Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína HrefnaMagnúsdóttir fæddist á Króki í Ketildalahreppi í V- Barðastrandarsýslu 7. maí 1921. Hún lést á Vífilsstöðum 15. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hildur Bjarnadóttir, f. 1892, d. 1939, og Magnús Krist- jánsson, f. 1888, d. 1966. Þau bjuggu fyrst á Króki og fluttu síðan árið 1924 að Langa- botni í Geirþjófsfirði og bjuggu þar til æviloka. Systkini Jónínu Hrefnu voru tíu. Látin eru Auður, Guðrún, Björn Magnús, Sverrir, Hlín, Kristján Guðbjartur, Valdi- mar og Gísli Angantýr. Eftir lifa Kristín Sigríður og Vésteinn Gunnar. Hrefna giftist 20. júní 1942 Magnúsi Guðnasyni, bónda og tré- smíðameistara í Kirkjulækjarkoti, f. 25. september 1919, d. 23. des- ember 1999. Foreldrar Magnúsar voru Ingigerður Guðjónsdóttir, f. 1893, d. 1984 og Guðni Markússon, bóndi og trésmiður í Kirkju- lækjarkoti, f. 1893, d. 1973. Hrefna og Magnús eignuðust 8 börn. Þau eru: 1) Hildur, f. 1942, maki Jóhann B. Steinsson, og eiga þau 3 syni, Magnús Hrafn, Andra aldsdóttir. Barnabörnin eru þrjú. 7) Erling, f. 1959, maki Erla Krist- ín Birgisdóttir. Dætur þeirra eru Íris, Eygló, Arna og Hrund. Barnabörnin eru sex. 8) Hlynur, f. 1963, maki Gerður Árnadóttir. Dætur Hlyns eru Freydís Hrefna og Linda Hrönn, móðir Helga Hjörleifsdóttir. Barnabörnin eru tvö. Afkomendur Hrefnu og Magnúsar eru 82. Hrefna ólst upp í stórum systk- inahópi í Langabotni í Geirþjófs- firði og naut farskólamenntunar eins og títt var á þeim tíma. Hún fór ung til Reykjavíkur og vann þar nokkur ár eða þar til hún hitti verðandi eiginmann sinn, Magnús Guðnason í Kirkjulækjarkoti. Þar stofnuðu þau heimili, byggðu fljót- lega íbúðarhús og þar fæddust börnin öll, átta talsins. Hrefna var mikil húsmóðir og var starfsvett- vangur hennar móðurstarfið og umsjón bús og barna. Í Kirkju- lækjarkoti var fjórbýli og fjöl- mennt, en þar bjuggu einnig for- eldrar og bræður Magnúsar. Mikil umsvif tengdust starfi Hvíta- sunnusafnaðarins en árið 1949 gengu þau hjónin til liðs við söfn- uðinn og voru þau þátttakendur í starfi og byggingu safnaðarhúss í Kirkjulækjarkoti. Eftir að Hrefna og Magnús fluttu frá Kirkjulækj- arkoti bjuggu þau á Akranesi í rúman áratug eða þar til þau keyptu sér íbúð á Engihjalla 7 í Kópavogi árið 1998. Magnús lést árið 1999. Hrefna bjó þar áfram í fáein ár en þegar heilsan bilaði flutti hún á Vífilsstaði. Hrefna verður kvödd frá Fíla- delfíukirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Stein og Bjarka Má. Barnabörnin eru þrjú. 2) Hjálmar, f. 1943, maki Sigrún Björg Ingþórsdóttir. Synir þeirra eru Magnús Þór og Ing- þór Hjálmar. Börn Hjálmars frá fyrri hjónaböndum eru Hrefna og Guðbjart- ur, Margrét Sigríður og Hafsteinn. Barna- börn og barnabarna- börn eru tólf. 3) Hans Guðni, f. 1945, maki Auðbjörg Vordís Óskarsdóttir. Sonur þeirra er Óskar Heiðar. Börn Hans Guðna frá fyrra hjóna- bandi eru Júlíana Þórlaug, Berg- lind Bára, Helena og Davíð Örvar, móðir þeirra er Erna Georgsdóttir Aspelund. Barnabörnin eru sjö. 4) Ingigerður, f. 1949, maki Sigur- hans Wium Hansson. Börn þeirra eru Hrafnhildur, Hafrún Ósk, Rakel Katrín og Magnús Fannar. Barnabörnin eru sjö. 5) Daníel, f. 1952. Sambýliskona hans er Ann- katrine Nilsson. Börn Daníels eru Hafdís Unnur, móðir Gunnhildur Haraldsdóttir og Stefán Ingi, móð- ir Ingibjörg Elín Ingimundar- dóttir. Barnabörnin eru 3. 6) Benjamín, f. 1953, maki Una Björg Gunnarsdóttir. Synir Benjamíns eru Sævar Örn, Hafþór Már og Rúnar Hrafn, móðir Eygló Har- Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði elsku besta mamma mín. Hjartans þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Ingigerður Magnúsdóttir. Það var bjartur morgunn með fyr- irheit um góðan dag. Vindur lék í laufi trjánna í fallegum garði Vífils- staða. Sólin reis í austri, þetta reynd- ist vera síðasta sólarupprásin í lífi móður minnar. Mamma átti orðið á níunda tug afkomenda. Allir vildu þeir svo gjarnan geta snúið við stundaglasi hennar sem tæmdist á Vífilsstöðum þennan morgun og fá að hafa hana lengur. En ekkert megnar að snúa við stundaglasi lífsins. Tíma okkar hér á jörð lýkur einn daginn og ekkert fær því breytt. Eftir standa minningar. Minning- ar um „stóra“ konu sem fór frá okkur í litlum líkama. Konu sem gaf okkur allt sem hún átti, konu sem alltaf var skjöldur og hlíf, konu sem var okkur betri en best og stærri en stærst að innræti. Konu sem sleit barnsskónum á vestfirskri grund, varð síðan húsfrú og móðir átta barna í Kirkjulækjar- koti í Fljótshlíð. Hún varð þetta stóra nafn: „Mamma“ sem leit á það sem æðsta hlutverk sitt að annast og um- vefja. Mamma var alltaf til staðar með vökul augu yfir velferð barna sinna. Klettur í hafi þegar gaf á bátinn. Lét sig alltaf varða velferð annarra. Heil- lynd og sjálfri sér trú. Hreinskilin um menn og málefni og taldi sannleikann alltaf sagna bestan, hvort sem undan sveið eða ekki. Mamma lifði sínu trúarlífi á þann hátt að prédikun hennar situr eftir í hjörtum okkar sem eftir lifum. Pré- dikun sem sjaldnast var sett fram í orðum, heldur með verkum. Falslaus eins og dúfa en gat hvesst sig ef henni fannst hún eða börn hennar órétti beitt. Mamma hafði aldrei góða sjón og síðustu árin var hún blind. Það breytti ekki þessu rótgróna innræti hennar eða móðurlegri umhyggju. Hún gerði alltaf eins og hún gat. Líf hennar er okkur sem eftir lif- um til eftirbreytni. Arfleifð hennar er okkar sómi. Þegar sól rann þennan dag var mamma farin í sína hinstu ferð. Þarna voru leiðarlok og við höfðum fengið tækifæri til að kveðja hana. Sólarlagið skartaði sínu fegursta og minnti okkur á að lífið heldur áfram og nýr dagur rís aftur að morgni. Ég drúpi höfði í virðingu fyrir mömmu minni, þessari mikilfenglegu íslensku konu og er fullur þakklætis fyrir líf hennar. Takk fyrir… mamma. Erling Magnússon. Þegar Hrefnu tengdamóður minn- ar skal minnst er efst í huga þakklæti fyrir áratuga samferð sem aldrei bar skugga á. Hrefna var var mikill per- sónuleiki, traust og sterk með hlýtt viðmót. Á stóru heimili var hún hin styrka stoð eiginmanns og barna. Hún var mikil mamma og amma og góð tengdamóðir. Í Kirkjulækjarkoti var stærstum hluta starfsævinnar eytt við hlið eiginmanns, Magnúsar Guðnasonar, og barna og þar sem stórfjölskylda Ingigerðar og Guðna Markússonar átti athvarf í leik og starfi. Lífið í Kirkjulækjarkoti ein- kenndist af samkennd þessarar stóru fjölskyldu og einnig starfi Hvíta- sunnusafnaðarins sem þau hjón tóku þátt í ásamt mörgum úr fjölskyld- unni. Starfsdagur Hrefnu var oft langur, fyrst upp að morgni og síðust til hvíldar að kvöldi. Börnin átta hafa sýnt þakklæti sitt fyrir öll árin með umhyggju og ræktarsemi við Hrefnu til hinsta dags. Í stopulum frístundum sinnti Hrefna hannyrðum og ræktaði garð- inn sinn. Hún hafði yndi af blómum og var það áhugamál þeirra hjóna. Til ferðalaga var ekki mikill tími, helst var ferðast í tengslum við safn- aðarmót og einnig farið vestur í Langabotn. Þau heimsóttu börn sín er bjuggu erlendis bæði í Bretlandi og Svíþjóð. Heimsókn þeirra til okk- ar Hildar í Bretlandi var þeim og okkur eftirminnileg og minnumst við þess tíma með þakklæti og ánægju. Eftir að Hrefna og Magnús fluttu frá Kirkjulækjarkoti hafa mörg börn þeirrra byggt sér sumarhús í landi Kirkjulækjarkots. Þar halda afkom- endur áfram tengslum við Fljótshlíð- ina og njóta samveru og friðsældar á æskuslóðum og er ég og fjölskylda mín afar þakklát þeim hjónum fyrir þessa spildu á Réttarfitinni. Á Akranesi bjuggu Hrefna og Magnús í áratug. Börnin flogin úr hreiðrinu og meiri tími til að sinna áhugamálunum. Magnús sinnti þar safnaðarstarfi og gaf sér tíma til að teikna og mála myndir. Hrefna hafði gaman af alls konar föndri og eigum við marga fallega hluti eftir þau bæði. Alltaf var tekið á móti vinum og vandamönnum með stórveitingum en það var alla tíð einkenni Hrefnu að vera veitandi. Árið 1998 fluttu Hrefna og Magn- ús í Kópavog. Heilsu Magnúsar hafði hrakað og lést hann á Þorláksmessu árið 1999. Hrefna bjó áfram í Engi- hjallanum meðan þrek leyfði. Síðustu árin hefur hún átt heima á Vífilsstöð- um þar sem hún naut hlýju og ein- staklega notalegrar umönnunar sem fjölskylda hennar þakkar af heilum hug. Við leiðarlok er samfylgd þökk- uð, þakkir mínar til Hrefnu fyrir að hafa tekið mér alla tíð sem einum í viðbót í hennar stóra barnahóp. Ég kveð Hrefnu með söknuði og virð- ingu. Blessuð sé minning hennar. Jóhann B. Steinsson. Kær tengdamóðir mín, Hrefna Magnúsdóttir, er horfin á braut. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni og átt með henni samleið í næstum þrjá áratugi. Hún var glæsileg kona, með fallegt þykkt liðað hár og tígulegt yfirbragð. Kona sem hafði gömlu gildin í heiðri, heiðarleika, traust og samviskusemi. Hrefna var frá Langabotni í Geir- þjófsfirði, ólst upp í stórum sam- heldnum systkinahópi þar sem lífs- baráttan var ekki alltaf auðveld enda missti hún móður sína aðeins 17 ára gömul. Yfir æskustöðvunum hvíldi dýrðarljómi og litríkar frásagnir. Ég hef einu sinni komið í Langa- botn, eftir það skildi ég aðdáun henn- ar betur, staðurinn er engu líkur, því- lík dulúð og fegurð þar sem allt er svo upprunalegt og ósnertanlegt, enda eini bærinn í dalnum og enginn bílvegur. Fjöllin fyrir ofan Langa- botn eru snarbrött og niðri í dalnum er friðurinn og kyrrðin svo mikil að heyra má saumnál detta. Lækirnir og áin með sínum fossum og flúðum eins og silfurrönd niður dalbotninn. Þessa upplifun mína kunni Hrefna vel að meta. Hún fór ung til Reykjavíkur í vist, síðar starfaði hún á saumaverkstæði og gerðist þar nemi, tók einnig tíma í söngnámi en hún hafði fagra og mikla söngrödd. Hrefna átti í bréfasambandi við strák úr Fljótshlíðinni, og ákváðu þau að hittast. Amor hélt þar innreið sína og vestfirska stúlkan heillaðist af myndarlega stráknum Magnúsi. Þau byrjuðu sinn búskap í her- bergi hjá foreldrum Magnúsar en síðar reistu þau sér hús á gilbrúninni þar skammt frá. Þar reistu líka bræður hans tveir sín hús og var þar mannmargt samfélag enda áttu þeir allir mörg börn. Hrefna og Magnús eignuðust átta börn og á heimili þeirra dvöldu oft um lengri eða skemmri tíma einstaklingar sem illa fótuðu sig á lífsins vegi. Það þurfti dugnað og útsjónarsemi við að klæða og fæða allan skaran. Hrefna var góður kokkur og gerði mikið úr litlu. Hún var mikil hann- yrðakona, hafði yndi af að raða sam- an mynstrum og litum, prjónaði mik- ið og saumaði oft upp úr gömlum fötum sem hún hafði sjálf útbúið snið til. Hún afkastaði miklu, enda fór hún oftast síðust í háttinn og snemma á fætur á morgnana. Hrefna var ræktunarkona sem lét sér annt um allt sköpunarverkið og þekkti nöfn á flestum grösum og blómum úti í náttúrunni. Stofan var full af blómum, hvert öðru fegurra, og undir húsveggnum voru falleg blómabeð. Við þetta bættust málverk húsbóndans og trjárækt sem þetta umhverfi skrýddist af. Þrátt fyrir heilsuleysi sem þjáði Hrefnu frá miðjum aldri bar hún sig vel enda vildi hún ekki valda öðrum áhyggjum. Lítið kvartaði hún, og þegar spurt var hvernig henni liði svaraði hún: „Æ, ég er eitthvað löt, en ég hef það ágætt.“ Hrefna Magn- úsdóttir hafði mikla og merka reynslu, sterka nærveru og áhrifa- ríkt viðmót. Hún átti inni fyrir því að vera skorinorð og skoðanaföst. Hún sagði það sem hún meinti, og meinti það sem hún sagði. Lífsstarf Hrefnu var mikið og uppskeran er ríkuleg í glæsilegri og öflugri fjölskyldu. Áhrif hennar síast víða út um samfélagið. Guð blessi Hrefnu og minningu hennar. Sigrún Björg Ingþórsdóttir. Þegar ég gekk inn á Vífilsstaði þennan miðvikudag, í stofuna hennar Hrefnu tengdamóður minnar til 32ja ára, vissi ég að hennar lífsganga var senn á enda. Þar sem ég sat við rúmið og hélt í höndina hennar leitaði hugur minn aftur í tímann og minningarnar streymdu fram. „Komdu inn með mér og hittu foreldra mína,“ sagði Erling við mig. Ég var bara 16 ára og ekki of kjörkuð en lét þó tilleiðast. Ég hefði ekki þurft að vera svona kjark- laus, Hrefna og Maggi tóku mér vel þótt eflaust hafi þeim fundist við of ung til að vera orðin kærustupar. Hrefna var mikill mannþekkjari og það var mér mikill heiður að vera strax meðtekin eins og ein af krökk- unum þeirra og hjá þeim átti ég sama skjól og hjá mínum eigin foreldrum. Hrefna átti sterka trú, bað fyrir okk- ur öllum, predikaði ekki í orðum en verkin hennar fluttu hátt og snjallt góðan boðskap. Fyrstu jólin mín að heiman hélt ég á heimili hennar og hún skildi þessa unglingsstelpu sem saknaði foreldra og systkina og vildi allt fyrir mig gera. Einhvern veginn var allt svo lít- ið mál hjá henni. Mér fannst t.d. gæs vond en hún vissi að Erling elskaði að fá gæs og til að gleðja hann og dekra við mig þá var ekkert tiltökumál að hafa bara eitthvað annað líka. Hins vegar átti hún eftir að kenna mér síð- ar að meta gæsina. Þegar ég var 21 árs eignuðumst við Erling tvíburadætur og áttum eina eldri dóttur fyrir. Þá kom hún og var hjá okkur fyrstu vikurnar enda tíðkaðist ekki þá að feður fengju feðraorlof. Þvílíkur munur að hafa þennan dugnaðarfork hjá sér og þeg- ar ég var að segja að mér þætti ómögulegt að hún væri að standa í þessum þvotti þá fannst henni það nú ekki mikið mál, þú átt nú þvottavél, sagði hún bara. Hennar kynslóð þekkti ekki þennan munað sem þvottavélar eru og var þvotturinn bara þveginn úti í læk. Elsti sonur hennar er fæddur í október og var Hrefna úti í læk að þvo þegar hún tók léttasóttina með hann. Hrefna var mikil hannyrðakona og kunnu stelpurnar mínar vel að meta ullarsokkana og vettlingana sem hún gaf þeim og verkin hennar prýða heimili barnanna hennar og þeir eru ófáir útlendingarnir sem eiga lopa- peysu eftir hana. Hún hafði ekki góða sjón og ég held að henni hafi þótt það einna verst þegar hún varð blind að geta ekki sinnt handavinnunni eins og áður. Hún kvartaði þó aldrei og var alltaf glöð og ánægð með sitt. Mér auðnaðist ekki að vera við- stödd þegar hún kvaddi en hafði átt stund með henni nóttina áður. Tveimur tímum eftir andlát hennar kom ég inn til hennar og það var tígu- leg ró yfir dánarbeðnum. Hún var svo friðsæl og falleg. Ekki var til hrukka á andliti hennar og hárið rétt aðeins farið að grána í rótina en dökka litnum í hárinu hafði hún hald- ið betur en við hinar sem yngri erum. Hrefna hafði fullnað skeiðið, varð- veitt trúna og hefur nú hitt tengda- pabba aftur. Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við söknuðinn og djörfung til að bera áfram kyndilinn sem hún lætur okkur eftir. Ég drúpi höfði í virðingu og miklu þakklæti og blessa minningu tengda- mömmu minnar. Erla Birgisdóttir. Fyrstu minningar mínar um ömmu og afa eru frá Akranesi og var alltaf ævintýri að skreppa með Akra- borginni og komast í eldhúskrókinn og fá eitthvað gott eftir sjóferðina. Síðar minnist ég ömmu minnar í Engihjallanum og sérstaklega heim- sóknanna eftir skóla þegar ég kom við í kaffi og spjallað var um heima og geima. Hrefna amma var minnug upp- runa síns. Ég fékk að heyra margar sögur að vestan. Sögur af bræðrun- um og hrefnuveiðimönnunum sem voru inni á firðinum svo og allar veiðisögurnar sem hún mundi svo vel. Systkinin frá Langabotni voru ellefu. Það hefur oft verið glatt á hjalla í þessum stóra barnahópi þótt lífsbaráttan hafi verið hörð. Fólk sem í dag nýtur allra hugsanlegra þæg- inda á erfitt með að ímynda sér hvernig hægt var að framfleyta 13-15 manna fjölskyldu í þröngu húsnæði og án allra nútíma þæginda. Miklu skipti, og raunar öllu, dugnaður Magnúsar langafa í Langabotni sem var flinkur veiðimaður og var því allt- af gnægð matar svo sem fiskur, selur og fugl. Hildur, langamma í Botni, hafði verið á húsmæðraskóla áður en hún giftist og skilaði þeirri þekkingu til heimilisfólksins. Í frásögnum ömmu var mikill dýrðarljómi yfir æskustöðvunum, margar sögurnar sagðar frá þeim tíma, og fannst okkur nokkuð frjáls- lega farið með á stundum. En það þurfti ekki að ýkja um fegurð æsku- stöðvanna í Langabotni, það hef ég sannreynt í heimsókn í fjörðinn hennar ömmu fyrir nokkrum árum. Langibotn er eftirminnilegur staður þar sem náttúran er stórbrotin og ósnert af nútíma tækni. Geirþjófs- fjörður er sögusvið Gísla sögu Súrs- sonar og þekkti amma þar öll kenni- leiti og báru nokkur systkina hennar nöfn úr Gísla sögu. Óspillt náttúra Langabotns í Geirþjófsfirði nýtur þess að þangað varð ekki komist nema fótgangandi eða sjóleiðis og er svo enn. Í þessu umhverfi sagna um sjóskrímsli, álfa og huldukonur ólst amma mín upp. Kveðjustund er runnin upp og vísu Vatnsenda-Rósu geri ég að lokakveðju til ömmu minn- ar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Bjarki Már Jóhannsson. Jónína Hrefna Magnúsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jónínu Hrefnu Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.