Fréttablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 12
 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tvær konur sitja nú í gæsluvarðhaldi til 21. apríl eftir að þær reyndu að smygla fíkniefn- um innvortis til landsins. Konurn- ar, sem báðar eru erlendar, komu frá Amsterdam. Tollgæslan stöðv- aði þær við komuna til landsins og leiddi röntgenskoðun í ljós að þær voru með fíkniefni innvortis. Þær hafa skilað efnunum niður, sem talin eru vera annaðhvort kóka- ín eða amfetamín. Magnið lá ekki fyrir í gær. Þá rann út í gær gæsluvarðhalds- úrskurður yfir rúmlega tvítugum Belga sem gripinn var í Leifsstöð í byrjun mánaðarins með kókaín inn- vortis. Þetta er sami maðurinn og slapp úr haldi lögreglu þegar verið var að flytja hann í röntgenmynda- töku á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Hans var leitað í um það bil hálfan sólarhring áður en hann fannst. Síðan skilaði hann niður af sér tæpum hundrað grömmum af kókaíni. Óvíst er hvort maðurinn hafði náð að losa sig við eitthvað af efninu á hlaupunum áður en hann var tekinn aftur. Gæsluvarðhald yfir honum var í gær framlengt fram á föstudag. Þá hafa tveir Litháaar verið dæmdir í þriggja mánaða fang- elsi eftir að þeir voru teknir með hundrað grömm af amfetamíni hvor innvortis um síðustu mánaða- mót. Þeir hafa þegar hafið afplán- un. - jss Þrjú fíkniefnasmyglmál hafa komið upp í Leifsstöð á skömmum tíma: Tvær konur í gæsluvarðhaldi HVÍTT EFNI Fimm manns hafa reynt að smygla kókaíni eða amfetamíni innvort- is til landsins að undanförnu. MENNTUN „Ég tel að þessi ákvörð- un sé afar mikilvæg, sem og sú stefna að beina fólki inn í mennta- kerfið,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær tilkynnti Katrín um þá ákvörðun að auka eigið fé Lánasjóðs íslenskra náms- manna (LÍN) um 650 milljónir króna til að bregðast við fjárþörf sjóðsins vegna sumarlána. Þetta þýði að LÍN geti varið alls einum og hálfum milljarði króna í sum- arlán. Að sögn Katrínar er gert ráð fyrir að sú upphæð nægi láns- þörf milli þrjú og fjögur þúsund nemenda í sumar. Könnun sem stúdentaráð Háskóla Íslands (HÍ) gerði í síðasta mánuði bendir til að allt að 13.000 háskólanemar gætu verið án atvinnu í sumar. Aðspurð segir Katrín að skoða þurfi málin upp á nýtt fari svo að fleiri nem- endur sæki um sumarlán en LÍN ráði við. „Við verðum að sjá hvort þessi aukafjárveiting mæti þörf sjóðsins, hversu margir sækja um og svo framvegis. Ef svo fer þarf að vega og meta málin, það er ljóst.“ Katrín segir að háskólunum verði veitt fjárveiting upp á 50 til 100 milljónir til að standa straum af kostnaði við aukinn fjölda nem- enda í sumar. Fram hefur komið að Háskólinn í Reykjavík og Bif- röst muni bjóða upp á sumarnám- skeið. Viðskiptadeild HÍ tilkynnti í síðustu viku að fimm námskeið yrðu kennd við deildina í sumar, en engar frekari útfærslur hafa verið kynntar á sumarnámi við skólann. Katrín mun funda með skólayfirvöldum í HÍ um þessi mál í vikunni. „HÍ er veigamesti póst- urinn, og það er ljóst að einhver námskeið verða kennd og próf verða haldin í haust. Við munum vinna að því að klára þessi mál í vikunni,“ segir Katrín. Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, segir ákvörðun- ina um aukið fé LÍN ánægjulega. „Þetta sýnir velvilja. Við stönd- um enn við kröfur okkar um að boðið verði upp á fjarnám í 500 námskeiðum, til að tryggja breitt námframboð í sumar. Við fundum með skólayfirvöldum í vikunni, og það er gott að við fáum að koma að ákvarðana- tökum.“ Einar K. Guð- finnsson, þing- maður Sjálf- stæðisflokks og meðlimur í menntamála- nefnd Alþing- is, segist fagna ákvörðun ríkis- stjórnarinnar varðandi aukið eigið fé LÍN. „Ég hef ekki séð nákvæmar útfærsl- ur, en allt sem gerir nemendum kleift að þurfa ekki að eyða sumr- inu í aðgerðarleysi er auðvitað jákvætt.“ Hvorki náðist í rektor né vara- rektor HÍ við vinnslu fréttarinn- ar. kjartan@frettabladid.is Fjögur þúsund nem- endur fái sumarlán Eigið fé LÍN verður aukið um 650 milljónir vegna sumarlána. Menntamálaráð- herra segir sjóðinn geta lánað allt að fjögur þúsund nemendum í sumar. Há- skólarnir fá 50 til 100 milljóna króna fjárveitingu vegna aukins fjölda nemenda. NÁMSMENN Ákvörðun um sumarannir hjá Háskóla Íslands ætti að liggja fyrir í lok vikunnar, samkvæmt menntamálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR HILDUR BJÖRNSDÓTTIR EINAR K. GUÐFINNSSON KOSNINGAR Borgarahreyfingin mun bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum 25. apríl. Hreyfingin kynnti framboðslista allra sex kjör- dæma landsins í gær og frambjóðendur sína í öllum kjördæmunum sex á fundi í gær. Kom fram að sjö vikur tók að ná fram fullþroska framboði sem er afurð búsáhaldabyltingarinnar. Tvö mál voru á dagskrá fundarins auk kynningar frambjóðenda. Í fyrsta lagi sú krafa hreyfingarinn- ar að reglur um fjárveitingar eða styrki atvinnulífs- ins til stjórnmálaflokka og hreyfinga verði breytt. Jóhann Kristjánsson, þriðji maður á lista Reykjavík norður, hafði orð fyrir sínu fólki. „Við höfnum þeirri leið að atvinnulífið sé að veita fé til stjórnmála- hreyfinga.“ Jóhann sagði að umræða síðustu daga um styrki til stjórnmálaflokkanna skýrði að fullu afstöðu síns flokks. Í öðru lagi sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að hætta við tíu mínútna gjaldfrjálsan kynningarþátt fyrir framboð til Alþingis. Það hafi komið sér afar illa fyrir Borgarahreyfinguna. - shá Borgarahreyfingin gagnrýnir fjárveitingar og styrki fyrirtækja til stjórnmálaflokka: Listar í öllum kjördæmunum FULLTRÚAR HREYFINGARINNAR Það tók sjö vikur að koma saman listum svo unnt væri að bjóða fram á landsvísu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.