Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 15.04.2009, Síða 6
6 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL „Við höfum enga heimild til að ann- ast svona úttekt sem hann er að vitna til,“ sagði Sveinn Arason ríkisendurskoðandi aðspurð- ur hvernig hann myndi taka bón Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrrverandi stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur og þingmanns Sjálfstæð- isflokks. Guðlaugur sagði í yfirlýsingu á mánu- dagskvöld að hann hygðist biðja ríkisendur- skoðanda að gera úttekt á störfum sínum sem stjórnarformaður. Í tilkynningunni sagðist hann ekki una við óvandaða umfjöllun og dylgjur um störf sín og því teldi hann mikilvægt að ríkisend- urskoðandi gerði úttekt á þeim svo að hið sanna kæmi í ljós. Sveini hafði ekki borist erindi Guðlaugs þegar Fréttablaðið talaði við hann. „Málefni Orkuveitu Reykjavíkur heyra ekki undir okkur og okkar valdsvið, það er alveg á hreinu,“ segir Sveinn til frekari útskýringar. Hann sagðist þó ekki vilja tjá sig um það hverjum bæri að gera slíka úttekt. Eins sagðist hann ekki vita til þess að ríkisendur- skoðanda hefði nokkurn tímann borist bón um að gera álíka úttekt. Ekki náðist í Guðlaug Þór í gær. - jse Ríkisendurskoðanda óheimilt að taka út störf fyrrverandi stjórnarformanns OR: Skoðar ekki störf Guðlaugs GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur verður að leita annað en til ríkisendur- skoðanda til að fá sanngjarna úttekt á störfum sínum. www.ms.is/gottimatinn nýjung ! þykk, fersk og rjómakenn d jógúrt grískur gleðileikur H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 1 9 2 SMÁLÚÐA, LAXAFLÖK OG FULLT AF ÖÐRU GÓMSÆTU SELJUM EINNIG FISK Í MÖTUNEYTI ATH ERUM ALDREI FISKLAUSIR GLÆNÝ STÓRLÚÐA ALÞINGI „Ég ætla ekki að láta það verða mitt síðasta verk hér á Alþingi að svipta Alþingi stjórnar- skrárgjafarvaldinu. Og ég mun hér tala eins oft og ég þarf til þess að koma í veg fyrir að svo verði.“ Þessi orð Björns Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær urðu til þess að framsóknarmenn ákváðu að láta af kröfu sinni um að bráðabirgða- ákvæði um stjórnlagaþing verði fært í stjórnarskrána. Þar með er útséð um að efnt verði til stjórn- lagaþings á nýju kjörtímabili – í það minnsta með þeim hætti sem lagt var upp með í stjórnarskrár- frumvarpi allra flokka utan Sjálf- stæðisflokks. „Sjálfstæðismenn tóku stjórn- lagaþingið í málþóf enda keppi- kefli þeirra að koma í veg fyrir að völdin færu til fólksins í land- inu,“ segir Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsókn- arflokksins. „Þeir hótuðu að tala um málið dag og nótt fram að kosningum og því var þessu eig- inlega sjálfhætt,“ segir hún. Fjórar greinar voru í stjórn- arskrárfrumvarpinu; um stjórn- lagaþing, um að auðlindir verði í þjóðareign, um þjóðaratkvæða- greiðslur og um hvernig breyta skuli stjórnarskránni í framtíð- inni. Sjálfstæðismenn hafa verið andsnúnir öllum greinunum fjór- um en þó lýst sig reiðubúna til viðræðna um ákvæðið sem lýtur að því hvernig breyta beri stjórn- arskránni. Óvíst var í gærkvöldi hvert framhald málsins yrði; hvort sam- komulag næðist um þau ákvæði sem eftir standa eða hvort mál- þófshótun vofði einnig yfir vegna þeirra. Meðal þess sem lagt hefur verið til er að vísa frumvarpinu til með- ferðar sérnefndar um stjórnar- skrármál milli annarrar og þriðju umræðu. Þar mætti reyna að ná samkomulagi um breytingar. Sú leið var talin býsna líkleg í gær- kvöldi. Enn eru nokkur önnur mál í þinginu sem ríkisstjórnin telur brýnt að verði samþykkt fyrir kosningar. Að sama skapi eru þar nokkur mál sem sjálfstæðis- menn leggja áherslu á. Er líklegt að fjárfestingasamningur Helgu- víkurálversins og íslenskt ákvæði í loftlagssamningum verði sam- þykkt fyrir þinglok. Að sama skapi er talið ólíklegt að stjórn- arfrumvarp um eignaumsýslufé- lag verði að lögum. bjorn@frettabladid.is Stjórnlagaþingið úti en ósamið um annað Framsóknarflokkurinn lét í gær af kröfu sinni um stjórnlagaþing. Björn Bjarnason sagðist ætla að tala eins oft og hann þyrfti til að koma í veg fyrir framgang málsins. Ósamið er um önnur ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins. ÞINGMENN Björn Bjarnason sagðist tala eins oft og hann þyrfti til að koma í veg fyrir stjórnlagaþing. Siv sagði málinu sjálfhætt. LÖGREGLUMÁL „Ef lögreglan kemur ekki þá þýðir það að hún er hrædd. Og það er af því að við sýnum samstöðu!“ var hrópað af stiga- palli fyrir utan Vatnsstíg 4, þar sem hópur ungmenna hefur gert sig heimakominn í áður tómu húsinu. Lögreglan hafði gefið hústöku- fólkinu frest til klukkan fjögur í gær til að rýma húsið, en lét hins vegar ekki sjá sig. Nokkur mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan húsið og innandyra og hugðist veita lögreglunni mótspyrnu. Meðal annars var kveiktur eldur fyrir utan. Aðspurður segir varðstjóri lögreglu að það hafi verið oftúlkun að ætla að lögreglan myndi grípa strax til aðgerða yrði fólkið ekki við tilmælum hennar um að rýma húsið. Af orðum hans mátti skilja að málið væri ekki litið ýkja alvarlegum augum. Húsið er í eigu Ágústs Friðgeirssonar. Til stendur að rífa það og byggja verslunar- og íbúðarhúsnæði. Ágúst óskaði eftir aðgerðum lögreglu vegna þess að fólkið væri í húsinu á hans ábyrgð. „Í vetur hef ég verið látinn koma útigangs- fólki út sem hefur borist þarna inn og halda húsinu lokuðu. Ég sé engan mun á því fólki og þessu. Það er sama hætta á að þetta fólk kveiki í og aðrir,“ segir Ágúst. Hann segir eignarréttinn heilagan. „Ef þú átt laust her- bergi í íbúðinni þinni, á þá hver sem er að geta flutt inn í það?“ spyr Ágúst. - sh Hústökufólki á Vatnsstíg veittur frestur en lögregla lét ekki sjá sig: Lýstu yfir sigri gegn lögreglu VIÐ ÖLLU BÚNIR Hústökufólkið var tilbúið að láta hart mæta hörðu – en lögreglan kom hins vegar aldrei á staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN Borðaðir þú fisk yfir páskana? Já 43,8 Nei 56,2 SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að nektardans verði bannaður með lögum? Segðu skoðun þína á vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.