Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 35
Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins
551 1200 | midasala@leikhusid.is
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til
20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða.
Stóra sviðið
Skilaboðaskjóðan
Sun 7/9 kl. 14:00
Sun 14/9 kl. 14:00
Lau 20/9 kl. 14:00
Sun 28/9 kl. 14:00
Ástin er diskó - lífið er pönk
Lau 30/8 kl. 20:00
Fös 5/9 kl. 20:00
Lau 6/9 kl. 20:00
Lau 13/9 kl. 20:00
Fös 19/9 kl. 20:00
Lau 20/9 kl. 20:00
Fim 25/9 kl. 20:00
Sun 28/9 kl. 20:00
Engisprettur
Fös 26/9 kl. 20:00
Lau 27/9 kl. 20:00
Lau 4/10 kl. 20:00
Fim 9/10 kl. 20:00
Fös 10/10 kl. 20:00
Kassinn
Utan gátta
Lau 11/10 frums. kl. 20:00 U
Sun 12/10 kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Lau 18/10 kl. 20:00
Fös 24/10 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 20:00
Kúlan
Klókur ertu - Einar Áskell
Lau 30/8 frums. kl. 15:00 U
Sun 31/8 kl. 11:00 Ö
Sun 31/8 kl. 12:30 Ö
Sun 7/9 kl. 11:00
Sun 7/9 kl. 12:30
Sun 14/9 kl. 11:00
Sun 14/9 kl. 12:30
Brúðusýning fyrir börn
Borgarleikhúsið
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl.
10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00
Fló á skinni (Stóra sviðið)
Fös 5/9 frums. kl. 20:00 U
Lau 6/9 kl. 19:00 U
2. kortas
Sun 7/9 kl. 20:00 U
3. kortas
Þri 9/9 aukas. kl. 20:00 U
Mið 10/9 aukas. kl. 20:00 U
Fös 12/9 kl. 19:00 U
4. kortas
Lau 13/9 kl. 19:00 U
5. kortas
Sun 14/9 kl. 20:00 Ö
ný aukas
Fim 18/9 aukas.kl. 20:00 U
Fös 19/9 kl. 19:00 U
6. kortas
Lau 20/9 kl. 19:00 U
7. kortas
Lau 20/9 kl. 22:30 Ö
8. kortas
Fim 25/9 kl. 20:00 U
9. kortas
Fös 26/9 kl. 19:00 U
10. kortas
Lau 27/9 kl. 19:00 U
11. kortas
Lau 27/9 ný aukas kl. 22:00
Fim 2/10 kl. 20:00 U
12. kortas
Fös 3/10 kl. 19:00 U
13. kortas
Fös 3/10 aukasýn kl. 22:00
Lau 4/10 kl. 19:00 U
14. kortas
Lau 4/10 aukasýn kl. 22:00
Ath! Takmarkaður sýningarfjöldi. Tryggðu þér miða í kortum.
Gosi (Stóra sviðið)
Sun 7/9 aukasýn kl. 14:00
Sun 14/9 aukasýn kl. 14:00
Sun 21/9 aukasýn kl. 14:00
Sun 28/9 aukasýn kl. 14:00
Síðustu aukasýningar
Fýsn (Nýja sviðið)
Fim 11/9 fors. kl. 20:00 U
Fös 12/9 frums. kl. 20:00 U
Lau 13/9 kl. 20:00 Ö
2. kortas
Sun 14/9 3. kortas kl. 20:00
Fös 19/9 4. kortas kl. 20:00
Lau 20/9 5. kortas kl. 20:00
Sun 21/9 6. kortas kl. 20:00
Ekki við hæfi barna. Forsala hafin
Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið)
Þri 7/10 forsýn kl. 20:00 U
Mið 8/10 forsýn kl. 20:00 U
Fim 9/10 forsýn kl. 20:00 U
Fös 10/10 frumsýn kl.
20:00
U
Forsala hefst í sept. Tryggðu þér sæti í áskriftarkortum!
Leikfélag Akureyrar
460 0200 | midasala@leikfelag.is
Óvitar (LA - Samkomuhúsið )
Lau 30/8 frums. kl. 20:00
Sun 31/8 kl. 18:00
Fös 5/9 kl. 20:00
Lau 6/9 kl. 20:00
Sun 7/9 kl. 15:00
Lau 13/9 kl. 20:00
Fjölskylduskemmtun
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Fös 29/8 kl. 20:00 Ö
Lau 30/8 kl. 15:00 Ö
Lau 30/8 kl. 20:00 U
Lau 6/9 kl. 15:00 Ö
Lau 6/9 kl. 20:00 U
Sun 7/9 kl. 16:00 Ö
Fös 3/10 kl. 20:00 U
Lau 4/10 kl. 15:00
Lau 4/10 kl. 20:00
Lau 11/10 kl. 15:00
Lau 11/10 kl. 20:00
Sun 12/10 kl. 16:00
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson
(Söguloftið)
Lau 25/10 kl. 20:00
Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Cavalleria Rusticana og Pagliacci
Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö
Sun 21/9 kl. 20:00
Fim 25/9 kl. 20:00
Lau 27/9 kl. 20:00
Lau 4/10 kl. 20:00
Sun 5/10 kl. 20:00
Fös 10/10 kl. 20:00
Sun 12/10 kl. 20:00
Forsala miða hafin á www.opera.is!
Janis 27
Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Ö
Fim 9/10 kl. 20:00
Lau 11/10 kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Lau 18/10 kl. 20:00
Forsala miða hafin á www.opera.is!
Iðnó
562 9700 | idno@xnet.is
Jazzhátíð
Fös 29/8 kl. 18:00
Tangóhátíð
Fös 29/8 kl. 22:00 Lau 30/8 kl. 22:00
Mammút Tónleikar
Fös 5/9 kl. 20:00
Bergþór , Bragi og Þóra Fríða Tónleikar
Sun 21/9 kl. 16:00
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Duo (Litla svið)
Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Fös 24/10 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 20:00
Sun 26/10 kl. 20:00
Hafnarfjarðarleikhúsið
555 2222 | theater@vortex.is
Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Sun 31/8 kl. 20:00 Ö
Fim 4/9 kl. 20:00
Sun 7/9 kl. 20:00
Fim 11/9 kl. 20:00
Sun 14/9 kl. 20:00
síðustu sýningar
Kómedíuleikhúsið Ísafirði
8917025 | komedia@komedia.is
Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík)
Fim 4/9 kl. 20:00
Fim 11/9 kl. 20:00
Fim 18/9 kl. 20:00
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
Þetta er algjörlega frábært,“segir kvikmyndagerðar-maðurinn Baltasar Kor-mákur sem hefur fengið
bandaríska tónskáldið James New-
ton Howard til að semja tónlistina
fyrir nýjustu mynd sína, Run For
Her Life. Howard er eitt allra
stærsta tónskáld Hollywood, og sem
dæmi samdi hann tónlist fyrir nýj-
ustu myndina um Leðurblökumann-
inn, The Dark Knight.
„Ég var líka rosalega hrifinn af
tónlistinni sem hann gerði fyrir
kvikmyndina Michael Clayton,
þannig að ég fór að ræða þetta við
hann. Það endaði með því að hann
las handritið og horfði á Mýrina. Í
kjölfarið flaug ég út og átti góðan
fund með honum, og honum leist svo
vel á handritið að hann ákvað að
gera þetta,“ útskýrir Baltasar. En er
ekki dýrt að fá svona þekkt tónskáld
til þess að semja tónlist? „Það getur
orðið það, enda er hann einn af
tveimur eða þremur stærstu mönn-
unum í þessum bransa. Hann hefur
líka verið tilnefndur til Óskars-
verðlauna sjö sinnum, en reyndar
aldrei unnið.“
Kemur til Íslands
Aðspurður segir Baltasar þessar
fréttir mjög góðar fyrir myndina, en
einnig fyrir hann persónulega.
„Þetta er ákveðið skref fyrir mig, að
vinna með svona manni. Þetta hefur
nefnilega áhrif á allt í kring. Fram-
leiðendurnir mínir ætluðu varla að
trúa þessu, að ég hefði fengið hann.
En þetta var svona „wild card“, mað-
ur reynir stundum að skjóta hátt, og
stundum hittir maður. Svona menn
hafa nefnilega oft áhuga á að taka að
sér minni verkefni, sérstaklega þeg-
ar þeir eru búnir að vinna að mynd-
um eins og The Dark Knight, þá
finnst þeim skemmtilegra að fara
inn í „kreatívara“ andrúmsloft.
Hann ætlar líka að koma til Íslands
um miðjan október og kíkja á mynd-
ina,“ segir Baltasar.
Howard semur bæði sinfóníska og
elektróníska tónlist, og að sögn Balt-
asars verður sitt lítið af hvoru í Run
For Her Life.
„Það sem ég var svo hrifinn af í
Michael Clayton var hvernig hann
náði að skapa spennu án þess að
vera alltaf að bregða fólki að tilefn-
islausu, eins og svona spennutónlist
á til að vera. Í staðinn kom hún inn-
an frá og byggðist hægt og rólega
upp. Að því leyti eru myndirnar svo-
lítið svipaðar, það er ekki einhver
geðveikur hasar heldur meiri innri
spenna.“
Baltasar er hér á landi um þessar
mundir, en hann er að klippa Run
For Her Life ásamt Elísabetu
Rónaldsdóttur. Eins og áður hefur
komið fram var myndin tekin í
Bandaríkjunum fyrr í sumar, en á
meðal leikara í henni eru stjörnur á
borð við Dermot Mulroney, Diane
Kruger, Sam Shepard, Rosanna
Arquette og Jordi Mollà. Frumsýn-
ingardagur myndarinnar hefur ekki
verið ákveðinn.
Frá Batman til Baltasars
James Newton Howard, eitt virtasta tónskáld Hollywood, semur tónlist fyrir
Baltasar Kormák Hefur sjö sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Baltasar og James Newton Howard „Framleiðendurnir mínir ætluðu varla að trúa þessu, að ég hefði fengið hann,“ segir leikstjórinn.
BALTASAR fær fleiri góðar fréttir
þessa dagana því blaðamaður
greindi honum frá því að vefútgáfa
breska dagblaðsins The Times hefði
valið Mýrina eina af tíu bestu glæpa-
myndum allra tíma, en á meðal ann-
arra mynda á listanum eru t.d. The
Silence of the Lambs, The Usual
Suspects, Fargo og Reservoir Dogs.
„Ertu ekki að grínast?“ eru fyrstu
viðbrögð leikstjórans. „Ég vissi
þetta ekki. Ég vissi bara að Börsen í
Danmörku hefði gefið henni fimm
stjörnur. En ég var annars í viðtöl-
um í Bretlandi, Mýrin er að koma út
þar og í Frakklandi. En þetta eru al-
veg geðveikar fréttir!“
Mýrin á meðal
þeirra bestu
Nokkrar myndir sem Howard hefur
samið tónlist fyrir:
The Prince of Tides (1991)
Alive (1993)
Falling Down (1993)
The Fugitive (1993)
Waterworld (1995)
My Best Friend’s Wedding (1997)
The Devil’s Advocate (1997)
The Sixth Sense (1999)
Collateral (2004)
The Interpreter (2005)
Batman Begins (2005)
King Kong (2005)
Blood Diamond (2006)
Michael Clayton (2007)
I Am Legend (2007)
The Dark Knight (2008)
Frábær ferill
Jókerinn Howard samdi m.a. tón-
listina fyrir The Dark Knight.