Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Steinunn Brynj-úlfsdóttir fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 30. septem-
ber 1948. Hún
andaðist á Land-
spítalanum, krabba-
meins-deild, 19.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Lilja Þorleifs-
dóttir húsmóðir frá
Litlanesi við Gjögur
í Strandasýslu, f.
17.6. 1922, og
Brynjúlfur Jón-
atansson rafvirkjameistari frá
Vestmannaeyjum, f. 23.6. 1924.
Systkini Steinunnar eru: 1) Ragn-
heiður skrifstofustjóri í Reykjavík
og nemi í HR, f. 22.2. 1952, gift
Smára Grímssyni rafvirkjameist-
ara og eru börn þeirra Sigrún
Elsa, Steinunn Lilja og Sigríður
Bríet. 2) Hjálmar rafvirkjameist-
ari í Vestmannaeyjum, f. 22.3.
1953, kvæntur Margréti Ársæls-
dóttur sjúkraliða. Þeirra börn eru
Ragnheiður Bríet, Ársæll, Jóna
Heiða og Þorgils Árni. 3) Jónatan
rafvirkjameistari, f. 11.3. 1954,
lést af slysförum 16.3. 1984. Fyrri
kona hans hét Árný Baldvins-
dóttir, d. 1979. Þeirra börn eru
Steinunn og Brynjúlfur. Síðari
kona hans var Heiða Th. Krist-
jánsdóttir. 4) Anna starfsmaður á
Röntgenstofunni Domus Medica, f.
13.7. 1955. 5) Rúnar Páll starfs-
maður Valitors og sýningarmaður
hjá Sambíóum, f. 9.8. 1958, kvænt-
dór Andri, f. 21.11. 2000, og Valur
Björn, f. 31.10. 2005. 3) Brynjúlfur
Jónatansson jógakennari, einka-
þjálfari og nemi í HR, f. 1.1. 1977.
Steinunn ólst upp í Vestmanna-
eyjum. Fyrstu árin bjó hún á
heimili afa síns og ömmu, Breið-
holti, þar sem foreldrar hennar
hófu búskap en síðar flutti fjöl-
skyldan í nýtt hús í Hólagötu 39.
Hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1967. Fyrstu
árin á eftir kenndi hún m.a. við
Gagnfræðaskólann í Vestmanna-
eyjum og Barnaskóla Austur-
bæjar, auk þess sem hún starfaði
við skrifstofustörf í þessum skól-
um. Hún nam sálfræði við Háskóla
Íslands 1971 til 1974. Vorið 1975
flutti fjölskyldan frá Reykjavík til
heimahaga hennar í Vestmanna-
eyjum, þar sem hún starfaði m.a. í
útibúi Útvegsbankans og í fyr-
irtæki föður síns, Neista sf. Árið
1981 flutti fjölskyldan í Garðabæ-
inn og 1982 hóf Steinunn nám í
meinatækni. Eftir útskrift 1985
sérhæfði hún sig í krabbameins-
rannsóknum hjá prófessor Gunn-
laugi Geirssyni lækni og vann við
þær hjá Krabbameinsfélagi Ís-
lands um árabil, auk starfa fyrir
Rannsóknarstofu Háskóla Íslands.
Árið 1994 aðstoðaði hún Gunn-
laug við stofnun Frumurannsókn-
arstofunnar í Glæsibæ og vann
þar alla tíð síðar við krabbameins-
leit.
Útför Steinunnar fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
ur Eddu S. Jóhanns-
dóttur leikskóla-
kennara. Þeirra
dætur eru Hjálm-
fríður Bríet, Frið-
björg Lilja og Jó-
hanna Brynja. 6)
Brynhildur starfs-
maður Byrs og nemi
í HR, f. 10.1. 1960,
gift Rafni Pálssyni
rafvirkjameistara.
Þeirra börn eru Páll
Ívar, Jónatan Helgi,
d. 1.5. 2006, og
Snorri Benedikt.
Steinunn giftist 1. júní 1968
skólabróður sínum úr Mennta-
skólanum á Akureyri, Halldóri
Guðbjarnasyni, fv. bankastjóra
Útvegsbanka Íslands, Landsbanka
Íslands og forstjóra VISA Íslands,
f. á Ísafirði 20.10. 1946. Foreldrar
hans eru Guðbjarni Þorvaldsson
afgreiðslumaður, f. á Efstabóli í
Önundarfirði 23.3. 1909, d. 23.11.
1977, og Elín Árnadóttir hús-
móðir, f. á Þverá í Svarfaðardal
4.2. 1914. Börn Steinunnar og
Halldórs eru 1) Lilja Dóra lög-
fræðingur og MBA, f. 4.12. 1967,
gift Jónasi Fr. Jónssyni, lögfræð-
ingi og MBA, forstjóra Fjármála-
eftirlits, f. 10.11. 1966. Börn
þeirra eru Steinunn Dóra nemi í
Danmörku, f. 10.5. 1990, og Jónas
Rafnar, f. 2.4. 1997. 2) Elín Dóra,
BA í sálfræði og nemi í HR, f.
12.12. 1975, gift Atla Knútssyni,
MBA, ráðgjafa hjá McKinsey í
Danmörku. Börn þeirra eru Hall-
Elsku móðir mín lést á krabba-
meinsdeild Landspítalans aðfara-
nótt 19. ágúst umvafin ástvinum.
Það er erfitt að lýsa mömmu í
fáum orðum. Hún var smávaxin og
fíngerð að ytri burðum, en sálin var
stór og persónuleikinn umvefjandi.
Ég minnist endalausrar þolinmæði
og kímni gagnvart uppátækjum
mínum sem barns, rökræðum og
nákvæmum útskýringum og svör-
um við endalausu spurningaflóðinu
um lífið og tilveruna. Hún kenndi
mér þulur og kvæði, las fyrir mig
draugasögur og ævintýri og gerði
það einnig fyrir börnin mín þegar
þau komu til sögunnar. Enginn var
ráðabetri og til hennar leitaði ég í
gleði minni og sorg. Hún hefur fylgt
mér og ég henni í fjörutíu ár, hún
gerði mig sterka og sjálfstæða,
kenndi mér þolinmæði og á sinn ein-
staka hátt; hvað væri mikilvægt í
lífinu. Við treystum á skilyrðislausa
ást hvor annarrar og samband okk-
ar dýpkaði og hlutverkin snerust
jafnvel stundum við í seinni tíð. Líf
hennar var ríkt af gleði þótt erfiðir
tímar hafi einnig knúið dyra, en á
hverju sem gekk elskaði hún alltaf á
sinn einstaka, fordómalausa og
hljóðlega hátt. Hún elskaði pabba
og okkur systkinin, börn okkar og
maka, foreldra sína, systkini sín og
þeirra fjölskyldur, frænkur og
frændur og nána vini sem fylgdu
henni ævilangt. Allir áttu stað í
hjarta hennar. Hún var skemmti-
legur viðmælandi, víðlesin og fróð,
feikigóður greinandi á menn og
málefni og gat verið beinskeytt þótt
hún bæri ávallt virðingu fyrir skoð-
unum annarra. Hún var bóngóð og
gekk í mál af festu, heimili þeirra
pabba stóð opið þeim sem á þurftu
að halda og hún var alltaf aflögu-
fær.
Mamma var ósátt við að deyja og
hinsta baráttan var svo sannarlega
upp á líf og dauða. Það var svo
margt sem hún átti eftir að gera.
Hún átti samtöl við sinn Guð, bað
um frest, en það var komið að leið-
arlokum. Við ástvinir hennar mun-
um sakna hennar sárt en í þeim
söknuði finnum við líka fegurðina
sem býr í lífinu.
Lilja Dóra.
Ótti, kvíði og reiði gripu um sig í
hjartastað þegar ég fékk þær fréttir
að elsku mamma mín hefði greinst
með langt gengið krabbamein.
Mamma var meinatæknir og eyddi
mestallri starfsævi sinni í krabba-
meinsleit. Hún hafði nýlega látið af
störfum, líkt og faðir minn, og látið
þann draum rætast að kaupa sér
fallegt hús á Flórída, stað sem þau
þekktu vel, þar sem þau hugðust
eyða efri árum sínum saman og
njóta lífsins. Skömmu eftir heim-
komuna frá Bandaríkjunum, þar
sem þau dvöldu í nýja húsinu um
nokkurra mánaða skeið, greindist
meinið. Mamma barðist hetjulega
við þennan illvíga óvin í 11 mánuði
en varð að lokum að láta í minni
pokann. Uppgjöf sýndi hún aldrei.
Sorgin og söknuðurinn þjakar okk-
ur fjölskylduna en minningarnar
um góða móður og yndislega konu
eru það sem við huggum okkur við.
Efst í huga mér er minningin um
hlýjan móðurfaðminn og móðurást-
ina sem umlék líf mitt. Til mömmu
gat ég ávallt leitað með alla hluti,
stóra sem smáa. Hún var trúnaðar-
vinkona mín og ráðgjafi, stoð mín
og stytta í svo mörgu. Hún átti
ávallt ráð undir rifi hverju enda var
hún víðlesin og klár kona sem hafði
gengið í gegnum margt sjálf. Nær-
veru hennar sótti ég alla tíð mikið í
og höfðu sumir á orði að nafla-
strengurinn milli okkar hefði fyrst
verið slitinn fyrir fimm árum þegar
ég flutti með fjölskyldu minni til út-
landa. Hag okkar barnanna bar hún
ávallt fyrir brjósti. Mamma var for-
dómalaus gagnvart öðru fólki og
talaði aldrei illa um nokkurn mann.
Hún var trygglynd, skipti nánast
aldrei skapi og var sem klettur þeg-
ar vandamál bar að garði. Mamma
mín gat ávallt fyrirgefið og elskaði
án takmarkana.
Elsku pabbi. Guð gefi þér styrk í
þinni miklu sorg. Sá kærleikur og
stuðningur sem þú veittir mömmu í
veikindum hennar skipti hana öllu
máli. Við munum standa þér við hlið
hér eftir sem hingað til.
Elskulega móður mína kveð ég
með miklu þakklæti og söknuði og
bið hana að vaka yfir okkur og
vernda.
Elín Dóra.
Það er erfitt til þess að hugsa að
Steinunn, tengdamóðir mín, sem
verið hefur stór hluti af lífi fjöl-
skyldu minnar, sé látin. Steinunn
var skynsöm og sterk persóna sem
ávallt gaf sér tíma fyrir aðra og
hægt var að sækja stuðning til og
leita ráða hjá. Það var ómetanlegt á
upphafsárum ungrar fjölskyldu og
aftur þegar fjölskyldan flutti heim
frá útlöndum. Steinunn var viðstödd
þegar dóttir okkar Lilju fæddist og
auðvitað kom ekki annað til greina
en að hún bæri nafn ömmu sinnar.
Á milli þeirra Steinunnar var ætíð
sérstakur strengur. Árin sem við
bjuggum erlendis, lagði dóttir okk-
ar mikla áherslu á að komast reglu-
lega heim til Íslands, til að vera hjá
ömmu sinni. Eftir að við vorum al-
komin heim fyrir fjórum árum,
kynntist yngra barnið, Jónas Rafn-
ar, ömmu sinni betur. Heimili henn-
ar og Halldórs varð annað heimili
hans og hann naut þess að geta
labbað til ömmu eftir skóla og sýsl-
að þar við sitt í góðu yfirlæti.
Steinunn hafði skýr gildi og taldi
fjölskylduna skipta mestu. Hlutverk
eiginkonu og móður voru henni
mikilvægust, en tengsl hennar við
foreldra sína og systkini og þeirra
fjölskyldur voru líka sérstök. Fal-
legt heimili hennar og Halldórs var
jafnan opið öllum sem á þurftu að
halda og alltaf gott að koma til
hennar, hvort sem það var til að
þiggja mat og gistingu eða eiga gott
spjall yfir kaffibolla. Á þessari
kveðjustundu skynjar maður sárt
hversu sjálfgefna og óumbreytan-
lega maður telur gæfuna vera á
meðan hún varir.
Ég þakka fyrir að hafa notið um-
hyggju og hlýju Steinunnar. Börn-
um, eiginmanni og eftirlifandi for-
eldrum sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur, missir þeirra er
mikill. Blessuð sé minning Stein-
unnar.
Jónas Fr. Jónsson.
Þegar mér barst fregnin um lát
Steinunnar frænku minnar leitaði
hugurinn aftur til bernskunnar og
þeirra ánægjustunda sem við áttum
saman. Við fæddumst sama árið og
raunar frændi okkar hann Þorleifur
líka því systurnar þrjár frá Litla-
Nesi eignuðust allar frumburði sína
árið 1948. Steinunn, sem við kveðj-
um í dag, var dóttir Lilju. Við frum-
burðir systranna: Þorleifur, Stein-
unn og undirrituð urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að dvelja
saman þegar við vorum 10 ára hjá
afa og ömmu á Litla-Nesi. Þar feng-
um við að kynnast heimi sem var að
hverfa. Þarna var hvorki rafmagn
né vegasamband og auðvitað ekki
sími. Samgöngur voru á sjó og svo
með flugi.Við töldum okkur vera að
hjálpa til með því að tína spýtur í
fjörunni, saga og höggva í rétta
stærð í eldivið. Þá fengum við að
fara út á fjörð á árabátnum og veiða
fisk sem oftast var ufsi eða þyrsk-
lingur sem var svo hengdur upp.
Þarna áttum við eftirminnilegt sum-
ar sem við minntumst oft.
Atvikin höguðu því svo að ferm-
ingarárið mitt dvaldi ég hjá foreldr-
um Steinunnar í Vestmannaeyjum
og gekk í Gagnfræðaskólann með
Steinunni. Hjónunum Lilju og
Brynjúlfi með sín sjö börn fannst
víst ekki stórmál að bæta einum
unglingi við í hópinn. Þarna kynnt-
ist ég Steinunni enn betur og hún
kynnti mig fyrir félögum sínum og
aðstoðaði á allan hátt. Í lok vetr-
arins fermdumst við systrabörnin
saman í Landakirkju. Að loknu
landsprófi fór Steinunn í Mennta-
skólann á Akureyri og þar kynntist
hún Halldóri sínum en þau hafa fet-
að saman veginn síðan. Halldór var
ári á undan Steinunni í skólanum og
því dreif Steinunn í því að lesa einn
bekk í menntaskólanum utan skóla
til að geta útskrifast með ástinni
sinni. Steinunn nam sálarfræði og
síðan lífeindafræði sem hún starfaði
við síðan.
Ég vil á þessari kveðjustundu
senda Halldóri, Lilju Dóru, Ellu
Dóru, Billa, Brynjúlfi og Lilju,
tengdasonum og barnabörnum
Steinunnar mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gæt, mildingur, mín,
mest þurfum þín
helzt hverja stund
á hölda grund.
Set, meyjar mögur,
máls efni fögur,
öll er hjálp af þér,
í hjarta mér.
(Kolbeinn Tumason.)
Fríða.
Steinunn Brynjúlfsdóttir, besta
vinkona mín, er látin. Fyrir nokkr-
um árum fór hún að kenna sér
meins og leitaði til lækna sem tókst
ekki að greina mein hennar. Það var
svo fyrir ári að hún tók eftir mis-
ræmi í blóðniðurstöðum sem leiddi
loks til greiningar á meini hennar,
lungnakrabbameini.
Vinátta okkar hófst þegar við
deildum saman herbergi á heima-
vist Menntaskólans á Akureyri.
Aldrei bar skugga á vináttu okkar.
Steinunn var mjög greind og jafn-
víg á allar námsgreinar. Hún var
mikilsmetin af skólasystkinum sín-
um fyrir prúðmennsku sína og vits-
muni, þótti jafnvel vita lengra nefi
sínu. Ótækt var að fara í andaglas
án hennar og ógleymanlegt er mér
þegar hún vildi endilega þýða fyrir
mig eina síðu í sögunni um David
Copperfield fyrir munnlegt próf í
ensku. Ég kom upp í þeirri síðu.
Steinunn var elst í stórum systk-
inahópi og bar það með sér. Eitt
vorið hafði ég verið allan daginn að
kveðja vini og kunningja og þegar
ég kom heim á heimavistina um
kvöldið, skömmu áður en við áttum
að fljúga suður, mætti mér Stein-
unn skælbrosandi. Hún hafði pakk-
að öllu dótinu mínu og verið við það
allan daginn. Steinunn hafði sem
sagt mun betra tímaskyn en ég og
þurfti þess vegna oft að bíða eftir
mér; þá las hún gjarnan ljóð á með-
an, sallaróleg.
Ástinni sinni, Halldóri Guð-
bjarnasyni, kynntist Steinunn strax
í þriðja bekk en hann var þá í fjórða
bekk. Til þess að geta orðið sam-
ferða honum og samstúdent tók hún
fimmta bekk utan skóla og skipti þá
úr stærðfræðideild yfir í máladeild.
Steinunn tók BA-gráðu í sálfræði
en lærði síðar lífeindafræði. Hún
starfaði sem lífeindafræðingur fyrst
á Frumurannsóknarstofu Leitar-
stöðvar Krabbameinsfélags Íslands
en síðar á Frumurannsóknarstof-
unni í Glæsibæ. Hún kunni fag sitt
til hlítar eins og allt sem hún gaf sig
að, skipulögð og fylgin sér.
Steinunn sat sjaldan iðjulaus, hún
saumaði mikið og heklaði, og má sjá
ýmis listaverk hennar á fallegu
heimili þeirra Halldórs. Þau ferð-
uðust mikið en hrifnust var Stein-
unn af Kína. Þangað fóru þau hjón
fyrst á tímum Maós. Steinunn var
trygglynd, raungóð, ævinlega ábyrg
og þess nutu vinir hennar og fjöl-
skylda fortakslaust. Hún var bar-
áttukona og gafst ekki upp þótt á
móti blési en krabbameinið gat hún
ekki sigrað þrátt fyrir hart stríð og
erfiða lyfjameðferð. Þótt Steinunn
væri orðin mikið veik í vor komst
hún í hús þeirra hjóna á Flórída þar
sem þau dvöldu í tvo mánuði. Hún
ætlaði sér það og það gerði hún.
Halldór sýndi mikinn styrk í veik-
indum Steinunnar og börnin þeirra
reyndust móður sinni einnig ein-
staklega vel. Skömmu áður en
Steinunn lést ræddum við um börn
okkar og barnabörn og hafði hún á
orði að það myndi ábyggilega ræt-
ast úr þeim öllum, það væri nú ekki
svo lélegt í þeim efnið.
Mikill er missir vina og vanda-
manna við fráfall Steinunnar. Ég vil
færa foreldrum, eiginmanni, börn-
um og barnabörnum Steinunnar
innilegar samúðarkveðjur frá mér
og fjölskyldu minni.
Steinunn Oddsdóttir.
Mér barst fregnin um andlát
Steinunnar Brynjúlfsdóttur þar
sem ég var á ferðalagi erlendis.
Enda þótt mér hafi verið kunnugt
um sjúkleika hennar var fregnin
mikið reiðarslag. Það eru örlög
margra að falla fyrir óvini sínum og
svo fór að sjúkdómur sá er hún
hafði starfað við að greina bar hana
ofurliði. Steinunn hafði valið það
ævistarf að glíma við greiningu
krabbameina og fáir vissu betur en
hún hversu erfið sú glíma gat verið
og hve lævísar illkynja meinsemdir
eru einatt. Er sárt til þess að vita að
ekki reyndist unnt að vinna á þeirri
meinsemd sem leiddi hana til dauða.
Þar sem ég sit undir stjörnuhimni
í suðurlöndum læt ég hugann reika
og hugsa til þess hve gæfusamur ég
var að kynnast Steinunni og starfa
með henni í hartnær aldarfjórðung.
Fundum okkar bar fyrst saman er
ég kenndi frumumeinafræði í
Tækniskóla Íslands. Fjallaði loka-
ritgerð hennar um frumugreiningu
meinsemda. Í ritgerðinni kom fram
hve glöggskyggn hún var á aðal-
atriði og einnig það hversu vel hún
Steinunn Brynjúlfsdóttir
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÓSU EIRÍKSDÓTTUR,
Hæðargarði 33,
áður Miðdal í Kjós,
sem andaðist mánudaginn 11. ágúst.
Sérstakar þakkir færum við Dagvist MS og
hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun
og hlýju.
Davíð Guðmundsson,
Fanney Þ. Davíðsdóttir,
Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson,
Kristín Davíðsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon,
Guðbjörg Davíðsdóttir,
Katrín Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Geirsson,
Sigríður Davíðsdóttir, Gunnar Guðnason,
Guðmundur H. Davíðsson, Svanborg A. Magnúsdóttir,
Eiríkur Þ. Davíðsson, Solveig U. Eysteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.