Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 29
✝ Matthildur Jóns-dóttir fæddist á
Kirkjubóli í Stein-
grímsfirði 15. júlí
1919. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut fimmtu-
daginn 21. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Gríms-
dóttir, f. 11.7. 1894,
d. 11.2. 1956 og Jón
Magnússon, f. 15.5.
1891, d. 28.7. 1956.
Matthildur átti 7
systkini, þau eru: Valgerður, f.
30.5. 1917, Þorgeir, f. 20.10. 1920,
d. 13.9. 1945, Þorbjörg, f. 17.11.
1923, Sigfríður, f. 14.8. 1926, Hild-
ur, f. 29.8. 1929, Ingibjörg, f.
eru Guðrún Jenný, f. 6.12. 1996 og
Halldór f. 8.9. 2001. 2) Sigurbjörg
iðjuþjálfi, f. 1.7. 1973. Sonur henn-
ar er Hannes Björgvin Kristians-
son, f. 26.1. 2001.
Matthildur ólst upp í Skálholts-
vík í Hrútafirði og stundaði nám
við Reykjaskóla einn vetur. Um
tvítugt flutti hún til Reykjavíkur
og vann þar ýmis störf, t.d. á Víf-
ilsstöðum, í bakaríi, á saumastof-
unni Dúk og í mötuneytinu á
Kleppsspítala. Einnig var Matt-
hildur virkur félagi í Átthaga-
félagi Strandamanna og var í kór
félagsins til fjölda ára. Lengstan
hluta ævinnar bjuggu þau í Geit-
landi og 1989 byggðu þau hús með
dóttur og tengdasyni í Grafarvogi,
þar sem þau bjuggu í rúm 16 ár.
2005 fluttu þau svo á Hrafnistu í
Reykjavík.
Matthildur verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
30.10. 1931, d. 5.8.
1932, og Magnea
Ólöf, f. 8.6. 1941.
Matthildur giftist
15.12. 1946 Jens
Sveinssyni bakara, f.
20.7. 1917, d. 13.1.
2006. Foreldrar hans
voru Sveinn Guð-
mundsson og Guð-
laug Ágústa Guð-
mundsdóttir. Dóttir
Matthildar og Jens er
Guðrún sjúkraliði, f.
3.7. 1950, gift Hann-
esi Karli Björgvins-
syni húsasmíðameistara, f. 27.10.
1949. Börn þeirra eru: 1) Matt-
hildur kennari, f. 24.4. 1971, gift
Sigurði Hafliðasyni garðyrku-
fræðingi, f. 1.10. 1971. Börn þeirra
Að koma til ömmu var alltaf gaman
og okkar æskuminningar um hana
tengjast hlýju og góðvild. Hún og afi
bjuggu lengi í Geitlandi og við syst-
urnar vorum oft hjá þeim. Aðfanga-
dagskvöld kemur fyrst í huga þegar
við hugsum til ömmu. Fjölskyldurnar
voru alltaf saman á þessu kvöldi.
Svínasteikin hennar ömmu var
ógleymanleg. Amma var mikið jóla-
barn og hafði hún sérstaklega gaman
af að fela möndluna í grjónagrautn-
um. Við fengum bara að opna einn
jólapakka fyrir matinn en þurftum
svo að bíða óralangan tíma þar til allt
var vaskað upp og allir sestir inn í
stofu. Þá tók afi við og las á jólapakk-
ana og færði hverjum og einum sínar
gjafir. Tengsl okkar systranna við
ömmu voru mikil. Þau byggðu hús
með foreldrum okkar í Funafoldinni
og fluttum við öll þangað 1989. Lengi
vel bjuggu 3 kynslóðir í húsinu og á
tímabili 4 kynslóðir. Það var alltaf
gott að kíkja í kaffi til ömmu og afa í
Funafoldinni. Það vantaði ekki kræs-
ingarnar og oft voru heimabakaðar
kleinur, marmarakaka og eplakaka á
boðstólum. Þegar við vorum sestar til
borðs þurftum við alltaf að prófa allt
og amma var dugleg að bjóða meira.
Setningar eins og „fáðu þér meira“
eða „viltu ekki fá þér eina sneið enn?“
munu alltaf minna okkur á ömmu.
Það var gaman að sjá hve samheldin
amma og afi voru. Að sjá þau steikja
kleinur var yndislegt, hvernig þau
skiptust á verkum og kleinurnar
þeirra voru þær bestu í heimi. Amma
vildi allt fyrir okkur gera. Hún pass-
aði okkur þegar við vorum stelpur og
fylgdist vel með okkur í handboltan-
um. Það var gaman að heimsækja
hana í vinnuna þegar hún vann í mat-
salnum á Kleppi. Þá fékk maður að
hjálpa til við að afgreiða og ganga frá.
Fjölskyldan ferðaðist saman til
Hollands og Spánar. Það voru
skemmtilegar ferðir. Við glottum
alltaf út í annað þegar við hugsum um
ömmu aftan á tveggja manna reið-
hjóli – það var skondin sjón.
Hún amma átti alltaf nóg af öllu og
við grínuðumst stundum með það að
hún væri 10-11 búðin okkar af því að
þegar við voru að stússa í eldhúsinu á
efri hæðinni vantaði okkur oft egg
eða hveiti og þá stökk maður niður til
ömmu og hún átti alltaf það sem okk-
ur vantaði.
Þegar hún var orðin langamma var
hún mjög hrifin af barnabörnunum
sínum og fylgdist vel með þeim alla
tíð. Við fundum alltaf hvað hún var
ánægð og þakklát þegar við komum í
heimsókn á Hrafnistu. Hún spurði
alltaf frétta og fylgdist alla tíð vel
með sínu fólki.
Minning hennar mun lifa með okk-
ur.
Matthildur og Sigurbjörg
Hannesdætur.
Nú er hún Matta systir okkar fallin
frá 89 ára gömul, tveimur árum á eft-
ir honum Jens manninum sínum og
ætlum við að kveðja hana með nokkr-
um orðum.
Það er margs að minnast frá langri
ævi og allt eru það bjartar minningar.
Matta var mjög félagslynd og vin-
mörg. Allir vildu vera þar sem hún
var, því hún var hrókur alls fagnaðar
og ekki skemmdi Jens fyrir með sinni
hógværu glettni. Það var oft glatt á
hjalla á heimili þeirra hjóna þegar
þau buðu til veislu.
Hún hafði miklar taugar til átthag-
anna og heimsótti sveitina sína reglu-
lega meðan hún gat og hélt góðu sam-
bandi við ættingjana fyrir norðan og
annars staðar.
Hún hélt sinni andlegu reisn fram
til síðasta dags, en líkaminn var orð-
inn lélegur og hún var tilbúin að
kveðja þessa jarðvist.
Matta og Jens voru farsæl hjón.
Þau áttu frábæra fjölskyldu, sem bar
þau á höndum sér er þau tóku að lýj-
ast.
Við þökkum samverustundirnar
sem allar voru ánægjulegar og vott-
um fjölskyldu hennar innilegustu
samúð okkar.
Valgerður, Þorbjörg,
Sigfríður, Hildur og Magnea.
Í dag kveðjum við systurnar Matt-
hildi Jónsdóttur frá Skálholtsvík í
Hrútafirði. Hún var ein af uppáhalds-
frænkum okkar, því fyllumst við
söknuði við fráfall hennar og minn-
ingarnar hrannast upp.
Matta var einstaklega falleg kona.
Hún var einnig hlý, hláturmild, fynd-
in og skemmtileg og gott að vera í ná-
vist hennar enda var hún hrókur alls
fagnaðar hvar sem hún kom. Henni
var það eðlislægt að vera ávallt vel
klædd og velja þá liti sem fóru henni
vel. Allt til hins síðasta hélt hún
glæsileik sínum, góða skapinu og
gamanseminni.
Matta og Jens, maður hennar, sem
nú er látinn, tengdust okkur sterkum
böndum allt frá bernskudögum okkar
en foreldrar okkar og þau hjónin voru
góðir vinir og mikill samgangur á
milli heimilanna, en þau bjuggu í húsi
sem stóð beint á móti bernskuheimili
okkar við Háteigsveginn. Ávallt tóku
þau okkur systrum opnum örmum og
vildu allt fyrir okkur gera þegar okk-
ur bar að garði.
Við nutum þeirra forréttinda að
vera allar sendar í sveitina hennar
Möttu „til Skálholtsvíkur“ í nokkur
sumur. Á hverju sumri komu Matta
og Jens í heimsókn og var koma
þeirra alltaf mikið tilhlökkunarefni
enda komu þau færandi hendi – það
voru gjafir, og bakkelsi úr bakaríinu
sem Jens vann í, en það sem meira
var um vert, þeim fylgdi glens og
gleði og líf og fjör sem náði til ungra
sem aldinna á heimilinu Þau tóku
þátt í heyskap og húsverkum sem
urðu svo undarlega létt verk á meðan
á dvöl þeirra stóð.
Okkur er einnig minnisstæð utan-
landsferð sem farin var á Edinborg-
arhátíð fyrir 40 árum. Þar voru á ferð
mæðgur, systur, frænkur og vinkon-
ur og var Matta með í þeirri ferð,
varla búin að ná sér eftir lærbrot en
eins og vanalega hrókur alls fagnaðar
og lét sig hvergi vanta þrátt fyrir
sáran verk í brotinu. Eftir að heim
var komið lýsti hún því yfir að eftir
allt þetta puð við að skoða sem flest
og skemmta sér sem best þá væri hún
albata og allir verkir horfnir
Já, hún var stórkostleg hún Matta
frænka
Við kveðjum hana með þakklæti
fyrir samfylgdina og vitum að Jens
bíður eftir henni með opinn faðminn
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með því hversu vel Guðrún dóttir
hennar og fjölskylda hlúðu að henni
og sendum við þeim okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur
Sigríður, Pálína og Bára
Sigurbergsdætur.
Matthildur Jónsdóttir var að sér í stærðfræði til þess aðundirbyggja niðurstöðurnar með
líkindareikningi. Það var mér og
öðrum óblandin ánægja, þegar
Steinunn gekk að loknu námi í
Tækniskóla Íslands til liðs við teymi
fólks sem lagði stund á leit forstiga
illkynja meina með smásjárskoðun
til þess að komast fyrir þau á byrj-
unarstigi. Þetta starf er ekki öllum
lagið. Enda þótt sumt kunni að
liggja í augum uppi við skoðun í
smásjánni geta aðrar frumubreyt-
ingar villt á sér heimildir og litið
sakleysislega út en verið alvarlegs
eðlis. Steinunn hafði þá eiginleika
sem mestu máli skipta í þessu starfi
til þess að komast að réttri niður-
stöðu en það eru þolinmæði og
skarpskyggni og hún hélt ávallt
vöku sinni. Eru þeir margir sem
hafa notið góðs af farsælum ferli
hennar við þessi greiningarstörf
sem hún vann í kyrrþey. Ég tel að
fáir hafi staðið Steinunni á sporði í
samræðulist. Hún hafði lag á því að
sjá undir yfirborðið á álitaefnum
sem bar á góma svo hún afgreiddi
þau ekki eins og flestum fannst
liggja beinast við. Á sinn stillilega
hátt benti hún á aðrar hliðar mál-
anna og réð innlegg hennar oftar en
ekki því hver niðurstaðan varð að
lokum. Þessi hæfileiki Steinunnar
var notadrjúgur við hin erfiðu
greiningarstörf þar sem ekki má
taka neitt sem gefið en var einnig
hvati til skoðanaskipta í vinnunni
hvort heldur var verið að ræða dæg-
urmál ellegar heimspeki svo sem
siðfræði og sálarfræði. Steinunn
hafði ekki einungis lært meinafræði
líkamans heldur hafði hún einnig
lagt stund á vísindin um sjúkdóma
sálarlífsins og skildi vel mannlega
bresti og var aldrei dómhörð í garð
annarra og hallmælti aldrei neinum.
Hún átti virðingu okkar allra,
sem störfuðu með henni.
Með söknuði kveð ég Steinunni
Brynjúlfsdóttur og þakka henni fyr-
ir vináttu og samstarf.
Fjölskyldu hennar votta ég inni-
lega samúð mína.
Gunnlaugur Geirsson.
Fallin er frá Steinunn Brynjúlfs-
dóttir langt fyrir aldur fram. Stein-
unni kynntist ég í flokksstarfi
Framsóknarflokksins en hún tók
þátt í því, ásamt Halldóri eigin-
manni sínum, af miklum myndar-
skap. Steinunni var mjög umhugað
um velferðarmál og lagði áherslu á
að hið opinbera kæmi vel á móts við
borgarana í þeim málaflokki. Áhugi
hennar á þessu sviði nýttist vel í
þau ár sem hún var í stjórn Holts-
búðar, hjúkrunarheimilisins í
Garðabæ. Steinunn var um tíma í
stjórn Framsóknarfélags Garða-
bæjar- og Álftaness og sýndi þá
eins og ávallt flokksstarfinu mikla
ræktarsemi. Þau hjónin tóku virkan
þátt í flokksstarfinu í kjördæminu.
Voru þau fastir gestir á kjördæm-
isþingum okkar sem og í þorrablót-
unum og mættu þá oft í félagi við
góðvini sína, Steingrím Her-
mannsson og Eddu Guðmundsdótt-
ur. Síðasta ferð okkar Steinunnar á
flokksvísu var á Njáluslóðir, en á
þær slóðir fóru framsóknarmenn í
september í fyrra undir styrkri leið-
sögn Hrafnkels Helgasonar læknis.
Ekki grunaði mig að nú, ellefu mán-
uðum síðar, yrði komið að kveðju-
stundinni.
Við framsóknarmenn munum
sakna Steinunnar í flokksstarfi okk-
ar. Vil ég þakka henni fyrir allar
góðu samverustundirnar og stuðn-
inginn á liðnum árum. Halldóri og
öðrum aðstandendum og ástvinum
votta ég mína dýpstu samúð vegna
fráfalls Steinunnar. Megi Guð
blessa minningu hennar.
Siv Friðleifsdóttir.
Enn hefur þungur hrammur þess
illvíga sjúkdóms krabbameins
höggvið þungt skarð, er hann lagði
þá mætu manneskju Steinunni
Brynjúlfsdóttur að velli langt fyrir
aldur fram.
Steinunn fæddist í Vestmanna-
eyjum og ólst þar upp hjá foreldr-
um sínum, hjónunum Lilju og
Brynjúlfi, ásamt stórum systkina-
hópi. Með sínum góða frásagnar-
máta var gaman og fróðlegt að
heyra lýsingar hennar á uppvexti
sínum þar. Að loknu námi var hún
gift Halldóri Guðbjarnasyni við-
skiptafræðingi. Eignuðust þau tvær
dætur, Lilju og Elínu, en ólu upp
bróðurson Steinunnar, Brynjúlf.
Með þeim hjónum ríkti ástúð og
jafnræði. Steinunn var gædd góðum
gáfum, vel lesin og um marga hluti
fróð. Hún var einnig mjög hög til
handa, enda liggur eftir hana mikill
og vandaður útsaumur sem sýnir
listræna smekkvísi. En það sem
prýddi Steinunni mest voru hennar
einstöku mannkostir. Hún sýndi öll-
um hlýju og kærleika og reyndist
mörgum ráðagóð, enda átti hún
góðan hóp vina sem hún kallaði sál-
arfjölskylduna sína. Kærleikssýn
Steinunnar var sterk og fölskvalaus
og var hún óspör á að veita hana.
Ég naut þeirrar ánægju og gleði að
þekkja Steinunni um langt árabil.
Steinunn sýndi mér mikla hlýju,
kærleik, umhyggju og aðstoð. Ég
kom alltaf af hennar fundi styrkari í
sinni og andlega ríkari
Þau Halldór og Steinunn gengu í
gegnum allnokkra slæma erfiðleika
í sinni sambúð. Erfiðleika sem voru
utan að komnir og ekki sanngjarnir.
Stóðust þau þá með miklum sálar-
styrk og var Steinunn Halldóri
traust stoð í þeim erfiðleikum. Er
Steinunn greindist með hinn illvíga
sjúkdóm sýndi hún einstakt sálar-
þrek og kvartaði aldrei þótt hún
væri oft sárþjáð.
Steinunn var látlaus og laus við
allt tildur og sýndarmennsku. Barst
ekki á, klæddist af látleysi en fágun.
Allur yfirdrepsskapur var henni
fjarri lagi. Við þetta tækifæri vil ég
þakka ykkur öllum fjölskyldu Stein-
unnar alla þá hlýju, kærleik og um-
hyggju sem þið hafið sýnt mér.
Þér, Halldóri, og börnunum og
þeirra mökum, þeim Lilju og Jón-
asi, Elínu og Atla og Brynjúlfi og
börnum þeirra, einnig foreldrum
Halldórs og Steinunnar, þeim Lilju
og Brynjúlfi og Elínu.
Ég sendi líka systkinum Stein-
unnar sértakt þakklæti fyrir góða
viðkynningu.
En sérstaklega þakka ég Stein-
unni fyrir allt það góða sem ég fékk
frá henni, það var ekkert nema gott
í kærleikans nafni. Megi hið eilífa
ljós Guðs lýsa sálu hennar á kom-
andi vegum.
Ég þakka ykkur öllum samfylgd-
ina og góðan hug og megi góður
Guð vera með ykkur alla ykkar ævi-
daga. En umfram allt munum við
varðveita með okkur fagra minn-
ingu um Steinunni.
Hörður Arinbjarnar.
Við kveðjum með söknuði starfs-
félaga okkar, Steinunni Brynjúlfs-
dóttur, sem starfaði á Frumurann-
sóknastofunni frá stofnun fyrir-
tækisins fyrir rúmum 20 árum.
Hvern hefði órað fyrir því að
þetta gæti farið svona. Þegar tíminn
var runninn upp hjá henni og Hall-
dóri, til að njóta ávaxtanna og hætta
að vinna, liðu ekki nema örfáir mán-
uðir þar til ljóst var að henni var
ekki ætlaður langur tími í viðbót.
Örlögin höfðu tekið í taumana,
stundaglasinu hennar hafði verið
snúið við. Hún greindist með ólækn-
andi sjúkdóm.
Á fámennum vinnustað skapast
náin kynni og Steinunn var félagi og
vinur okkar sem þar störfum. Á
svona mörgum árum kynnist maður
fólki vel og það gekk auðvitað á
ýmsu hjá okkur öllum og mikið var
gott að leita til hennar þegar á
þurfti að halda. Hún var ráðagóð og
varpaði oft öðru ljósi á hlutina sem
veitti manni nýja sýn. Hún var frá-
bærlega vel verki farin, vann stilli-
lega en afkastaði miklu. Hún hafði
mikinn áhuga á þjóðmálum og
ákveðnar skoðanir í pólitík og
spunnust af því skemmtilegar og
stundum ákafar umræður þegar til-
efni gafst. Hún var sterkur per-
sónuleiki og það var auðvelt að
þykja vænt um hana. Við erum
henni þakklátar fyrir langt sam-
starf og góð kynni.
Við vottum Halldóri, Lilju, Ellu,
Billa, foreldrum og öðrum ástvinum
okkur dýpstu samúð.
Margrét og Lísa.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
JÓNÍNU S. SNORRADÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir umhyggju þeirra
og hlýju.
Snorri Aðalsteinsson, Martha Sverrisdóttir,
Eggert Aðalsteinsson, Guðrún E. Bjarnadóttir,
Gunnar Aðalsteinsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir
og barnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
GUÐBJARTS PÁLSSONAR,
Hagamel 36,
Reykjavík.
Níta Helene Pálsson,
Helena Guðbjartsdóttir Pálsson, Sigurður Ingi Bjarnason,
Kristína Guðbjartsdóttir Pálsson, Atli Már Bjarnason,
Davíð Ólafsson,
Nadía Lind Atladóttir,
Aron Már Atlason,
Níta María Arnardóttir.