Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG
- 2 VIKUR Á TOPPNUM
TROPIC THUNDER kl. 3:40 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP
SVEITABRÚÐKAUP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
STAR WARS: CLONE WARS kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
GET SMART kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 - 10:20 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tali kl. 3:40D LEYFÐ DIGITAL
DARK KNIGHT kl. 6:20 - 8 - 10 sýnd í sal 1 B.i. 12 ára
STAR WARS: CLONE WARS kl. 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL
GET SMART kl. 10:10D LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ísl. tali kl. 4:10D LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40D LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
„FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
“...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda
mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd
og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.”
“...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”.
- L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið
...umhugsunar- og athyglisverðasta
teiknimynd í áratugi...”
“WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum
almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...”
S.V. Morgunblaðið
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
-L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV
FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„ÉG ER búinn að smíða heilmikið hér
til að reyna að koma okkar drauga-
gangi inn í þetta hús,“ segir Þórður
Pálmason, Doddi, vert á Café Rosen-
berg sem opnaði aftur í gær eftir um
eins og hálfs árs hlé. Gamli staðurinn
var meðal þeirra sem brunnu í brun-
anum fræga í Lækjargötu hinn 18.
apríl í fyrra og þrátt fyrir fjóra borg-
arstjóra þá bólar enn ekkert á nýjum
húsum þar þannig að nýi staðurinn
verður á Klapparstíg 25.
Rosenberg átti sér marga trygga
fastagesti og tónlistarmenn sem
spiluðu þar reglulega og héldu þeir
stuðningstónleika í Loftkastalanum í
kjölfar brunans. „Þetta var stór hóp-
ur, bæði tónlistarmenn og starfsfólk,
sem voru líka bara að peppa mig í
gang, enda var þetta mikið sjokk og
ég var ótryggður. Þau söfnuðu 530
þúsund með tónleikunum og fyrir það
var ég að kaupa hátalara á sviðið,
þannig að þetta kemur að hluta til
baka til tónlistarmannana,“ segir
Þórður og er þakklátur fyrir stuðn-
inginn. „Já, og bara vinskapinn, að
finna þegar eitthvað bjátar á að mað-
ur sé ekki bara einhver veitingahúss-
skratti sem öllum er sama um, þarna
var ást og umhyggja líka og þetta ýtti
mér í gang með að halda áfram.“
Síðan gamli staðurinn brann hefur
Þórður unnið við smíðar, enda lærður
smiður en þótt hann hafi kunnað því
vel þá eru smíðarnar „ekki jafn
spennandi og að vera með lífið í lúk-
unum í veitingabransanum.“
Í bullandi afneitun
En þrátt fyrir nýtt húsnæði breyt-
ist ekki mikið. „Við erum bara í bull-
andi afneitun og látum eins og ekkert
hafi í skorist,“ segir Þórður og bætir
við: „Gamla dótið brann ekki, þannig
að við vorum bara með það í geymslu
og höfum verið að þrífa og lakka, en
lökkuðum samt ekki allt of mikið
þannig að sum borðin eru pínu
brennd og sviðin, það er smá-saga í
dótinu ennþá. Það eina sem eyðilagð-
ist voru bækurnar sem við áttum, en
nú hafa nágrannar okkar í bókabúð
Braga gefið okkur bækur af miklum
höfðingsskap.“ Eldhúsið verður
væntanlega opnað aftur eftir mánuð
og staðurinn er fullbókaður af tónlist-
armönnum fram yfir áramót. „Það
kemur sama starfslið inn aftur og
sömu tónlistarmenn að hluta til, svo
vonast ég til að fá aftur krakkana úr
FÍH til að kíkja við. Þetta var voða
næs eins og þetta var, þannig að ég
vona að það kvikni aftur.“
En hver er galdurinn sem þarf til
þess? „Ég bara veit það ekki og er
samt búinn að vinna við þetta alla
ævi, er lærður þjónn og búinn að
vinna sem hótelstjóri og þjónn og
veitingastjóri og allt þar á milli. En
þetta bara gerist, það kemur ákveð-
inn hópur inn á þessa staði og hann
leggur stemninguna til. Ég held
reyndar að af því við vorum aldrei
með opið til morguns og vorum alltaf
með mat hafi það haldið öllu í
ákveðnum skefjum,“ segir Þórður að
lokum.
Rosenberg rís úr öskunni
Morgunblaðið/G. Rúnar
Á nýja staðnum Þórður ásamt konu sinni, Auði Kristmannsdóttur.
FYRSTA helgin á nýjum Rosen-
berg verður undirlögð Melodica
Acoustic Festival sem er í boði
Undercover Music Lovers. Boðið
verður upp á 18 atriði laugardag
og sunnudag kl. 16-23 báða dag-
ana.
Þeir sem troða upp eru Jude,
Kid Drecker og Eskimono frá
Bretlandi, Owls of the Swamp
frá Ástralíu, Þjóðverjinn Torben
Stock og Íslendingarnir Svavar
Knútur, Gunna Lára, Marlon Poll-
ock og Bítur, Piknik, Myrra Rós,
Helgi Valur, Binni P, Heiða Dóra,
Stefán Örn, Siggi Palli, Myster-
ious Marta, Bergþór Smári og
Michael Pollock og Siggi Sig.
Melodica-hátíðin