnin til sín á spítalann til að
kveðja þá laumaði hún að þeim
bröndurum um leið og hún lagði
þeim línurnar í hinsta sinn.
Mamma greindist með MND,
þann illvíga hrörnunarsjúkdóm,
hinn 4. desember 2006. Ég mun
aldrei gleyma því þegar mamma og
pabbi kölluðu okkur systkinin sam-
an til að flytja okkur þessa sorg-
arfrétt. Þetta var gríðarlegt áfall
fyrir okkur öll. Mamma var búin að
vera með vefjagigt í mörg ár áður en
hún greindist með MND en hún lét
það aldrei stoppa sig. Viljinn og
dugnaðurinn var svo mikill að hún
breytti ekki um verklag fyrr en hún
var nauðbeygð af þeim sökum að
vöðvarnir hættu að fylgja skipunum
hennar. Hún var ótrúlega sterk og
ósérhlífin manneskja, full af orku og
gleði. Það átti því illa við hana að
vera bundin í hjólastól og vera
ósjálfbjarga um flesta hluti. Hún
var oft döpur yfir hlutskipti sínu en
tókst á við það af þvílíku hugrekki
að ég hef aldrei vitað annað eins og
kjarkurinn var til staðar fram á
hinstu stund.
Mamma veiktist af lungnabólgu í
sumar, fáeinum dögum fyrir brúð-
kaupið mitt, og dvaldi á sjúkrahúsi í
nokkra daga. Hún hafði áhyggjur af
því að komast ekki í brúðkaupið og
var leið yfir því. En með undraverð-
um hætti steig hún upp úr veikind-
unum mun fyrr en nokkur hafði þor-
að að vona. Viljastyrkur hennar
hafði þar mikið að segja. Mamma
mætti í brúðkaupið glæsileg að
vanda og skemmti sér konunglega.
Ég gerði mér enga grein fyrir því þá
að hún yrði ekki með okkur rúmum
mánuði seinna.
Mamma fékk að fara á eins frið-
sælan og fallegan hátt og hugsast
getur með öll börnin sín og manninn
sinn í kringum sig, umvafin ást okk-
ar og söknuði. Langþráð hvíld tók
við af verkjum og þreytu og fékk
hún að fara í svefni, átaka- og
þrautalaust.
Það er huggun harmi gegn
er himnafaðir tekur þegn
sem þreyttur er og lúinn
á líkama og sál alveg búinn.
Þú þráðir lausn og frið
og baðst vorn himnasmið
að taka þig þrautinni frá
og lofa þér hvíld honum hjá.
Þú ert nú farin elsku mamma og
færð loks að njóta þeirrar hvíldar
sem þú hefur unnið þér inn um æv-
ina og sem þú varst farin að þrá svo
heitt. Ég elska þig af öllu hjarta og
sakna þín meira en orð fá lýst.
Elsku mamma, það er með miklum
trega og söknuði en jafnframt miklu
þakklæti sem ég kveð þig á þessum
degi. Ég mun aldrei gleyma þér og
minning þín lifir í hjarta mér um
ókomna tíð.
Gott er að mega gráta
geta tjáð sig um lífsins puð.
Labba til þín og láta
lífið og allt þess stress og tuð
í hendur þér góði Guð.
Þín dóttir,
Bjarney Grendal.
Kæra tengdamamma.
Mig langar að kveðja þig með ör-
fáum orðum og þakka þér fyrir
skemmtilegar samverustundir. Eft-
ir að hafa kynnst Jóhanni var heim-
sókn í sveitina til tengdaforeldra
óhjákvæmileg. Ég þurfti engu að
kvíða því mér var tekið með opnum
örmum og hlátrasköllum. Ég tel mig
mjög lánsama að hafa kynnst þér og
harma að samverustundirnar verða
ekki fleiri.
Minning þín lifir í börnum okkar
Jóhanns.
Þín tengdadóttir,
Ragnheiður.
Ég minnist Guðnýjar í Krossnesi
tengdamóður minnar með þakklæti
og hlýju í huga. Í rúm tuttugu ár hef
ég verið samferða hennar fjöl-
skyldu. Guðný lagði mikla áherslu á
að gera samverustundir fjölskyld-
unnar eftirminnilegar. Það hélst
fram á síðasta dag. Daginn eftir að
þú lagðist inn á Landspítalann í
Fossvogi, sunnudaginn 17. ágúst sl.,
var gengið mjög á baráttuþrekið og
þú óskaðir eftir nærveru fjölskyldu
og ástvina. Þá var ljóst hvert stefndi
og kveðjustundin nálgaðist. Guðný,
þú kvaddir hvert og eitt barnabarn
með faðmlagi og kossi. Þín lokaorð
til hvers og eins lýstu umhyggju en
inn á milli brá fyrir glettni þannig að
Guðný Grendal
Magnúsdóttir
✝ Helga Ingi-marsdóttir
fæddist á Litla-Hóli
í Eyjafirði 25. nóv-
ember 1914. Hún
lést á heimili sínu
að Víðilundi 24,
laugardaginn 23.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingimar Hall-
grímsson, f. 24. jan-
úar 1859, d. 26. jan-
úar 1937 og Sigur-
björg Helga Jóns-
dóttir, f. 20.
nóvember 1874, d. 24. nóvember
1957. Systkini Helgu eru Júlíus, f.
1903, d. 1978, Sigrún Ingibjörg, f.
1907, d. 1992 og Birna, f. 1909.
Hálfsystkini, samfeðra, eru Ingi-
björg, f. 1882, d. 1899, Jóna Mar-
grét, f. 1885, d. 1962 og Hrefna, f.
1993. Maður hennar Guðmundur
Þorsteinsson, f. 26. nóvember
1934. Synir þeirra eru Ingimar, f.
1963, Ármann Helgi, f. 1967 og
Svavar Þór, f. 1971. 3) Agnes, f.
30. október 1941, gift Ottó Tul-
inius, f. 18. mars 1939. Börn
þeirra eru Svavar, f. 1960, Halla
Kristín, f. 1962, Þórey, f. 1964,
Ottó Karl, f. 1972 og Hlynur, f.
1975. Langömmubörn Helgu eru
29 og langalangömmubörn 5.
Helga ólst upp á Litla-Hóli en
bjó öll sín fullorðinsár á Akur-
eyri. Hún sinnti heimilisstörfum
og uppeldi dætra þeirra Svavars
en vann síðar á ævinni á Fata-
verksmiðjunni Heklu, í Sjöfn og
síðast í mötuneyti Menntaskólans
á Akureyri. Helga gekk ung til
liðs við Kvenfélagið Hlíf og var
virk í starfi þess mikinn hluta
ævinnar og einnig starfaði hún
með Kvenfélagi Akureyrarkirkju.
Útför Helgu verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
1889, d. 1979.
Helga giftist 27.
október 1934 Svav-
ari Helgasyni fyrr-
um verksmiðjustjóra
Smjörlíkisgerðar
KEA, f. 26. desem-
ber 1912, d. 24. apríl
1978. Foreldrar
hans voru Helgi
Marinó Einarsson
Steinar, f. 30. nóv.
1892, d. 14. október
1989 og Þórey Þor-
leifsdóttir, f. 20.
október 1884, d. 18.
júlí 1978. Dætur Helgu og Svav-
ars eru: 1) Valborg, f. 1. maí
1936, gift Hauki Valtýssyni, f. 6.
júlí 1932. Dætur þeirra eru
Helga, f. 1959, Stefanía, f. 1962
og Svava, f. 1966. 2) Inga Þór-
björg, f. 11. júní 1938, d. 9. maí
Á 94. aldursári fannst ömmu
loks hugsanlegt að samþykkja boð
um hvíldarinnlögn á dvalarheim-
ilinu Hlíð í þrjár vikur. Þar var vel
hugsað um hana og henni leið vel
en við vissum að hún beið þess að
komast heim. Þar vildi hún vera og
þar kvaddi hún þetta líf þremur
dögum eftir dvölina í Hlíð. Amma
hafði alltaf ákaflega sterkar skoð-
anir, var ákveðin og röggsöm. Hún
var ekki amma sem prjónaði sokka
eða las fyrir okkur sögur en hún
tók virkan þátt í lífi okkar og var
órjúfanlegur þáttur í mörgum
venjum og athöfnum fjölskyldunn-
ar. Amma kom og hjálpaði mömmu
að taka slátur, hún lagði dóm á það
hvort laufabrauðið væri nægilega
þunnt breitt út, útbjó ótrúlega
góðar brauðtertur fyrir allar stór-
veislur fjölskyldunnar og hélt
ómissandi jólaboð á afmælisdegi
afa, 26. desember, ár hvert. Hún
fylgdist með námi okkar, störfum
og frístundum og var alltaf montin
af afrekum okkar – stórum sem
smáum.
Amma var kona hreyfinga og
framkvæmda. Fátt þótti henni
skemmtilegra en að breyta upp-
röðun á heimilinu hjá þeim afa í
Gilinu. Þar áttu húsgögnin ekki
fasta staði, heldur þvældi amma
þeim um stofuna og var yfirleitt
ánægðust með nýjustu breyting-
arnar. Hún átti það jafnvel til að
færa til húsgögn þegar hún kom í
heimsókn til okkar í Ásveginn –
ekki alltaf við jafnmiklar vinsæld-
ir.
Amma hafði mikla unun af
ferðalögum. Hún skoðaði landa-
kort og ferðaðist í huganum og oft
fóru þau afi í ferðalög með okkur
vítt og breitt um landið á sumrin.
Þegar amma komst á fullorðinsár
og átti þess kost að ferðast utan-
lands greip hún hvert tækifæri
sem bauðst. Hún heimsótti sólar-
strendur, fór til Svíþjóðar og Lúx-
emborgar en alltaf voru Móseldal-
urinn og Dólómítafjöllin henni
hugleiknust. Hún sagði frá þeim
stöðum af svo mikilli innlifun og
aðdáun að stundum fannst okkur
eins og hún hefði búið þar en ekki
dvalist um stund á ferðalögum sín-
um.
Amma var aldrei í saumaklúbbi
– og hún drakk heldur aldrei
rjómalíkjör eins og aðrar ömmur.
Hún var hins vegar lengi í fjör-
legum spilaklúbbi með vinkonum
sínum – og svo dreypti hún á ko-
níaki eða rommi og púaði smávind-
il með, til hátíðabrigða.
Amma fylgdist vel með á öllum
sviðum – hvort sem um var að
ræða fréttir, íþróttir eða tónlist.
Alls staðar hafði hún mótað sér
skoðanir og aðdáun hennar á tón-
list Bjarkar Guðmundsdóttur fór
ekki fram hjá okkur, barnabörn-
unum. Þetta er okkar mynd af
ömmu. Hún var atorkusöm, sjálf-
stæð og dugleg kona sem fylgdist
vel með öllum sínum afkomendum
og var í raun höfuð fjölskyldunnar.
Hún réð því sem hún vildi og fór
sínar eigin leiðir en alltaf bar hún
hag okkar allra fyrir brjósti og við
fundum umhyggju hennar í hverju
orði og hverju augnatilliti.
Takk fyrir allar góðar stundir.
Helga, Stefanía og Svava.
Elsku amma, þú ert búin að fá
hvíldina sem þú varst tilbúin til að
njóta. Samtímis sem ég ann þér
hennar er erfitt að sætta sig við að
ferðirnar í Víðilundinn til þín verði
ekki fleiri. Lífið hefur sinn gang
og mun ég nú halla mér að öllum
góðu minningunum sem ég á um
samverustundir okkar.
Á uppvaxtarárum mínum var
alltaf gott að koma í eldhúsið til
ykkar afa í Gilinu og síðar í Heið-
arlundinn til þín. Þú varst alla tíð
mikil húsmóðir og áttir alltaf eitt-
hvað gott. Mitt uppáhald er epla-
kakan þín ljúffenga. En best var
að spjalla og bara fá að vera hjá
ykkur.
Það gladdi okkur Ingva þegar
þú komst til okkar til Svíþjóðar
með mömmu og pabba. Börnin
okkar, Agnes Yolanda, Anna Nidia
og Otto Fernando, nutu þess að
hafa þig hjá sér. Í fyrra skiptið
varstu 82 ára og í það síðara
komstu til að halda upp á 85 ára
afmælið þitt. Við fórum víða um,
meðal annars til Stokkhólms og yf-
ir til Finnlands. Þú lést ekkert
aftra þér frá því að skoða þig um
og öðlast nýja reynslu enda ferða-
lög eitt af áhugamálum þínum.
Ég þakka þér sérstaklega,
amma mín, fyrir okkar notalegu
stundir síðari ár. Þær voru margar
þar sem við sátum í notalegu íbúð-
inni þinni og spjölluðum um heima
og geima. Það var sama hvert um-
ræðuefnið var, uppeldi, stjórnmál,
dægurmál, íþróttir, litir og form,
landafræði, ferðalög eða annað, þú
varst vel að þér og fylgdist alltaf
vel með. Það er mér mikils virði að
hafa fengið þitt sjónarhorn á mál-
efnin. Þú hafðir upplifað svo marg-
breytilega tíma og fannst mér allt-
af gaman þegar þú sagðir mér frá
árunum hér áður fyrr. Á sama
tíma sýndir þú mikinn áhuga á því
sem var að gerast í kringum þig og
á framtíðinni. Ég ber þér hlýjar
kveðjur, amma mín, frá Ingva og
börnunum okkar fjórum. Ekki síst
frá henni nöfnu þinni, Helgu Sól-
eyju, sem ósjaldan vildi fá að
skreppa til hennar ömmu gömlu,
eins og langömmubörnin kölluðu
þig. Helga tjáði þér ætíð að hún
væri svöng og þegar hún var búin
að fá að drekka skoðuðuð þið
gjarnan spilin, bækur, teikning-
arnar hennar eða annað. Hún á
erfitt með að skilja að þú sért
sofnuð hinsta svefni og spyr hve-
nær þú vaknir aftur. Elsku amma,
Drottinn blessi þig.
Aldan hnigi til að mæta þér,
vindurinn sé í bak þér,
sólin vermi andlit þitt,
regnið falli milt að jörðu.
Og allt til þess við sjáumst á ný,
varðveiti þig Guð í örmum sínum.
Amen.
(Írsk blessun.)
Við hugsum til þín þar sem þú
hefur hitt afa og Ingu aftur og
munum öll geyma þig í hjörtum
okkar. Þín dótturdóttir og vinkona
Halla Kristín Tulinius
og fjölskylda.
Það er undarleg tilfinning sem
fer um mig þar sem ég sit og horfi
á gamla svarthvíta ljósmynd af
ömmu minni þar sem hún heldur á
móður minni barnungri í fanginu.
Báðar þessar konur eru nú horfn-
ar á braut. Móðir mín Inga lést
fyrir fimmtán árum og nú kveður
Helga amma.
Helga amma var af þeirri kyn-
slóð fólks sem upplifði mestu þjóð-
félagsbreytingar sem orðið hafa á
Íslandi. Hún fæddist og ólst upp í
sveit þar sem vinnubrögð höfðu lít-
ið breyst í gegnum aldirnar og
engin nútímaþægindi voru til stað-
ar. Hún fluttist til Akureyrar ung
að árum og upplifði þegar vélaöld-
in hélt innreið sína og hún var enn
í fullri vinnu þegar tölvuöldin hófst
hér í byrjun níunda áratugarins.
Amma var alltaf opin fyrir nýj-
ungum svo þetta hafa verið spenn-
andi tímar þótt lífið hafi ekki alltaf
verið létt.
Helga amma og Svavar afi
bjuggu í meira en þrjátíu ár í íbúð
á hæðinni fyrir ofan Smjörlíkis-
gerð KEA í Kaupvangsstræti eða
„í Gilinu“ þar sem afi var forstjóri
frá 1951-78.
Dætur þeirra þrjár ólust upp við
góðan aga og reglusamt heimili.
Ömmu fannst mikilvægt að kenna
þeim kurteisi og góða siði. Til er
skemmtileg saga af móður minni
þegar hún var fimm ára gömul og
fór í heimsókn með ömmu upp í
Helgamagrastræti til Sigrúnar
Pétursdóttur frænku sinnar. Sig-
Helga Ingimarsdóttir