Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ SæmundurHelgason fædd-
ist 19. júlí 1925.
Hann lést á heimili
sínu á Galtarlæk í
Hvalfjarðarsveit
laugardaginn 23.
ágúst síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Helga
Jónassonar grasa-
fræðings og bónda á
Gvendarstöðum í
Ljósavatnshreppi og
konu hans Halldóru
Jónsdóttur frá
Fornastöðum í sömu sveit. Sæ-
mundur var fimmti í röð átta systk-
ina: Jónas, f. 1918, d. 2006; Ingi, f.
1919, d. 1984, kvæntur Guðnýju
Þórhallsdóttur frá Ljósavatni, þau
eignuðust fjögur börn; Rannveig, f.
1921, hennar maður var Þorvaldur
Helgason úr Reykjavík, hún eign-
aðist einn son; Forni, f. 1923, d.
1981, bjó hann á Gvendarstöðum
með systkinum sínum, þá Sæmund-
ur; Oddur, mjólkurfræðingur í
Andrésson, f. 1948, hans kona er
Guðrún Jónsdóttir úr Reykjavík.
Sæmundur gekk í Alþýðuskól-
ann á Laugum í tvo vetur og í
framhaldi af því aðra tvo í Mennta-
skólann á Akureyri. Að lokinni
þessari skólagöngu sinni stundaði
hann ýmis störf. Sæmundur og
Guðbjörg bjuggu um skeið á Veiði-
læk í Þverárhlíð en keyptu árið
1958 ásamt föður Guðbjargar,
Guðmundi Gíslasyni, jörðina Galt-
arlæk í Hvalfjarðarsveit (þá Skil-
mannahreppi) og fluttu þau öll
þangað og bjuggu sér þar sitt
framtíðarbú og heimili. Héldu þau
búskap eins lengi og þau gátu eða
allt þar til aldur og heilsa leyfðu
það ekki lengur. Eftir komuna að
Galtarlæk varð Sæmundur fljót-
lega virkur í félagslífi síns nýja
hrepps. Hann var söngmaður góð-
ur og var lengstum afar vinsæll
gamanvísnahöfundur og -flytjandi
á mannamótum, bæði heima og
heiman. Þá liggja eftir hann
ógrynnin öll af vísum og ljóðum af
öðrum toga.
Útför Sæmundar fer fram frá
Innra-Hólmskirkju í Hvalfjarðar-
sveit í dag og hefst athöfnin klukk-
an 14.
Reykjavík, f. 1926;
Jórunn, f. 1928, henn-
ar maður var Guð-
mundur A. Jónsson,
hún á eina dóttur, og
Kristín, f. 1930, býr á
Gvendarstöðum, hún
á einn son.
Sæmundur kvænt-
ist árið 1953 Guð-
björgu Guðmunds-
dóttur frá Veiðilæk í
Þverárhlíð og eiga
þau saman fimm
börn, þau eru: Jón
Bjartmar, f. 1954,
hann á eina dóttur; Sigríður Sig-
urborg, f. 1957, hennar maður er
Valgeir Sigurðsson úr Reykjavík,
saman eiga þau fjögur börn; Hall-
dóra, f. 1959, maður hennar er
Ragnar Viktor Karlsson úr
Reykjavík, hún á þrjú börn; Guð-
rún, f. 1960, hún á fjögur börn;
Helgi, f. 1962, hans kona er Helena
Gerða Óskarsdóttir frá Ólafsvík,
þau eiga eina dóttur. Fyrir átti
Guðbjörg einn son, Guðmund
Pabbi er dáinn.
Þetta er erfið staðreynd að melta,
þrátt fyrir að hann hafi verið afar
veikur síðustu dagana og ljóst hvert
stefndi. Það virðist vera lögmál að
ekki sé hægt að búa sig undir loka-
stundina. Ekki hægt. Engu virðist
skipta hve langur tími ætti að hafa
gefist til þess. Þetta reyndum við öll
systkinin og mamma.
Pabbi! Nú ertu loks laus við okið
er þú þurftir að bera síðustu tólf ár-
in. Við getum ekki annað en glaðst
innilega yfir því, – oki er þú barst
með þvílíku æðruleysi að engu var
líkt. Við vitum að léttir þinn er meiri
en sorgin okkar.
Og pabbi, þú fékkst að fara „að
heiman“ í orðsins fyllstu merkingu.
Það var einlæg ósk þín og allrar
fjölskyldunnar að þú fengir að deyja
heima. Það rættist. Hve óendanlega
dýrmætt það var fyrir mömmu og
okkur systkinin sex að vera hjá þér
síðustu klukkustundirnar og hve
enn dýrmætara það var fyrir elsku
konuna þína hana mömmu að mega
halda utan um þig ásamt tveimur
dætrum sínum síðustu andartökin.
En hve dýrmætt var það fyrir þig?
Jú, þú fórst svo friðsællega að í
sorginni var ekki hægt annað en
gleðjast. Og eins þín var von og vísa
þá gerðir þú enn betur en það, þú
kvaddir með brosi, – og brosir enn.
Guð geymi þig og blessi um eilífð.
Vertu sæll pabbi, vertu sæll.
Börnin þín frá Galtarlæk.
Elsku tengdapabbi.
Það sem kemur fyrst upp í hug-
ann þegar ég rifja upp okkar inni-
legu samferð og kynni er mikil vin-
semd, væntumþykja og hlýja. Þegar
ég kom í heimsókn á Galtarlæk
tókstu alltaf á móti mér með opnum
örmum og bros á vör. Ég skynjaði
alltaf mikla væntumþykju og hlýju
frá þér.
Þær voru margar samverustund-
irnar sem við áttum saman á Galt-
arlæk. Þú sagðir skemmtilega frá
og það var alltaf stutt í grínið og
glensið.
Ég minnist þeirra stunda með
söknuði þegar við sátum tveir sam-
an og spjölluðum um lífið og til-
veruna. Þessar stundir gáfu mér
mikið og þú kenndir mér margt. Við
sátum stundum lengi fram eftir og
spjölluðum saman þegar aðrir voru
farnir að sofa.
Það voru góðar og eftirminnileg-
ar stundir þegar þú og Bogga kom-
uð til okkar Dóru til Álaborgar í
Danmörku sumarið 1997 þegar við
vorum búsett þar. Þann tíma sem
þið voruð í heimsókn hjá okkur
gekk hitabylgja yfir landið og það
var oft ansi heitt. Suma dagana var
svo mikill hiti að erfitt var að vera á
ferðinni í bíl. Ég man alltaf þegar
þú hringdir heim til Íslands og
sagðir að það væri ekki gott ástand í
Danmörku því við værum veður-
teppt heima og kæmumst ekkert.
Við fórum samt víða og áttum
góðar stundir saman. Eftirminnileg-
ust er dagsferðin sem við fórum
saman í blómagarðinn Jesperhus
norðan við Álaborg. Þar var margt
að sjá og við skemmtum okkur vel
saman. Þetta voru góðir tímar sem
lifa í minningunni.
Ég mun alltaf minnast þín með
virðingu og hlýju.
Ég vil að lokum þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman og fyrir þá væntumþykju og
hlýju sem þú veittir mér. Það er
mér ómetanlegt. Ég verð ævinlega
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast þér. Guð geymi þig
Ragnar Viktor.
Ég vil þakka afa mínum fyrir góð-
ar stundir. Hann var búinn að vera
mikið veikur síðustu tólf árin er
áföllin byrjuðu að ríða yfir hann.
Það var sama hvað bjátaði á, alltaf
brosti afi samt og grínaðist mikið.
Amma mín, Guðbjörg, var þó alltaf
við hlið hans sem hans helsta stoð
og stytta ásamt börnum þeirra og
barnabörnum í öll þessi ár. Hún á
mestan heiður skilinn. Hún er frá-
bær.
Aldrei hef ég þekkt eða heyrt um
mann með eins heitar hendur og
hann afi minn. Það var sama hvern-
ig veðrið var, alltaf var honum hlýtt
á höndunum.
Guð blessi þig afi!
Guðbjörg Fjóla.
Nú kveð ég þig í síðasta sinn, afi
minn. Það er svo mikið sem við höf-
um gert saman frá því ég fæddist og
ólst upp hjá þér og ömmu. Ég man
alltaf hvað það var gott að sofa á
milli þín og ömmu þegar ég var lítill
og vera í hlýjunni hjá þér. Ég man
svo vel eftir því þegar við vorum að
vinna saman í fjósinu í gamla daga,
það voru góðir tímar, ég að gefa og
moka flórinn á meðan þú varst að
mjólka og yrkja ljóð og vísur. Þú
varst alltaf svo góður við mig og það
var svo gott að vinna með þér og
vera hjá þér. Maður sá þig alltaf
hlæjandi og syngjandi. Og þú varst
alltaf svo kátur og glaður og sagðir
svo skemmtilegar sögur. Alltaf fékk
ég að koma með þér ef þú varst að
fara á milli bæja að hitta aðra
bændur, t.d að tala um leitir og ann-
að. Þú varst svo áhugasamur um
það sem þú tókst þér fyrir hendur
og hafðir gaman af. Ég tala nú ekki
um stuðninginn sem ég fékk frá þér
og traustið og kærleikann sem þú
sýndir mér. Ég man hvað þú varst
ánægður þegar ég var búinn að
heyja fyrir þig meðan þið amma
voruð í Danmörku hjá Dóru og
Ragga. En fyrir 12 árum veiktist þú
og það setti mikið mark á líf þitt en
alltaf varstu hress og kátur. En
stundirnar sem við áttum saman
eru ómetanlegar og yndislegar al-
veg frá því ég man eftir mér. Það er
svo margt sem kemur í huga mér
þegar ég er að skrifa þessa grein af
okkar tímum saman. Það var svo
gaman að koma með vini og félaga
að Galtarlæk, þú tókst svo vel á
móti okkur og fólk talaði lengi um
það á eftir og gerir enn. Ég veit
ekki hvað ég á að segja meira núna,
ég gæti skrifað um þig óendanlega
mikið. En að leiðarlokum er ég bæði
stoltur og þakklátur að hafa átt þig
sem afa og góðan vin.
Hann afi lifa mun um eilífð alla
til æðri heima stíga þetta spor.
Og eins og blómin fljótt að frosti falla
þau fögur lifna aftur næsta vor.
(Guðrún Vagnsdóttir.)
Ég mun sakna þín, Guð geymi
þig.
Þú verður alltaf í huga mínum.
Aðalgeir.
Afi á Galtarlæk var einstakur
maður og ég á margar góðar minn-
ingar um hann, t.d. hvað hann sagði
alltaf skemmtilegar sögur og sagði
alltaf svo skemmtilega frá. Ég man
alltaf eftir því að einu sinni þegar ég
var lítil og átti að fara í háttinn eitt
kvöldið þá heimtaði ég að hringja í
afa því ég vildi heyra söguna um
Búkollu, ég fékk það og hann sagði
mér söguna eins og hann einn
kunni.
Það voru alltaf allir meira en vel-
komnir því honum fannst alltaf
gaman að fá fólk í heimsókn, hann
var alltaf kátur og fannst sérstak-
lega skemmtilegt að stríða mér.
Það er líka frægt um hann að í
sjötugsafmælinu sínu stóð hann á
höndum. Ég man þetta svona vel því
að ég missti af því og þurfti að biðja
hann að gera það aftur, ég trúði því
hreinlega ekki að afi minn hefði
staðið á höndum og hann gerði það
aftur eins og hann hefði aldrei gert
annað.
Elsku afi þú munt alltaf lifa í
hjarta mér.
Valgerður Björg Hannesdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum)
Afi minn góði, afi minn dýravinur
og bóndi, afi minn skáld, afi minn
fjörkálfurinn og gleðigjafinn.
Þótt þú kveðjir jarðneskt líf ertu
mér og minni fjölskyldu aldrei horf-
inn.
Faðmur þinn var okkur ætíð op-
inn og súkkulaðið í frakkavasanum
ætíð til staðar ef við áttum bágt.
Sátum við saman í fjósinu og sömd-
um ljóð fyrir mjólkandi kýr, fórum á
65 ára afmælinu þínu í kapphlaup á
höndum að þínu frumkvæði, töluð-
um um göngurnar við sveitungana,
fórum erindanna í kaupstað (þú allt-
af snyrtilegur með hattinn þinn),
sátum í eldhúsinu og röbbuðum
saman og gæti ég fyllt Moggann af
minningum um þig. Þú varst sól,
brostir yfir bæinn þinn og fólkið þitt
allt. Vinir mínir sóttu til þín og oft
var fullur Galtarlækurinn af fólki
sem hvergi undi sér betur en í þín-
um félagsskap.
Ég veit ekki hvernig á að kveðja
þig og hvernig minningu þinni verði
sýnd sú virðing sem þú átt skilið.
Ég ætla því ekkert að kveðja þig því
hjá mér verður þú alltaf.
Silvía, elsta langafabarnið þitt,
minnist þín sterkast sem fjörkálfs
sem varst í keppni við hana um
hvort ykkar kæmi tungunni lengra
upp á nef (snerist það um skálda-
gáfu) og þegar þú varst farinn að
svindla með því að taka tennurnar
úr efri góm til að hafa betur.
Við elskum þig alltaf og biðjum að
þú hafir það gott hvar sem þú ert
þar til við hittumst næst. Vottum
Boggu ömmu, Munda, Nonna,
Diddu, Dóru, Dúnu, Helga, systk-
inum afa og fjölskyldunni allri sam-
úð okkar.
Þín
Sigríður Árnadóttir,
Ómar Melsteð og Silvía Rut.
Okkur langar að kveðja með
nokkrum orðum vin okkar Sæmund
Helgason.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði.
Sigríður, Jóhanna,
Ragnheiður og Hafdís
Sigursteinsdætur.
Fallinn er frá sveitarhöfðinginn
Sæmundur Helgason á Galtarlæk.
Ég kynntist Sæmunudi fyrst sem
unglingur þegar ég var í sveit á
Klafastöðum, næsta bæ við Galtar-
læk. Talsverður samgangur var á
milli bæjanna og í dagsins amstri
gáfust mörg tækifæri til að um-
gangast Sæmund. Slík tækifæri lét
maður ógjarnan sér úr greipum
ganga því Sæmundur var einstak-
lega skemmtilegur maður. Síðar á
lífsleiðinni, þegar mér gafst kostur
á að umgangast Sæmund, þótti mér
hann enn sérstaklega skemmtilegur
og eftirsóknarverður félagsskapur
og þá áttaði ég mig á því að hann
kunni vel að stilla sig inn á það
hvern hann var að tala við hverju
sinni. Þannig náði hann jafnt til
barna og fullorðinna með leiftrandi
kímni og gáfum, en var þó ávallt
sami gamli Sæmundur.
Hann kunni mikið af sögum, sem
ég veit ekki hvort voru allar sannar,
og var ávallt liðtækur í umræður
um samfélagsmál. Eftir að við
systkinin fórum að vera mikið á
Klafastöðum og nýttum bæinn sem
athvarf utan við borgina átti ég oft
kost á að heyra sögur Sæmundar og
eiga við hann umræður um þjóðmál.
Í þeim efnum var hann í úrvals-
flokki og fauk þá gjarnan í kviðling-
um hjá honum. Fyrir þær stundir er
ég þakklátur.
Börnin mín og okkar systkina
hændust að Sæmundi eins og ég
hafði sjálfur gert sem strákur í sveit
á næsta bæ. Þegar þau voru minni
áttu þau til að spyrja hvort þau
mættu labba út að Galtarlæk til að
„spyrja eftir“ Sæmundi. Þá þótti
þeim kominn tími til að fá örlítið
krydd í sveitatilveruna!
Með Sæmundi er genginn litríkur
höfðingi. Samskipi við hann gerðu
mig að betri manni.
Ég votta Guðbjörgu og fjölskyld-
unni allri innilega samúð mína.
Birgir Guðmundsson
og fjölskylda.
Sæmundur Helgason
✝ Guðbjörg Krist-jánsdóttir fædd-
ist á Svalbarða í
Ólafsvík 8. nóvem-
ber 1906. Hún and-
aðist á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Hulduhlíð fimmtu-
daginn 21. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Skúladóttir,
f. 25.11. 1872, d.
17.1. 1953 og Krist-
ján Jónsson vinnu-
maður. Guðrún gift-
ist síðan Vigfúsi og eignaðist með
honum 3 börn en hann drukknaði
1915 eða 1916. Hálfsystkini Guð-
bjargar sammæðra voru Þórdís
Vigfúsdóttir, f. 9.12. 1909, dó
þriggja daga gömul, Skúli Vigfús-
son, f. 9.12. 1909, d. 1.7. 1982 og
Una Petra Vigfúsdóttir, f. 1.8.
1912, d. 21.3. 1999. Guðrún flutt-
ist til Fáskrúðsfjarðar með börn-
in. Skúli varð síðan eftir í fóstri á
Fáskrúðsfirði þegar þær mæðgur
fóru í vist á Hólmum
og ólst Guðbjörg
þar upp hjá séra
Stefáni Björnssyni.
Átján ára fluttist
Guðbjörg til Eski-
fjarðar og bjó þar æ
síðan. Fyrst starfaði
hún hjá Friðgeiri
Fr. Hallgrímssyni
kaupmanni, eða allt
þar til hann hætti
verslun. Síðar var
hún ráðskona hjá
Símoni Jónassyni
athafnamanni og
bjó hjá honum þar til hann dó
1972. Guðbjörg bjó áfram í húsi
hans þar til hún fór á elliheimilið.
Auk þessa starfaði Guðbjörg víða
við húshjálp og ræstingar. Hún
bjó á Hjúkrunar- og dvalarheim-
ilinu Hulduhlíð á Eskifirði allt frá
því að það var opnað í ágúst árið
1989.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Eskifjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Guðbjörg gekk alltaf undir gælu-
nafni sínu, Gudda.
Hún átti heima í Símonarhúsinu
sem stóð við Kirkjustíginn, hinum
megin götunnar átti ég heima.
Gudda gerði ekki miklar kröfur
til lífsins, eldaði og bakaði við sína
kolaeldavél, en alltaf var til nóg
handa okkur krökkunum. Gudda
var ráðskona hjá Símoni Jónassyni
þegar ég man fyrst eftir henni. Á
hverjum morgni fór hún út í fjós að
mjólka, strokkaði sjálf mjólkina,
bjó til smjör og annað úr henni.
Þegar morgunverkum lauk gekk
hún út í „Læknishús“ til að sinna
vinnu sinni, en hún skúraði í tugi
ára læknastofuna og apótekið.
Hún hjálpaði fólki við þvotta og
sláturgerð. Hún var vinnandi frá
morgni til kvölds og aldrei kvartaði
hún. Alltaf gaf hún sér tíma til að
spjalla og spila Ólsen Ólsen. Ófáar
sögur sagði hún mér, enda sögu-
kona góð. Hún var sterkur og litrík-
ur persónuleiki sem gat „þusað“ dá-
lítið, en alltaf ljúf og góð.
Ég tala nú ekki um allt sem hún
prjónaði. Það eru ófá sokkapörin og
vettlingarnir sem ég fékk frá
Guddu. Hápunktur sumarsins var
að fara út á Svínaskála í heyskap-
inn.
Einn daginn kom hún með litla
hrífu og gaf mér. Nestið sem hún
útbjó var alltaf svo spennandi kakó
og kaffi í ullarsokk.
Nú að lokinni langri ævi er margs
að minnast, svo margs að erfitt er
að nefna eitt umfram annað, en að
hafa fengið að alast upp í návist
Guddu voru mikil forréttindi.
Elsku Gudda, takk fyrir að hús
þitt var mér ávallt opið og ég var
alltaf velkomin inn í hlýju hjarta
þíns.
Þín vinkona
Björg.
Guðbjörg
Kristjánsdóttir